28.10.2013 | 20:33
Gerendur eineltis, og þeir sem fylgja á eftir.
Svo sannarlega þörf umræða og tímabær. Ég set hins vegar spurningamerki við það að slíkrar hegðunar verði vart strax í leikskóla. Það tel ég að fólk verði virkilega að gera greinarmun á börnum sem eru hvatvís og jafnvel ganga svo langt að bíta og slá önnur börn og svo öðrum börnum.
Ég tel einfaldlega að það sé ekki hægt að ráða úr hegðun leikskólabarna hvort þar leynist framtíðar eineltis seggur eða ekki.
Ég þekki nokkur börn sem hafa verið aggressíf sem smábörn, sem eiga til að bíta og slá önnur börn, en hafa á síðari stigum ekki á nokkurn hátt sýnt af sér einkenni ofbeldis á borð við einelti til annara. Þvert á móti hafa þessi börn sýnt af sér góða hegðun gagnvart öðrum þegar þau hafa þroska til. Það eru ýmis ráð notuð í leikskólum á þau börn sem sýna af sér svona hegðun, m.a. með að bera á varir þeirra smyrsl sem þau finna fyrir, en aldrei nema í samráði við foreldra.
Einelti er hræðileg athöfn, en vei ef það á að fara að sortera smábörn strax í leikskóla hvort þau séu framtíðar eineltisbörn eða ekki. Og þá auðvitað að láta það í hendur misviturra leikskólastjóra vítt um landið.
Það er hægt að rannsaka allan andskotann og komast að einhverjum niðurstöðum, en hvort það hjálpar við vandamálið er svo allt annað mál.
Ég kenndi í nokkur á leiklist við einn lítinn skóla í Hnífsdal, þar var hægt að sjá vel hvernig einelti byrjar, með afar einföldum hætti. Og í svona leiklistartímum er hægt að vinna í málinu á einkar skilvirkan hátt, t.d. með því að koma í leik þar sem allir prófa að vera fórnarlömb og gerendur. Og það skilar sér ótrúlega vel með því að þó þetta sé leikur, þá skilja krakkarnir um hvað það snýst.
Það væri því frekar að hafa leiklistarkennslu í grunnskólum strax frá 6 ára aldri. Og þannig vinna málin strax í upphafi.
Ég hef séð afleiðingar eineltis á fólk sem ég þekki og er mér kært. Fyrir sumum sem eru viðkvæmir og með brotna sjálfsmynd fyrir, er það þannig að þau bíða þess aldrei bætur allt sitt líf. En svo er líka það að ég hef rætt við fólk sem hefur staðið að einelti og það hefur líka sett mark sitt á það fólk, skömmin sem fylgir þegar þau átta sig á því hvað þau hafa gert er stór og þau líða ekkert síður fyrir sinn þátt í slíku, og það sem verra er, þau geta ekki snúið tímanum við og gert gott úr öllu, eftir á.
En í guðsbænum ekki fara að skima eftir tilvonandi skemmdarvörgum í leikskóla, nóg er nú samt, og það er auðvelt að eyðileggja litlar sálir fyrirfram með slíku, og gæti haft afleiðingar sem við sjáum ekki fyrir endann á.
Fólk sem leggur aðra í einelti má skipa í tvo flokka. Annars vegar fólk sem geta haft áhrif á aðra, og líður illa í sálarlífinu, og svo hina sem vilja þóknast og elta slíka einstaklinga og taka þátt án ástæðu.
Búllíarnir eru gjarnan fólk, bæði fullorðnir og börn sem í fyrsta lagi hafa sjálf brotna sjálfsmynd og eru uppfullir af afbrýðisemi og illgirni til annara af einhverjum ástæðum. Til dæmis vegna þess að þeim líður sjálfum illa og vilja þess vegna "ná sér niðri" á þeim sem þeir vita að þeir ráða við. Þeir þurfa því að koma upp hóp í kring um sig, til að hafa áhrif. Þeir sem fylgja með en eiga ekki í þeim krísum sem foringjarnir hafa, er ef til vill hópurinn sem hægt er að ná til, með það í huga að sýna fram á að svona framkoma gengur ekki.
Foringjarnir þurfa hjálp, en hinir fræðslu. Svo einfalt er þetta bara.
Og sorglegasta er þegar það verður ljóst að kennarar og jafnvel skólastjórnendur taka fullan þátt í eineltinu. Slíka sjórnendur og kennara þarf að fjarlægja strax með góðu eða illu.
![]() |
Gerendur eineltis þurfa líka hjálp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.10.2013 | 20:06
Hræsni af fyrstu gráðu°
Það sem mér finnst athyglisverðast í öllu þessu njósnamáli er einmitt, að þegar Snowden þurfti á því að halda að fá hæli þá vildi enginn taka við honum, ekki nema... af öllum gamla Sovét, Pútin. En svo eru þetta fólk úttútið af vandlætingu, og er að nota þær upplýsingar sem hann gaf til að verða brjálað út í BNA.
Ekki vildi þetta vestræna pakk heldur taka við Assagne, nú eða leggja nokkuð af mörkum til að styðja við málstað Mannings.
Hvað vill þetta fólk svo upp á dekk í vandlætingu, þegar það notar sér upplýsingar þessara manna?
Er þetta ekki hámark hræsninnar?
Vei þessu liði, sem vill gleypa allt en ekki leggja neitt af mörkum til að styðja við það fólk sem fórnar öllu til að upplýsa heimin um myrkraverk Bandarískra stjórnvalda, sem eru á hraðferð í að verða nútíma Sovét.
![]() |
Merkel er alltaf í símanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
26.10.2013 | 22:07
Sitt lítið af hverju undir svefninn.
Þessi frábæra mynd er tekin frá systur minni, þetta eru barnabörnin hennar, algjörar dúllur.
Svo flott þessar elskur.
Annars tókum við systur slátur í haust, það var virkilega gaman.
Við komum okkur vel við bændur á svæðinu og fengum vélundu, sem okkur systrum finnst mesta hnossgæti.
Síðan var það blóðmör og lyfrapylsa.
Svo var að sauma keppina, ég svældi út alvöru vambir, ekki amalegt það.
Blóðugar upp fyrir axlir.. eða þannig.
Vambirnar voru nýttar til hins ítrasta, systir mín sagði að þetta væri örugglega minnsti keppur í heimi.
Ég fæ svo stundum litla gaura í heimsókn, og svei mér þá, það er eins og þeir hafi fæðst með ipad milli fingranna.
Kúlan mín, hún er að koma í þriðju bókina sem skrifuð er um hús á Íslandi og á Ísafirði.
Fyrir utan vínber, þá fæ ég bæði perur og ferskjur, tómata, kirsuber og jarðarber.
Þetta hér er mitt gálgahraun, hér var fullt af trjám í sumar.
Það er heldur ekkert verið að fara pent í hlutina, hér frekar en þar, enda sömu verktakar.
Sorglegt hvað gróður er oft lítils metin, þegar peningar eru í spilinu.
Það sker í eyrun að heyra í þessum ofurtækjum skröltandi innan um gróðurinn.
En svona er lífið. Ég ætla ekki að láta beygja mig, og ekki að missa heilsuna vegna þessa.
Svo var vetrarfrí, og þá fékk ég fleiri barnabörn í heimsókn. það er alltaf gaman þegar þau koma.
Og það er auðvitað afi sem er að fíflast í þeim.
Og vetur konungur er að koma í öllu sínu veldi, hann kom í dag.
Eins og sjá má.
En þessa dagana eru Vetrarnætur haldnar hátíðlegar hér á Ísafirði, með allskonar skemmtilegum uppákomum. Hér er Lúðrasveit Tónlistaskólans að halda tónleika í Neista, sem er okkar kringla.
Virkilega gaman, Matis stjórnandinn og útsetjarinn er frá Eistlandi, en hann og hans fjölskylda er eiginlega orðin Ísfirðingar, og hann og fleiri hafa aukið tónlistarlífið hér mikið. Mikil búbót við tónlistina hér að fá hingað kennara frá öðrum löndum, til að auka fjölbreytnina, því með nýju fólki koma nýjir siðir og ný viðhorf.
Og það komu margir til að hlusta og njóta.
Mamma þessarar litlu dömu er að spila með hljómsveitinni, svo hún lét fara vel um sig á gólfinu.
Og Sófus hélt sig við eina austurlenska
Lúðrasveit Tónlistarskólans deilist í þrjá aldursflokka, það eru þeir "gömlu", sem sumir eru ekkert gamlir, svo mið sveitin sem eru unglingar lengra komnir og svo þessi litlu. En allt er þetta í harmoný og ótrúlega dugleg þessir krakkar.
Sum standa varla út úr hnefa.
Reyndar er þetta góður tími til að gera sér daga mun, erill sumarsins á enda og bara eftir að njóta þess sem menningin hefur upp á að bjóða, og þar ef af nógu að taka hér á Ísafirði.
Og þessir tveir heiðursmenn ætla að gista hjá ömmu í kúlu, Emil er að gista í fyrsta sinn utan heimilis hjá mömmu og ömmu, svo er að sjá hvort hann fer alla leið.
En við erum að borða folaldasnitsel, með kartöflu mús, og sá litli át heilmikið.
En þetta er nú bara svona smá lítið af öllu.
Vona að þið hafið gaman af. Og þá er bara eftir að segja góða nótt.
Bloggar | Breytt 27.10.2013 kl. 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.10.2013 | 12:17
Blessað litla barnið af sama "sauðarhúsi" og tökuforeldrarnir.
Jæja er ekki aðeins ágætt að fara að slaka aðeins á fordómunum og æsingnum. Ef þetta er ekki stormur í vatnsglasi þá veit ég ekki hvað. En hefur svo sannarlega afhjúpað bæði fordóma og múgæsingu.
Og hvað svo, það tekur yfirvöld ekki langan tíma að láta fara fram DNA próf, það sýndi sig þegar María var tekin af núverandi fjöldskyldu sinni.
Og hvað svo, hvað ætla menn að gera í málinu, fyrst hún er nú ein af þessum óhreinu, má þá ekki bara skila henni aftur heim? eða þarf ef til vill einhver Hvít fjölskylda að fá hana
Ég hef bara eitt um þetta að segja: SKAMMIST ÞIÐ YKKAR.
![]() |
Segjast hafa selt Mariu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
22.10.2013 | 21:39
Er að hugsa um að bjóða ykkur í brúðkaupsferð til Kaupmannahafnar, það yljar í svona leiðinda veðri.
Veðrið í dag er hryssingslegt, ekkert mjög kalt en það er slydduskratti að stríða okkur hér. Þá er bara notalegt að sitja inni og orna sér við minningar. Eitt af því góða sem gerist líka er að þá heyri ég ekki í stórtæku vinnuvélunum sem eru að eyðileggja mitt Gálgahraun, Íslenskir aðalverktakar þar að verki líka.
En systursonur minn kvæntist í sumar yndislegri stúlku, og við systur ákváðum að fara allar saman til Danmerkur til að vera viðstaddar brúðkaupið.
Við gistum á hóteli á flugvellinum, fengum þar heljarstóra íbúð fyrir okkur þrjár.
Elskuleg systir mín í blómahafi. Þau hjón gáfu sér tíma til að sækja okkur á flugvöllinn og bjóða okkur í mat, þrátt fyrir annasemi við undirbúning brúðkaup sonarins.
Við sátum þar í góðu yfirlæti eftir komuna til Köben, þau búa reyndar í Köge. Það var sólríkt og yndislegt veður.
Og við systur nutum okkar vel allar fjórar.
Ragnar mágur snerist kring um okkur eins og við værum prinsessur.
Já sannarlega kósý að hittast svona.
Brúðguminn tilvonandi mættur til að hitta móðursystur sínar. Hann er háttsettur í danska hernum, en tilvonandi eiginkona er þó enn háttsettari, þau hafa bæði þjónað í Afganistan og Írak og hlotið ótal viðurkenningar fyrir vaska framgöngu.
Og brúðurin tilvonandi Kira elskuleg og gullfalleg stúlka.
Allri fjölskyldunni finnst gaman að syngja, og það er alltaf stutt í gítarin hjá Ragnari mág. Synirnir eru svo allir afar liðtækir á gítarinn líka. Við sungum nokkur skemmtileg lög þarna í sólinni, gekk vel með bjórnum.
Þau eru góð heim að sækja Sigga og Ragnar, höfðingjar og Sigga systir góður kokkur.
Yndisleg stund með fjölskyldunni.
Brúðhjónin verðandi að yfirfara lögin sem syngja á í kirkjunni á morgun.
En við systur áttum góða daga í Kaupmannahöfn og það var auðvitað gengir strikið, þessi búð er frábær allt sérhannað þarna og tiltölulega ódýrt.
Fórum niður á torg og systir mín keypti sér flotta tösku af perúmanni, en þeir voru að skemmta þarna á torginu.
En jafnvel dýrðarlandið Danmörk á sínar skuggahliðar.
Að lifa eins og blóm í eggi.
Kínamatur er góður og oftast ódýr.
Svo rann brúðkaupsdagurinn upp, og það þurfti að klæða sig uppá. Systir mín var ákveðin í að vera í íslenskum búningi þrátt fyrir hitann. Og það er ekkert smámál að klæða sig upp í slíkan búning, sér í í lagi þegar herbergið er smá skonsa upp á þriðju hæð, fyrir okkur allar þrjár, við vorum vissar um að minibarinn og klæðaskápurinn hefðu verið fjarlægð til að koma þriðja rúminu fyrir. En þarna var bað og lyfta, og hótelið steinsnar frá Hofbanegården.
gamli og nýji tíminn, renna saman í eitt hehehe..
Yngsta sys svo fín og flott og tilbúin í brúðkaup.
Við erum að bíða eftir Gísla frænda til að koma okkur í kirkjuna.
Þessi ágæti maður varð á vegi okkar, mér skilst að hann sé furðufugl sem fari á ákveðnum tímum í bíltúr á þessu skrýtna farartæki.
Komin til kirkjunnar, brúðgumin með allar sínar orður.
Það var spenningur í loftinu. brúðhjónin ungu höfðu misst nokkra félaga sína í stríðinu í Írak og Afganistan, útför þeirra hafði verið gerð héðan. Svo tilfinningarnar voru líka háttstemdar.
Brúðgumanum heilsað af alúð.
Yngsti sonur Siggu með pabba sínum, Ingólfur.
Myndarlegir feðgar.
Svaramenn Hjalta, báðir úr sömu herdeild.
Flott hjón á hamingjustund.
Systur mínar og frændkyn.
Faðir leiðir brúðina inn kirkjugólfið.
Svo falleg þessi yndislega stúlka.
Presturinn óskar þeim til hamingju eftir giftinguna.
Vek athygli á því að hún á fleiri heiðursmerki en hann, en það er ekki tilhlýðilegt að brúðir beri heiðursmerki ... eða þannig.
Fyrir utan kirkjuna stóðu hermenn, félagar þeirra heiðursvörð. Og þegar brúðurin gekk fram hjá síðustu dátunum skelltu þeir sverðunum í botnin á henni og allir hlógu, en þetta er víst einn af siðunum hér.
Já svo sannarlega glæsileg æska.
Gulla frænka heilsar brúðinni, þessi fallegi brúðarvöndur var svo lagður á minnismerki um fallna félaga Kíru og Hjalta.
Og allir þurftu að kyssa brúðina.
Líka dátarnir, félagar þeirra hjóna.
Eftir vígsluna var boðið upp á kampavín, og auðvitað voru báðir fánar í forgrunni.
Og svo var safnast saman til að ræða málin.
Systur, systkinabörn og bræðrabörn.
Ég, Sigga systir, Gulla frænka, Inga Bára og Dóra.
Búin að leggja brúðarvöndin á minnismerki látinna félaga.
Eftir athöfnina var gengið niður að síkjum borgarinnar, því fyrir lá sigling um Kaupmannahöfn.
Á leiðinni mátti sjá margt skemmtilegt.
Komin um borð, Dóra systir, Gulla frænka og Nonni bróðursonur okkar, komin alla leið frá Sviss til að vera viðstaddur giftinguna.
Harpa þeirra dana, svipuð burðarás um öxl eins og okkar.
Margt að sjá á svona siglingu.
Brúðurin yndislega.
Og elskulegur frændi minn, sem er gull af manni.
Sandlistaverk mjög flott.
Þetta held ég að sé í Nýhöfn.
FLottar skútur.
Fleiri skúlptúrar.
Kapteinn Cook, sumt fólk býr bara í svona bátum.
Eftir siglinguna var smá pása, þangað til matur var serveraður, við gengum þangað í góða veðrinu.
Þeir voru glæsilegir vinir þeirra í búningunum sínum.
Komnar á veislustaðin og búnar að fá okkur smá bjór, meðan beðið er eftir veislunni.
Fallegu systurnar mínar
Og Nonni frændi.
Glæsileg mæðgin.
Og allir skemmtu sér vel.
Ein af systrum Ragnars mágs.
Flott hjón.
Bræður Hjalta, þeir Gísli og Ingólfur og unnusta Ingólfs.
Á leið í veislusalinn og hér eru fánarnir, reyndar vorum við að brosa að því að sá íslenski var a.m.k. helmingi stærri en dá danski. En dönunum virtist alveg sama.
Háborðið fagurlega skreytt.
Við Íslendingarnir vorum sett saman, hér er bróðir Ragnars og konan han, systir Ragnars, Inga Bára og ég. Það var svo sagt að þetta borð hafi verið það fjörugasta í veislunni. hehehe
Elsku Gulla frænka og Magga systir Ragnars.
Ingó og unnustan. Þau ætla að gifta sig á næsta ári í Noregi.
Háborðið fullmannað, Sigga systir, pabbi Kíru, Kíra, Hjalti, mamma Kíru, en hún vinnur hjá DR og er víst vinsæll þáttastjórnandi, og svo Ragnar mágur.
Yfirkokkurinn.
Hér í Danmörku er siður sem ég upplifði líka í Belgrad í Serbíu, fólkið fór að stappa og þá átti brúðhjónin að standa upp á stól og kyssast. Svo var klappað og þá áttu þau að fara niður á gólfið og kyssast, eða öfugt. Þetta vakti mikla kátínu.
Þegar brúðurinn brá sér frá, komu dömurnar og kysstu brúðguman, og þegar hann brá sér frá komu piltarnir og kysstu brúðina.
Myndarleg systkin.
Svo sannarlega ylja minningarnar þegar kári blæs, hvæs og mæs, og slyddan hamast á gluggunum.
Dóra systir í sínum fallega þjóðbúningi sem hún saumaði sjálf af miklum myndarskap með brúðhjónunum.
Svo var hægt að fara út og hygge sig í góða veðrinu.
Já við kunnum vel að meta góða skemmtun.
Það voru ýmis skemmtiatriði, hér syngur litla systir brúðarinnar lag fyrir þau.
Það er draumur að dansa við dáta, eða syngja með þeim, þó þau séu ekki klædd í múnderingu með sín heiðursmerki.
Sigga hélt frábæra ræðu, sem og margir aðrir, það kom m.a. fram hjá dönunum að þau litu ekki á íslendinga sem innflytjendur heldur gesti, því þeir færu alltaf heim aftur. Það er eitthvað við Ísland sögðu þau sem draga íslendinga alltaf heim aftur.
Svo var það brúðardansinn.
Og enn eitt ritualið að rífa af brúðgumanum skóna og klippa göt á sokkana hans.
Svo dansaði pabbi við brúðina og mamma við brúðguman.
Svo var sýndur dans.
Þá var loks farið að huga að kökunni og meiri bjór og rauðvíni.
Brúðurin sjálf hafði bakað brúðarterturnar með vinkonum sínum, þær voru algjört sælgæti.
Og svo var bara alveg rosalega gaman.
Og við frændkynin þurftum mikið ræða málin, þar sem flest okkar höfðum ekki sést lengi.
Og þá voru menn komnir á söngstigið.
Og lítið eftir annað en að kveðja.
Og taka bless myndir.
En það er svo gott að eiga svona nána fjölskyldu þó lönd og haf skilji að. Það eru bara enginn landamæri þegar kærleikurinn er annarsvegar.
Og jú auðvitað einn "Ríðum, ríðum" í lokin, sennilega verð ég myrt fyrir þessa mynd, en hún er bara óborganleg.
Já við kunnum að syngja við íslendingar.
Heim á hótel.
Fengum okkur morgunmat daginn eftir og síðan ætlaði Gísli frændi okkar að sækja okkur, því við ætluðum með Siggu og fjölskyldu á ströndina í Köge.
Ragnar var búin að finna þessa líka fínu hatta á okkur til að verjast sólinni á ströndinni.
Já það er fínt á ströndinni í Köge.
Og auðvitað kælibox með bjór, lífsnauðsynlegt í þessum hitan.
Einu sinni íslendingur alltaf íslendingur.. eða þannig
Og svo var bara að njóta þess í botn að eyða tímanum, því brátt lá fyrir heimferð.
Síðasta kvöldið á hótelinu, því daginn eftir var heimferð, en þar sem við bjuggum svo nálægt járnbrautarstöðinni, gátum við einfaldlega rölt þangað til að taka lestina út á flugvöll.
Já og það er afskaplega róandi að ráða krossgátur.
Flugvöllurinn og svo heim.
Vona að þið hafið notið ferðarinnar, því það gerði ég.
Segi svo bara góða nótt
Bloggar | Breytt 23.10.2013 kl. 00:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
21.10.2013 | 14:05
Náttúruminjar eru sameign íslensku þjóðarinnar.
Það vatnar fljótt undan þessari ríkisstjórn. Ég ætlaði að gefa þeim sjens úr því sem komið var, rétt eins og síðustu ríkisstjórn. Þessi er því miður alveg í sama farinu og sú sem hrökklaðist frá í síðustu kosningum, sama ráðaleysið, sami óviljin til að taka á rétti almennings. Og rétt eins og ríkisstjórn Jóhönnu eru skipaðar nefndir til að gera þetta og hitt, sem setur málin á dreyf og gefur ráðamönnum tíma í ráðaleysi sínu.
Það vakti athygli mína þegar innanríkisráðherra sagði að það væri ekki hægt að stöðva útburð fólks af heimilum sínum, því það stangaðist á við stjórnarskrána, hvar hún fann það út veit ég ekki. En hún ætti ef til vill að leita lengra því þar er kveðið á um rétt manna til að mótmæla aðgerðum yfirvalda.
Þar stendur til dæmis:
Vernd mannréttinda.
Stjórnvöldum ber ætíð að vernda almenning gegn mannréttindabrotum, hvort heldur sem brotin eru af völdum handhafa ríkisvalds eða annarra.
Mannréttindi tryggð með stjórnarskrá þessari má því aðeins skerða að það sé gert með lagaheimild í þágu almannahagsmuna eða til verndar réttindum annarra svo sem samræmist lýðræðishefðum. Gæta skal meðalhófs og þess að ekki sé með takmörkuninni vegið að kjarna þeirra réttinda sem um ræðir. Réttindi skv. 7. gr., 1. málsl. 8. gr., 27. gr., 2. og 3. mgr. 28. gr., 29. gr. og 30. gr. má þó aldrei skerða á grundvelli þessa ákvæðis.
Og svo hér:
Fundafrelsi.
Öllum skal tryggður réttur til að safnast saman án sérstaks leyfis, svo sem til fundarhalda og mótmæla.
Náttúra Íslands og umhverfi.
Náttúra Íslands er undirstaða lífs í landinu. Öllum ber að virða hana og vernda. Í því felst að fjölbreytni lands og lífríkis sé viðhaldið og náttúruminjar, óbyggð víðerni, gróður og jarðvegur njóti verndar. Fyrri spjöll skulu bætt eftir föngum.
Öllum skal með lögum tryggður réttur á heilnæmu umhverfi, fersku vatni, ómenguðu andrúmslofti og óspilltri náttúru.
Nýtingu náttúrugæða skal haga þannig að þau skerðist sem minnst til langframa og gildi náttúrunnar og hagsmunir komandi kynslóða séu virt.
Með lögum skal tryggja rétt almennings til að fara um landið í lögmætum tilgangi með virðingu fyrir náttúru og umhverfi.
Að lokum.
Náttúruauðlindir.
Auðlindir í náttúru Íslands sem ekki eru háðar einkaeignarrétti eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið þær eða réttindi tengd þeim til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja.
Til þjóðareignar skv. 1. mgr. teljast nytjastofnar og aðrar auðlindir hafs og hafsbotns innan íslenskrar lögsögu utan netlaga, vatn og önnur þau náttúrugæði sem ekki eru háð einkaeignarrétti, svo sem vatnsafl, jarðhiti og jarðefni í þjóðlendum. Í eignarlöndum takmarkast réttur eigenda til auðlinda undir yfirborði jarðar við venjulega hagnýtingu fasteignar.
Við nýtingu auðlindanna skal hafa sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi.
Stjórnvöld bera, ásamt þeim sem nýta auðlindirnar, ábyrgð á vernd þeirra. Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda, sem og annarra takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignar eða óafturkallanlegs forræðis.
Upplýsingar um umhverfi og málsaðild.
Stjórnvöldum ber að upplýsa almenning um ástand umhverfis og náttúru og áhrif framkvæmda þar á. Stjórnvöld og aðrir skulu upplýsa um aðsteðjandi náttúruvá, svo sem umhverfismengun.
Með lögum skal tryggja almenningi aðgang að undirbúningi ákvarðana sem hafa umtalsverð áhrif á umhverfi og náttúru, svo og heimild til að leita til hlutlausra úrskurðaraðila.
Við töku ákvarðana um náttúru Íslands og umhverfi skulu stjórnvöld byggja á meginreglum umhverfisréttar.
Að segja að almenningur hafi ekki lögvarða hagsmuni að gæta er bara rugl. Fólki sem þykir vænt um landið sitt og vill vernda það er í fullum rétti samkvæmt stjórnarskrá til að verja náttúruminjar, gegn auðvaldi og peningahyggju, því það er allt sem þetta snýst um og ekkert annað.
![]() |
Ómar: Ég bara sat áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
20.10.2013 | 01:20
Svart eða hvítt, skiptir það máli?
Ég er svona að velta fyrir mér ef löggumenn hefðu fundið svart, eða brúnt barn hjá hvítri fjölskyldu, hvort barnið hefði verið tekið af þeim og sett í gæslu eftirlitsaðila.
Bara sona að spá, vegna þess að aðstæður eru nákvæmlega öðruvísi. Ókey fólki finnst rómarfólk þjófótt og til alls víst, og það á alveg örugglega við um marga. En ef þetta mál er ekki dæmi um fordóma þá veit ég ekki hvað.
Hvítar konur hafa borið börnin sín út, myrt þau eða sett í öskutunnur, tiltölulega nýtt dæmi hér á landi, svo af hverju er erfitt að sætta sig við að móðir sem ekki taldi sig geta séð um barnið sitt hafi gefið það til fólks sem hún taldi að allavega myndi þykja vænt um barnið.
Allavega er það ágætt að þau hafi þrátt fyrir allt getað ráðið sér lögfræðing til að sinna sínum málum, og svo kemur bara í ljós hvort þau segja satt eða ekki.
En bara spáið í það, hvort hér er einhver sanngirni á ferðinni eða pjúra rasismi?
Ég veit það ekki, en ef barnið hefur notið ástúðar og góðrar umönnunar frá þessu fólki, þá er það einhvernvegin það besta sem til er. Allavega betra en að vera kastað í öskutunnu, sturtað niður í klósettið, eða hreinlega borið út til veislu villidýra.
Svo kemur sannleikurinn vonandi í ljós, svart á hvítu, eða eins og ágætir tónlistamenn sögðu eboni and ivory... eða þannig.
![]() |
Það var ekkert mannrán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
18.10.2013 | 17:21
Kolgrafarfjörður og kvótakerfið.
Já svona hjá leikmanni þá blasir svarið við, en það er auðvita að veiða síldina áður en hún fer inn í fjörðinn, eða um leið og hún leggur sína leið þangað inn.
Væri það nú ekki skynsamlegra en að láta hana drepast þarna í fleiri tonnum. Svona fyrir fólk með almenna skynsemi er það alveg ótrúleg ósvífni að láta þetta fram hjá sér fara og reyna að réttlæta aðgerðarleysið með einhverjum hallærislegum afsökunum.
Þetta er eins og allt sem Hafró kemur nálægt, að mínu mati, þeir sérfræðingar sem þar starfa, virðast ferkar taka mið af peninga/og auðhyggju en því sem er skynsamlegt. Eins og kvótakerfið sem er skýrt brot á stjórnarskrá, þ.e. að afhenda sérstökum aðiljum fullan aðgang að auðlindinni og banna öðrum að bjarga sér. og svo ætla þessir kóngar að fara í mál við stjórnvöld vegna auðlindagjalds.
Gleymi ekki orðum fyrrverandi sjávarútvegsráðherra færeyinga, þegar hann sagði okkur í Frjálslyndaflokknum að þeir hefðu reynt íslenska kvótakerfið í tvö ár, og fiskistofnar hefðu verið að hruni komnir. Þeir fengu því fiskifræðíng Jón Kristjánsson, til að ráðleggja sér. Hann fullyrti að ef þeir hefðu haldið áfram á braut ráðlegginga hafró og ráðum norrænu fiskveiðikerfa hefður þeir endað gjaldþrota.
Þetta réttlætismál þjóðarinnar að mega draga fisk úr sjó er frumréttur allra en ekki einstakra auðmanna.
![]() |
Vilja láta loka Kolgrafafirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 19.10.2013 kl. 11:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
18.10.2013 | 13:08
Hvað ef?
Hlustaði á hrollvekjandi samtal, eða eiginlega einræðu manns að nafni Axel Pétur Axelsson. Oft hefur verið talað up spillingu og mafíur hér á landi. Oft hefur maður heyrt talað um að auðmenn ráði hér lögum og lofum, nú eða ráðuneytisstjórar og kerfiskarlar allskonar.
Hvað ef við leyfum okkur að íhuga það smástund. Hvað ef spillingin er miklu meiri en okkur hefur órað fyrir? Hvað ef hér eru menn sem ganga alla leið til að halda völdum? Hvað ef fjórflokkurinn er ekkert annað en hagsmunagæslufélög til að halda völdum? Það er að svonefndur fjórflokkur sé ein heild, sem stendur saman um að halda fávísum almenningi frá því að fá ítök?
Ég er ekki að segja að þetta sé svona, og á eiginlega bágt með að trúa að þetta geti verið einhver raunveruleiki. En ég er með þeim ósköpum gerð að ég útiloka ekki neitt. Því allt getur gerst undir sólinni.
Samt, það eru þessi orð sem hríslast um mig eftir að hafa hlustað á orðræðuna. Hvað ef?
Það er nefnilega sumt sem hljómar einmitt þannig ef við gefum huganum lausan tauminn. Allar reglurnar sem halda nýjum framboðum utan alþingis. Allar milljónirnar sem greiddar eru frá ríki í kosningasjóði fjórflokksins, meira eftir því sem fleiri eru skráðir félagar. Og greiðslur auðmanna til þeirra stjórnmálaflokka sem mesta möguleika hafa á að viðhalda þessu þjóðfélagi eins og þeim líkar best.
Hvernig nýjir þingmenn koðna alltaf niður í að fylgja flokknum, eða beygja sig undir vilja þeirra sem ráða.
Hvernig markvist er unnið að því að niðurlægja og sverta þá þingmenn sem hugsa meira um hag almennings en eigin upphefð.
Hvernig um 85% þjóðarinnar kýs yfir sig aftur og aftur sama fólkið, en segir þó í skoðanakönnunum að það treysti ekki því sama fólki, eða eftir því sem ég best veit þá nýtur alþingi einungis trausts 10% þjóðarinnar. Erum við svona skyniskroppinn, eða er eitthvað til í því sem Axel ber hér á borð fyrir okkur.
Hlustið á hvað hann hefur að segja og spáið sjálf í það sem hann ber fram.
Ég tek fram að ég tók nokkrum sinnum andköf, bara við tilhugsunina hvort þetta sé virkilega svona. En við getum hvorki sannað né afsannað það. Þetta er bara spurning um hverju við viljum trúa, hvað við viljum meðtaka, og hvað útiloka.
En hér er Axel Pétur Axelsson gjörið svo vel. http://www.youtube.com/watch?v=Ly-tQUUKQUs
Annars er fallegur dagur hér á Ísafirði núna, og hefur verið svo undanfarna daga, sól og blíða, sem er gott fyrir sálina.
Eigið góðan dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.10.2013 | 12:49
Kassi eða starfsfólk?
Þessir menn hafa greinilega ekkert lært af þeim vandamálum sem við stöndum frammi fyrir. Að við höfum ráðið slíka menn til að fara með völd í landinu sýnir bara hvað við erum miklir kjánar.
Kristján Möller sami fyrirgreiðslupólitíkusinnn og hann hefur alltaf verið. Ef hann hefði langað svona mikið til að byggja hátæknisjúkrahús, hefði hann átt að fresta Vaðlaheiðargöngum, þangað til þeirra tími kæmi. En það voru kosningar og það þurfti að fá atkvæði í kassann. Í mínum huga er þessi maður ímynd spillingar og fyrirgreiðslu til sín og sinna. Verkin sýna merkin.
Gef ekki mikið fyrir pælingar Brynjars, finnst hann oftar en ekki tala áður en hann hugsar.
Hélt að Guðmundur væri með opin augun, en svo virðist ekki vera.
Í fyrsta lagi þá er rétt sem Kári Stefánsson hefur bent að steinkumbaldi læknar ekki fólk. Meðan ekki eru til peningar til að halda starfsmönnum á spítalanum, ekki til peningar til að kaupa tæki, og reka spítalan, þá er EKKI tækifærið til að hraða byggingu hans. Hreint og klárt.
Og segjum svo að þetta færi í gegn og ætti að taka peninga að láni sem síðan ætti að greiða af starfsemi heilbrigðiskerfisins, hvar yrði fyrst skorið niður?
Jú við þurfum ekki að leita langt, það er nú þegar byrjað, það verður skorið niður í heilbrigðisstofnunum vítt og breytt um landið, það er nú þegar byrjað, með sameiningu heilbrigðisstofnana, lokuðun deilda, bæði fæðingardeildum og skurðstofum, og það einmitt þar sem mest er þörf fyrir að hafa slíkt, þar sem veður getur hamlað samgöngum jafnvel dögum saman.
Þetta að bara taka lán, er algjörlega það sem kom Íslandi á hausinn. Við ættum því að varast að veita svona mönnum brautargengi inn á alþingi. Því þeir hafa ekkert lært, og vaða aftur út í sama fenið og þeir voru að skríða upp úr.
Landsbyggðamenn við skulum vera vel á verði gagnvart svona fólki, sem vill draga allt á eina hendi, viljum við láta loka heilbrigðisstofnunum vítt og breytt um landið, til að hægt sé að reisa eitt stórt hús, á þessum tímum, þegar þarf að velta hverri krónu?
![]() |
Vilja hraða spítalaframkvæmdum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.9.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 70
- Frá upphafi: 2024175
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar