Andrea í framboð.

Það eru að koma fram þær persónur sem fara í framboð fyrir Dögun, og hópurinn stækkar.  Ég er afar ánægð með þau sem hafa gefið kost á sér nú undanfarið.

Gísla Tryggvason, Lýð Árnason, Margréti Tryggva sem ég hef átt kost á að eiga góð samskipti við, Ragnar Þór og nú Andreu Jóhönnu Ólafsdóttur og Þórð Björn Sigurðson.  Þetta er sómafólk allt saman og vandaðar manneskur.  Og það eru fleiri nöfn að koma fram á næstunni.

Andrea vakti mikla athygli sem forsetaframbjóðandi fyrir skeleggan málflutning og að tala máli almennings. Það er því mikið gleðiefni að hún skuli ætla sér að fara alla leið og gera sitt til að rödd hennar fái að heyrast á alþingi.

Í dag eru ný tækifæri og ný Dögun í upprisu fyrir almenning með þeim hræringum og nýju fólki sem vill fram.  Nýjir flokkar sem koma fram, með nýju fólki.

Oft var þörf en nú er nauðsyn að skipta út gamla liðinu á Alþingi og fá inn ferskar hugmyndir og aðrar lausnir,  Ný viðhorf og aðra sýn á hlutina.  Ný kynslóð án afskipta gömlu brýnanna sem telja sig alltaf vita best og stýra yngra fólkinu gömlu leiðirnar, en þannir eg það að mínu mati oftar en ekki í gömlu flokkunum.

Leyfum ferskum vindum að blása um Alþingi, og treystum nýju fólki til að berjast fyrir fólkið í landinu, en ekki treysta endalaust þeim sem sýnilega hafa alltaf haft hag sjálfra sín og flokksins að leiðarljósi.

Það breytist ekkert fyrr en við sjálf þorum og viljum breyta, og virkilega sýnum það í verki.

Andrea´

Áfram íslenska framtíð. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Alt vill nú Lifa.......Ekki hrópa ég húrra yfir Fólkinu sem hefur valist fyrir Dögun.þetta er einn afætuflokkurinn sem ekkert gagn er í.Með skemdavargin þór Saari innanborðs..

Vilhjálmur Stefánsson, 12.12.2012 kl. 13:27

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Það getur alla vega ekki versnað og það fólk sem nú situr á ekkert inni hjá mér og vonadi verður hreinsað ærlega út í næstu kosningum.

Sigurður I B Guðmundsson, 12.12.2012 kl. 15:43

3 identicon

Jamm.  Ég hef svo sem ekki kosið í alþingiskosningum sl. 4 kjörtímabil en er jafnvel að spá í að gera breytingu þar á í næstu kosningum.  Og það er fínt fólk þarna innan um í Dögun.  Ég hefði t.d. ekkert á móti því að fá Þórð eða Andreu inn á þing. Stuðningur Hreyfingarfólksins við velferðarstjórnina kemur hins vegar alveg í veg fyrir að ég geti kosið þetta framboð.

Seiken (IP-tala skráð) 12.12.2012 kl. 16:48

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Stuðningur Hreyfingarfólks við "Ríkisstjórn Fólksins" og ESB stuðningur Gísla Tryggvasonar, gerir það að verkum að Dögun kemur ekki til greina hjá mér í næstu alþingiskosningum....................

Jóhann Elíasson, 12.12.2012 kl. 17:07

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Stuðningur og ekki stuðningur.  Er það ekki skylda þingmanna að styðja góð mál, hvaðan sem þau koma?  Er það ekki einmitt skortur á slíku sem er að fara með lýðræðið, foringjadýrkunin og að fylgja sínum flokki í blindni?

Hvað eruð þið að biðja um?

Einhversstaðar las ég þessi orð: vertu varkár um það sem þú biður um.  Það gæti ræst.

Ef við virkilega viljum breyta þessu þjóðfélagi, þá verðum við að láta af þessari rörsýn og túlka allt sem stuðning við þetta og hitt. 

Við verðum að þora að takast á við hlutina á annan hátt, og þora að treysta fólki sem flytur okkar nýja sýn á málefnin.

Þið vitið alveg að ég er sammála ykkur sem hér hafa svarað í grundvallaratriðum.  En ef til vill er munurinn sá að ég tel sama hvaðan gott kemur, og vil virkilega styðja það fólk sem af einlægni vill breyta.

Lífið er ekki svart eða hvítt, það er blendingur af því öllu saman.  Okkar ólán er sennilega að við erum svo auðtrúa á að allt sé annað hvort svart eða hvítt.  Þess vegna er svo auðvelt fyrir búrókratana að stjórna okkur eins og brúðum.  Kasta okkur til og frá, þangað til við vitum ekki lengur hverju á að trúa og förum inn í kjörklefan og kjósum kvalarana aftur og aftur og aftur og aftur. 

Sorglegt bara. 

Reyndar get ég tekið undir að ESB stuðningur Gísla er ekki ásættanlegur að mínu mati, en ég er viss um að hann mun hlýða því sem almenningur vill. Að mínu mati er það honum ekki til framdráttar, en það er mín skoðun.  FLestir sem ég þekki innan Dögunar eru ESB andstæðíngar, annars væri ég ekki þar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.12.2012 kl. 19:02

6 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Stór hópur fólks mun alltaf kjósa flokkinn sinn sama hvað á gengur - þetta eru hinir bókstafstrúuðu og þeir sjá ekkert annað frekar en aðrir bókstafstrúaðir. Síðan er töluverður hópur fólks sem beitir sjálfsæðri hugsun til að komast að niðurstöðu. Þetta fólk er hreifanlega fylgið.

Algengt er að hreifanlega fólkið kjósi taktískt - það styður þennan til að hinn komist ekki að, eða vegna þess að sá sem það virkilega vildi kjósa er smáflokkur eða nýtt framboð sem óvíst er fyrirfram að komist yfir hinn illræmda 5% múr - og viðkomandi vill ekki að atkvæði sittt falli dautt og komi þannig jafnvel einhverjum til góða sem hann hefur óbeit á. En svo eru alltaf nokkrir sem láta þetta sem vind um eyru þjóta og kjósa með hjartanu - vitandi að það er það eina rétta.

Fyrir næstu kosningar þurfa þeir sem ekki tilheyra bókstafstrúaða liðinu að hugsa sig vel um. Ætla þeir að kjósa taktískt enn eina ferðina og þannig styðja beint og óbeint við grautfúinn fjórflokkin ásamt bókstafstrúarliðinu, eða hafa hugrekki að kjósa með hjartanu...

Haraldur Rafn Ingvason, 12.12.2012 kl. 22:16

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Haraldur mættu fleiri hugsa eins og þú.   Þá væri lýðveldinu borgið.  Þannig er það bara takk fyrir þitt innlegg.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.12.2012 kl. 22:51

8 identicon

Taktískt?  Kannski.

Þegar ég reyni að lesa í verksummerkin eftir atburðarsásina fyrir síðustu áramót, t.d. biturð Árna Páls út í Hreyfinguna eftir að hann var látinn fara, þá ímynda ég mér að ferlið hafi verið svona.

Hreyfingin er til í að skipta á stuðningi við ríkisstjórnina gegn því að fá í gegn skuldaleiðréttingu. Stjórnin er ekki til í það en býður þeim að ÁPÁ, sem er holdgervingur árásarinnar á heimili landsmanna, verði rekinn en að þess utan fái Hreyfingin fullan stuðning við stjórnarskrármálið.  Þetta samkomulag sýnist mér að Hreyfingin hafi gleypt.

Mit mat er að stjórnarskrármálið er algjört aukaatriði samanborið við skuldamálin og minn ótti er einfaldlega sá að ef Dögun kemur sínu fólki inn á þing að þá sé aukin hætta á að við sitjum uppi með sömu flokka í stjórn og við erum með núna að viðbættri Dögun og Bjartri Framtíð. Treystið þið ykkur í önnur 4 ár með SJS og ÁPÁ?    

Seiken (IP-tala skráð) 13.12.2012 kl. 00:09

9 Smámynd: Jens Guð

  Ég er 100% sammála bloggfærslunni.

Jens Guð, 13.12.2012 kl. 00:15

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sheiken ég hugsa að þau hafi veitt einhverskonar vernd til að fá fram eitthvað af sínum málum, eins og skuldamál heimilanna og stjórnarskrármálið. En þau hafa ekki stutt stjórnina í málum sem þeim eru ekki hugnanleg.  Þannig á líka að standa að hlutum þegar lítill flokkur kemur tánni inn.  En ég tel mig þekkja flest af því fólki sem þarna er í forystu og veit að það fólk sem ég þekki þar vill virkilega stefna að því að laga stöðu almennings hér á landi.  Ekki jafna saman Dögun og flokknum hans Guðmundar sem er greinilega útibú frá Samfylkingunni.  Það er að bera saman epli og appelsínur.

Takk Jens, við hugsum álíka. Enda þekkjum við dálítið til.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.12.2012 kl. 08:47

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vona bara að framtíðin verði bjartari fyrir fólkið í landinu og að allir hafi ofan í sig og á.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.12.2012 kl. 09:03

12 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Ásthildur mín. Þessi DÖGUN forveri Hreyfingarinnar er ekkert annað en ein af stjórnarflokkunum. Þingmenn hennar
Margrét Tryggva og Þór Saari eru auk þess miklir ESB-sinnar eins og megin þorri þess fólks sem eru þar í forsvari.
Gott og vel. Þú metur þetta þá þannig. Styður eitt af ESB-útibúm Samfylkingarinnar. Ég hef hins vegar tekið allt
annan pól í hæðina, og hvet sem flesta að kynna sér hina frábæru stefnuskrá www.xg.is

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.12.2012 kl. 14:03

13 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Já HÆGRI GRÆNIR eru flokkur fólksins og íslenzkra þjóðarhagsmuna www. xg.is   www.afram-island/magasin.pdf

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.12.2012 kl. 14:05

15 Smámynd: Jack Daniel's

Þekki engin deili á þessu fólki og veit ekki hvað það stendur fyrir.  Dögun er ekki flokkur sem hugnast mér og þaðan af síður fjórflokkurinn og hreyfingin.  Hægri grænir eru öfgaflokkur og meðan hægt var að lesa bloggið sem var hérna, þá varð ég algerlega fráhverfur þeim nasistaflokki.

Björt framtíð lofar góðu sem og píratapartíið og það verður allt saman skoðað þegar kosningar nálgast.

Jack Daniel's, 13.12.2012 kl. 16:39

16 identicon

Útaf hverju er alltaf verið að láta eins og nýjir þingmenn séu það sem þjóðin þarf ??

Í síðustu kosningum komu 27 ´nýjir þingmenn inn þar áður voru það hátt í 20 stk og hvað

er þjóðin betur sett í dag ?

Sjáið t.d. Birgittu valsandi í mótmælagöngum hér og þar í útlöndum á fullu kaupi

sæmundur (IP-tala skráð) 13.12.2012 kl. 17:34

17 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Og hve margir þessarra nýju þingmanna komu til starfa, þægilega uppaldir úr útungunarstöðvum fjórflokksins? Þarna virðist nefnilega hafa sýnt sig svo um munar að það er ekki að vænta neinna breytinga frá þannig fólki. Þess vegna er svo nauðsynlegt að koma öðrum samtökum að í hringleikahúsinu - og hver veit, kannski mundi það fara að vinna til baka eitthvað af hinni löngu töpuðu (en mikið ræddu) virðingu í kjölfarið...?

Haraldur Rafn Ingvason, 13.12.2012 kl. 22:23

18 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Cesil.

Mín skoðun er sú að þeir stjórnlagaráðsmenn sem hafa ákveðið að blanda sér í landsmálapólítik, í kjölfar setu sinnar í þessu ráði sem skipað var af ríkisstjorn eftir að kosningin hafði verið dæmd ógild, muni ekki verða sérstaklega brautargengir í pólítik, þ.e að blanda slíku saman stjórnarskrártillögum annars vegar og flokkapólítik hins vegar.

Allt ber þetta keim af of miklu lýðskrumi allra handa en þessi flokkur Dögun er sambland af fólki sem annað hvort er að fara vestur eða austur, sitt á hvað, því miður.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 14.12.2012 kl. 00:39

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll fyrir innlitið.  En við erum óttalega forpokuð og sjáum ekki þegar eitthvað kemur sem getur breytt hlutunum.  Þess vegna veltumst við sennilega áfram í fjórflokkaklíkunni.  Þar sem foringjarnir hlæja að okkur blásvörtum almúganum að gefa þeim endalausan sjens á að sinna sínum klíkugangi og sinni fjölskyldugóðsemi, og að hygla sínum eigin bankabókum á kostnað almennings.

Og sennilega er þá bara best að hætta að taka þátt í þessum leik, verða bara eitthvert gamalmenni sem bara lifir dagligdags og lætur allt yfir sig ganga. Einfaldlega vegna þess að það er að renna upp fyrir mér að almenningur í þessu landi miðað við svör og afstöðu eru svo föst í hjólförunum, þó sumir þykist vera miklu framsýnni og geti gagnrýnt án þess að benda á neitt annað betra.

Því miður mín kæru, þá er þetta bara ekki nógu gott. 

Þannig er það bara einfaldlega.  Það þýðir ekkert að hafna öllu, en ætla samt að fara fram á breytingar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.12.2012 kl. 02:20

20 Smámynd: Jack Daniel's

Þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur og á það máltæki vel við um íslendinga.

Því miður.

Jack Daniel's, 14.12.2012 kl. 07:57

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það má svo sannarlega segja það Keli minn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.12.2012 kl. 13:09

22 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Mín trú/vissa er að á þingi myndast klíkur rétt eins og í félagsskap og fyrirtækjum. Hef ekki þrek í meira,kann ekki við að skrifa dottandi,en víst erum við sammála með fulveldi þjóðar okkar. Gæti ekki verið líklegt að samsteypustjórn ,á Vg,Samf.gerði gagn. Ég sé ekki að ég kjósi dögun með Hreyfinguna innanborðs. Bíst við að eftir Jan.fari línur að skýrast,við fáum líklega að heyra íframböðunum,Ruv.getur ekki neitað okkur um það. mbkv.

Helga Kristjánsdóttir, 15.12.2012 kl. 01:27

23 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Án, Vg og Samfó!!

Helga Kristjánsdóttir, 15.12.2012 kl. 01:28

24 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Helga mín, við eigum að hugsa okkar gang og fylgjast með því sem framboðin segja.  Og einnig hvernig það fólk hefur hagað sér sem nú sækist eftir endurkjöri. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.12.2012 kl. 12:31

25 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Algerlega sammála þessari færslu.

Sjálf vil ég að samningar við ESB liggi á borðinu, helst í gær, en það er einnig borðliggjandi að almenningur ráði för eftir að vera upplýstur!

Ég er afar ánægð með nýja fólkið í Dögun og óflokksbundin svo líkurnar á því að ég Xdogun aukast dag frá degi.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 15.12.2012 kl. 15:13

26 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott að heyra Anna mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.12.2012 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 94
  • Frá upphafi: 2021020

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 68
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband