Ég væri sennilega ekki til.

Hér var pólskur bílstjóri að biðja um vinnu, sagði maðurinn við mig.  Svo heppilega vill til að það er laust starf fyrir bílstjóra.  Sonur hans er að vinna hérna, og hann langar til að sameina fjölskylduna.

 

Við fórum svo í laugina með stubbinn um kvöldið.  Og þá hittist svoleiðis að þessi hamingjusama fjölskylda var það saman kominn afinn, amman, pabbinn og mamman og börnin.  Þau léku sér glaðlega í boltaleik.  Greinilega ánægð með að geta verið saman.

Þá leitaði hugur minn til annara afa og amma, sem eiga ekki sjens á að koma hingað ekki einu sinni í heimsókn.  Vegna reglugerðafargans, sem sýnist vera gert til að varna þeim komuna.  Og það er bara vegna þess að þau búa annars staðar á jarðarkúlunni. 

IMG_0539

IMG_2143

Gott fólk sem á hér ættingja og vini.  En fær ekki einu sinni að koma og dvelja hjá sínum nánustu um stundarsakir.  Og ég varð reið inn í mér.  Alls ekki  út í glaðværu pólverjana, því ég samgladdist þeim innilega.  Heldur að við skulum gera svona upp á milli fólks eftir búsetu. 

Ég er ákveðin í að gera mitt til að fá þessu breytt.  Og ég ætla mér að gera það gegnum það afl sem ég hef ítök í.  Aflið sem hefur byrjað umræðuna um aðbúnað og réttindi innflytjenda, Frjálslynda flokkinn.  Og ég ætla ekki að hætta að ræða um þetta, fyrr en fólk áttar sig á því, að við verðum að breyta þessu.  Landið fer ekki á hvolf, þó við tökum mannsæmandi á móti aðstandendum nýrra íslendinga, sem hafa kosið að setjast hér að.  En það er okkur til skammar hvernig við högum okkur í þessum málum. 

IMG_3764 

Tek það fram að þessi litli snáði og systir hans, eru barnabörn mín.  Þau eru íslendingar, en ef þessi lög hefðu verið í gildi þegar pabbi þeirra kom hingað.....  Þá væri  Það væri eins og með bréfið hans afa, Ef afi hefði ekki skrifað bréfið og amma svarað bænum hans í vil............. Heart


Megi allir góðir vættir vaka og vera með ykkur í dag.

Eríkur og Unnar

 Í dag verður til moldar borinn Eiríkur Þórðarson sem fórst með Björgu Hauks ÍS127. 

Þessi mæti drengur var okkar stoð og stytta í tölvumálum við allar kosningar sem Frjálslyndi flokkurinn hefur tekið þátt í.  Ég er ekki viss um að hann hafi nokkurntíma lært neitt um tölvur, en sú kunnátta eins og svo margt annað lék í höndunum á honum, fyrir utan að vera ljúflingur og besti drengur.  Hann tók að sér ásamt sambýliskonu sinni þrjú barnabörn hennar þrjá efnilega drengi sem annars hefðu sennilega verið sundraðir og settir í fóstur annað.  Ég hef alltaf dáðst að þessu elskulega fólki fyrir þá gjörð.

Á morgun verður Unnar Rafn Jóhannsson jarðsettur, hann var bara 32 ára,  það hrærir mig vegna þess að þessi drengur var jafngamall yngsta syni mínum.  Ég set mig því í spor móðurinnar. 

Ég vil minna þá á sem vilja leggja eitthvað af mörkum til Pálínu Þórarinsdóttur sambýliskonu Eiríks, sem nú stendur skyndilega uppi með þrjá unga fóstursyni og dóttur þeirra hjóna að komið hefur verið af stað söfnun af vinum þeirra og vandamönnum.  Sá reikningur er fyrir þá sem vilja 0556-14-603900, kr. 0660951 - 3499.

Blessuð sé minning góðra drengja, og ég sendi fjölskyldum þeirra mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ég ætla að láta það fylgja með að ljóðið sem hér birtist ásamt öllum hlýju kveðjum ykkar hefur verið komið til aðstandenda þeirra. 

Bergþóta2

Á þessum sama tíma er líka listamaðurinn og hetjan Bergþóra Árnadóttir að kveðja.  Ég sendi öllu hennar fólki líka mínar dýpstu samúðarkveðjur. Það er erfitt fyrir aldraða móður að horfa á eftir barninu sínu, það ætti enginn að þurfa að upplifa.  En ég er viss um að Bergþóra syngur áfram hjá hinum englunum.  Blessuð sé minning góðrar stúlku sem hefur yljað mörgum í gegnum árin með fallegum lögum við ljóð sem ef til vill hefðu án hennar fallið í gleymskunnar dá. 

Kross

Sannleikans andi,

lát sannleikansljós þitt oss skína,

send oss í  myrkrunum

himnesku geislana þína,

sannleikans sól,

sjálfs Guðs að hátignarstól

lát þú oss leiðina sýna.

 

Kærleikans andi,

hér kom með þinn sólaryl blíða,

kveik þú upp eld þann,

er hjartnanna frost megi þíða.

Breið yfir byggð,

bræðralag, vinskap og tryggð.

Lát það vorn lífsferil prýða.

 

Friðarins andi,

á friðarins brautir oss leiddu,

friða þú hjörtun

og sundrunga stormunum eyddu,

fær oss þinn frið

föður vorn himneskan við,

heimför til hans loks oss greiddu.

 

Heilagur andi,

þér heilagt bygg musteri' á jörðu,

heilagan söfnuð

og flekklausan kristnina gjörðu.

Heilagra hnoss

hlotnast um síðir lát oss

Drottins með heilagra hjörðu.

(V.Briem)


Höfum við ekki gleymt einhverju(m)?

Ég var að horfa á stöð2 í kvöld, "og við endum fréttirnar á gleðifréttum"  sagði Sigmundur Ernir.  En þá var þar um að ræða enn eina ferðina, gamalt fólk sem var aðskilið fyrir mannvonsku.. Já ég segi mannvonsku, því það er ekkert annað en mannvonska að ætla að skilja að tvær manneskjur yfir nýrætt, sem hafa lifað saman meira en hálfa öld. 

Það þarf bara ekki að segja mér að það “hafi ekki fundist húsrými” fyrr en fréttin af þeim kom í sjónvarpinu.  Þau voru hálf feimin í viðtalinu en einstaklega hógvær eins og svo margt gamalt fólk er í dag.

Þetta er fólkið sem lagði grundvöllin að þeirri velsæld sem flestir búa við í dag. Og við meðhöndlum það eins og húsvanin heimilisdýr.  Ekki til pláss ! ja hérna.  Og það vaknaði hjá mér sorgleg hugsun um allt hitt gamla fólkið sem fær ekki að vera saman af því að það er ekki til pláss, og það komst ekki í sjónvarpsviðtal.

Hvað er að fólki í dag ? Ég bara spyr.  Það er allstaðar neyð hjá fólki sem getur ekki leyft sér að vera til af ýmsum orsökum.  Og þá tala menn bara um ríkustu þjóð í heimi, góðæri og hve allir hafi það gott.

Það vantar mikið upp á að allir hafi það gott.  En eitt veit ég, ég vil ekki láta stía mig frá mínum elskulega maka, þegar ég verð “niðursett” á einhverja hjúkrunarstofnunina. Með fólk sem á að annast mig og hugsar svona.  Má ég þá frekar biðja um að fá að vera sett á ísjaka og stjakað frá landi.  Það tekur miklu fljótar af. 

IMG_0581


Blómin í Garðskálanum .

Já núna 22 marz eru nokkrar plöntur byrjaðar að blómstra, kirsuberin orðin þrútin og önnur byrjuð að koma sér í stand.

Blóm í garðskála 22 mars 2007 002

Blóm í garðskála 22 mars 2007 007 Páskarósin komin alveg á fullt, enda páskar í  nánd.

Blóm í garðskála 22 mars 2007 005 Prímúlurnar eða lyklarnir bregðast ekki með sín líflegu blóm.

Blóm í garðskála 22 mars 2007 006 Þessi er líka skrautlegur á þessum tíma.

Blóm í garðskála 22 mars 2007 008 Ljonsmunni og pelargoníur setja sinn svip á umhverfið.

Blóm í garðskála 22 mars 2007 010 Sjálf drottningin vöknuð líka.  ´

Blóm í garðskála 22 mars 2007 Eldþyrnirinn minn er náttúrulega dásemd allt árið um kring. 

Camille Þessi er í boði einnar bloggvinkonu, þessi heitir Camille og er dýrðardrottning, hún er komin með fullt af knúppum núna, en þessi blóm bar hún í fyrra. 

HannaSol og fleiri 013 Fyrst ég er að þessu á annað borð, þá er hér sumarmynd af kúlunni. 

Já vorið er svo sannarlega að koma í garðskálanum mínum. 


Hvað varð um hægri græna ?

Ómar hefur marglýst því að hann ætli að fara fram með hægri grænan flokk.  En þegar til á að taka þá leggur hann á miðjuna.  En það er líka eftirtektarvert að það eru ekki kynnt stefnumál né framboð.  Ég tók líka eftir því að Margrét lýsti því yfir í hádeginu að hún hafi yfirgefið Frjálslynda flokkinn.  Hingað til hefur hún sagt að flokkurinn hafi yfirgefið hana. 

Annars verðum við bara að sjá hvernig þetta nýja framboð fellur í þjóðina.  Það er of snemmt að segja til um það fyrr en þau hafa komið fram með framboðslista og stefnuskrá. 

Bæði Margrét og Ómar Ragnarsson eru besta fólk.  Ég get samt ekki verið samkvæm sjálfri mér og óskað þeim alls hins besta.  En býð þau bara velkomin í hópinn. 


mbl.is Ómar formaður og Margrét varaformaður Íslandshreyfingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rafmagn.

Hér sit ég ein í myrkrinu, rafmagnið farið, en úti geisar stríðstríð vindsins við vitund mína.

En ég verst með kertaljósi og bljúgum huga. Ég var nefnilega að lesa Málefnin og Moggabloggið.Og þar er svo marg gott fólk, sem maður hefur lært að þekkja, þó maður hafi aldrei litið það augum.

Ef til vill er maður eins og blindur maður sem snertir andlit, til að finna, snertir og finnur,

les í sálina og finnur það sem manneskja vill gefa.

Þó við reynum að vera lokuð, þá gefum við alltaf frá okkur það sem við viljum segja.

Alveg eins og líkamstungumálið, sem við reynum að þegja i hel.  Það tekst ekki, og þess vegna erum við eins og við erum.Viðkvæm, sumir meira en aðrir. 

En fyrst og fremst manneskjur með sál, sem langar að vera til.  Við erum þannig öll.

Rafmagnið kemur og fer, kertaljósið lifir samt, því að er varið.

Úti geisar vindurinn, og allir farnir að sofa- nema ég.

Ég á nóttina og tölvuna.  En ekki netið.  Því það er háð rafmagninu.

Samband mitt við vini mína þarna úti er háð þessu ósýnilega, en samt svo tilfinnanlega

Skrýtna afli, sem kallast RAFMAGN.   

Byggingar við Dóná 391

 

Skrýtin hús en skemmtileg.

Öruvísi hús.

Byggingar við Dóná 001 Fallegur arkitektúr við Dóná.

Byggingar við Dóná 015 Orkuveituhúsið... nei T-húsið í vín skrifstofubyggingar.

Byggingar við Dóná 134 Við Stefansplatz í miðborg Vínar.

Byggingar við Dóná 518Pálmahúsið við höllu Maríu Theresu, Shönnbrunn.

Byggingar við Dóná 565Sædýrasafnið í Vín.  Þetta var eitt af vopnabúrum Vínar í stríðinu og á þessum eyrum voru loftvarnarbyssur. Það voru 4 svona byggingar í Vín, en þessi hefur verið best varðveitt.  Veggir byggingarinnar eru tveir og hálfur metri að þykkt.

Góður dagur í Vín 07 001Gasometer city.  Gastankar sem var breytt í íbúðir og verslunarmiðstöð, hljómleikasali og allskonar. Margar frægar hljómsveitir hafa spilað í hljómleikasalnum, eins og Oasis, Susie Quadro, BoneyM. Alie Cooper svo einhverjir séu nefndir.

Myndir frá Vín og Slóveníu07 014Hundertwasser, er frægur arkitekt, tré í borg var hans mottó.  Þetta er alveg einstök bygging.  Hann teiknaði líka sorpeyðingarstöð Vínarborgar.

Hanna Sól og fleiri jan.2007 010 Hmm hver vill búa þarna hehehe.,

Svo þið sjáið að ekki eru öll hús ferköntuð og sum eru up side down.

Þetta er líka flott.

Byggingar við Dóná 362

En allt er þetta til gamans gert, þegar maður situr og hefur ekkert annað að gera. 

Svo er nú það. 

 


Veður.

Datt þetta í hug í morgun.

Napur vindur næðir,

nístir merg og bein.

Yfir gróður æðir,

og ísakaldan stein.

Hafið blágrænt bærist

báran rísa má.

Á toppum fuglinn færist

á ferð um úfin sjá.

Fjöllin ill'um farinn

fögur tignarleg,

björt og snævibarinn,

banvæn flóð um veg.

 

Allt ég þetta eygi

út um gluggann minn.

Á þessum dramadegi

dýrð samt innra finn.

Æðurinn hann elskar

úfið sjávarfans

Kúrir undir kröppum

köldum öldudans.

Mávur ofar mari

mjög svo svífur hátt,

frjáls um loftið fari

fugl með geðið kátt.

 

Þó úti allt áfram æði

og ýfi manna þel.

Þá inni gefst nokk næði

sem nýtist býsna vel.

 

 000

 

Enn syrtir aftur

og ísingin fer,

á gluggann minn góða

grámylan ber.

Grár vindur með vetrarins hríðir.

 

Suðvestan sinningur

sest nú að mér.

grípur mitt geðslag og

glottir með sér

gamnar og, tryllir og stríðir.

IMG_3790  IMG_3791   IMG_3792

Vonandi eigið þið góðan dag.  Ég í Heuringen

IMG_2867

 

 

 


Listi Frjálslyndra í Norðvesturkjördæmi.

IMG_3782

Jæja ég var búin að lofa að birta listann.  Hann kemur hér með.  Ég er virkilega ánægð með allt þetta ágæta fólk sem hefur ákveðið að vera á listanum.

Það er mikill hugur í fólki og við erum ákveðin í að taka vel á í baráttunni.  Oft var þörf en nú er nauðsyn.  Það er gott að listinn er kominn, þá er að setjast niður og skerpa á þeim baráttumálum sem munu verða á oddinum. 

Ég er viss um að þar verða nokkur mál sérstaklega.  En það eru atvinnumálin, fiskveiðistjórnunarkerfið, velferðarmál og aðbúnaður aldraðra og öryrkja og málefni innflytjenda í sinni bestu mynd.  Hlú að þeim sem hingað vilja koma og þeirra sem hafa sest hér að. 

Þau málefni sem sameina Kaffibandalagið eru velferðarmál og umhverfismál í víðum skilningi.  Jöfnuður í þjóðfélaginu og að jafna aðstöðu fólks í landinu öllu.  Þetta eru göfug markmið og ættu að vera auðveld í framkvæmd ef vilji er fyrir hendi að framkvæma.  Þessir þrír flokkar hafa sýnt að þeir hafa vilja til að breyta.  Þeir hafa löngum talað einum rómi, og ég treysti þeim til að halda því áfram eftir kosningar.  En til þess þurfa þeir að fá meirihluta atkvæða landsmanna.

Mesti hræðsluáróðurinn er að það geti engin stjórnað nema Sjálfstæðisflokkurinn, þá ættu menn að muna að þeir eru búnir að vera við völd í 16 ár.  Og það er langt í frá að allt sé í lagi, þó auðvitað hafi margt gott verið gert.  Það er hægt að breyta til, án þess að heimurinn fari á hvolf.

Hér er svo listinn gjörið svo vel:

Listi Frjálslynda flokksins fyrir Norðvesturkjördæmi í alþingiskosningum þann 12 maí 2007. 

1.                  Guðjón Arnar Kristjánsson. Alþingismaður. Ísafirði

2.                  Kristinn H. Gunnarsson. Alþingismaður. Bolungarvík.

3.                  Þórunn Kolbeins Matthíasdóttir. Menntunarfræðingur og ráðgjafi Akranesi.

4.                  Ragnheiður Ólafsdóttir, Öryrki og og listamaður Akranesi.

5.                  Anna Margrét Guðbrandsdóttir.  Heilbrigðis- og aðhlynningarstarfsmaður við Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki.  Sauðárkróki.

6.                  Guðmundur Björn Hagalínsson, Bóndi og formaður eldri borgara í Önundarfirði, Flateyri.

7.                  Brynja Úlfarsdóttir. Stuðningsfulltrúi, Ólafsvík.

8.                  Helgi Helgason.  Bóndi.  Borgarfirði.

9.                  Gunnlaugur Guðmundsson.  Bóndi, Söndum Miðfirði Húnaþingi Vestra.

10.              Lýður Árnason. Heilbrigðisstarfsmaður, Bolungarvík.

11.              Hanna Þrúður Þórðardóttir.  Heimavinnandi húsmóðir.  Sauðárkróki.

12.              Páll Jens Reynisson.  Véla- og iðnaðarverkfræðinemi við H.Í. Hólmavík.

13.              Sæmundur T. Halldórsson.  Verkamaður, Akranesi.

14.              Dóróthea Guðrún Sigvaldadóttir.  Verslunarrekandi, Dalabyggð.

15.              Þorsteinn Árnason.  Vélverkfræðingur, Andakílsárvirkjun, Borgarfirði.

16.              Þorsteinn Sigurjónsson.  Bóndi, Reykjum Hrútafirði.

17.              Rannveig Bjarnadóttir. Stuðningsfulltrúi, Akranesi.

18.              Pétur Bjarnason. Framkvæmdastjóri og varaþingmaður.  

 


Saga frá Thailandi.

 Thailand 

Ef maður er thailendingur- eða kemur frá Mið –Ameríkuríkjum allavega sumum landanna þar, og á ættingja hér á Íslandi, þá standa málin þannig að þó þú viljir koma og heimsækja fjölskylduna þá er það bannað.

Þér verður að vera boðið til landsins. Þó þú sért foreldri manneskju sem býr á Íslandi og eigir þar barnabörn sem þú vilt gjarnan heimsækja og sjá.

Sem sagt Ísland er lokað land fyrir öllum thailendingum og mörgum þjóðum í Vestrinu.

Hvað þarf til að afi fái að koma í heimsókn. Eigum við að skoða dæmið svolítið?

Fyrst þarf að bjóða honum í heimsókn. Þá hefst ferli sem tekur langan tíma. Hann þarf að sýna fram á að hann eigi pening í banka a.m.k. 1000 dollara. Og síðan þarf hann að sýna að hann eigi 1000 dollara fyrir hvern mánuð sem hann ætlar að dvelja í landinu. Svo þarf hann allskonar pappíra og já.....sakarvottorð. Sakarvottorðið færðu bara einu sinni og svo ekki meir, þarna úti.

Fjölskyldan hér heima þarf að hafa mann á kaupi úti greiða honum um 80 þúsund karl fyrir að útfylla alla pappírana og gera umsögnina löglega, síðan þarf að borga fyrir þýðingu á skjölunum. Þetta er svo sent til Íslands, og tekur að því mér er sagt um það bil mánuð. Sennilega með sniglapósti. Þegar þetta er síðan sent út aftur, er það sett oní skúffu og geymt í c.a.þrjá mánuði til viðbótar. Og þegar það er svo dregið upp úr skúffunni, þá er sakarvottorðið útrunnið, og afi fær ekki að koma. Ef þið haldið að þetta sé vísindaskáldsaga þá er það bara alls ekki svo.

Það er alveg óvíst að þessi afi fái að sjá barnabörnin sín. Og svo er sennilega um alla hina thailensku afana og ömmurnar.

Svona lítur þetta úr á vef Útlendingastofu. Greip niður hér og þar. Þar er margt skrýtið í kýrhausnum. Og eftir því sem einn aðstandandi sagði voða lítið að marka sumt af því, og fer eftir hvaðan þú kemur.

Og þá er ég ekki að tala um Schengen.

 

Áritanir

Þann 25. mars 2001 gerðist Ísland aðili að Schengen-samstarfinu. Það er samstarf 15 ríkja og miðar að því að tryggja frjálsa för fólks innan Schengen svæðisins. Þetta eru auk Íslands, Finnland, Svíþjóð, Danmörk, Noregur, Þýskaland, Belgía, Frakkland, Lúxemborg, Holland, Ítalía, Austurríki, Spánn, Portúgal og Grikkland.

Allir áritunarskyldir einstaklingar sem ekki hafa gilda Schengen áritun í ferðaskilríki sínu þurfa að sækja um vegabréfsáritun áður en komið er inn á Schengen svæðið og til landsins í viðkomandi sendiráði. Ísland hefur fjölda erlendra sendiráða sem eru í fyrirsvari fyrir landið.

Skilyrði fyrir vegabréfsáritun

Viðkomandi verður að uppfylla eftirfarandi skilyrði til að geta fengið vegabréfsáritun.

Viðkomandi verður að hafa gilt vegabréf eða annað gilt kennivottorð sem viðurkennt er sem ferðaskilríki við komu til Íslands og annarra Schengen-ríkja og við brottför og gildir a.m.k. þrjá mánuði fram yfir þann tíma sem vegabréfsáritunin, sem sótt er um, tekur til.

  • Viðkomandi verður að hafa heimild til að ferðast til baka til heimalandsins eða annars ríkis sem gildir a.m.k. þrjá mánuði fram yfir gildistíma áritunarinnar.
  • Ekki má liggja fyrir ástæða til frávísunar eða brottvísunar skv. 18. eða 20. gr. útlendingalaga.
  • Viðkomandi má ekki vera skráður í Schengen upplýsingakerfið sem óvelkominn í einhverju af Schengen löndunum.
  • Viðkomandi fullnægir skilyrðum um vegabréfsáritun samkvæmt Schengen-samningnum.
  • Viðkomandi verður að hafa nægileg fjárráð sér til framfærslu meðan á fyrirhugaðri dvöl stendur og til að greiða fyrir ferð til baka til heimalandsins eða annars lands þar sem honum hefur verið tryggður aðgangur, eða vera í aðstöðu til að sjá fyrir sér á löglegan hátt.
  • Það mega ekki liggja fyrir ástæður sem varða utanríkisstefnu eða almannaöryggi sem mæla gegn því að veita vegabréfsáritun.
  • Viðkomandi verður að yfirgefa Ísland/Schengen svæðið þegar áritunin rennur út. Ef að Útlendingastofnun telur að viðkomandi muni dvelja lengur á landinu en áritun segir til um, getur viðkomandi verið synjað um áritun.

 

 

 

Leiðbeiningar vegna umsóknar um vegabréfsáritun.

Vegabréfsáritun er m.a. gefin út fyrir ferðamenn, fjölskylduheimsóknir, opinber erindi, viðskiptaheimsóknir og námsferðir.

Viðkomandi verður að uppfylla ákveðin skilyrði til að geta fengið vegabréfsáritun. Sjá nánar hér.

Umsókn um vegabréfsáritun

Þau gögn sem þurfa að fylgja umsókn um vegabréfsáritun eru:

Ferðaskilríki

Umsækjandi verður að hafa gilt og viðurkennt ferðaskilríki við komu og brottför til og frá Íslandi og annarra Schengen-ríkja. Ferðaskilríkið verður að gilda a.m.k. þrjá mánuði fram yfir þann tíma sem vegabréfsáritunin sem sótt er um tekur til. Umsækjandi verður einnig að hafa heimild til að ferðast til baka til heimalandsins eða annars ríkis sem gildir a.m.k. þrjá mánuði fram yfir gildistíma áritunarinnar. Þau kennivottorð sem viðurkennd eru sem ferðaskilríki í stað vegabréfs við komu til Íslands og brottför eru að finna í viðauka 2 í reglugerð um útlendinga.

 


Dvalarleyfi fyrir aðstandendur

.Nánustu aðstandendur íslensks ríkisborgara eða annars norræns ríkisborgara, sem búsettur er hér á landi, eða útlendings sem dvelst eða fær að dveljast löglega í landinu samkvæmt dvalarleyfi sem ekki er háð takmörkunum eða búsetuleyfi geta samkvæmt umsókn fengið dvalarleyfi, enda liggi ekki fyrir atvik sem greinir í c-lið 1. mgr. 11. gr. útlendingalaga, auk þess sem framfærsla, sjúkratrygging og húsnæði skal vera tryggt, sbr. a-lið 1. mgr. 11. gr. laganna.

Nánustu aðstandendur í skilningi 1. mgr. eru:

 

a.

Maki, báðir aðilar skulu hafa náð 18 ára aldri.

Ef sá sem aðstandandinn leiðir heimild sína af er giftur fleiri en einum aðila er einungis heimilt að veita fyrsta maka dvalarleyfi.

b.

Samvistarmaki, báðir aðilar skulu hafa náð 18 ára aldri.

c

Sambúðarmaki, báðir aðilar skulu hafa náð 18 ára aldri og geta sýnt fram á að hafa búið saman í skráðri sambúð eða sambúð sem er staðfest með öðrum hætti í að minnsta kosti tvö ár og hyggjast búa áfram saman.

Eingöngu skal veitt dvalarleyfi til eins sambúðarmaka og er skilyrði útgáfu leyfis að hvorugur aðilanna sé í hjúskap eða staðfestri samvist.

d.

Barn ef báðir foreldrar hafa eða munu fá gilt dvalarleyfi sem getur myndað grunn fyrir búsetuleyfi eða hafa búsetuleyfi hérlendis.

e.

Barn þegar annað foreldri hefur gilt dvalarleyfi hér á landi sem getur myndað grunn fyrir búsetuleyfi eða er með búsetuleyfi. Það foreldri sem býr hér þarf að fara með forsjá barnsins. Ef forsjá er í höndum beggja foreldra skal liggja fyrir vottfest samþykki þess foreldris sem búsett er erlendis.

f.

Ættmenni viðkomandi eða maka hans að feðgatali og á þeirra framfæri.

 


Barn er einstaklingur undir 18 ára aldri án maka eða sambúðarmaka. Til staðfestingar á aldri, ólögræði og hjúskaparstöðu umsækjanda þurfa öll gögn og nauðsynleg fylgigögn að hafa borist Útlendingastofnun fyrir 18 ára afmælisdag umsækjanda. Forsjármenn skulu sækja um fyrir hönd ólögráða einstaklinga.

Boðsbréf - Tilgangur dvalar

Umsækjandi skal leggja fram boðsbréf/staðfestingu frá fyrirtæki, stofnun eða einstaklingi þar sem fram kemur tilgangur ferðar.

Ef um heimsókn til ættingja er að ræða þarf að koma fram hver skyldleiki/tengsl gestgjafa og umsækjanda er auk þess sem viðkomandi sendiráð/Útlendingastofnun getur óskað eftir því að umsækjandi leggi fram vottorð til sönnunar á fjölskyldutengslum.

Ef tilgangur dvalar er að heimsækja unnustu/unnusta óskar viðkomandi sendiráð/Útlendingastofnun eftir því að fram komi í boðsbréfi hve lengi umsækjandi og gestgjafi hafi þekkst og hvort þau/þeir/þær hafi hist.

Í sumum tilfellum óska erlendu sendiráðin eftir því að boðsbréf séu staðfest af sýslumanni á Íslandi og utanríkisráðuneytinu áður en þau eru lögð fram með umsókn.

 

Staðfesting á fjölskyldutengslum

Ef tilgangur ferðar er að heimsækja ættingja búsettan á Íslandi skal umsækjandi leggja fram vottorð sem staðfestir fjölskyldutengslin.

Það var nefnilega það. 

 Jamm svo er nú það.  Ég hugsa að það sé erfiðara að koma til Íslands en að fara gegnum hið fræga nálarauga.  Ég veit að svipaðar spurningar eru settar fram í Bandaríkjunum en það er bara plagg sem maður fyllir út eftir bestu samvisku í flugvélinni fyrir lendingu.  Annarsstaðar hef ég ekki orðið vör við svona hræðslu við ferðamenn.  Og hef ég þó víða farið.

Og svo svona til gamans í lokin:



Rúmlega 90% ríkisborgara EES búsettum á Íslandi með dvalarleyfi tengt atvinnuþátttöku

22.2.2007

 

Árið 2006 fengu 5391 ríkisborgarar evrópska efnahagssvæðisins útgefin dvalarleyfi eða um 43% af öllum útgefnum dvalarleyfum á Íslandi. Af þeim fjölda eru rúmlega 90% ríkisborgara evrópska efnahagssvæðisins sem fengið hafa dvalarleyfi tengdri atvinnuþátttöku hér á landi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Mars 2007
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.7.): 12
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2023476

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband