29.5.2013 | 19:03
Stríðshanska kastað í landsbyggðina..... og hvað svo?
Þá veit maður það, það á á leggja niður Reykjavíkurflugvöll, yfirlýst stefna skipulagsnefndar Reykjavíkur. Þessu er dengt yfir mann, eins og ekkert sé. Tímasett nákvæmlega hvenær á að leggja niður lið fyrir lið. Enginn viðbrögð hafa orðið við þessum tíðindum, og finnst mér það merkilegt. Eða heldur fólk virkilega að þetta sé bara sona út í loftið?
Ef til vill er þessi árás á landsbyggðinga ákvörðun vegna þess að Hanna Birna er orðin innanríkistáðherra, svo menn ætla að nú sé lag að knésetja þá sem vilja hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni.
Í fyrsta lagi þá tel ég að það sé ekki í verkahring borgarinnar að leggja af aðalflutningsleið landsbyggðarinnar á höfuðborgarsvæðið. Það á eftir að samþykkja til dæmis þessa "sölu" á landinu frá ríkinu. Og ég efa það að Hanna Birna geti ráðið því ein hvort svo verði.
Í öðru lagi mun þetta smám saman leiða til þess að Reykjavík missir forræði sitt sem höfuðborg. Ef innanlandsflugið færist til Keflavíkur, mun það kalla á alla þá þjónustu þar sem Reykjavík hefur nú við við landsbyggðarfólk. Þ.e. flestar þjónustumiðstöðvar stjórnsýslu, heilsugæslu og bráðasjúkrahús.
Þar með hafa þeir sem þurfa á þjónustu að halda í höfuborginni smátt og smátt leita til Keflavíkur í þá þjónstu sem þeir þurfa, sem verður svo til þess að í fyrstunni verða opnuð útibú, og síðan færast aðalstöðvarnar þangað sem flestir þurfa að njóta þeirra, til Keflavíkur. Svo verður að segjast að þá er hægt að fara beint þaðan til allra átta erlendis, viðkoma í Reykjavík verður óþörf.
Svo er nú það, og hverjir eiga svo að búa í öllum þessum þúsunda íbúða sem byggja á í Vatnsmýrinni? Hvað eru margar íbúðir núna á lausu í Reykjavík, og hversu margar á mismunandi byggingarstigi?
Síðast en ekki síst, ef Vatnsmýrin verður þurrkuð upp, hvaðan kemur þá vatn í tjörnina?
Það gæti nefnilega farið svo að Reykjavík missti ekki bara túrista og landsbyggðaviðkomu, heldur myndu þeir að öllum líkindum missa tjörnina líka, og sitja uppi með óseldar íbúðir í þúsundatali.
Allavega meðan stjórnvöld eru að senda heilu flugvélarnar burtu af fólki sem vill setjast hér að.
Eins og ég hef margsagt mér er alveg sama þó flugið fari til Keflavíkur að því skiptu að hún verði höfuðstaður landsins. Ef öll sú aðstaða sem landsmenn þurfa að sækja í höfuðborgina væri komin til Keflavíkur, þá er enginn spurning um að það er einmitt það sem mun gerast jafnvel þó það sé ekki meiningin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
22.5.2013 | 13:53
Ný ríkisstjórn í burðarliðnum.
Ég vann ekki í síðustu kosningum á undan þessum, minn flokkur nánast þurrkaðist út. En úr því sem komið var, þá var ég sátt við þá ríkisstjórn sem tók við. Þau höfðu lofað okkur skjaldborg fyrir heimilin, að ekki yrði gengið í ESB, að AGS myndi enginn áhrif hafa hér og ég veit ekki hvað og hvað. Þess er skemmst að segja frá, að þetta var allt svikið, í stað skjaldborgar var fólki hent út á guð og gaddinn, og ennþá eru þúsund uppboð á dagskrá þannig skilur sú ríkisstjórn þjóðfélagið eftir í rúst, langar biðraðir í heilsugæslu, sjúkrainnlagnir og aðgerðir, langar biðraðir eftir mat, sífellt hefur verið þrengt að öryrkjum og öldruðum, ég þarf ekki að telja þetta upp, það vita þetta allir þeir sem hafa fylgst með. Þó kallaði þessi ríkisstjórn sig Norræna velferðarstjórn. Þvílík öfugmæli. Ég verð því að segja það, að mér er mikið létt að vera laus við þetta fólk úr forsvari, ég vil ekki forræðishyggju stjórnvalda á öllum sviðum, þó ég vilji ákveðið aðhalda í að ganga ekki á auðlindir náttúrunnar, og að velferð manna, dýra og náttúru sé tekin fram yfir auðhyggjuna sem öllu tröllríður núna bæði hér á landi og erlendis.
Ég vann heldur ekki í þessum kosningum. En ég fylgist með því sem er að gerast. Og mun leyfa mér að vona betri daga uns annað kemur í ljós.
Ég treysti forsetanum okkar, og held að hann hafi stigið gæfuspor þegar hann veitti Sigmundi Davíð keflið til að mynda ríkisstjórn. Hann hafði lofað ýmsum breytingum sem voru samkvæmt væntingum almennings. Það sást líka að með því að einmitt velja hann, þá styrkti hann þær væntingar sem almenningur hefur. Og undir það þurfti Bjarni að beygja sig. Það getur vel verið að þeir klúðri þessu og geri einhvern andskotan af sér, sem vekur reiði almennings. En trúlegra er að þeir fari varlega, eing og þeir hafa gert undanfarið við stjórnamyndunarstörfin, þar hafa þeir gætt þess að leita ráða fagmanna, og ekki hleypt sínum klíkum að ferlinu, sem ætti að sýna að þeim er full alvara.
Mér er mikið létt ef þeir hætta við ESB aðlögunina, í það hefur farið öll sú orka fyrrverandi ríkisstjórnar sem átti að fara í skjaldborgina. Ég er líka sammála því að stjórnunarstíll Jóhönnu og Steingríms einkendist af frekju og yfirráðasemi, sem þau svo kenndu öllum öðrum um. Þau hafa nú fengið það allt saman ofan í sig aftur blessuð með þvílíku afhroði að þess verður lengi minnst.
Svo er bara að bíða og sjá hvað verður. En sem betur fer hefur almenningur vaknað upp við vondan draum og er ákveðin í að láta ekki traðka meira á sér, enda komin tími til.
Við verðum örugglega á verðinum og svo er alltaf hægt að leita til forsetans ef stjórnin ætlar að vaða yfir okkur með skítugum skóm. Hann hefur sýnt að hann tekur marg á fólkinu í landinu.
![]() |
Heimilin finna breytingar í sumar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
17.5.2013 | 13:04
Eyþór Ingi og Júróvisjónin.
Ég var stödd á BSÍ í gærkvöldi þegar keppnin stóð, var á leiðinni austur á Hellu. Sat þar með vinkonu minni og fengum okkur fisk og franskar. Ég var að bíða eftir dóttur minni sem var á leiðinni til Austurríkis, en ég hafði lofað henni að passa litlu krílin mín fyrir hana á meðan. Því tengdaforeldrarnir voru að fara í hestaferð, en það er allt önnur saga. Hún ætlað sem sagt að hitta mig þarna og ég átti svo að taka bílinn og aka til Hellu.
Þarna sat ég nú niður á BSÍ með vinkonu minni þegar keppnin hófst. Og ég verð að segja það að þegar Eyþór Ingi hafði lokið söng sínum var ég alveg viss um að hann kæmist áfram. Fyrir því eru nokkrar ástæður. Sú fyrsta er framúrskarandi framkoma hans, einlægur, flottur allt komst vel til skila, hvert orð skilaði sér. Sviðið var einfalt en óskaplega fallegt, og þegar Eyþór tók háu tónanna sem voru síðan uppfærðir í ekkói, þannig að það var eins og hann væri ekki af þessum heimi, en færi með röddinni í ferðalag um sálir mannanna, (bein lýsing á minni upplifun), og myndatakan var þannig að stórt hvítt ljós á sviðinu bak við hann, kom eins og stjarna yfir honum, vissi ég að hann myndi komast áfram, og reyndar ef honum heppnast svona vel á laugardaginn er ég bara ekkert viss um nema að hann vinni. Reyndar var annað sem hjálpaði til, á móti einlægum og tærum flutningi Íslands, voru sitt hvoru megin við hann fjörug og litamikil atriði, sem undirstrikuðu algjörlega sérstöðu hans.
Við megum sannarlega vera stolt af okkar fólki þarna úti. Ég er líka afskaplega glöð yfir að allar norðurlandaþjóðirnar komust áfram, því upphaflega leit út fyrir að það yrðu aðeins austurevrópuríki sem myndu dominera í Malmö.
Ég ætla því að fylgjast spennt með á morgun og krossa putta fyrir okkar mann. Til hamingju Ísland.
Tek það fram að ég var bláedrú, því ég átti eftir að aka bíl til Hellu. Þannig að þessi hughrif komu beint frá ámengaðri sálinni minni.
![]() |
Eyþór Ingi nítjándi á svið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.5.2013 | 23:56
Tónlistarbærinn Ísafjörður.
Ísafjörður er menningarbær, bæði hvað varðar tónlist, leiklist og aðrar andlegar listir. Íþróttir eru líka í hávegum hafðar. Þetta er bara svona og fólkinu hérna eðlilegt.
Hér eru tveir tónlistarskólar, annar þeirra er listaskóli Rögnvaldar, þar sem kennir ýmissa grasa, bæði tónlistarnám, leiklist, ballett, myndlist og ýmislegt sem langt mál er upp að telja. Edinborgarhúsið var ásamt Hömrum gert að menningarhúsi á sínum tíma, í stað þess að byggja risabyggingu eins og Hörpu og Hof, fengum við tvö menningarhús, bæði vel fallinn til þess verkefnis sem þau áttu að sinna. Margrét Gunnars stjórnar listaskóla Rögnvaldar, ég var á tímabili í nánu samstarfi við systir hennar Elísabetu svona um það bil sem verið var að koma salnum í Edinborg á koppinn, Elísabet er arkitekt og á sinn hlut í því erfiða verkefni sem var að vinna faglega að því að innrétta Edinborgarhúsið og varðveita það sem þar skipti mestu máli. Ætla ekki að fara í þá sögu hér, enda aðrir miklu betur til þess fallnir, en það þarf virkilega að skrá þessa sögu meðan hún er fersk og hlú að þeirri sögu og þeim aðildum sem mestan þátt áttu í endurbyggingu og uppbyggingu þeirrar fögru byggingar.
Ég ætlaði að tala um Tónlistaskóla Ísafjarðar.
Ég var á nemendatónleikum í gær, og um daginn í Ísafjarðarkirkju á konsert með lúðrasveitum tónlistarskólans, meira um það seinna. En sem sagt í gær fylgdist ég með nemendum fremja tónlist sína í Hömrum hinu menningarhúsinu á Ísafirði.
Og hugurinn reikaði, þegar ég man eftir var Ragnar H. Ragnars skólastjóri tónlistarskólans, hann var líka tónlistarkennari við Gagnfræðaskólann á Ísafirði. Í þá daga vorum við alltaf látinn syngja morgunsöng í skólanum þegar við mættum, með undirleik Ragnars, man eftir lögum eins og; ég hef fengið af því nóg, oft með sára lófa, út á lífsins ólgusjó, einn á báti að róa. Þetta var til að fríska okkur upp og sameina í vinnu dagsins, ef til vill skilaði það einhverju og ég hugsa bara að það hafi gert það.
En ég fór líka oft á lokatónleika tónlistarskólans, held jafnvel að það hafi verið að áeggjan Ragnars H. Hann minnir mig krafðist þess að við kæmum á tónleikana, ég sé ekkert eftir því, því þó ég væri ekki að læra á hljóðfæri, nema gítarinn minn sem ég fékk þegar ég var 11 ára, þá fékk ég nasasjón af agaðri tónlist. Ég man líka eftir þeim ungmennum sem voru að stíga sín fyrstu skref á tónlistarbrautinni heima á Ísafirði, Önnu Áslaugu Ragnars, Láru Rafns, Hólmfríði Sigurðardóttur og mörgum fleiri, allar þessa hafa náð langt. Ég man líka að Ragnar var af gamla skólanum í vali á hljóðfærum, hann lét okkur til dæmis gera klippimyndabók af uppáhaldshljóðfærinu, ég sem var algjörlega heilluð af gítarnum safnaði myndum af slíkum hljóðfærum og var ansi stolt, en fékk svo að vita hjá Ragnari að gítar væri ekki hljóðfæri
En kona hans sem tók við af honum leiddi skólan inn á aðrar og nútímalegri brautir, þar sem meira var leyft, þar komu líka við sögu jassnámskeið og fleira í nútímanum. Sigga Ragnars dóttir þeirra hjóna hefur fetað þá braut áfram sem móðir hennar fór, og hefur gert skólann að virkilega spennandi og skemmtilegum skóla fyrir alla nemendur og hafi hún þökk fyrir.
Hér áður og fyrr man ég að oft töluð skólastjórarnir um að foreldrar ættu ekki að labba sig út í hléi þegar þeirra barn var búið að spila, það væri dónaskapur við hina nemendurna. Í dag heyrist það ekki lengur, því fólk einfaldlega vill ekki missa af því sem á boðstólum er.
Og nú ætla ég að bjóða ykkur á einn slíkan konsert í Hömrum.
Tek fram að þessi konsert er bara einn af fjölmörgum, en ég var þarna vegna Úlfsins sem var að koma fram einmitt þetta kvöld.
Hér eru börn úr forskólanum að stíga sín fyrstu skref á tónleikum undir stjórn Bjarneyjar Ingibjargar Gunnlaugsdóttur. Full tilhlökkunar að koma fram.
Það var eftirvæntin í loftinu, bæði börnin sem áttu að koma fram og foreldrar, ömmur og afar biðu spennt.
Sigríður Ragnars setur tónleikana, og ítrekar að sumir séu að koma fram í fyrsta skipti og að það þurfi að sýna öllum börnunum virðingu. Hún þekkir þetta vel, því hún var sjálf ekki há í loftinu þegar hún byrjaði að spila fyrir fullum sal í Alþýðuhúsinu.
Og hér byrja þau Dagur Atli Guðmundsson, Hákon Ari Heimisson, Mathilda Harriet Mäekalli og Pétur Örn Sigurðsson. Þau spiluðu fyrir okkur Snemma Lóan litla í.
Næst kom Sólvegi Perla Veigarsdóttir með ; í hlíðum Andesfjalla.
Arnar Rafnsson spilaði fyrir okkur Í Hlíðarendakoti.
Sara Lind Jóhannesdóttir spilaði með kennaranum sínum Madis Colours Dow.
Arney Urður Guðmundsdóttir með Bjöllur og trommur.
Jón Darri Reehaug spilaði Signir Sól.
Kári Eydal tók Ryksugulagið.
Arndís Magnúsdóttir spilaði Trompetmenúett reyndar á píanó.
Hrafnhildur Una Magnúsdóttir, spilaði Menúett í G- Dúr.
Jóel Ýrar Kristinsson tók trommurnar á Sóló nr. 1.
Robert Mical Palkowski spilaði Krummavísur.
Sveinbjörn Orri Heimisson tók Espanioleta.
Lilja Ósk Ragnarsdóttir spilaði fyrir okkur á píanó, Indíánadans og það sést að kennarinn er ánægð með hana.
Rebekka Skarphéðinsdóttir ákveðin á svip tók Sónata. op 36 nr. 1.
Það er þroskandi að sitja og fylgjast með þeim sem lengra eru komnir, og vita að ef maður heldur áfram, þá getur maður gert ýmislegt flott.
Rakel María BJörnsdóttir er ein af þeim sem ég hef fylgst með, fyrir utan að þekkja mömmu hennar vel, þá var hún afar veik þegar hún fæddist og þurfti að fara margsinnis til Ameríku í uppskurði, þessi fallega efnilega stelpa á tækninni að þakka að hún er það sem hún er í dag. Og hve gott er að vita að það er hægt að bjarga svo mörgum í dag. Ég er búin að fylgjast með henni síðan hún var smátryppi og náði ekki niður úr stólnum sínum á tónleikum.
Snjólaug Ásta Björnsdóttir flutti okkur.Skoj för helda slanten.
Þessari hef ég líka fylgst dálítð með. Guðný Ósk Sigurðardóttir, spilar hér Colors Down. eftir kennarann sinn Madis Mäekalle.
Og allir sátu stilltir og prúðir og fylgdust með, bæði stórir og smáir. Þau hafa virkilega gott af svona tónllistaruppeldi, eins og ég minntist á áðan.
Eva Karen Sigurðardóttir, spilar Etýða á gítarinn.
Gerður Elsabet Sveinsdóttir spilar THe Brownies op. 58 nr. 8.
Þessi elska er ein af krökkunum kring um kúluna, Laufey Hulda Jónsdóttir, spilar hér My heart will go on, í eigin útsetningu.
Litla Matthilda sá ekki mömmu sína þegar hún var búin að spila svo ég kippti henni í stólinn við hliðina á mér og þar sat hún þessi elska.
Melkorka Ýr Magnúsdóttir spilaði fyrir okkur Valse lente.
Tveir flottir töffarar, Gunnar Þór Valdimarsson og Sigþór Hilmarsson tóku Metallicalag, One.
Mamma Sigþórs að rifan úr monti, ég var verri skal ég segja ykkur þegar minn byrjaði.
Jón Hjörtur Jóhannesson spilaði I´ll be there, og í mörgum svona lögum var spilað backplay, þannig að þau fylgdu upptöku, og gerðu það ljómandi vel, en það má ekki ruglast í svoleiðis þá fer allt í voða, en það gerðist aldrei á þessum tónleikum.
Þá er nú komið að minum mönnum, þeim Kolmari Halldórrsyni, Ragnari Óla Sigurðssyni og Úlfi, hann söng þarna lag sem heitir Diggety, og gerði það ljómandi vel, strákarnir voru líka flottir.
Þeir eiga eftir að gera það gott strákarnir, eins og flestir hér ef þau halda áfram.
Og tónleikagestir tóku strákunum afar vel.
Davíð Sighvatsson lék Prelúdía í e-moll op. 28 nr. 4 og gerði það þrusuvel. Hef líka fylgst með honum frá því að vera smágutti.
Gott að kúra í fanginu á mömmu eftir að hafa staðið sig vel í spileríinu, en engar myndir takk
Kristín Harpa Jónsdóttir spilaði Vald í Des-dúr op. 64 nr. 1. Kristín er ein af þessum krökkum sem getur spilað á hvað sem er, enda er tónlistin henni í blóð borin, því pabbi hennar er alveg eins, alveg sama hvaða hljóðfæri hann er með það leikur allt í höndunum á honum.
Ég vil þakka fyrir mig. Það er hrein unun að fá að fylgjast með börnunum koma fram og þroskast á þessari braut. Það er alveg víst að það mun leiða þau áfram til skemmtilegra lífs og hjálpa þeim út í lífið. Það er því ómetanlegt allt það góða starf sem unnið er, bæði í Tónlistarskóla Ísafjarðar, Listaskóla Rögnvaldar og í öllu því góða menningarlífi sem er ástunduð hér. Enda hvaðan halda menn að hátíðir eins og Aldrei fór ég suður hafi sprottið?
Innilega takk fyrir mig. Og ég gat ekki hugsað mér að skilja neinn eftir útundan, því öll lögðu þau mikið á sig, voru stillt og prúð öguð og góð, kennararnir sömuleiðis eiga heiður skilinn fyrir að skila af sér svona yndislegum nemendum eftir veturinn. Vonast til að sjá þau öll aftur næsta vor.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2013 | 18:27
Brynjar Níelsson og "frekjan"
Vá Brynjar Níelsson hvar liggur frekjan? Hún getur allt eins legið hjá þér. http://eyjan.pressan.is/frettir/2013/05/15/er-eg-a . Þú hefðir átt að skoða stöðu þína áður en þú sóttist eftir þeirri "upphefð" að gerast alþingismaður. Þú hefur sjálfur líkt þér við Björn Val, ætli þú sért ekki á svipuðum kaliber? Annars er "upphefð" manna á alþingi ekki mikil, skal ég segja þér, hún er í frosti eins og er, og er mest megnis alþingismönnum sjálfum að kenna og hvernig þeir hafa höndlað "upphefðina" og málefni þjóðarinnar.
En ef til vill þarft þú sjálfur að komast á námskeið í lítillæti og þjónustu við þjóðina, því það er það sem alþingismenn eiga að sinna, að vera þjónar landsmanna, en ekki einhverjir yfirboðarar sem ota sínum tota.
Ég er nefnilega alveg á því að almenningur sé búin að fá upp í kok af svona stjörnustælum elítunnar sem heldur að bara að komast á alþingi sé greið leið að upphefð og kjötkötlum. Ég vona innilega að okkur muni takast að breyta þessu og hafa ykkur í aðhaldi ef þið ætlið ykkur að svíkja enn og einn ganginn þjóðina um það sem hún á rétt á.
Það hefur sýnt sig að við verðum sjálf að fara að taka málin í okkar hendur og veita ykkur það aðhald sem þarf, en það er að sýna ykkur að ykkur mun ekki líðast að hugsa fyrst og fremst um eigin hag, og láta þjóðina reka á reiðanum. Það er komið nóg af frekjudósum þá er EKKI að finna meðal almennings, það má finna þá meðal þeirra sem setjast á alþingi og segjast oftast í orði en ekki á borði vilja þjóna þjóð sinni.
Ég held að miklu fleiri en ég séu komnir með upp í kok af pólitíkusum og pólitík sem engu eirir sem heitir sameiginleg virkni alþýðunnar.
En
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.5.2013 | 12:36
Vandræðin eru báðum megin við borðið þ.e.fjórflokkurinn sjálfur sem er í vandræðum og tilvistarkreppu.
Er ekki rétt að sjá hvað kemur út úr þessum viðræðum, áður en menn mála skrattann á vegginn. Það er alveg ljóst að þar eru atriði sem ekki eru góð, eins og afstaða þessara flokka beggja til sjávarútvegsmála, þar sem þeir eru báðir og reyndar allur fjórflokkurinn á spena hjá L.Í.Ú. Hætt er líka við að einhver vinnubrögð verði við bankamálin.
En ég held að miðað við fráfarandi ríkisstjórn sé ekkert um annað að gera en að treysta á að þeir Sigmundur Davíð og Bjarni hafi ákveðið aðhald frá almenningi um að þeir geti ekki gengið eins langt og fyrrverandi ríkisstjórnir í helmingaskiptamálum og spillingu.
Reyndar sé ég ekki að fráfarandi ríkisstjórn hafi staðið sig svo vel, þó reynt sé að skrifa söguna eftirá. Aldrei fleiri matarþurfi íslendingar, aldrei meiri uppboð á húseignum, aldrei meiri gjaldþrot á alla kanta, skýrsla sem sýnir að miðstéttin fékk bestu hagræðinguna, ekki þeir sem mest þurftu á því að halda, það er því ekki rétt að ríkisstjórnin hafi hlíft þeim sem mest þurftu á því að halda. Þá væri heldur ekki biðraðir í fátækraskjól, og stundum eina úrræðið að fá að liggja í fangaklefa, því það er ekki hægt að taka inn fleiri útigangsmenn. Lengri biðraðir á heilsugæslustöðvar og það má lengi telja.
Ég verð nú líka að segja það af því menn eru að ræða skattalækkanir, að þá hefur komið í ljós að það hefur komið minna inn í ríkissjóð vegna skattahækkana ríkisstjórnarninnar sem er gengdarlaus. Þar er því tækifæri til að lækka neysluskatta, til dæmis virðisaukaskattinn, og fá jafnframt meira í ríkissjóð með meiri neyslu.
Það eru margskonar skattar og sumir afar flóknir, til dæmis mætti lækka skatta á eldsneyti sem nú þegar er komið út úr öllu korti fyrir landsbyggðina.
Við eigum að fylgjast vel með, og veita aðhald, við eigum að skoða hvað þessir herramenn hafa fram að færa, þegar þeir koma sínum málum á hreint. Og við eigum að bregðast hart við ef okkar verstu martraðir koma í ljós. En það er fyrst þá sem við þurfum að skoða málin, ekki vera með ágiskanir og tröllasögur allt eftir því hvar við stöndum í pólitíkinni.
![]() |
Vandræðalegt fyrir Sigmund Davíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2013 | 10:39
Vorblómin ljúfu.
Það fer að koma að hvíldatíma hjá mér, það er erfitt að vera í kappi við tímann svona á vorið, og jafnvel missa af vorlestinni. En svona er þetta bara, við getum ekki gert meira en við getum
Þessi tími er langflottastur í garðskálanum mínum.
Þó veðrið hafi verið fallegt undanfarið þá er ennþá mikill snjór hér hjá mér. En hann fer hratt.
Það er komin 12 maí og ennþá svona mikill snjór.
Ég er samt ekkert að skammast yfir snjónum, hann hlífir plöntunum en fyrst og fremst seinkar hann skemmdarverkum ofar á lóðinni þar sem verið er að grafa allt í sundur, þeir hafa ekki mína blessun á að vaða yfir allan gróður sem ég hef verið að vinna við í 30 ár.
Að vísu er hætt við að eitthvað af trjám og runnum brotni undan þunganum, en það eru náttúrulegar skemmtir en ekki mannanna verk.
En þetta er leiðin sem þarf að krækja til að komst upp í gróðurhúsið mitt.
Sem betur fer hef ég fengið góða hjálp við vinnuna, annars hefði þetta sennilega ekki gengið.
En svo er rosalega notalegt að slaka á við að grilla.
Þessa sælu á nú að reyna að taka frá mér með valdboði, það er sárt.
Nú vantar mig hollvinasamtök fyrir kúluna til að ég fái að vera hér áfram.
En það er erfitt að tala um þessi mál, ég er að reyna að halda sönsum og velta mér ekki upp úr þessari nauðgun.
Hér er yfirgrillarinn minn. Gott að geta kælt bjórinn á svona náttúrulegan hátt.
Og inni er allt í blóma. Fiskarnir að vakna upp eftir veturinn.
Sópurinn minn aldrei fallegri.
Nektarínan mín. Það vantar samt ennþá býflugurnar, þær eru sennilega ennþá á bólakafi í snjó.
Kirsuberin og perurnar.
Kamelíufrúin mín.
Já þetta er paradísin mín, og ég mun gera allt sem ég get til að berjast fyrir henni.
Eigið góðan dag elskurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
11.5.2013 | 11:57
Pirruð dreyfbýlistútta.
Jón Gnarr, ætli flestir sem eru að "þvælast" um borgina þína á nagladekkjum, sé ekki fólk utan af landi, þú veist þessir sem ennþá hanga þarna út í rass**** og þurfa að fara yfir fjöll og firnindi til að komast í höfuðborgina. Það vill nefnilega svo til að þetta er höfuðborg allra landsmanna, þó þú virðist ekki gera þér grein fyrir því.
Það eru ennþá snjóþungar heiðar og fjallvegir sem ekki er hægt að aka um á sumardekkjum. Þó þú virðist ekki gera þér grein fyrir því. Hefurðu nokkuð heyrt setninguna; af hverju borða menn ekki bara kökur? Þetta er svona í svipuðum dúr.
Þú vilt ef til vill koma á fót aðstöðu fyrir landann svo hann geti skipt um dekk meðan hann er í borginni og svissað til baka þegar þeir fara Bara spurning um hver á að borga fyrir slíkt. Það er þannig núna að síðasta ríkisstjórn hefur hækka svo allar álögur og ekki síst eldsneyti á bíla, svo það er nógu dýrt að borga benzín og olíur á bílana til að komast í borgina, að við erum ekki aflögufær lengur.
En þetta er ekki bara one way road, og reykvíkingar þurfa líka að fara út á land, og þó heilsársdekk séu auðvitað langbest, þá er það einfaldlega bara þannig að stundum duga þau illa við þær aðstæður sem geta skapast á fjallvegum.
Þú ættir ef til vill að leggja land undir fót og kanna aðstæður hér fyrir vestan og norðan, gætir notast við geimskip, en ég mæli ekki með því, því það myndi ekki upplýsa þig mikið um þá hættulegu vegi sem eru víða í fámenninu.
![]() |
Nagladekk pirra borgarstjórann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
10.5.2013 | 13:12
Ferðalok.
Þessi ferð var afskaplega skemmtileg og fræðandi, sérstaklega um uppbyggingu og vandamál annara byggðakjarna. Með svona ferðum getum við betur skilið hvort annað og haft meira umburðarlyndi gagnvart öðrum samfélögum, það er af hinu góða.
Við kvöddum Sveinbjarnargerði með söknuði, starfsfólkið var afskaplega notalegt og vingjarnlegt, og við áttum þarna góðar stundir.
En nú var haldið af stað í áttina að Árskógströnd, þar ætlum við að skoða bruggverksmiðjuna Kalda.
Það var spáð brjáluðu veðri og sumir vildu bara gista eina nótt í viðbót, aðrir halda af stað og gista á leiðinni einhversstaðar og það varð úr.
Hér sjáum við naut í flagi en á flestum bæjum var ekki svona mikið komið upp úr snjónum, því sumstaðar sást bara í endann á girðingarstaurunum.
Og hér kemur ferjan brunandi inn, ef til vill ættum við bara að fara út í eyju
Það var svona tilhlökkun hjá sumum að koma hingað og skoða bjórverksmiðjuna.
Þar var okkur tekið opnum örmum af eigendum verksmiðjunnar, og þar biðu glösin eftir að verða fyllt af hressandi bjór, bæði dökkum og ljósum.
Og gestgjafarnir höfðu nóg að gera að hella á glösin.
Og það var skoðað, spáð og spekulerað.
Svo var farið yfir sögu verksmiðjunnar. Þau drifu þetta af stað þegar maðurinn varð fyrir slysi og þau voru bæði atvinnulaus, með einstakri elju og þrautsegju komu þau verksmiðjunni á koppinn, fengu til liðs við sig bjórsérfræðing sem var þeim innan handar fyrstu árin í gerð og uppbyggingu bjórsins. Það starf hefur nú skilað sér einstaklega vel, því bjórinn þeirra þykir einstaklega góður, hann er líka hollur því hann er lífrænn. Þau höfðu um að velja að hafa geymslutímann lengri eða hafa bjórinn náttúrlegan og völdu seinni kostinn. Hann geymist í tvo og hálfan mánuð, sem fersk vara, en miklu lengur raunverulega. Þau sjá sjálf um alla sölu og innflutning á því sem þau nota í bjórinn og glerið utan um hann. Þarna kom í ljós að samkvæmt íslenskum lögum má ekki endurnýta glerflöskur, svo það verður að flytja inn hverja einustu flösku, enginn smá gjaldeyrir sem þannig sogast í vitleysu. Og rökin eru næsta fá. Þetta er séríslensk lög, sennilega háð duttlungum stjórnmálamanna. Bara eiginlega alsherjar vitleysugangur, sem þarf að laga sem fyrst.
Hér er verið að hlusta á framsöguna.
Það er sem betur fer til ennþá á Íslandi fólk sem hefur kjark og þor til að hrinda áhugamálum sínum í framkvæmd og gera það með sóma. Það er ekki alveg búið að berja úr okkur landsbyggðatúttunum allt frumkvæði, með fáránlegum reglugerðum, lögum sem standast enga skynsamlega skoðun, né misvitrir pólitíkusar sem halda að þeir eigi að stjórna lífi fólks, í stað þess að setja umgjörð um athafnir landans, til eðlilegra lífshátta.
Og strákarnir voru búnir að semja texta sem þeir sungu fyrir eigendurnar sem þakklæti frá okkur, lagið heitir Viðgerðarbjór, og vakti lukkku.
Já þetta var alveg ljómandi og mikil jákvæð upplifun, í dag hafa þau störf fyrir 10 manns, og verksmiðjan fer stækkandi því þau anna ekki eftirspurn, þau hafa auk þess sent tvo starfsmenn í menntun í bjórgerð, sem munu skila sér heim og auka gæðin og vinsældirnar. Svona eiga menn að vera.
Segi nú bara innilega takk fyrir okkur
Það þurftu margir að ræða við eigendur og spyrja og spá.
Aðrir nutu þess bara að vera til.
Og svo auðvitað að njóta þess að drekka bjórinn.
Brosandi glaðir menn.
Sumir vildu svo fara ofar í stigann hehehe...
Og þessi elska kúrði svo fyrir utan, komin í felulitina sína. Ef til vill var hún búin að fá sér bjór.
OG þá var að kveðja Árskógsand. Við vorum enn að spá í veðrið, það var lagt af stað til Sauðárkróks.
Enn bólaði ekkert á vondaveðrinu sem við vissum að var á Steingrími, sumir vildu gista hér á Sauðárkrók, en bílstjórar rútanna sögðu að betra væri að fara yfir heiðarnar hér áður en veðrið versnaði því við gætum orðið innlyksa hér, og það var úr að áfram var haldið. En það gerði líka útslagið að það var ekki nægilegt gistirými fyrir allann mannskapinn á sama stað, við gátum fengið gistingu á fjórum stöðum, en við vildum heldur halda lengra og geta verið öll á sama stað. Það er ekki auðvelt að fá gistingu með engum fyrirvara fyrir 60 manna hóp.
Ég á líka vini hér, sem ég hefði sennilega bankað upp hjá í kaffi ef við hefðum verið kyrr.
En svona er þetta þegar ferðast er í stórum hópum.
Það var frekar erfitt að ýminda sér vont veður í sól og blíðu fyrir norðan. En það kom nú reyndar á daginn að það varð vitlaust veður þar svo eins gott að við lögðum í hann.
En það var farið að hvessa. Við fengum inni á Staðarflöt í Hrútafirði.
Áttum þar óvænta notalega stund.
Þar er líka gott fólk sem tekur manni opnum örmum.
Já þetta var notalegt, einhverjir hafa sjálfsagt þurft að fá extra frí.
Aðrir tóku þessu öllu með stóískri ró.
En aldrei var kvartað né látin í ljós óánægja. Allir bara glaðir og kátir.
Og spjallað.
Elskulega konan sem tók vel á móti okkur, hún er ættuð úr Súðavík.
Við reyndar sáum aldrei vonda veðrið. En um kvöldið fórum við í Staðarskála og fengum okkur að borða, þangað inn komu konur sem voru að koma að vestan og höfðu lent í hrakningum upp á heiðinni, þurftu að sitja þar eftir aðstoð í einhverja tíma, sumar voru að vestan, aðrar höfðu aldrei komið þangað áður. Sannkölluð svaðilför. En það var glatt á hjalla því það urðu margir fagnaðarfundir, því þarna voru margar konur sem við þekktum vel, eins og Stellu Yngvars, Grétu Jóns, Sigríði Jósefs, Birnu Valdimars, Önnu Láru Gústafs og margar fleiri.
Og Steingrímur brosti við okkur.
Með sól meira að segja.
Þó sumstaðar þæfaðist hann við eins og gengur.
Og svo er alltaf notalegt að koma heim.
Takk fyrir að ferðast með okkur þessa daga og eigið góðan dag. Vona að þið hafið notið ferðarinnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2013 | 10:08
Karlakórsferð.
Jæja þá er næstsíðasta færsla frásagnarinnar af þessari skemmtilegu Karlakórsferð norður í land. Nú liggur leiðin gegnum Dalvík, í Ólafsfjörð, þar sem kórinn ætlar að halda tónleika kl. 17.00, en fara síðan á Siglufjörð og skoða síldarminjasafnið og fá gúllassúpu í Rauðku.
Einhvernveginn kemur fiskisúpa upp í hugan á þessum slóðum. En hér er mikill snjór í sveitum.
Allstaðar skaflar í byggð, en í sveitunum stóðu bláendar af girðingum upp úr snjósköflunum, blessaðir bændurnir eiga ekki sjö dagan sæla í svona snjóakistu.
En áfram var haldið.
Vonandi fer sumarið að koma, hér eru Múlagöng sem hefur verið mikil samgöngubót, og batnaði enn þá meira með tilkomu Héðinsfjarðarganga.
Hér er verið að koma söngpöllunum fyrir í Tjarnarborg. Hér hittust kunningjar og vinir, sem og á flestum þessara staða.
Það var smávesen með flygilinn, því kórinn og flygilinn komust einfaldlega ekki fyrir báðir á sviðinu. Svo var ákveðið að setja hann niður á gólf, svo karlarnir kæmust nú fyrir.
Eftir að búið var að stilla upp og koma sér fyrir í Tjarnarborg var lagt af stað áleiðis á Siglufjörð, hér má sjá stökkpallinn góða í Ólafsfirði og glæsilega sundlaug.
Héðinsfjarðargöng skiptast eiginlega í tvö göng, en eru mikil samgöngubót milli Ólafsvíkur og Siglufjarðar. Karlakór Siglufjarðar tók á móti okkur og bauð okkur velkomin.
Það var ansi fróðlegt að heyra sögu Siglufjarðar sem er bæði merk og löng, bæði ris, niðurlæging og uppris aftur sem betur fer.
Hér er Rauðka, sem Róbert nokkur athafnamaður hefur gert upp af miklum myndarskap. Hann var hér með rækjuverksmiðju, en fór út í heim og kom aftur heim og er að byggja hér upp ferðaþjónustu, sem allt byggðarfélagið nýtur góðs af.
Hér er sannarlega ekki tjaldað til einnar næstur, því allt er hér hið vandaðasta, stólarnir vöktu athygli okkar, þeir eru engir tveir eins og allir sérsmíðaðir út timbri.
Virkilega flott, karlakórinn tók svo lagið, með þeim siglfirsku kórsmönnum sem voru á staðnum. Gúllassúpan var líka góð, og ekki síðra var nýbakað heitt brauð.
Upp á lofti er svo þessi stórglæsilega koníaksstofa, sem okkar menn voru ekki lengi að hreiðra sig vel í.
Sumir stólanna eru hreint listaverk.
Skemmtileg handlaug á salerninu. Ég mæli með því að fara þarna að sumri til og njóta sín í þessu fallega umhverfi.
Þá er nú komið að því sem ég beið spenntust eftir, en það er síldarminjasafnið, gamli Ísfirðingabragginn eða brakkinn eins og þessir voru kallaðir í gamla daga.
Gamlir snurvoðsbátar hafa fengið nýtt og skemmtilegt hlutverk.
Það var virkilega skemmtilegt að skoða þetta safn, minnti mig svo mikið á ákveðið tímabil í mínu lífi, áhöldin voru eins og ég man eftir í mínu uppeldi, og gömlu álnestirboxin og kaffiumbúðirnar. Ég tók mynd af þessari mynd, því ég er næstum sannfærð að stúlkan hér til vinstri er Lóa frænka mín, hún er svo lík dóttur sinni að það fer varla milli mála.
Það var allt eins og fólki hefði bara skroppið frá.
Dásamlegt, kaffibætir og brúsar.
Þegar ég var krakki fóru afi og amma á hverju sumri hingað í síldarsöltun. Og svo fékk ég alltaf eitthvað skemmtilegt þegar þau komu til baka.
Já, en ég var samt að leita að einu ákveðnu rúmi. Ég var þarna nefnilega sumarið 1965, þegar pabbi tók braggan á leigu og fór þangað með alla fjölskylduna. Ég var þarna um sumarið og naut mín vel, en ég held að það hafi ekki verið mikið um síld.
Með aðstoð ferðafélaga minna fann ég svo kojuna sem ég svaf í.
Og ég hafði meira að segja merkt hana.
Reyndar var mér sagt að við hefðum verið síðustu íbúar braggans, því þar gisti enginn meir, en minningarnar lifa svo sannarlega.
Ég mæli algjörlega með því að skoða þetta skemmtilega safn. ÉG hef yfirleitt ekki gaman af að skoða söfn, en þarna gleymdi ég mér algjörlega.
Glæsilegt hús. Takk fyrir mig.
En það var ekki allt búið, því í "Bátahúsinu" ætluðu strákarnir að taka lagið.
Sjóari sem situr á pollanum tilbúinn í róður
Og hér eru skipinn geymd.
Hér tóku þeir nokkur lög upp í bátnum. En hér voru dekkuð borð, því þetta kvöld átti að vera veisla hér á vegum Kíwanis minnir mig. Hér er hægt að halda veislur í þessu skemmtilega umhverfi.
Og bjórinn var búinn, svo það var brugðið á það ráð að fá vínbúðina til að koma til okkar, þar sem við komumst ekki í vínbúðina.
Við stelpurnar fórum svo sumar hverjar aftur í Sveinbjarnargerði til að sjæna okkur og hvíla aðeins, því það átti að vera konsert í Hrafnagili um kvöldið, ásamt karlakór Eyjafjarðar.
Svo var haldið á vit gleðinnar inn í Eyjafirði.
Þarna var okkur tekið með kostum og kynjum, virkilega flottir þessir karlar og ekki síður frúrnar.
Okkar menn komnir í smalagallana flottir og fínir.
Beðið eftir að taka lagið.
Karlakór Eyjafjarðar einsöngvari með þeim var Óskar Pétursson stórsöngvari frá Álftagerði.
Stjórnandinn þeirra heitir Petra Björk Pálsdóttir, lögin voru mörg skemmtileg og óhefðbundinn. Einnig kom fram hljómsveit með kórnum. M.a. tóku þau Laddalagið Ó Guðfinna, sem Pétur söng af innlifun og lék með, svo fólkið í salnum veltist um af hlátri. Wild thinnng, Louie Louie og Twist and shout voru líka á prógramminu.
Ó Guðfinna!!!
Okka menn voru svo ekki síðri. Frábærir eins og alltaf.
Broshýrar karlakórskonur.
Og það var ekki á kot vísað eftir konsertinn, algjörlega ótrúlega flott, því ekki var fámennið hér tveir fjölmennir karlakórar og eiginkonur. Myndaskapurinn algjör.
Nammi namm.
Elías minn að ræða við kórstjórann.
Já svo sannarlega gerðum við okkur gott af þessum frábæru veitingum.
Minn í góðum gír
Sannarlega bara að njóta.
Og kominn var galsi í mannskapinn
Og okkur var líka boðið upp á rauðvín og hvítvín, og svo kaffisopa.
Gestfjafarnir skemmtu sér líka vel. Við segjum bara innilega takk fyrir okkur og dásamlega stund hjá ykkur
Þessir ráðsettu í Eyjafjarðarkórnum.
Þennana pilt ættu margir Ísfirðingar að kannast við.
Aðeins pústað í eldhúsinu.
Og ýmislegt spjallað svona milli kóra.
Flottir ekki satt?
Píanistinn okkar hún Margrét Gunnars.
Gaman gaman...
Hér er Viðar aðstoðarstjórnandinn okkar að stjórna kórnum í laginu sívinsæla "veifa túttum vilta Rósa"
Hér má sjá tilþrifin. En ég lýk þessu hér í dag. Á morgun verður lagt af stað heim á leið og komið við í Kalda bruggverksmiðju sem er að gera það gott.
En það verður sagt frá því seinna.
Eigið góðan dag elskurnar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.9.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 73
- Frá upphafi: 2024178
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar