Enn eitt slysið við Kárahnjúka.

Ekki sér ennþá fyrir endan á slysum og matareitrunum upp við Kárahnjúka.  Eitthvað verður þetta nú ekki til að bata heiður Íslands í Portúgal, þar sem menn hafa kvartað undan aðbúnaði og þrælahaldi. 

Maður bara á ekki orð yfir þessu ástandi.  Það getur bara ekki verið að aðbúnaður sé í lagi þarna.  Og ef menn eru svo að vinna langan vinnudag, og vansvefta, þá er von að illa fari.  Við getum eiginlega ekki lengur horft upp á þetta.  Hér verður að koma til gagnger skoðun á öllum aðbúnaði og vinnureglum.  Eða ætlum við að sitja undir stimpli þess að vera þróunarland, þar sem líf og limir fólks eru enskis metnir.  Það er komið nóg.


mbl.is Lést á leið í sjúkraflugið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smágrín.

Á skemmtikvöldi með Frjálslyndum á föstudagskvöldið heyrði ég nokkra góða brandara.  Er að hugsa um að láta einn eða tvo  flakka hér, en þessi er sko bara fyrir átján ára og eldri, svo þið sem yngri eruð þurfið að hætta að lesa hér hehehe;

Svoleiðis var að það var framið vopnað bankarán.  Ræningjarnir þustu skjótandi út úr bankanum, þrjú skot þeirra hittu ófríska konu sem var þar fyrir utan, beint í magann.  Sem betur fer varð konunni ekki meint af né heldur þeim þremur börnum sem hún bar undir belti.

Fæddi hún svo börnin og allt í góðu lagi.  Þegar þríburarnir eru um 12 ára gamlir, tvær telpur og einn drengur, kemur önnur stúlkan til móður sinnar og segir, mamma ég var að pissa og veistu hvað gerðist.  Það kom byssukúla niður með pissinu.

Þetta sama gerðist nokkru síðar  með hina stúlkuna, mamma veistu að ég pissaði byssukúlu.

Svo kom drengurinn.  Mamma þú veist ekki hvað kom fyrir.

Jú ætli ég fari ekki nærri um það, svaraði móðirin.  Þú varst að pissa og pissaðir byssukúlu.

Nei ekki alveg svoleiðis sagði pilturinn.  Ég var nefnilega að fróa mér og skaut hundinn. LoL

 

Annar svona neðan mittis.  Stjórnmálamaður einn vel þekktur fór í sund í Bolungarvík, hann var viss um að það væri karlatími og þar sem veðrið var með eindæmum gott, eins og búið er að vera undanfarið, ákvað hann að fara í sólbað nakinn.  Hann var gjarnan með hatt, og hafði með sér dagblað.  Hattin setti hann á það allra heilagasta, en blaðið fyrir andlitið.  Þannig sofnaði hann. Svo kom smá vindkviða og feykti burtu hattinum. 

Nokkru síðar koma þrjár konur að sofandi manninum.  Sú fyrsta færir sig nær honum og skoðar beran kónginn vel. 

Þetta er ekki maðurinn minn, fullyrti hún. 

Nei sagði sú næsta, sem hafði einnig grandskoðað djásnin.  Þetta er ekki hann.

Sú þriðja verður nú dálítið forvitin og fer og skoðar þennan hluta mannsins mjög nákvæmlega.

Þessi er nú ekki úr Bolungarvík, sagði hún svo ákveðin. 

Þessi er í boði Ástarvikunnar sem þar var nýlega.  LoL david_hasselhoff_img_2_thumb 


Jónsmessunótt.

Eins og allir vita var Jónsmessunótt síðastliðna nótt.  Hér var yndislegt veður, og fjörðurinn skartaði sínu fegursta.  Í Arnardal var ungt fólk að gifta sig, þau voru bæði gefin saman af kristnum presti og svo goða af Ásatrú.  Einnig hlaut lítill drengur skírn.  Örugglega falleg athöfn á stað sem er einn fallegasti hér, þar sem maður horfir á sólina snerta hafflötin og fara síðan upp aftur, hvað getur verið dásamlegra en slíkt umhverfi á helgasta degi fólks. Óska þeim alls góðs og gifturíkrar framtíðar.

IMG_5882

En ég gær bauð á pabba í mat, og hér sitja þeir á spjalli meðan steikinn brúnast á grillinu.

IMG_5887

Þetta er svo um miðnættið, smá himnasýning.  Fallegir litir.

IMG_5889

Þessi er tekin um tvö leytið, sólin byrjuð að fara upp aftur.

IMG_5892

Þessi tekin nokkru síðar.

IMG_5890

Auðvitað voru einhverir að leika sér á pollinum þessa nótt.  Til hvers er hann annars.  Þetta voru sjókettir svokallaðir.  Hlýtur að hafa verið gaman að þeysast svona um lygnan pollinn.

IMG_5893

Svo tók ég eftir í morgun að kirsuberin voru orðin þroskuð.  Það er að segja þessi sætu.  Ég græddi nefnilega grein af sætum kirsuberjum á súru kirstuberin mín.   Núna loksins ber sú grein ávöxt. 

IMG_5895

Girnilegt ekki satt, enda er að farið ofan í magan á mér.  Og það bragðaðist mjög vel. Cool

Eigiði góðan dag.  Hér er ennþá sól og blíða. 


Að kveikja í náttúrunni.

Þetta er afar sorglegt mál.  Og leitt til þess að hugsa ef rétt er að um mannanna verk hafi verið að ræða.  Annað hvort af slysni eða ráðnum hug.  Ég vona að það fólk sem kom eldinum af stað kunni að skammast sín. 

Ég sé fyrir mér bæði unga, egg og fugla sem urðu eyðileggingunni að bráð.  BLessuð dýrin, og svo líka aðrar lífverur eins og ánamaðka, kóngulær, maríuhænur og allskonar nytjadýr önnur, sem hafa þarna dáið, algjörlega að óþörfu. 

Það þarf að fara varlega með eld innan um gróður, þegar miklir þurrkar hafa geisað.  Ég held að það kvikni ekki svo auðveldlega í mosa, að ekki sé hægt að slökkva hann, ef menn leggja sig fram um það, áður en eldurinn breiðist út. 

Þessi skaði er svo fyrir utan þá peninga sem slökkvistarf hefur kostað.  Því mér skilst að miklu hafi verið kostað til, m.a. var erfitt að koma vatni að, og þurfti að fá vatnstanka frá einkaaðilum. 

Það þarf auðvitað að rannsaka svona mál, og reyna að komast að því hverjir voru hér að verki og hvernig þetta gat orðið svo mikið sem raun bar vitni.  Skömm þeirra er mikil.


mbl.is Svæðið á Miðdalsheiði stærra en búist var við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýrðardagur, skemmtun og gott veður.

Þetta er búin að vera dásemdar dagur.  Veðrið með því besta sem gerist.  Sól og blíða.

Við áttum að sækja stubbinn kl. 12, og þá var kveðjustund í sumarbúðunum.  Hann er búin að vera þarna í þrjár nætur, og njóta alls þess besta sem gott fólk getur boði upp á.

IMG_5791

en í gær fór ég á Þingeyri, og mér fannst þetta útsýni alveg frábært.

IMG_5794

En svona var sem sagt veðrið um tíu leytið í morgun.

IMG_5796

Við fórum vestur í Holt í Önundarfirði til að sækja stubbinn okkar.  Við tókum fleiri barnabörn með og ákváðum að fara líka í sund á Suðureyri.  Júlíana, Daníel og Óðinn Freyr fengu að koma með.

IMG_5799

Það var yndisleg skemmtun á lokadagskrá sumarbúðanna. Hér er Árný með gítarinn og Elín til aðstoðar, en þær sjá um sunnudagaskóla kirkjunnar og eru yndislega manneskjur.

IMG_5801

Stubburinn las upp úr brandarabók við mikinn fögnuð ömmu og allra hinna.

IMG_5802

Og hér eru Júlíana og Óðinn stillt og prúð að hlusta.

IMG_5807

Hér syngur telpnakór sumabúðanna með Árný, en það var mikið sungið, og frábært bara.  Gleymdi að geta þess að ég á þarna tvær snúllur, þær Sóley Ebbu og Ólöf Dagmar. 

IMG_5808

Svo var brúðuleikhús, aldeilis flott.

IMG_5812

Englarnir vaka yfir okkur syngja blessuð börnin og þarna má sjá séra Stínu sem er ein af forsvarsmönnum sumarbúðanna. En hún sagði að það hefðu meira að segja komið þrjú börn að sunnan til að vera með.  Það var enda uppselt á í þetta sinn.

IMG_5822

Síðan var haldið til Suðureyrar, við byrjuðum náttúrlega á að fá okkur ís.

IMG_5825

Amma taktu mynd þegar ég stekk, sagði þessi stubbur.

IMG_5827

Og Vúbbs !!!

IMG_5828

Lentur.

IMG_5835

Afi er ómissandi í svona sundferðir.

IMG_5845

Ætli það sé hægt að ganga á vatni. Tounge

IMG_5847

Já og afi greip tækifærið þegar amma fór ofaní að taka mynd.

IMG_5848

Þetta er Daníel Örn, hafði séð slíka einbeitingu ?  Hann verður góður íþróttamaður.

IMG_5853

Síðan var haldið í sjoppuna, en það er algjört must í sundi á Suðureyri að fá sér pulsu og bland í poka.  En þetta eru bátarnir í höfninni á Suðureyri, margir þeirra tilheyra Elíasi Guðmundssyn Fjordfishing, sem er að gera góða hluti í ferðamálabransanum.  Þorpið var fullt af þjóðverjum, sem eru þar í veiðihug, það er flogið vikulega með fólk hingað, og þeir sem hafa dvalist sóttir.  Vaxandi sport á heimsvísu.

IMG_5857

Þegar heim var komið, fórum við svo í skoðunarferð um lóðina okkar.  Þar er margt skemmtilegt að skoða.

IMG_5874

En þetta er bara sýnishorn.  Nú förum við að kveikja í grillinu og fá okkur bjór.  Pabbi gamli er boðin í mat, svo það er skemmtilegt kvöld framundan.  Ef einhver hefur ekki átt sólardag í dag, er þeim sama velkomið að fá sér sól héðan.  Sendist þeim sem langar til.

Eigiði góðan dag elskurnar.  Kveðja frá Ísafirði, Holti og Suðureyri.

 


Ofsaakstur - hvað er í gangi.

Það slær að manni óhug við þessar endalausu hraðaakstursfréttir.  Hvað er eiginlega í gangi. Er þetta vegna þess að lögreglan hefur hert eftirlit, eða liggur mönnum svona lífið á.  Ungmennin og aðstandenur þeirra eiga alla mína samúð, og ég vona svo sannarlega að þau komist til heilsu á ný.  En er þetta ekki víti til varnaðar öðrum. 

Heyrði reyndar í gær um hraðahindrun sem virkar.  Einum manni datt í hug að stilla barnavagni upp sem hraðahindrun og enn sem komið er vara menn sig á slíku, þeim er ekki alls varnað.

Ég er annars að fara í Holt, til að sækja stubbinn minn sem hefur verið þar í sumarbúðum, fer með fleiri barnabörn og svo ætlum við í sund á Suðureyri.  Ætla að koma inn seinna í dag með einhverjar myndir.  Það er mjög gott veður hér, sól og blíða.

Sjáumst.


mbl.is Þungt haldin eftir umferðarslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísafjörður, Rúv og bleikir steinar.

Það er smá fjölmiðlablogg hjá mér í dag.

IMG_5761

En fyrst smá gallerí himnamyndir.

IMG_5764

Þessi er reyndar síðan í gærkveldi.

IMG_5775

Þessi aftur á móti síðan kl. sjö í morgun, ævintýraleg birta.

IMG_5778

IMG_5755

Þennan má oft sjá aka um götur Ísafjarðar á helgidögum.  En á virkum dögum stendur hann fyrir framan Gamla bakaríið fólki til mikillar ánægju.

IMG_5757

En í gær fengu Guðjón Arnar og Einar Oddur hvatningarverðlaun feministafélagsins, þetta er í fyrsta sinn sem bleiki steinninn er afhentur á Ísafirði.  Hér sést Einar Oddur, sem var að vonum kátur með upphefðina.  Það var reyndar Matthildur óbeisluð Helgadóttir sem afhenti Einari og Adda steinana.  Aldrei að vita hvað sú manneskja tekur upp á.  Smile

IMG_5780

Hér er svo Guðrún Rúv kona, inn á flugvelli, sæt og fín, algjör pæja, það er gott að sitja í sólinni og fá sér smók.

IMG_5785

Ég var svo hálfan morguninn að flækjast með þessum tveimur sætalingum, hvað úr því verður kemur í ljós seinna.  Þið verðið bara að fylgjast með kastljósinu. 

Eigiði annars góðan dag. Heart


Kastljós mótmælir, og við fylgjumst með.

Ég fyrir mína parta stend hér algjörlega með kastljósmönnum.  Þessi niðurstaða siðanefndar blaðamannafélagsins er mér algjörlega hulin ráðgáta.  Kastljósmenn hafa hér með svarað þessu vel og skilmerkilega. 

Og ég segi bara áfram Kastljósmenn, haldið áfram að upplýsa okkur um mál sem vekja okkur til umhugsunar um stjórnsýsluna.  Það er að mínu mati hið eina og sanna hlutverk fjölmiðla.  Opinberir aðilar eiga EKKI að geta skákað í því skjóli að þeir séu friðhelgir gagnvart fólkinu í landinu, og því síður eiga þeir að njóta einhverskonar fríðinda rétt fyrir kosningar.  Eins og það sé einhver afsökun, því aldrei er meiri hætta á að þeir missi sig en einmitt við að kaupa sér atkvæði.  Og það eru atkvæðin OKKAR sem verið er að ná í.  Við skulum ekki gleyma því.

Ég er því asskoti ánægð með þessa yfirlýsingu.


mbl.is Kastljós mótmælir harðlega niðurstöðum og vinnubrögðum Siðanefndar BÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að mínu mati á að upplýsa um og ræða opinskátt um stjórnsýsluna. Fólk er ekki heilagt þó það séu kjörnir fulltrúar okkar á Alþingi, þvert á móti ber að upplýsa okkur um ef grunur er um að valdi sé misbeitt.

Ég held nú að allir hafi séð að þarna var eitthvað á ferðinni sem ekki var samkvæmt góðri stjórnsýslu.  Ég get því ekki séð að þarna hafi verið rangfært.  Þekki það svo sem ekki alveg nógu vel.  En það virðist bara ekki mega taka á spillingu í stjórnkerfinu.  Þar reyna allir að verja og vernda hvor annan.  Við eigum rétt á að fá vitneskju um það sem er verið að bralla í bakið á okkur. 

Minni El Salvadorisku fjölskyldu var til dæmis ekki bent á að það væri hægt að sækja um dvalarleyfi með þessum hætti,  og hafa þau oft átt bágt gegnum tíðina, vegna þess að barnabarnið þeirra er sífellt að fá bréf um að hún þurfi að endursækja um dvalarleyfi, svo hefur það gengið í 6 ár.  Eins og ég gat um hér áður.  Sjá hér; http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthildurcesil/entry/230487/

 En það gæti verið að þeirra mál kæmist í umræðuna.  Segi ekki meir.  Smile


mbl.is Siðareglur brotnar í umfjöllun um tengdadóttur Jónínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frá vöggu til grafar, gengur lífið sinn gang. Til hamingju með daginn systur.

Þetta er enn einn dásemdar morguninn, við erum að atast við að setja niður sumarblóm.  Og það vantar að vökva. 

IMG_5701

Fyrst ein rós til allra kvenna á Íslandi til hamingju með daginn Heart

IMG_5704

Það er mikið um að vera hér fyrir unga fólkið þessa dagana.  Hér eru Sóley Ebba, Úlfur og Hjalti heimir að stökkva í sjóinn, finnst það voða gaman.

IMG_5710

Svo þarf að koma sér í land.  Eins gott að það er stigi.

IMG_5717

Svona var veðrið í morgun, áður en sólin náði að brjóta sér leið.

IMG_5752

Nú er komið hádegi.

IMG_5727

Það má segja að það séu margar sólir á lofti á Ísafirði núna.  Þessar litlu elskur fóru eins og ljómandi stormsveipur um bæinn.  Framtíðin okkar. Heart

IMG_5731

enginn smá hópur.

IMG_5733

Og þarna bætast fleiri í hópinn, og þá áttu fleiri eftir að koma. 

IMG_5737

Nokkrir voru á kajaknámskeiði.

IMG_5742

í blíðunni.

IMG_5749

Aðrir þjálfuðu boltaleiki, ég veit að enn aðrir voru inn á golfvelli að læra að spila golf.

IMG_5745

Þessir vösku ungu menn voru að helluleggja og voru ansi duglegir. 

IMG_5741

Þetta er sýnishorn af Ísafjarðarlogni.

IMG_5748

Þessar glæstu dömur nutu bara góða veðursins, í Jónsgarði.  þarna er hún Jóhanna Friðriks, og í rauðu peysunni er Torfhildur Torfadóttir, sem er held ég alveg örugglega orðin 100 ára. 

Svona leið þessi morguninn hjá mér endalaus veisla fyrir augað.  Og margt að gera, eins gott að ég var með myndavélina.   Og ég hafði meira að segja tíma til að bera áburð á gróðurinn, a.m.k. 80 kg.  Og á eftir annað eins. 

En nú þarf ég að fara út og halda áfram.  Eigiði góðan dag elskurnar.  Þetta er Ísafjörður í beinni, ef svo má segja.  CoolHeart

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Júní 2007
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband