Af styrkjum, ölmusu og mútum.

Ég er nú eiginlega alveg sammála því.  Það eru mörg lönd sem þurfa miklu meira á styrkjum og ölmusu að halda en við.  Þetta eru eiginlega að mínu mati mútur til að gera okkur leiðitamari til að ganga inn í ESB.  Þetta með gulrótina og asnann.

Það er bara skammarlegt af löndum mínum að þiggja svona ölmusu í okkar annars ríka landi, þegar svo margir aðrir þurfa miklu fremur á þessum peningum að halda.  Þetta fé kemur örugglega í góðar þarfir annarsstaðar.


mbl.is Finnst óþarfi að styrkja Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Var einmitt að byrja að blogga smá um þetta,þegar ég sá þig,við erum svo oft sammála. Datt í hug mútu IP styrkirnir sem eru mér þyrnir í augum. En þessi Duncan er þróunarmálaráðherra svo honum kemur liklega ekkert annað við. Mér finnst samt að sérhver Englendingur ætti að hugsa um þann skaða sem hryðjuverkalögin ollu. Ásthildur,ég er að telja,dagana,kl.tímana,mín.sek.þar til við losnum við ófétans Samfylkinguna,fyrst hún kemur svona fram við okkur og virðist tjalda öllu til,löglegu og ólöglegu þetta er svo átakanlegt. Mér er virkilega farið að þykja vænt um samherjana,sem láta aldrei undir höfuð leggjast að styðja við hvert annað á síðunum. Æ, ég er í beinni,segi bara góða nótt drottning.

Helga Kristjánsdóttir, 30.9.2012 kl. 02:26

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góða nótt Helga mín, já stuðningur okkar liðs sem erum á móti ESB styrkir okkur svo sannarlega og gefur okkur meiri orku til að berjast gegn þeirri vá.  Og vissulega erum við oftast sammála.  Og það er bara notalegt.  Góða nótt elskan, ég er líka að fara að halla mér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.9.2012 kl. 02:33

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já konur góðar svo eru hækkaðir skattar og gjöld á ferðarþjónustuna vegna þess að hún hefur gengið svo vel...

Gengið svo vel með þróunarstyrkjum...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 30.9.2012 kl. 09:22

4 Smámynd: Kidda

Ekkert skrýtið að fólki finnist mörgum sjálfsagt að misnota hjálparaðgerðir, styrki og hvað eina ef stjórnsýslan gerir það líka. Er þetta að verða landlægur andskoti hjá mörgum.

Kidda, 30.9.2012 kl. 10:44

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Áshildur. Þessi styrkjaárátta sumra er óeðlileg. Það eru einhverjir sem raunverulega strita fyrir þessum styrkjum, og jafnvel á þrælalaunum í bláfátækum löndum. Ætli það sé ekki kallað siðblinda að taka við svona illa fengnum styrkjum?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.9.2012 kl. 12:18

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ingibjörg þú bendir á athygliverðan punkt.  Þetta með að hækka skattana á ferðaþjónustuna og þeir fá síðan styrk til að geta starfað.  Sem sagt úkoman er að Ríkið fær þessa peninga með einum eða öðrum hætti.

Svo satt Kidda mín, það er allof mikil spilling og hugsunarleysi allstaðar.  Það eru nefnilega allof mörgum sem finnst sjálfsagt að "svindla á kerfinu" er þeir komast upp með það.

Anna Sigríður mikið rétt, við erum að þiggja ölmusu frá bláfátæku fólki sem á jafnvel ekki í sig og á.  Hversu lágt getum við eiginlega lagst?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.9.2012 kl. 14:07

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Áshildur mín. Siðblindu-sjúkt fólk leggst mjög lágt, vegna þess að það er sjúkt.

Það er hlutverk almennings að gagnrýna og hjálpa helsjúku fólki. Valdamiklir embættismenn stjórnsýslunnar er helsjúkir og þurfa hjálp.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.9.2012 kl. 19:04

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála þér hér Anna Sigríður mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.9.2012 kl. 19:34

9 Smámynd: Jens Guð

  Styrkir af þessu tagi eru sjaldnast veittir af góðmennsku einni.  Það hangir jafnan fleira á spýtunni.  Gott dæmi um það er þegar hagsmunaöfl (fyrirtæki og samtök á borð við LÍÚ), eru að veita styrkjum til sjórnmálamanna og -flokka.  Styrkir eru fínna orð yfir mútur.

  Þróunaraðstoð er annað dæmi um styrki.  Íslendingar nota hana til að mynda til að afla atkvæða við hvalveiðar og fleira.  Önnur lönd nota þróunaraðstoð sem leið til vopnasölu og svo framvegis.   

Jens Guð, 30.9.2012 kl. 21:13

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála Jens, þetta er ekkert annað en mútur, aka fína nafnið styrkur til að fá googwill ekkert annað.  Æ sér gjöf til gjalda... eða þannig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.9.2012 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband