Ferð til Grotås. Ykkur er boðið með.

Er ennþá hér í Noregi, hér er kalt en sól og gott veður alla daga.  Ingi minn hefur verið að fara með mig í skoðunarferðir um nágrennið.  Hér eru vegir margir hverjir eins og Óshlíðin en það stendur til bóta, miklar vegaframkvæmdir standa nú yfir, þegar ég kom hér fyrir tveimur árum var verið að gera 6 göng til að fara gegnum fjöll en ekki fyrir þau.  Öll eru þess göng nú komin í gagnið nema ein en þar er unnið á fullu við breikkun vega og frágangur á þeim göngum.  Flest þessara ganga eru á leiðinni milli Volda og Austfjorden, en ein þeirra liggja aðra leið.  Þau opna fyrir samskipti við næstu kommúnu handan fjallanna, eða Strynkommune, þar hefur opnast ný leið til samskipta.  Næsti bær við heitir Grotås, og Ingi segir að þar sé fólkið hlýrra og opnara en annarsstaðar.  Við skruppum sem sagt til Grotås á dögunum.

IMG_8780

Stóri bróðir og litli bróðir bestu vinir.

IMG_8781

Í Grotås er dýpsta stöðuvatn í Evrópu rúmlega 500 metra djúpt.

IMG_8782

Flott sýn. Sést hér að norðmenn nota sama trix og heima að aka snjónum beint út í sjó eða vatn.

IMG_8785

Og börnin þurftu að skoða þetta betur, vatnið er ísilagt og þau stóðust ekki mátið að fara niður.

IMG_8787

Já ekki ber á öðru en að ísinn sé vel mannheldur.

IMG_8789

Vá þetta er gaman.

IMG_8790

Og þau voru alveg til í að fara heim og sækja skautana, en það var auðvitað ekki í boði.

IMG_8791

Ísprinsessan Evíta Cesil.

IMG_8797

Þá var næst að koma sé á kaffihús og fá sér kakó og gulrótartertu, sumir fengu sér hamborgara.

IMG_8798

Gulrótarkaka nammi namm segir Kristján Logi.

IMG_8799

Já þetta var gaman.

IMG_8800

Skemmtilegur veitingarstaður og hótel, vertinn hlýleg og brosmild og í þjóðbúningi.

IMG_8801

Þarna er líka leikhorn fyrir börnin.

IMG_8803

Næst lá leiðin í matvörubúðina til að kaupa það sem þarf til heimilisins.

IMG_8804

Búðin er beint á móti hótelinu og veitingastaðnum.

IMG_8806

Og hér er skilti um vatnið. Horningdalsvatnið.

IMG_8805

Grotås er fallegur bær, og eins og allir norskir bæjir byggir hátt upp í fjöllinn.

IMG_8807

Fórum svo aðeins út í sveitina þarna hjá, Ingi ætlaði að sýna mér dýr sem ég hef aldrei séð áður.

IMG_8810

Þau heita alpakkar, eru ræktuð vegna ullarinnar, og peysan sem Ingi var í á fyrri mynd er einmitt unnin úr ull af þessum dýrum.

IMG_8816

Alpakkar eru fyndin dýr, líkjast mest lamadýrum.

IMG_8817

Mér skilst að þau séu rökuð einu sinni á ári, sennilega á haustin og ullin notuð í prjónaverk, eins og peysuna hans Inga, sem er reyndar prjónuð með íslensku munstri, sonur minn segir að þessi upp sé mýkri en okkar ull.

IMG_8818

Já þau eru frekar fyndin þessar elskur.

IMG_8819

Það virðist vera að þau séu í mörgum litum.

IMG_8822

Töffari tyggur strá...hehe

IMG_8826

Tvær sætar saman. Happy takið eftir framtönnum í neðri góm.

IMG_8827

Mér skilst að kjötið sé ekki nýtt til matar, það virðist aðallega vera ullinn sem fólk sækist í.

IMG_8828

En svona er þetta maður lærir svo lengi sem lifir. Alltaf eitthvað nýtt og skemmtilegt að upplifa.

IMG_8829

En við þurfum að kveðja alpakkana, því Ingi var búin að panta klippingu fyrir sig og Evítu og það var mál að fara í klippingu.

IMG_8832

Himnagalleríið opið hér líka.

IMG_8833

Hér má sjá peysuna af ull Alpakkanna. En þar sem hárgreiðslustofan er hér í næsta nágrenni ákváðum við Kristján og Símon að fara þangað og fá okkur meira gos, ég fékk mér reyndar rauðvín Smile

IMG_8835

Síðan fórum við á leikvöllinn til að eyða tímanum.

IMG_8842

Hér má sjá varmaskipta, sem er örugglega mesta þarfa þing þar sem rafmagn er dýrt.

IMG_8843

Já þetta er fallegt allt saman. En þá er að skondrast á hárgreiðslustofuna og gá hvernig okkar fólki líður þar.

IMG_8848

Ó jú ekki ber á öðru Ingi nýklipptur og fínn og Evíta alveg að verða búin.

IMG_8849

Sæt og fín.

IMG_8850

Hárgreiðslukonan afskaplega yndæl.

IMG_8851

Og Evíta búin að fá bleika lokka í hárið.

IMG_8852

Og þá var bara eftir að kveðja og fara heim.

IMG_8853

Gegnum fjallið. Þessar tvær kommúnur voru ekki í neinu sambandi fyrr en göngin komu. Það er Voldakommune og Strynkommune. 

IMG_8854

Komin heim. En mikið vildi ég að ráðamenn heima gerðu sér grein fyrir því hversu mikilvægt það er að vera í sambandi með öruggum göngum, eins og Dýrafjarðargöngum, Súðavíkurgöngum, Norðfjarðargöngum, sem hreinlega gjörbylta samgöngumálum okkar heima.

IMG_8855

Og Símon Dagur segir bless og við líka. Heart Með kveðju frá Noregi.  


Vandamál fíknarinnar, og hvað er hægt að gera?

Ég var að hlusta á Silfur Egils og þar á meðal fyrrverabdi breskan leyniþjónustu agent Annie Machon framkv.st Evrópudeildar LEAP

Mikið þótti mér vænt um það sem hún sagði um að afglæpavæða fíkla.  Þetta er mál sem ég hef talað fyrir núna yfir 30 ár.  Þekki þessi mál afskaplega vel og hef misst tvö ungmenni frá mér vegna neyslu.  Þau voru svo sannarlega fórnarlömb og málið er að þegar barnið manns er komið í neyslu, þá eru sárafá hjálparráð.  Því um leið og þú leitar ásjár lögreglu er barnið orðið glæpamaður samkvæmt skilgreiningunni.  Ekkert foreldri sem þykir vænt um barnið sitt vill fara þá leið þó allt sé komið í kalda kol. Einmitt vegna viðbragða kerfisins.

Ef tekið er saman dauðsföll af of stórum skömmtum eða neyslu með eitruð efni bara nú nokkur ár til baka, þá eru þau þannig að ef þetta væri fuglaflensa eða umferðarslys, væri fyrir löngu búið að setja á stofn einhverskonar hjálparsveit til að bjarga málunum.

En þessi börn okkar sem hafa leiðst út í "glæpavæðingu ríkisins" virðast ekki njóta mannréttinda, hvað þá að yfirvöld hafi áhyggjur af því hvernig þeim reiðir af.

Auðvitað á að vera fyrir löngu búið að skilgreina fíkla sem sjúklinga og koma þannig að málum að þau njóti verndar ríkisins, en þurfi ekki að leita ásjár glæpagengja og undirheimalýðs, sem gefur þeim ekkert nema þrældóm og mansal. 

Ég hvet fólk til að hlusta á það sem þessi ágæta kona hefur að segja sérstaklega foreldrar þeirra ungmenna sem leiðst hafa út á braut fíknarinnar og eru ofurseld sölumönnum dauðans.

Með því að gera léttari efni frjáls, og hafa samastað fyrir þá sem komnir eru í harðari efni tækifæri til að fá hreinar sprautur og hreint efni missa þessir glæpamenn það tak sem þeir hafa á unglingunum okkar.

Þetta er mín niðurstaða og hún tekin að yfirveguðu ráði og þekkingu á neyð þeirra sem leiðast út í líf sem ekki er neinum bjóðandi.  Harka hins opinbera gagnvart þessu fólki hefur ekkert með stjórnarskrá eða lögvarin réttindi þessara þegna að gera, þar er allt þverbrotið sem hægt er.

Það þarf því að huga að því að hugsa þetta dæmi upp á nýtt og vera óhrædd við að taka ubeygju í þessum málaflokki, ef við viljum leysa þau mál sem brenna á mörgum fjölskyldum í dag.  

http://www.ruv.is/sarpurinn/silfur-egils/24022013-1


Það getur verið erfitt að vera á toppnum.

Þetta undirstrikar það sem ég hef sagt, að nýji formaðurinn hefur litla vikt í flokknum.  Hún er að vísu ljúf brosmild og þæg, en hákarlarnir virðast ætla að  valta yfir hana sýnist mér.

Þetta hefðu þau ekki vogað sé ef Steingrímur hefði verið formaður.  En ef til vill veit þetta bara á gott, það er þá úti um foringjaræðið sem Lilja, Atli og fleiri kvörtuðu undan. Ef til vill verður flokkurinn trúverðugri fyrir vikið, af þeim sem vilja inn í ESB það er að segja.  Aðrir munu sennilega halda sig langt frá honum, og hefðu hvort sem er gert, því traustið er algjörlega farið.


mbl.is Átök um Evrópumál á landsfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hið nýja andlit VG?

Flott fyrirsögn Katrín hlaut 98% kosningu... eða þannig.  En samt sem áður eru atkvæðin í heild sinni 245.  Að vísu var Steingrímur kosin til forystu í framboð fyrir norðan kosinn með 199 greiddum atkvæða. 

Það eru margir sem fagna þessari ungu konu með að vera orðin formaður flokksins.  Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki séð neitt til hennar ennþá sem segir mér að hér sé skeleggur stjórnmálamaður á ferðinni.  Hún hefur einfaldlega verið óumdeild, sem segir bara að hún hefur ekki gert neitt sem máli skipti, því vissulega sé það þannig að stundum þarf að taka pólitískar ákvarðanir sem valda ósætti, hún hefur varast allt slíkt, og því hallast ég að því að ekki sé menntamálaráðherran mikill bógur, enda skilst mér að varaformaður eigi að vera sá sem ber sætti í milli flokksmanna, og ég veit ekki hvað marga VG hefur misst fyrir borð, án þess að varaformaðurinn hafi haft af því neinar sýnilegar áhyggjur. 

Og þar sem Björn Valur er nú orðin friðardúfan í flokknum, hef ég mikinn áhuga á að fylgjast með hvort honum tekst til betur en Katrínu. 

Ég var að lesa mér til um fyrrverandi félaga þeirra, sem yfirgaf flokkinn fyrir nokkru, ég ætla að grípa niður í skrif hans hér sem eru afar athygli verð:

"Þann 13. febrúar síðastliðinn greindi Sandkorn í DV frá því að mjög væri þrýst á Steingrím J. Sigfússon að víkja sem formaður VG, til þess að minnka skaðann í komandi kosningum. Fram kom að jafnframt væri þrýst á Katrínu Jakobsdóttur að gefa kost á sér í hans stað, en hún hefði tekið dræmt í það.

Þann 14. febrúar reyndi Steingrímur að bera sig vel í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins: „Ég hef ekkert annað gefið í skyn en það standi til. Ég er formaður og var kosinn á landsfundi 2011 og ég veit ekki til þess að ég hafi gefið mönnum tilefni til vangaveltna um neitt annað.“

Þann 15. febrúar fjallaði DV aftur um að reynt væri að fá Steingrím til að víkja og Katrínu til að taka sæti hans.

Þann 16. febrúar tilkynnir Steingrímur loks að hann muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Auðvitað sagðist hann ekki vera að bregðast við minnkandi fylgi í skoðanakönnunum – hverjum hefði nú getað dottið það í hug? – en hann trúði því samt að ákvörðun hans yrði til góðs fyrir flokkinn. Ansi er ég hræddur um að það sé of seint í rassinn gripið. Og auðvitað sagði hann, eins og hann hefur svo oft orðað það áður, að hann hefði nú aldrei ætlað að verða eilífur augnakarl í þessum stóli. Þvert á móti þætti honum vera kominn tími fyrir kynslóðaskipti."

Þannig að það er gott að Steingrími líði vel með þessa "ákvörðun sína" og sé hamingjusamur, því auðvitað viljum við að öllum líði vel, það er bara þannig.

Og áfram heldur þessi fyrrverandi fylgismaður VG:

Steingrímur kveðst stoltur af verkum ríkisstjórnarinnar – og á þá væntanlega við t.d. hina ofurábyrgu og ofurlýðræðislegu ESB-umsókn, nýundirritaðan samning um stóriðju á Bakka við Húsavík, áform um þúsund milljarða króna sæstreng til rafmagnssölu til Skotlands og gjöfult og innilegt samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, svo fátt eitt sé nefnt. Hann er stoltur af þeirri ábyrgð og því raunsæi sem hann telur sig og flokk sinn hafa sýnt á ögurstund.

Það sem á hans tungumáli heitir „ábyrgð“ og „raunsæi“ er það sama og á mínu tungumáli heitir „tækifærisstefna“. Fyrir stjórnmálamann sem fylgir skýrri stefnu og hefur skýr markmið, eru völd verkfærið til ná markmiðunum. Fyrir tækifærissinnann eru völdin markmiðið. Steingrímur umhverfðist í tali, svotil á einni nóttu, þegar hann komst til valda. Áður fyrr sögðu menn að VG í stjórnarandstöðu væru bara „á móti öllu“, það væri stefnan þeirra, en það var fljótt að breytast þegar komið var í hásætið. Hvar var þá andstaðan við stóriðjustefnuna? Eða við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn? Eða staðfestan í IceSave-málinu? Eða varðstaðan um fullveldið? Öll vikin fyrir „raunsæi“ og „ábyrgð“. Steingrímur sagði það sjálfur strax árið 2009 (ég hef heimildina því miður ekki tiltæka en það kveður við svipaðan tón í setningarræðu hans frá í gær) að nú væri „ekki tími hugsjónasigra“. Þessi sakleysislegu orð segja margt og þau gáfu tóninn fyrir það sem koma skyldi hjá ríkisstjórn sem hefur gefið sig út fyrir að vera hrein en er það ekki"

 Og meira:

Steingrímur kennir græðgi, spillingu, sjúski, stráksskap og auðvitað frjálshyggjunni um kreppuna, hefur jafnvel nefnt „nýkapítalisma“ (hvað sem það nú er), en hann virðist ekki skilja að rót vandamála Íslands er kapítalisminn sjálfur, sem slíkur. Kreppan og ójöfnuðurinn eru innbyggð í hann. Kapítalisminn ber í sér böl. En Steingrímur trúir á kapítalismann, vegna þess að hann skilur hann ekki og hann er of raunsær og ábyrgur til þess að sjá að önnur hagkerfi séu möguleg. Í þessu ljósi þarf að skoða allt sem hann hefur sagt og gert. Meint endurreisn Íslands er fyrst og fremst endurreisn fjármálakerfisins. Að einhverjir fjármálamarkaðir fari að snúast aftur. Að einhver lánshæfisfyrirtæki (sem gáfu bönkunum mjög jákvæða dóma fram á haust 2008) hækki lánshæfismat Íslands. Að auka hagvöxt – sem rímar illa saman við umhverfisverndina sem hann telur sig aðhyllast. Steingrími finnst hann hafa gert það sem þurfti að gera – vegna þess að hann hreinlega veit ekki betur, sér ekki aðrar leiðir."

Og svo þetta hér:

"Á blaðamannafundinum um síðustu helgi sagði Steingrímur að VG hefði „miklu hlutverki að gegna … sem merkisberi róttækrar vinstristefnu, umhverfisverndar, kvenfrelsis og félagslegrar alþjóðahyggju.“ Róttækir vinstrimenn eiga ekki gjöfult samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Umhverfisverndarsinnar boða ekki rafmagnssölusæstrent til Skotlands. Kvenfrelsissinnar svelta ekki kvennastéttir, eins og í heilbrigðiskerfinu. Og félagslegir alþjóðasinnar sækja ekki um aðild að heimsvaldasinnuðu ríkjasambandi eins og Evrópusambandinu"

Já svo sannarlega má ýmislegt segja um árangur ríkisstjórnarinnar, og von að allsherjarráðherrann fari mikinn og tali digurbarkalega. En þegar svona skrif berast frá þeim sem hafa starfað með honum og upplifað hann sem baráttumanneskju, þá ættu menn að hugsa sig um áður en þeir tala um hve frábær pólitíkus hann er, og óeigingjarn réttlátur og umhyggjusamur fyrir þjóðinni.

Ég kaupi allavega ekki þá ímynd sorrý.

Ég vona sannarlega að í næstu kosningum komi fram nýjir einstaklingar með nýjar áherslur og endilega fyrst og fremst hafi sannleikann að leiðarljósi. Heilindi og þá ósk að vinna landi og þjóð gagn, en ekki bankakerfi, fjármálafólki og öðrum græðgisöflum. Það er komið nóg.

Hér eru þessi skrif sem ég vitna í í heild sinni:

http://www.eggin.is/greinar/steingrimi-bolad-ut-politisk-eftirmaeli/


mbl.is Katrín fékk 98% í formannskjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ja hérna hér.

Það er bara ekkert minna en pólitísk staðreynd að VG hefur skipt mestu máli í íslenskri pólitík síðustu 15 árin eða svo.

Þið hefðuð getað skipt máli og það verulegu og þar með orðið stór og sterk, ef þið hefðuð ekki "lent" í því að svíkja öll ykkar kosningaloforð Steingrímur.   Það er ekki málamiðlun að láta af öllum sínum loforðum til að komast í ráðherrastóla, það er svo langur vegur frá.  Og fyrir þau svik eruð þið að mælast með fylgi sem er spurning um hvort þið yfirleitt komist inn á þing aftur.  Málamiðlun hvað?

Ykkar saga er því miður saga mistaka frá því að þið komust í þessa ríkisstjórn.  Ég verð að segja að þegar ljóst varð að þið og Samfylkingin með Jóhönnu í fararbroddi yrðuð ráðandi afl á Íslandi, þá sætti ég mig við það.  Ég sagði og hugsaði, þarna er að minnsta kosti heiðarlegt fólk í fararbroddi, Jóhanna og Steingrímur sem munu leiða okkur út úr vandanum. 

Það var því fyrsta sjokkið þegar ljóst var að þið ætluðuð að sækja um aðild að ESB.  Þín fyrstu svik. Því ég man ekki betur en að í allri kosningabaráttunni hafðir þú hátt um ekkert AGS og EKKERT ESB, og að heyra svo frá Atla, og síðar Kristrúnu Heimis að meðan þú varst að hrópa þessi slagorð, varstu einmitt að makka við Jóhönnu um að sækja um aðild að ESB.

Og ég verð að segja að ég finn hvorki á mér né samfélaginu að þið hafi unnið okkur út úr vandanum, en það er fullt af staðfestingum um að þið hafið klúðrað hlutum big time, eins og þegar þú settir um 30 milljarða í sparisjóð Kef, og gafst vogunarsjóðum bankana á brunaútsölu á kostnað heimila landsins.

Ég veit heldur ekki betur en að enn sé verið að bera fólk út á götu vegna skulda, fólkinu sem var lofað skjaldborg til að vernda það.

Sjávarútvegsmálin eru í uppnámi, vegna þess að þú ert sagður í vasa kvótagreifa, enda átt þú þar hlut að máli, eftir því sem mér er sagt, enda kvótaþegi sjálfur eða þitt fólk.  Þetta er mér sagt allavega.

Í raun og veru ættuð þið Jóhanna að biðja þjóðina afsökunar á öllu því sem þig hafið lagt á þjóðina, burt séð frá hruninu, svo sem eins og Icesavesamningunum sem þið ætluðuð að troða ofan í kokið á þjóðinni, allskonar gæluverkefnum eins og Vaðlaheiðargöngum, Hörpu og nýju hátæknisjúkrahúsi.  Einnig ber að hnykkja á með þessari svokölluðu norrænu velferðarstjórn eruð að þið að heilbrigðismálin eftir gjörsamlega í rúst.

Nei ágæti Steingrímur ég veit ekki í hvaða veröld þið lifið þú og Jóhanna, sennilega í fílabeinsturnum því svo langt burt frá almenningi eruð þið bæði tvö.

Ég held að þið virkilega haldið að þið hafið staðið ykkur svo rosalega vel, þegar málið er að okkur almenningi allavega mjög mörgum finnst þið hafa brugðist okkur.

En svona að lokum ég óska þér alls góðs á komandi tímum og vona að þú reynir að fara að breyta til og gera eitthvað fyrir sjálfan þig prívat og persónulega, og þar með hættir að hafa áhyggjur af almenningi, því mér finnst að aðkoma þín að þjóðmálum hafi ekki beinlínis hafi verið þjóðinni til góðs.

P.S.það er þó eitt sem ég vil þakka þér fyrir af einlægni, en það er að koma því svo fyrir að göngin til Dýrafjarðar yrðu tekin af eins og Davíð Oddsson ætlaði að gera, þú varst búin að koma því svo fyrir að því varð ekki haggað, og fyrir það eigum við Vestfirðingar þér mikið að þakka, og það ber að virða.  Þakka ber það sem vel er gert.


mbl.is VG mikilvægasti flokkurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Má bjóða ykkur í bílferð frá Olafsgård til Stryn?

Datt í hug að bjóða ykkur í smá ökuferð frá Olavsgård í Osló til Austfjorden.  Bæði var veðrið dásamlegt og svo er bara svo fallegt á þessari löngu leið um 9klst. ferð fjallabaksleið með hurtigrutan.

IMG_8636

Erum lögð af stað, hér erum við við Gardemoen flugvöll og langur ökutúr eftir.

IMG_8637

Svona byrja hraðbrautirnar út frá Osló, en svo smám saman fækkar akreinum og götur þrengjast, við ókum á E6, sem ég hef grun um að heiti Þrándheimsvegur. En hann liggur í gegnum öll þorpin og hraðinn fer frá 4o km upp í svona 90.  Svo að leiðin er ef til vill ekki svo rosalega löng, heldur er hraðinn vel við hæfi.

IMG_8638

Mikið um brýr og göng, enda vilja þeir vernda náttúruna, sérstaklega tún bænda, því hér er lítið ræktarsvæði stutt í klappir.

IMG_8639

Allir firðir voru ísilagðir, og sumstaðar sá maður menn að veiðum gegnum ís.

IMG_8640

Hér er stau... það er verið að sprengja fyrir nýjum vegi. Hér er mikil vegavinna í gangi allstaðar.

IMG_8642

Var svolítið að spá í þetta mannvirki, hélt fyrst að hér ætti að koma brú yfir fjörðin, en komst svo að þeirri niðurstöðu að hér ætti að vera aðstaða til að setja báta niður í sjó. Það er nefnilega ekkert verið að vinna hinu meginn.

IMG_8644

Jamm getur verið að fólk stöðvist í 20 mín. eða svo vegna sprenginga.

IMG_8645

Hér er umhverfið gríðarlega fallegt og eins og ég sagði öll vötn og firðir og flóar ísilagðir.

IMG_8648

Sól og snjór, en ennþá er brautin sæmilega breið... eða þannig.

IMG_8649

Við erum búin að aka í nokkra klukkutíma og erum kominn til Hedemark.

IMG_8650

Hér er svo ólympíuhöll, rosalega stór, þó ekki sjáist hún vel frá veginum.

IMG_8651

Milli þess að aka á þröngum vegum með fjöll á alla kanta, er ekið gegnum engi og tún og svo um þorp og bæi, sem eru skemmtilega kósí svona í vetrarbúningi.

Skiltið þarna bendir á Lillehammer.

IMG_8654

Svona eru vegirnir eins og ég man eftir þeim hér í den í Svíþjóð, nema þar var ekki svona akskipting, enda var það árin 1962 - 3.

IMG_8656

Og göngin eru af öllum stærðum og gerðum.

IMG_8657

Já engu við það að bæta.

IMG_8658

Sumstaðar höfðu árnar rutt sér til rúms, og á einum stað sá ég gufu stíga upp af vatni var að hugsa hvort þar væri heitt vatn, eða hvort það kæmi heitt vatn frá einhverri verksmiðju.

IMG_8660

Og allstaðar eru vegaframkvæmdir. Norðmenn eru sennilega að nota sér kreppuna til að fjárfesta í framtíðinni.

IMG_8663

Hér sjást fiskimenn veiða gegnum ís. Á þessum fallega stað var greinilega túristabyggð, mikið af húsbílum og sumarbústöðum, hótelum og slíku. Greinilega vinsælt að dvelja hér á sumrin.

IMG_8664

Fjöllin virkilega falleg og hæðir og ásar.

IMG_8665

Svo eru akrar og myndarleg bændabýli.

IMG_8668

Snjór en samt kósý.

IMG_8670

Já við erum komin til Lillehammer.

IMG_8671

Hérna sést í skíðasvæðið, stórglæsilegt.

IMG_8672

Menn eru ekki bara að fiska á ísnum, heldur gera allskonar listaverk, sem gaman hefði verið að skoða nánar. En ég var bara á ferð í rútu, svo um það var ekki að ræða.

IMG_8673

Fallegur bær Lillahammer, eða eigum við að segja LillyhammerWink  Kúrir svo skemmtilega upp  í fjallinu.

IMG_8674

Hann er reyndar alls ekki lítill, og hér sést skíðasvæðið betur.

IMG_8675

En hér erum við nú.

IMG_8676

centrum. 

IMG_8677

Norðmenn eru virkilega vinalegir og elskuleg þjóð. brosmildir og hlýjir.

IMG_8678

Svo sést skemmtilega í húsin inn í skóginum.

IMG_8682

Haffjell, hér var greinilega tívolí. En ég held að við séum einhversstaðar á Guðbrandsdalssvæðinu.

IMG_8683

Og áfram var haldið norður á bóginn.

IMG_8685

Og gönginn urðu fleiri og fleiri.

IMG_8686

Og fjöllin voru farin að hækka, brúnum að fjölga líka.

IMG_8689

Mikil hætta á elgum var skilti sem kom oft fyrir, einnig var varað við hjartardýrum. Það sáust líka sporin eftir þessi dýr í snjónum á ísilögðum fjörðunum.

IMG_8690

Og vegirnir mjókkuðu, sumstaðar var maður farin að beygja mig innar í vagninn, því mér fannst stóru bílarnir sem komu á móti myndu rekast í rútuna.

IMG_8692

Við erum ennþá á E6. Hér er verið að hlaða vegg, en það er mikið gert hér vegna jarðvegshalla.

IMG_8693

Og áfram var haldið.

IMG_8695

Við erum komin á slóðir Péturs Gauts.

IMG_8696

En við höfum ekki tíma til að bregða okkur í leikhús.

IMG_8698

En tími er peningar, og ég var á hraðferð.

IMG_8702

Við ókum líka gegnum heimabæ Knuts Hamsun, og hér á þessum stað stoppuðum við í þrjú korter, ég var orðin frekar svöng, því ég hafði bara borðað eina brauðsneið með smjöri áður en ég lagði af stað, og drakk smá djús. Lagði af stað kl. um tíu og nú var klukkan að verða tvö.

En eins og sést hér eru skíðasleðarnir á góðu lífi í Noregi.

IMG_8708

Svo mátti víða sjá að auglýst var allskonar sport, rafting og slíkt.

IMG_8710

Jamm enn á E6, og stundum var bara að loka augunum og treysta á að bílstjórarnir gætu mæst.

IMG_8717

En auðvitað gekk allt vel.

IMG_8720

Eitt af þessum ferðamannaþorpum, eða kaupstöðum.

Og ég sá meira að segja eina einbreiða brú Smile

IMG_8723

Já það var sannarlega mikið um stórtækar vegagerðir, og ef til vill ekki vanþörf á.

IMG_8727

En við erum farin að nálgast Stryn, við erum komin upp á Strynfjall, takið eftir enginn skógur meira, og sjáið stangirnar meðfram veginum. Ekki svona gular eins og heima, nei heldur bara örmjóar spýtur, en eins og sést ansi hreint háar.

IMG_8729

Og hingað komu menn á snjósleðum til að sækja póstinn, biðu eftir rútunni.

IMG_8731

Hér á fjallinu voru bústaðir, sá á skilti að þetta voru skíðabústaðir til að fara á skíði á sumrin. Hér er ekkert færi til að komast að bústöðunum að vetri til.

IMG_8732

Steingrímsfjarðarheiði? Nei Strynfjall og þessar dökku þústir er grjót, og hér eru engin tré.

IMG_8733

Við erum í 1000 m. hæð, og erum á leiðinni niður af fjallinu, og þá eru a.m.k. þrenn göng.

IMG_8734

Ef til vill eins gott, því svo sannarlega var þessi leið hrikaleg.

IMG_8735

Og það er farið að kvölda, búin að sitja í rútu heilan dag.

IMG_8737

Ég er viss um að það er hér sem tröllin eiga heima.

IMG_8739

Kambarnir hvað?

IMG_8740

Og gamli máni komin að fylgjast með.

IMG_8742

Klakadrönglar niður alla kletta.

IMG_8744

Já það er hálf hrikalegt að fara niður 1000 metra si sona.

IMG_8745

Jamm hrikalegt og er ég þó ýmsu vön.

IMG_8748

Að komast niður að efstu húsum. Allstaðar sem við fórum voru hús upp um öll fjöll, lengst uppi og það virðist ekkert vera mokað að húsunum, hef grun um að hér eigi allir snjósleða eða traktora sem eru notaðir til að komast að húsunum á veturna. Sá hvergi að það væri mokað, en sá sumstaðar för eftir snjósleða og traktora.

IMG_8755

Þær eru víða kirkjurnar hér?

IMG_8758

Dagur að kveldi komin.

IMG_8760

Kvöldsólin lýsir upp himininn rétt áður en hún hverfur.

IMG_8761

Strynvatn.

IMG_8763

Sonur minn beið mín svo í Stryn og þá var að koma sér heim á býlið, hann eldaði dýrindis mat, og það var gott að hvíla sig eftir þessa löngu setu.  Ég held að ég fljúgi til bakaCool

En vonandi hafið þið notið Norskrar náttúru því hún er svo sannarlega þess virði að skoða.  Eigið góða nótt. Heart


Steingrímur að hætta í stjórnmálum?

Það er fullyrt bæði í DV og Eyjunni að Steingrímur ætli sér að hætta sem formaður, það er gengið lengra í DV og sagt að hann ætli að hætta líka við framboð.  Sumir halda að hann sé að víkja fyrir Katrínu Jakobs, ég myndi frekar halda að hann væri að víkja fyrir Birni Val, koma honum að sem formanni, Steingrímur veit mæta vel að Katrín er engin foringi, og sérstaklega ekki á þessum erfiðu tímum.  Því þarf einhvern úr vinnudeildinni en ekki elítunni til að hefja varnarbaráttu.  Það er allavega mín skoðun á málinu.  En svo er að heyra hvað kemur í ljós.
mbl.is Steingrímur boðar blaðamannafund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hín nýju framboð - Hinir nýju tímar.

Ég vil byrja á að óska Lýð og hans fólki til hamingju með þetta framboð.  Hann var með Dögun í upphafi, en fljótlega kom í ljós að hans áhugi beindist annað en kjarnastefna Dögunar stendur fyrir.  En hún er sem hér segir.

"Kjarnastefna Dögunar – samþykkt stofnfundar 18. mars 2012

Dögun – stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði sem bjóða munu fram í næstu alþingiskosningum og leggja áherslu á brýna hagsmuni almennings, hafa sammælst um neðangreindan stefnuramma. Öllum sem fallast á forgang þessara mála er boðið til þátttöku.

Við leggjum áherslu á að hrinda í framkvæmd mikilvægum hagsmunamálum þjóðarinnar og að verða það breytingaafl sem íslensk stjórnmál skortir svo mjög.

Öflugar aðgerðir í þágu heimila
Leysa verður skuldavanda heimilanna með róttækum hætti og bæta aðstöðumun almennings gagnvart fjármálavaldinu. Leita skal lausna á forsendum lántakandans frekar en lánveitandans. Við viljum tafarlaust afnám verðtryggingar á neytendalánum og almenna leiðréttingu húsnæðislána. Þá viljum við að lágmarks framfærsluviðmið verði lögfest og að vextir í landinu verði hóflegir.

Lýðræðisumbætur – Ný stjórnarskrá
Ný stjórnarskrá fólksins komi sem allra fyrst til þjóðaratkvæðis. Við teljum frumvarp Stjórnlagaráðs mikilvægt skref í átt til virkara lýðræðis og að þjóðin eigi að fá að kjósa um það. Við leggjum sérstaka áherslu á að tryggja tafarlaust með lögum eftirfarandi rétt almennings: Persónukjör samhliða flokkakjöri. Kjósendur hafi rétt til að kjósa á milli einstaklinga og framboðslista. Þjóðaratkvæðagreiðslur óski 10% kjósenda þess. Íbúar kjördæma eða sveitarfélaga geti átt frumkvæði að atkvæðagreiðslu um sameiginleg hagsmunamál svæðisins óski 10% kjósenda þess. Sjálfstæði sveitarfélaga verði aukið og nálægðarreglan í heiðri höfð. Ákvarðanir verði teknar á því stjórnsýslustigi sem næst er málinu sjálfu.

Skipan auðlindamála og uppstokkun á stjórn fiskveiða
Orkufyrirtæki verði í eigu ríkis og / eða sveitarfélaga og nýting allra náttúruauðlinda til sjávar og sveita skal vera sjálfbær. Auk þeirra breytinga sem ný stjórnarskrá að forskrift Stjórnlagaráðs hefur í för með sér fyrir skipan auðlindamála er nauðsynlegt að stokka upp stjórn fiskveiða frá grunni. Tryggja þarf aðskilnað veiða og fiskvinnslu og að jafnræði ríki meðal landsmanna við nýtingu á sameiginlegum fiskveiðiauðlindum. Hámarka skal arð þjóðarinnar af auðlindum hennar. Virða skal álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Allur ferskur fiskur skal seldur á fiskmörkuðum.

Siðvæðing stjórnsýslu og fjármálakerfis
Bæta ber siðferði og auka gegnsæi í stjórnmálum, stjórnsýslu og fjármálakerfinu. Nauðsynlegt er að þessir aðilar vinni eftir skýrum siðareglum. Lög verði yfirfarin með því markmiði að fyrirbyggja spillingu og herða viðurlög við henni. Tryggður verði aðgangur almennings að öllum gögnum sem opinberir aðilar safna eða standa straum af. Þann aðgang má aðeins takmarka með lögum í lýðræðislegum tilgangi, svo sem til að tryggja persónuvernd. Komið verði í veg fyrir óeðlileg völd sérhagsmunaaðila og skilið á milli stjórnmála og viðskiptalífs. Bankaleynd skal afnumin að undanskildu því sem lög um persónuvernd kveða á um. Tryggt verði að eftirlitsstofnanir ásamt efnahags og viðskiptanefnd Alþingis hafi ávalt fullar rannsóknarheimildir gagnvart fjármálafyrirtækjum.

Lagalegt réttlæti og afdráttarlaust uppgjör við hrunið
Gera þarf ráðstafanir til að endurheimta illa fengið fé aðalgerenda í svonefndri útrás og höfða skaðabótamál á hendur þeim. Samfélag þar sem glæpir borga sig er ekki hægt að sætta sig við. Ganga þarf sérstaklega eftir því að sinnt verði brýnum rannsóknarefnum sem ætla má að hinir gamalgrónu stjórnmálaflokkar séu tregir til að láta rannsaka. Tryggja þarf góð starfsskilyrði sérstaks saksóknara og annarra sem koma að rannsókn efnahagsbrota í tengslum við Hrunið. Almenningur hafi aðgang að öllum upplýsingum sem rannsakendur Hrunsins afla, enda séu ekki sérstök rök fyrir því að halda þeim leyndum. Öllum skal gert kleift að leita réttar sins og verjast fyrir dómstólum, óháð efnahag.

Evrópusambandið
Við leggjum áherslu á opið og lýðræðislegt ferli, óháða upplýsingagjöf og fræðslu og treystum þjóðinni til að ráða niðurstöðunni. Ef aðildarviðræðum verður ekki lokið fyrir samþykkt nýrrar stjórnarskrár og þjóðin ákveður að hætta aðildarviðræðum í samræmi við 66. grein frumvarps Stjórnlagaráðs, munum við styðja þá niðurstöðu. Að öðrum kosti verði aðildarviðræður við Evrópusambandið kláraðar og niðurstaðan borin undir þjóðaratkvæði."

Þessi málefni höfða sem sagt ekki til Lýðs og félaga. Einhvernveginn hefur mér skilist að hann hafi viljað leggja ennþá meiri áherslu á stjórnarskrána, og helst að það væri aðalkosningamálið.  En það er auðvitað hans mál, en hann vann að þessum tillögum að því ég best veit.

En nú hefur sem sagt komið í ljós að áherslurnar liggja annarsstaðar.  Það hefur verið mikil vinna lögð í þessa kjarnastefnu Dögunar og hún verður lögð til grundvallar öllu okkar ferli sem framboð. 

Auk kjarnastefnunnar er verið að vinna málefnasamning um öll þessi mál, það er þegar búið að samþykkja sjávarútvegsstefnuna. 

Það er verið að leggja lokahönd á önnur málefni. Og framboðslistar komnir á góðan rekspöl.

Ég verð að segja það frá eigin brjósti að það er bara gott þegar fólk sér að það á ekki samleið með fjöldanum og segir skilið við hann. Fer fram á sínum eigin forsendum. En mér skilst reyndar á Lýð að hann hafi meiri trú á sterkum einstaklingum heldur en sameiginlegri stefnumörkun.  Það er auðvitað sjónarmið út af fyrir sig. Og að það hafi veri mesta ágreiningsmálið hans við Dögun að við vildum heldur vanda málefnasamstöðu og bíða með frambjóðendur, því okkur hefur fundist málefnin þurfi að vera límið í framboðinu en ekki einstaka sterkir frambjóðendur, sem jafnvel eru ekki sammála um einstök mál.

 Það er nokkuð ljóst að það er mikil óánægja með fjórflokkinn, og fólk er leitandi og bíður eftir því hvað nýju framboðin geta boðið upp á. Þannig á það líka að vera. Í fyrsta skipti síðan ég man eftir mér, er fólk ákveðið í að taka ákvörðun eftir málefnum en ekki endilega kjósa endalaust yfir sig það sama aftur og aftur.  Sem sýnir ákveðin þroska einstaklinga, sennilega vegna þess að það er kynslóðaskipti í samfélaginu, og svo varð hrun sem breytti mjög mörgu og hvatti fólk til að taka aðra afstöðu. 

Ef til vill fer að vora í samfélaginu, og eitthvað nýtt og betra kemst að.  Fólk á að vera óhrætt við að veita nýjum framboðum atkvæði sitt, lesa það sem þau hafa fram að færa, og hversu mikla vinnu þau hafa lagt í sín málefni.

Dogun_logo_200 


mbl.is Stjórnlagaráðsmenn stofna Lýðræðisvaktina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vor í kúlu og vor í sinni.

Það er komið vor í kúluna mína.  Það er yndisleg tilfinning og lyftir manni upp úr skammdegisdrunganum.

IMG_8518

Nektarrínan mín farin að bruma heilmikið.

IMG_8509

Jólarósin mín búin að brosa til mín síðan á jólunum.

IMG_8510

Páskarósin ætlar að vera tilbúin á páskunum.

IMG_8520

Krusinn hlær með öllum sínum gulu kollum, glaður yfir að vera til.

IMG_8519

Og Pernillan mín er að byrja vorið líka, hún blómstrar svona þrisvar yfir sumarið þessi elska.

IMG_8167

En ég var veðurteppt fyrir sunnan um daginn í nokkra daga, og gisti hjá bróður mínum og mágkonu. Yndislegur tími, við höfum ekki átt svona góðar stundir lengi.

IMG_8168

Langt síðan við bróðir minn höfum spjallað svona mikið saman og rifjað upp gömlu góðu dagana, barnæskuna og allt fólkið sem við höfum verið samferða langan eða stuttann tíma. Það er ómetanlegt að gefa sér tíma fyrir þá sem maður elskar.

IMG_8262

Ég var eins og blóm í eggi, og það var hreinlega dekrað við mig, takk elsku Badda mín og Nonni.

IMG_8263

Og Nonni er eins og allir karlkyns í ættinni aðalkokkurinn á sínu heimiliCool

IMG_8264

Og mágkona mín sat ekki auðum höndum, þessar fallegu flíkur var hún að prjóna og hekla.

IMG_8265

Fallegt fyrir falleg börn. Heart


Takk Herdís.

Dr. Herdís styður Dögun

Dr. Herdís Dröfn Baldvinsdóttir hefur lýst yfir stuðningi við Dögun í komandi kosningum, en dr. Herdís hefur gert fræðilega rannsókn á samvirkni íslenskra atvinnurekenda og verkalýðssamtaka á sviði fjármála – með sérstöku tilliti til lífeyrissjóðanna, þar sem mat var lagt á afleiðingar þessarar samvirkni og skoðaðar þær mótsetningar að hún eykur verkalýðshreyfingunni afl og um leið dregur úr henni máttinn. Jafnframt er gefin innsýn í ríkjandi valdhringjakerfi Íslands.

Leitt er þar í ljós að á Íslandi er ráðandi valdakjarni með sterka aðstöðu í stærstu hlutafélögum og fjármálastofnunum. Hann stýrir og samhæfir stærstu atvinnufyrirtæki landsins og leggur öll ráð um félagslegar og stjórnmálalegar aðgerðir. Hann er félagslega og efnahagslega samloðandi. Það sést annars vegar í því að einstaklingar hans fjárfesta í sömu fyrirtækjum en þó enn skýrar þegar skoðað er flókið samspil þeirra í stjórnarsetum sem gerir tengsl þeirra að þéttriðnu neti. Þetta hefur skilað kjarnanum markvissri aðstöðu til að stýra meginstraumum fjármagnsins.

Niðurstöðurnar benda til að starfsemi lífeyrissjóðanna hafi innlimað verkalýðshreyfinguna í þennan valdakjarna með útbreiddu samtengineti bæði persónulegu og fjárhagslegu – og í samtengdum stjórnunarstöðum.

Það er hér sem mótsetningarnar sýna sig. Verkalýðshreyfingin hefur orðið afar veik fyrir félagsmenn sína en mjög sterk fyrir valdakjarnann.

dogun

Svo sannarlega fagna ég hverjum þeim sem sér hve réttlátt og velunnið þetta framboð er.


Næsta síða »

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Feb. 2013
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 2024180

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband