Á ferð og flugi.

Ég er nýkomin heim, eftir ferðalag til að hitta elskuleg barnabörnin mín sem búa í útlöndum.  En fyrst ákvað ég að koma við í Bjarkarlundi og fara þar á jólahlaðborð, þar sem ég ætlaði á fundi daginn eftir. IMG_7012

En ég var svo heppin að áður en ég fór, komu þýskir vinir mínir í heimsókn, og við áttum góða stund saman, þau buðu okkur Úlfi út að borða. Takk fyrir okkur Birgit mín og Stefan.

IMG_7014

Á laugardeginum var svo haldið af stað í átt að Bjarkarlundi.  Ég viðurkenni að ég var dálítið smeyk við að fara ein af stað, því ég vissi ekkert hvernig færðin væri.  Það var nýbúið að vera leiðindaveður, en þetta gekk allt vel og veðrið afskaplega fallegt.

IMG_7017

Litadýrðin meiri en orð fá lýst.  Ísköld fegurð.

IMG_7018

Sólina sjáum við ekki í dag, en hún veitir okkur samt ótrúlega mikið með sínu skini.

IMG_7022

Fegurð ljóss og lita.

IMG_7025

Það var vel tekið á móti mér í Bjarkarlund, þar eru eigendur Oddur Guðmundsson skólabróðir minn og hans elskulega kona Kolbrún Pálsdóttir. Þau eru aldeilis búin að dubba Bjarkarlund upp.

Það var heilmikið fjör á jólahlaðborðinu.

IMG_7026

Fólkið þarna kann greinilega vel að skemmta sér.

IMG_7032

Ekki var nú verra að fá að hlusta á Jóhann Pétur reita af sér brandarana. Þarna er hann með Addi Kitta Gau.

IMG_7034

Grallararnir af Júlíusi Geirmundssyni voru þarna líka komnir til að skemmta sér.

IMG_7039

Þar sem er hljóðfæri, mikrafónn og spilun, þar syngur Addi.

IMG_7040

Gestgjafarnir Kolla og Oddur takk fyrir mig elskurnar.

IMG_7042

O ha var fjör eins og sumir myndu segjaLoL Hér má sjá tvo af væntanlegum frambjóðendum Dögunar.

IMG_7043

Hér erum við skólasystkini og fermingarsystkini og lýðveldisbörn.

IMG_7045

Vona að Akureyringar og fleiri taki þessum unga manni vel í vor.

IMG_7050

Það er gífurlega fallegt landslagið við Breiðafjörðinn.

IMG_7051

Og þá var það fundurinn. Ég lét plata mig í kjördæmanefnd fyrir Dögun í norðvestur kjördæmi.

IMG_7052

Fundurinn góður og margt skemmtilegt rætt, fyrir utan fyrirkomulag um lista í kjördæminu.

IMG_7053

Það er ákveðin bjartsýni í gangi, vitandi af öllu því frábæra fólki sem er að vinna að framboðsmálum í dag, öll þessi nýju og fersku framboð, sem reyndar verður örugglega reynt að þagga í hel af valdinu. Það vill enginn láta taka frá sér völdin. Sérstaklega ekki þegar sigur blasir við mönnum, þá er von að þeir sýni tennurnar. En við eigum ekki að hlusta á svoleiðis. Við eigum að sækja fram og þora að gera eitthvað nýtt.

IMG_7054

Þegar fundi lauk þurfti ég að aka til Reykjavíkur, og ég bara hvorki rata þar né kann mig þar. En sem betur fer átti ég hauk í horni sem ók á undanmér alla leið og á tvo staði sem ég þurfti að koma við á. Takk mín kæraHeart

IMG_7055

Það var gaman að setjast og spjalla við gömlu vinkonurnar mínar úr æskunni, Hildu og Dísu. Það var svo sannarlega gott að sitja og ryfja upp allt það gamla og góða. Heart

Þá var að taka strikið ennþá sunnar og austar á bóginn en ég gisti hjá Bjössa okkar og Marijönu.

IMG_7056

Hér eru Arnar Milos og Davíð Elías, litlu drengirnir okkar sem núna búa í Njarðvíkinni.  En ég segi meira frá þeim næst, og svo verður haldið út til að hitta öll hin. Heart 


Andrea í framboð.

Það eru að koma fram þær persónur sem fara í framboð fyrir Dögun, og hópurinn stækkar.  Ég er afar ánægð með þau sem hafa gefið kost á sér nú undanfarið.

Gísla Tryggvason, Lýð Árnason, Margréti Tryggva sem ég hef átt kost á að eiga góð samskipti við, Ragnar Þór og nú Andreu Jóhönnu Ólafsdóttur og Þórð Björn Sigurðson.  Þetta er sómafólk allt saman og vandaðar manneskur.  Og það eru fleiri nöfn að koma fram á næstunni.

Andrea vakti mikla athygli sem forsetaframbjóðandi fyrir skeleggan málflutning og að tala máli almennings. Það er því mikið gleðiefni að hún skuli ætla sér að fara alla leið og gera sitt til að rödd hennar fái að heyrast á alþingi.

Í dag eru ný tækifæri og ný Dögun í upprisu fyrir almenning með þeim hræringum og nýju fólki sem vill fram.  Nýjir flokkar sem koma fram, með nýju fólki.

Oft var þörf en nú er nauðsyn að skipta út gamla liðinu á Alþingi og fá inn ferskar hugmyndir og aðrar lausnir,  Ný viðhorf og aðra sýn á hlutina.  Ný kynslóð án afskipta gömlu brýnanna sem telja sig alltaf vita best og stýra yngra fólkinu gömlu leiðirnar, en þannir eg það að mínu mati oftar en ekki í gömlu flokkunum.

Leyfum ferskum vindum að blása um Alþingi, og treystum nýju fólki til að berjast fyrir fólkið í landinu, en ekki treysta endalaust þeim sem sýnilega hafa alltaf haft hag sjálfra sín og flokksins að leiðarljósi.

Það breytist ekkert fyrr en við sjálf þorum og viljum breyta, og virkilega sýnum það í verki.

Andrea´

Áfram íslenska framtíð. 


Frí frá störfum!

Þau eiga að vera ákærð fyrir morð að mínu mati,  þannig er það bara.
mbl.is Útvarpsfólkið í leyfi frá störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar "grín" fer úr böndunum.

Ég hef aldrei verið hrifin af svona hrekkjum.  Og þegar verið var með hrekki í lyftu hér fyrir nokkru, hugsaði ég með mér að svona gæti gert út um mig, ég er afar viðbrigðin.  Gerir fólk sér ekki grein fyrir alvörunni á svona "gríni"?  Fólk er mismunandi tiltækilegt fyrir áreiti, og svo getur verið að þeir sem fyrir "gríninu" verða séu í áhættu til dæmis með hjartaáfalli eða einhverju slíku.

Það sem þarna átti sér stað var viðurstyggilegt og ég virkilega vona að þetta fólk verði dæmt í fangelsi fyrir morð.  Að vísu ekki að yfirlögðu ráði, en atferli þeirra orkaði tvímælis.  Og það sorglega gerðist, hjúkrunarfræðingurinn tók sitt eigið líf.

Þau hljóta að bera ábyrgð, og hana mikla á þessu dauðsfalli.  Og ég vil sjá að þau hljóti makleg málagjöld, í fyrsta lagi verði rekinn frá fjölmiðlinum, síðan sökuð um morð og dæmd sem slík til refsingar.

Það þarf virkilega að fara að taka á svona "gríni". 

Skammist þið ykkar.


mbl.is Hjúkrunarfræðingur Katrínar látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að éta kökuna og geyma líka.

Já já nú á að smokra sér undan því að taka ákvörðun, og þá á að setja málið á ís.  Ég er ekkert viss um að við Evrópuandstæðingar kærum okkur neitt um að setja þetta á ís.  Við viljum allavega ég, ganga frá þessu alfarið og ef farið verður af stað aftur, þá verði þjóðin spurð um hvort hún yfirleitt vilji ganga þessa för.

Þið eruð algjörlega búin að ganga frá öllu trausti fólks í málinu, og nú á að bera í bakkafullan læk og gefa einhver hint um annað hvort eða.  Burt með ykkur falshundar sem getið ekki sagt hreint út hvað þið viljið.  Burt með ykkur sem þykist vera á móti en eruð með.  Burt með ykkur sem sjáið fram á risatap í kosningum komandi vegna svika ykkar við gefinn loforð.

Og nú á að bæði geyma kökuna og éta hana.  Þið eruð einfaldlega aumkvunarverð VG liðar.  Svei attan bara.

Bibbin nr.2


mbl.is Ferlið jafnvel lagt til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær er komið nóg?

Það er ógnvænlegt að lesa um ástand mála í okkar helstu heilbrigðisstofnun.  Og nú bætist ofan á þetta lögreglurannsókn á dauðsfalli, og annað til viðbótar talið tengjast skorti á umhirðu.

Þetta kemur ekki á óvart því miður, en spurningin er, hversu langt er þessi norræna velferðarstjórn tilbúin að ganga til að geta staðið undir vogunarsjóðum og bönkum, og afskriftum til auðmanna, meðan fólk deyr á spítölum landsins vegna þess að ekki hefur tekist að sinna þeim.  Það var líka hrollköld umfjöllunin um aðstöðu starfsfólks bráðamóttöku og hvernig deildum hefur markvisst verið lokað undanfarið vegna niðurskurðar.

Og mitt í öllu þessu eru yfirvöld í alvöru að ætla sér að byggja eitt stykki hátæknisjúkrahús, bákn sem mun soga til sín allt það fé sem fer í rekstur núverandi heilsustofnana um land allt og meira til.

Og ekki bara það.  Með því að reisa þennan stórkumbalda, sem mikið ósætti er um, mun að öllum líkindum þurfa að loka fjórðungssjúkrahúsum landsins, eða allavega skerða þeirra þjónustu svo að landsmenn utan Reykjavíkur munu vera háðir sjúkraflugi, veðri og vindum, þegar um líf og heilsu er að tefla.

Er fólki virkilega ekkert heilagt?  Það er orðin löngu þekktur brandari nafnið sem Jóhanna gaf stjórn sinni, hin norræna velferðarstjórn.  Afskaplega lítið hefur farið fyrir velferð þegnanna, en meiri velferð fjárfesta og vogunarsjóða.  Sem vel hefur verið passað upp á að skorti ekki neitt.

Það virðast alltaf vera til peningar þegar um gæluverkefni er að ræða. Má þar nefna Landeyjarhöfn þar sem peningum er mokað í daglega eins og sandi, í stað þess að geyma þessa höfn og notast við gömlu aðstöðun uns við getum gert þessu mannvirki betri skil, eða keypt ferju sem hentar. Það er hægt að ábyrgjast Vaðlaheiðargöng, sem allir vita að þeir sem tóku um það ákvörðun voru úr sama kjördæminu. Meðan samgöngur bæði fyrir austan og vestan eru óbærlegar að öllu leyti.

Það var hægt að byggja Hörpu sem kostar þvílíkar fjárhæðir að reka, þó það sé gott að eiga frábært tónlistarhús, þá verða þeir peningar ekki notaðir í heilsu og líf landsmanna.

Það eru afskrifaðar skuldir sparisjóða og banka, auðmenn fá afslátt til að geta byrjað aftur þar sem þeir enduðu síðast, núna má til dæmis lesa að Jóh Ásgeir rekur verslunina Iceland, sem er á pappírum í eigu föður hans. Aðrir standa í málaferlum vegna þess að þeir hafa ekki fengið sömu fyrirgreiðslu, sennilega ekki í klíkunni, eins og eigendur B.M. Vallár.

Nei segi ég, þessi ríkisstjórn er ekkert meiri velferðarstjórn og jöfnunar en þær sem á undan henni hafa setið.

Það er með ólíkindum að sjá að loforð ráðamanna fyrir kosningar verða að engu þegar þeir komast að völdum. Þá er afsakað og sagt að það þurfi að semja um hlutina.

En eru þá enginn prinsipp svo nauðsynleg að það megi EKKI SEMJA UM ÞAU?

Er líf og heilsa landsmanna ekki meira virði en fjármagn og völd einstakra?

Það blessað fólk sem nú er í fréttum vegna andláts, var komið vel á aldur, og höfðu vonandi átt gott líf.Blessuð sé minning þeirra.  En hver verður næstur? Það gæti verið barn eða ungt fólk í blóma lífsins. Það gæti verið þú lesandi góður. Sum er einfaldlega það verðmætt að það verður ekki kostað til með peningum, völdum eða áhrifum. Sumt er einfaldlega það heilagt hverjum manni að ekki verður gengið lengra í niðurskurði og fjársvelti.

Það fer að styttast í kosningar.  Við verðum að velja vel þegar við höfum það í hendi okkar.  Þá er gott að líta til þess hvernig ráðamenn hafa haldið á málum, hvað þeir hafa sagt og gert.  Líka þarf að hafa í huga það sem andstæðingarnir segja, og hvernig þeir hafa höndlað sín loforð.

Sem betur fer er það svo í dag að fólk á annað val þá, sem fara fram fyrir svokallaðan fjórflokk.  Það er nokkuð ljóst að þar er lítil endurnýjun þeirra sem leiða munu listana, þar eru sömu framapotararnir og flokkariddararnir og áður með sömu áherslurnar og áróðurin.

Það eru að koma fram nýjir flokkar með nýju fólki, þeir eru nokkrir, þeir hafa ekki ennþá fengið að leggja sín mál í dóm samfélagsins, fyrir því eru ýmsar ástæður.

Sum framboð eru einfaldlega ekki tilbúin með sinn málefnapakka, aðrir komast ekki að í fjölmiðlum til að kynna sig.  En þegar líður nær kosningum verður ljóst að það fólk sem leggur sitt í ný framboð munu koma sínum hugðarefnum á framfæri.  Ef blöðin og aðrir fjölmiðlar hafa ekki pláss eða tíma munu þau örugglega kynna sig sjálf á bloggi og spjalli.  Þar eigum við tækifæri til endurnýjunar og að gefa öðrum tækifæri til að snúa vörn í sókn.  Venjulegt fólk sem hefur sjálft tekið þátt í daglegum amstri þjóðfélagsins, en ekki setið ár eða jafnvel áratugi í skjóli fílabeinsturns sem verður sífellt hljóðþéttari og hærri með hverju árinu sem líður.  Og svo er komið að sumir þessara lukkuriddara telja að þeir VERÐI AÐ HALDA ÁFRAM, ÞVÍ ÞEIR SÉU ÓMISSANDI.

Það er einfaldlega hingað og ekki lengra sem við komumst með gömlu flokkana og gamla hugsunarháttinn.  Þegar fólk ef farið að deyja af völdum vanrækslu á æðstu stofnunum heilbrigðiskerfisins, er kominn tími til að segja hingað og ekki lengra, og þá má segja að blessað fólkið hafi ekki dáið til enskis. 


mbl.is Álagið á LSH allt of mikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Des. 2012
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 2024182

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband