Að mínu mati á að upplýsa um og ræða opinskátt um stjórnsýsluna. Fólk er ekki heilagt þó það séu kjörnir fulltrúar okkar á Alþingi, þvert á móti ber að upplýsa okkur um ef grunur er um að valdi sé misbeitt.

Ég held nú að allir hafi séð að þarna var eitthvað á ferðinni sem ekki var samkvæmt góðri stjórnsýslu.  Ég get því ekki séð að þarna hafi verið rangfært.  Þekki það svo sem ekki alveg nógu vel.  En það virðist bara ekki mega taka á spillingu í stjórnkerfinu.  Þar reyna allir að verja og vernda hvor annan.  Við eigum rétt á að fá vitneskju um það sem er verið að bralla í bakið á okkur. 

Minni El Salvadorisku fjölskyldu var til dæmis ekki bent á að það væri hægt að sækja um dvalarleyfi með þessum hætti,  og hafa þau oft átt bágt gegnum tíðina, vegna þess að barnabarnið þeirra er sífellt að fá bréf um að hún þurfi að endursækja um dvalarleyfi, svo hefur það gengið í 6 ár.  Eins og ég gat um hér áður.  Sjá hér; http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthildurcesil/entry/230487/

 En það gæti verið að þeirra mál kæmist í umræðuna.  Segi ekki meir.  Smile


mbl.is Siðareglur brotnar í umfjöllun um tengdadóttur Jónínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þarfagreinir

Algjörlega sammála. Og við megum alls ekki gleyma því að þarna var afhjúpuð mismunun. Mér er andskotans sama hvernig reynt er að réttlæta þetta; dæmið af stelpunni frá El Salvador er aðeins eitt af mörgum um fólk sem fékk ekki sömu meðferð og hugsanleg tilvonandi tengdardóttir Jónínu.

Þarfagreinir, 19.6.2007 kl. 16:23

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Tek undir það sem þú segir Ásthildur. Það var alveg greinilegt að Helgi Seljan hafði ekki óhreinasta mjölið í pokahorninu.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 19.6.2007 kl. 16:35

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Merkileg niðurstaða er það ekki?  Hvað ætli komi út úr þessu?

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.6.2007 kl. 16:53

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt við eigum og verðum að halda svona hlutum til haga.   Það er svo gott að rifja það upp í okkar litla gullfiskaminni rétt fyrir kosningar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.6.2007 kl. 16:57

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég var mjög ánægð með Helga Seljan þarna í kastljósinu með Jónínu.  Hann var kurteis en fastur fyrir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.6.2007 kl. 17:01

6 Smámynd: Gizmo

Arngrímur, endilega rifjaðu betur upp fyrir okkur þetta með Valgerði og Indlandsferðina.  Hef ekki heyrt um þetta er hefði mikinn áhuga á því

Gizmo, 19.6.2007 kl. 17:37

7 Smámynd: Solla Guðjóns

Algerlega sammála ykkur.Mér finnst það nú liggja alveg ljóst fyrir hver var sekur í þessu máliÞað var pttþétt ekki Helgi Seljan.

Solla Guðjóns, 19.6.2007 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 2020925

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband