Ýmsar myndir og skemmtilegheit.

Ég er viss um að elskulegir lesendur mínir sem vilja fá myndir og sögur séu alveg að gefast upp á mér.  Þannig að nú ætla ég að setja inn nokkrar myndir af því sem ég hef verið að bralla undanfarið.

1-IMG_6673

Stubbarnir mínir hafa fundið sér góðan stað hátt upp í hillu á fataskápnum LoL

En mér var svo boðið á Gumma kvöld, vinur okkar hjóna sem nú er dáinn Guðmundur Thoroddsen sem hefði orðið sextugur núna.  Konan hans Elísabet Gunnarsdóttir arkitekt bauð mér að vera með í kvöldveislu honum til heiðurs sem ég þáði með þökkum.

2-IMG_6675

Þarna voru margir samankomnir til að heiðra þennan yndislega listamann og lífskúnstner sem fór allof fljótt. Hér má sá Áslaugu Ragnars píanóleikara sem var hér stödd tilfælligsvis, en hún býr og starfar erlendis.

3-IMG_6677

Það var virkilega gaman að vera þarna, og góður matur framborin af Elísabetu og hennar sonum og vinum. Frábær alveg. Enda er Elísabet annálaður kokkur og skemmtilegur veisluhaldari.

4-IMG_6678

Synirnir voru í uppvarta og þarna ríkti gleðín ein.

5-IMG_6680

Systkini Guðmundar voru líka mætt, og voru hrókur alls fagnaðar.

6-IMG_6682

Snillingurinn Villi Valli og Magnús Reynir voru líka meðal gesta.

7-IMG_6683

Veislustjórinn bróðir Guðmundar var hrókur alls fagnaðar.

8-IMG_6685

Guðný Hartman ein af mínum elstu og yndislegustu vinkonum gegnum tíðina, sérstaklega gegnum Litla Leikklúbbinn.

9-IMG_6687

Kempan og rithöfundurinn Finnbogi Hermannsson í góðum félagsskap.

10-IMG_6689

Það var yndisleg stemning þetta kvöld alveg í anda Guðmundar og Elísabetar.

11-IMG_6690

Tveir grallarar og viskubrunnar Maggi Reynir og Finnbogi það kemur enginn að tómum kofa hjá þessum tveimur.

12-IMG_6691

Og hér var fólk á öllum aldri og allir sem einn maður.

13-IMG_6692

Systkinin þau voru frábær þetta kvöld.

14-IMG_6694

Sigríður Dúna var skólasystir Guðmundar á sínum tíma og sagði okkur skemmtilegar uppákomur sem þau tóku þátt í í sínu unggæði, afar skemmtilegar frásögur og hjartnæmar.

21-IMG_6711

Finnbogi sagði frá sinni viðkynningu af þeim hjónum, en þau leigðu RUVVest aðstöðu í húsi sínu þar sem hann var útvarpsstjóri.

14-IMG_6694

En Sigríður Dúna hafði ekki lokið máli sínu

15-IMG_6697

á þeirra skóla árum hafði Guðmundur gefið henni þetta malverk af gefnu tilefni og hún hafði geymt það öll þessi ár, og þetta kvöld færði hún sonum hans málverkið við mikinn fögnuð gesta. Málverkið geymir þá sögu vel.

16-IMG_6698

Og drengirnir voru himinlifandi yfir þessar óvæntu gjöf úr fortíð föður þeirra. Þegar maður missir foreldri svona ungur, þá verða allar svona minningar svo vel þegnar og þakklátar.

18-IMG_6703

Yndislegir drengir og hafa alltaf haft sína tengingu á Ísafjörð þó þeir hafi farið með móður sinni um heiminn. Einmitt þess vegna elsku Elísabet er svo gott að vita að þú ert komin heim afturHeart

22-IMG_6712

Og hér voru sagðar skemmtilega fjölskyldu sögun. Sumar frá þeim tíma þegar Elli minn og Guðmundur fóru í þriggja mánaða siglingu um suður Ameríku, Argentínu, Úrugvay og fleiri slíkra. Þeir lentu til dæmis í ógurlegum hremmingum í ofsaveðri á leiðinni til milli landa þarna, og um stund leit út fyrir að skútan væri að farast. Þá stóð Elli minn upp og hóf upp raust sína og söng Simba sjómann af öllum kröftum. Gumma var þetta svo minnisstætt að hann sagði systur sinni frá þessu og fannst mikið til um. En hún er að spá í að koma þessu í bók, sem ég vona að verði af.  Svo sannarlega þarf saga þetta yndislega drengs og lífskúnstners að koma fram.

23-IMG_6715

Elísabet eiginkonan helt líka góða ræðu og lagði mikla áherslu á að Guðmundur hafi verið mikill gleðimaður, og þess vegna væri þetta gleðikvöld í hans minningu. Hún var mín stoð og stytta þegar þeir karlarnir okkar voru burtu á fjórða mánuð yfir jól og áramót. Þá var gott að eiga þjáningarsystur til að styðja sig við.Heart

24-IMG_6717

Já svo sannarlega vera þetta gleðikvöld og ég er viss um að Guðmundur var þarna með okkur að gleðjast.

25-IMG_6718

Og synirnir eru aldeilis lagtækir á hljóðfærin.

27-IMG_6725

Enda ekkert skrýtið að hljóðfærin værudregin fram með svona hljómlistamenn innan handar.

532116_4341342288182_1080512496_n

Og auðvitað stóðst ég ekki málið og tók nokkur lög.

28-IMG_6730

Tvær flottar saman og vel þekktar.

29-IMG_6737

Og stóri bróðir lét ekki sitt eftir liggja.

30-IMG_6738

Innilega takk fyrir migHeartTakk fyrir frábært kvöld.

31-IMG_6742

Nú er haustið komið og það getur verið afar fallegt rétt eins og í dag til dæmis.

32-IMG_6746

Þó ekki sjái mikið á gróðri ennþá.

37-IMG_6754

Stundum er veðrið dulafullt.

38-IMG_6755

Decorareynirinn minn er komin í haustlitina.

39-IMG_6756

Frábært að hafa svona fegurð fyrir augunum.

40-IMG_6757

Yndislegt. Nýpurnar af hjónarósinni og fleirum.

41-IMG_6758

Sorbus Decora er rosalega flott tré. Ég hef sáð fyrir honum og sett niður upp í hlíðinni fyrir ofan mig.

34-IMG_6749

Og hingað rata börnin smá og njóta sín.

33-IMG_6747

Og þessa tvo stráka vantar ennþá heimili, þeir eru yndislegir ég vildi gjarnan hafa þá áfram, en það dugar ekki með fjórar kisur. Best væri ef einhver vildi taka þá báða, þeir eru aldir upp í miklum kærleika foreldrana og eru algjör keludýs og svo fallegir.Heart algjörlega heilbrigðir enda í umsjón dýralæknisins að hluta til.

35-IMG_6750

Móður ást.

36-IMG_6753

Eigið góðan dag elskurnar. Við skulum muna að þrátt fyrir ömurlega aðkomu stjórnmálanna að okkur þjóðinni, þá er samt margt svo fallegt til og okkur ber að hlú að því og taka þátt í þeim kærleika og umhyggju fyrir hvort öðru. Við getum nefnilega gert alveg heilmikið bara í daglega lífinu með ást og umhyggju.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir myndirnar, ég verð bara alveg sjúk að horfa á kisurnar þínar. Góða helgi.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.9.2012 kl. 15:07

2 Smámynd: Ragnheiður

Nennir kisa að hafa þá enn á spena ? þetta er meira ljúflingskynið hjá þér :) ég er með þrjá og það er ekkert mál. Þeir sjá um meindýravarnir hjá mér blessaðir ..og standa sig vel :) En það hlýtur einhver að vilja þessa fallegu stráka.

Ragnheiður , 28.9.2012 kl. 15:43

3 identicon

Gaman að sjá alla skemmta sér vel í góðra vina hópi

Dísa (IP-tala skráð) 28.9.2012 kl. 16:37

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásdís já þeir eru svo skemmtilegir..

Já hún leyfir þeim að sjúga, og svo liggja þau öll fjögur saman í hrúgu.  Það er alveg sérstakt.  Þau eru alveg einstök. Já ég vona að einhver vilji taka þá helst báða en allavega hvern og einn fyrir sig.

Já Dísa mín ég veit að þú kannast þarna við marga, eða sérstaklega börn og barnabörn, eins og mamma þín sagði alltaf, þegar ég þurfti að spyrja hver er amma þín en þegar ég varð að spyrja hver er langamma þín þá fannst mér ég vera að vera dálítið gömul  Stína mamma þín var yndisleg kona og svo lífsglöð alltaf.  Mér fannst ég læra svo mikið af hennar lífssýn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.9.2012 kl. 18:55

5 Smámynd: Laufey B Waage

Aldeilis gaman að sjá þessar myndir.

Laufey B Waage, 28.9.2012 kl. 19:33

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Laufey mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.9.2012 kl. 20:01

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæl! ætlaði að skrifa á fyrri færslurnar,en var of fúl til að hreyfa vð því,en myndirnar kalla á mjúka manninn í djúpinu manns,hjartans kveðjur.

Helga Kristjánsdóttir, 29.9.2012 kl. 00:02

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já litlar kisur laða það besta fram í okkur öllum Helga mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.9.2012 kl. 00:53

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Litla kisan mín hún Lilla Vilhelmína er æðislega skemmtileg, hún hefur tekið hundinn í sína þjónustu.  Hann Úlfur minn elskar kisur, hann nennir endalaust að leika við þær.  Litlan vill helst kúra hjá honum og eltir hann á röndum   Svo er hún algjör fjörkálfur og leikur sér mikið við hundinn. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.9.2012 kl. 01:25

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott að heyra Jóna. Þessar elskur eru aldar upp í þvílíkum kærleika frá foreldrunum báðum að það er unun að verða vitni að.  Þannig dýr hljóta að vera góð og kærleiksrík, því þau þekkja ekkert annað. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.9.2012 kl. 01:39

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Og það er svo gott að sjá myndirnar af henni á facebook. Innilega takk fyrir þær elsku Jóna kolbrún mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.9.2012 kl. 01:40

12 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Alveg merkilegt að lenda í svona heljarveislu þar sem fagnað er afmæli (ártíð) látins manns. Við systkinin höfum haldið upp á afmælið hennar mömmu frá því hún féll frá í október ´77, en við höfum ekki boðið neinum í partýið. Næst hefði mamma orðið áttræð og mér finnst tilvalið að halda upp á það á alveg sérstakan hátt.

Minnist þess samt þegar ég sagði einum kunningja mínum frá afmæli mömmu þá spurði hann: eftir viku er ár síðan mamma dó, hvernig eigum við systkinin að halda upp á það. Ég svaraði um hæl: þið haldið upp á afmælið hennar en gleymið dánardægrinu. Jája - þetta hafði honum ekki dottið til hugar.

Varðandi kisurnar þínar yndislegu, ertu búin að setja þær á facebook?

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 29.9.2012 kl. 23:48

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Sígrún mín, já þetta var heljarins veisla.  Og auðvitað á maður að minnast afmælis en ekki dánardægurs.

Ég hef sett þessi blogg mín inn á fésið, nú ætla ég að prenta út myndir af þem og hengja upp á nokkrum vel völdum stöðum.  Ég fer að verða of tilfinningalega tengd þessum elskum, svo að þeir verða að fara að komast á góð heimili.  Þessir litlu kátu kettlingar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.9.2012 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband