Tónlistarbærinn Ísafjörður.

Ísafjörður er menningarbær, bæði hvað varðar tónlist, leiklist og aðrar andlegar listir.  Íþróttir eru líka í hávegum hafðar.  Þetta er bara svona og fólkinu hérna eðlilegt. 

Hér eru tveir tónlistarskólar, annar þeirra er listaskóli Rögnvaldar, þar sem kennir ýmissa grasa, bæði tónlistarnám, leiklist, ballett, myndlist og ýmislegt sem langt mál er upp að telja.  Edinborgarhúsið var ásamt Hömrum gert að menningarhúsi á sínum tíma, í stað þess að byggja risabyggingu eins og Hörpu og Hof, fengum við tvö menningarhús, bæði vel fallinn til þess verkefnis sem þau áttu að sinna.  Margrét Gunnars stjórnar listaskóla Rögnvaldar, ég var á tímabili í nánu samstarfi við systir hennar Elísabetu svona um það bil sem verið var að koma salnum í Edinborg á koppinn, Elísabet er arkitekt og á sinn hlut í því erfiða verkefni sem var að vinna faglega að því að innrétta Edinborgarhúsið og varðveita það sem þar skipti mestu máli.  Ætla ekki að fara í þá sögu hér, enda aðrir miklu betur til þess fallnir, en það þarf virkilega að skrá þessa sögu meðan hún er fersk og hlú að þeirri sögu og þeim aðildum sem mestan þátt áttu í endurbyggingu og uppbyggingu þeirrar fögru byggingar.

Ég ætlaði að tala um Tónlistaskóla Ísafjarðar.

Ég var á nemendatónleikum í gær, og um daginn í Ísafjarðarkirkju á konsert með lúðrasveitum tónlistarskólans, meira um það seinna.  En sem sagt í gær fylgdist ég með nemendum fremja tónlist sína í Hömrum hinu menningarhúsinu á Ísafirði.

Og hugurinn reikaði, þegar ég man eftir var Ragnar H. Ragnars skólastjóri tónlistarskólans, hann var líka tónlistarkennari við Gagnfræðaskólann á Ísafirði.  Í þá daga vorum við alltaf látinn syngja morgunsöng í skólanum þegar við mættum, með undirleik Ragnars, man eftir lögum eins og; ég hef fengið af því nóg, oft með sára lófa, út á lífsins ólgusjó, einn á báti að róa.  Þetta var til að fríska okkur upp og sameina í vinnu dagsins, ef til vill skilaði það einhverju og ég hugsa bara að það hafi gert það.

En ég fór líka oft á lokatónleika tónlistarskólans, held jafnvel að það hafi verið að áeggjan Ragnars H.  Hann minnir mig krafðist þess að við kæmum á tónleikana, ég sé ekkert eftir því, því þó ég væri ekki að læra á hljóðfæri, nema gítarinn minn sem ég fékk þegar ég var 11 ára, þá fékk ég nasasjón af agaðri tónlist.  Ég man líka eftir þeim ungmennum sem voru að stíga sín fyrstu skref á tónlistarbrautinni heima á Ísafirði, Önnu Áslaugu Ragnars, Láru Rafns, Hólmfríði Sigurðardóttur og mörgum fleiri, allar þessa hafa náð langt.   Ég man líka að Ragnar var af gamla skólanum í vali á hljóðfærum, hann lét okkur til dæmis gera klippimyndabók af uppáhaldshljóðfærinu, ég sem var algjörlega heilluð af gítarnum safnaði myndum af slíkum hljóðfærum og var ansi stolt, en fékk svo að vita hjá Ragnari að gítar væri ekki hljóðfæri Smile

En kona hans sem tók við af honum leiddi skólan inn á aðrar og nútímalegri brautir, þar sem meira var leyft, þar komu líka við sögu jassnámskeið og fleira í nútímanum.  Sigga Ragnars dóttir þeirra hjóna hefur fetað þá braut áfram sem móðir hennar fór, og hefur gert skólann að virkilega spennandi og skemmtilegum skóla fyrir alla nemendur og hafi hún þökk fyrir.

Hér áður og fyrr man ég að oft töluð skólastjórarnir um að foreldrar ættu ekki að labba sig út í hléi þegar þeirra barn var búið að spila, það væri dónaskapur við hina nemendurna.  Í dag heyrist það ekki lengur, því fólk einfaldlega vill ekki missa af því sem á boðstólum er. 

Og nú ætla ég að bjóða ykkur á einn slíkan konsert í Hömrum.

Tek fram að þessi konsert er bara einn af fjölmörgum, en ég var þarna vegna Úlfsins sem var að koma fram einmitt þetta kvöld.

IMG_0617

Hér eru börn úr forskólanum að stíga sín fyrstu skref á tónleikum undir stjórn Bjarneyjar Ingibjargar Gunnlaugsdóttur.  Full tilhlökkunar að koma fram.

IMG_0618

Það var eftirvæntin í loftinu, bæði börnin sem áttu að koma fram og foreldrar, ömmur og afar biðu spennt.

IMG_0620

Sigríður Ragnars setur tónleikana, og ítrekar að sumir séu að koma fram í fyrsta skipti og að það þurfi að sýna öllum börnunum virðingu. Hún þekkir þetta vel, því hún var sjálf ekki há í loftinu þegar hún byrjaði að spila fyrir fullum sal í Alþýðuhúsinu.

IMG_0623

Og hér byrja þau Dagur Atli Guðmundsson, Hákon Ari Heimisson, Mathilda Harriet Mäekalli og Pétur Örn Sigurðsson. Þau spiluðu fyrir okkur Snemma Lóan litla í.

IMG_0626

Næst kom Sólvegi Perla Veigarsdóttir með ; í hlíðum Andesfjalla.

IMG_0628

Arnar Rafnsson spilaði fyrir okkur Í Hlíðarendakoti.

IMG_0631

Sara Lind Jóhannesdóttir spilaði með kennaranum sínum Madis Colours Dow.

IMG_0633

Arney Urður Guðmundsdóttir með Bjöllur og trommur.

IMG_0634

Jón Darri Reehaug spilaði Signir Sól.

IMG_0635

Kári Eydal tók Ryksugulagið.

IMG_0637

Arndís Magnúsdóttir spilaði Trompetmenúett reyndar á píanó.

IMG_0640

Hrafnhildur Una Magnúsdóttir, spilaði Menúett í G- Dúr.

IMG_0642

Jóel Ýrar Kristinsson tók trommurnar á Sóló nr. 1.

IMG_0644

Robert Mical Palkowski spilaði Krummavísur.

IMG_0645

Sveinbjörn Orri Heimisson tók Espanioleta.

IMG_0648

Lilja Ósk Ragnarsdóttir spilaði fyrir okkur á píanó, Indíánadans og það sést að kennarinn er ánægð með hana.

IMG_0649

Rebekka Skarphéðinsdóttir ákveðin á svip tók Sónata. op 36 nr. 1.

IMG_0650

Það er þroskandi að sitja og fylgjast með þeim sem lengra eru komnir, og vita að ef maður heldur áfram, þá getur maður gert ýmislegt flott.

IMG_0653

Rakel María BJörnsdóttir er ein af þeim sem ég hef fylgst með, fyrir utan að þekkja mömmu hennar vel, þá var hún afar veik þegar hún fæddist og þurfti að fara margsinnis til Ameríku í uppskurði, þessi fallega efnilega stelpa á tækninni að þakka að hún er það sem hún er í dag.  Og hve gott er að vita að það er hægt að bjarga svo mörgum í dag. Ég er búin að fylgjast með henni síðan hún var smátryppi og náði ekki niður úr stólnum sínum á tónleikum.

IMG_0654

Snjólaug Ásta Björnsdóttir flutti okkur.Skoj för helda slanten.

IMG_0656

Þessari hef ég líka fylgst dálítð með. Guðný Ósk Sigurðardóttir, spilar hér Colors Down. eftir kennarann sinn Madis Mäekalle.

IMG_0658

Og allir sátu stilltir og prúðir og fylgdust með, bæði stórir og smáir. Þau hafa virkilega gott af svona tónllistaruppeldi, eins og ég minntist á áðan.

IMG_0659

Eva Karen Sigurðardóttir, spilar Etýða á gítarinn.

IMG_0660

Gerður Elsabet Sveinsdóttir spilar THe Brownies op. 58 nr. 8.

IMG_0661

Þessi elska er ein af krökkunum kring um kúluna, Laufey Hulda Jónsdóttir, spilar hér My heart will go on, í eigin útsetningu.

IMG_0663

Litla Matthilda sá ekki mömmu sína þegar hún var búin að spila svo ég kippti henni í stólinn við hliðina á mér og þar sat hún þessi elska.

IMG_0666

Melkorka Ýr Magnúsdóttir spilaði fyrir okkur Valse lente.

IMG_0668

Tveir flottir töffarar, Gunnar Þór Valdimarsson og Sigþór Hilmarsson tóku Metallicalag, One.

IMG_0669

Mamma Sigþórs að rifan úr monti, ég var verri skal ég segja ykkur þegar minn byrjaði.

IMG_0671

Jón Hjörtur Jóhannesson spilaði I´ll be there, og í mörgum svona lögum var spilað backplay, þannig að þau fylgdu upptöku, og gerðu það ljómandi vel, en það má ekki ruglast í svoleiðis þá fer allt í voða, en það gerðist aldrei á þessum tónleikum.

IMG_0673

Þá er nú komið að minum mönnum, þeim Kolmari Halldórrsyni, Ragnari Óla Sigurðssyni og Úlfi, hann söng þarna lag sem heitir Diggety, og gerði það ljómandi vel, strákarnir voru líka flottir.

IMG_0674

Þeir eiga eftir að gera það gott strákarnir, eins og flestir hér ef þau halda áfram.

IMG_0675

Og tónleikagestir tóku strákunum afar vel.

IMG_0676

Davíð Sighvatsson lék Prelúdía í e-moll op. 28 nr. 4 og gerði það þrusuvel. Hef líka fylgst með honum frá því að vera smágutti.

IMG_0677

Gott að kúra í fanginu á mömmu eftir að hafa staðið sig vel í spileríinu, en engar myndir takk Smile

IMG_0679

Kristín Harpa Jónsdóttir spilaði Vald í Des-dúr op. 64 nr. 1. Kristín er ein af þessum krökkum sem getur spilað á hvað sem er, enda er tónlistin henni í blóð borin, því pabbi hennar er alveg eins, alveg sama hvaða hljóðfæri hann er með það leikur allt í höndunum á honum.

IMG_0683

Ég vil þakka fyrir mig. Það er hrein unun að fá að fylgjast með börnunum koma fram og þroskast á þessari braut. Það er alveg víst að það mun leiða þau áfram til skemmtilegra lífs og hjálpa þeim út í lífið. Það er því ómetanlegt allt það góða starf sem unnið er, bæði í Tónlistarskóla Ísafjarðar, Listaskóla Rögnvaldar og í öllu því góða menningarlífi sem er ástunduð hér. Enda hvaðan halda menn að hátíðir eins og Aldrei fór ég suður hafi sprottið?

Innilega takk fyrir mig. Og ég gat ekki hugsað mér að skilja neinn eftir útundan, því öll lögðu þau mikið á sig, voru stillt og prúð öguð og góð, kennararnir sömuleiðis eiga heiður skilinn fyrir að skila af sér svona yndislegum nemendum eftir veturinn.  Vonast til að sjá þau öll aftur næsta vor.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 2021013

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband