Svart eða hvítt, skiptir það máli?

Ég er svona að velta fyrir mér ef löggumenn hefðu fundið svart, eða brúnt barn hjá hvítri fjölskyldu, hvort barnið hefði verið tekið af þeim og sett í gæslu eftirlitsaðila. 

Bara sona að spá, vegna þess að aðstæður eru nákvæmlega öðruvísi.  Ókey fólki finnst rómarfólk þjófótt og til alls víst, og það á alveg örugglega við um marga.  En ef þetta mál er ekki dæmi um fordóma þá veit ég ekki hvað. 

Hvítar konur hafa borið börnin sín út, myrt þau eða sett í öskutunnur, tiltölulega nýtt dæmi hér á landi, svo af hverju er erfitt að sætta sig við að móðir sem ekki taldi sig geta séð um barnið sitt hafi gefið það til fólks sem hún taldi að allavega myndi þykja vænt um barnið.

Allavega er það ágætt að þau hafi þrátt fyrir allt getað ráðið sér lögfræðing til að sinna sínum málum, og svo kemur bara í ljós hvort þau segja satt eða ekki. 

En bara spáið í það, hvort hér er einhver sanngirni á ferðinni eða pjúra rasismi?

Ég veit það ekki, en ef barnið hefur notið ástúðar og góðrar umönnunar frá þessu fólki, þá er það einhvernvegin það besta sem til er.  Allavega betra en að vera kastað í öskutunnu, sturtað niður í klósettið, eða hreinlega borið út til veislu villidýra. 

Svo kemur sannleikurinn vonandi í ljós, svart á hvítu, eða eins og ágætir tónlistamenn sögðu eboni and ivory... eða þannig.


mbl.is „Það var ekkert mannrán“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli það sé ekki frekar að það fannst hjá Róma fólki.

Ef þér finnst þetta fordómar, bíddu þá bara þegar Róma fólk getur ferðast til Ísland óhindrað.

Hef búið úti nælagt þessu fólki.

Ekki gott.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 20.10.2013 kl. 01:47

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég kaupi það ekki að þetta barn hafi verið gefið vegna þess að parið var með alls konar sögur sem bendir til að það hafi ekki hreinan skjöld.Lífsmáti þessa fólks er vandamál.En það hefur lifað á þennan hátt í mörg hundruð ár svo það eru hefðirnar sem eru slæmar-ekki fólkið.En margt af þessu fólki hefur leiðst út í hreina glæpastarfsemi þar sem mjög erfitt er að lifa á betli i nútíma þjóðfélögum.Eitt er það að fara með börnin með sér þegar þau fara að betla vegna þess að það vekur upp meðaumkun hjá fólki.Börn sem eru vannærð eða illa haldin og ég tala nú ekki um ef þau eru auk þess hvít vekja upp enn meiri meðaumkun.Ég tel alveg eins líklegt að þessi stúlka hafi verið notuð á þennan hátt og hugsanlega Madelene McCaan.

Jósef Smári Ásmundsson, 20.10.2013 kl. 06:06

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já Ásthildur, svart og hvítt skiptir máli.

Hrólfur Þ Hraundal, 20.10.2013 kl. 09:11

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Finnst þér að yfirvöld eigi ekki að rannsaka hvernig fólkið fékk stúlkuna?

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.10.2013 kl. 09:51

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ef við tökum fréttina eins og hún er og teljum fréttina trúverðuga þá eru þrjár spurningar sem koma í huga minn.

1. Af hverju eru hjúin alltaf að breyta því við hvernig aðstæður hjúin fengu þessa unga stúlku gefins? Ef stúlkan var gefin þá ætti það ekki að breytast hvernig það gerðist ef satt er, eða hvað?

2. Það er sagt að hjúin eigi að vera með 14 börn undir sínum verndarvæng samkvæmt skrám, en 10 börn finnast ekki? Hvar eru þessi börn?

3.Svo ef að hjúin elskuðu stúlkuna svona mikið af hverju fannst stúlkan í squalid condition ( squalid; foul and repulsive, as from lack of care and cleanliness, neglected and filthy.) Svo segir orðabókin. Ekki er þetta lýsing kærleika og ástúð eða finnst þér það Ásthildur mín?

Ásthildur ég held að þú hafir ásakað fólk um rasisma um frétt sem hefur ekkert með rasisma neitt að gera heldur möguleika á barnaráni, barnasölu og vanrækslu barna. Ef þér finnst ekki ástæða að ransaka svona aðstæður, þá veit ég ekki hvenær á að ransaka barna vanhyrðu.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 20.10.2013 kl. 11:43

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er ekki á móti því að þetta sé rannsakað, alls ekki.  Ég var bara að velta fyrir mér hvað það er sem skiptir máli í þessu.  Vonandi finnst móðirin og getur þá staðfest eða hrakið sögu hjónanna.  Ég veit líka að þessi afstaða annara til rómafólks er að gefnu tilefni.  En það sem ég er að reyna að benda á hvort málið hefði farið svona langt og víða ef þetta hefði verið á hinn veginn.  Svo er bara að fylgjast með þessu máli, og sjá hvað gerist, hef ekki trú á öðru en við fáum að fylgjast með því áfram, úr því sem komið er. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2013 kl. 11:58

7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég ættla að lögreglan sé ekki svo slæm að ef þetta hefði verið hvít fólk sem var verið að ransaka með eiturlyfjasölu og það hefði fundist svört stúlka í squalid condition að ég er viss um að það hefði verið ransakað.

1. Ef það hefði verið mismunandi sögur hvernig þau fengu stúlkuna þá hefði ransóknin farið dýpra.

2. Ef að 10 börn væru týnd af 14, þá held ég að ransóknin mundi fara dýpra.

En ég setti varnagla á mína athugasemd, ég skrifa frá þeim sjónarhól að allt í fréttini sé heilagur sannleikur, en eins og við vitum að þá er ekki allt satt og rétt í Mogganum so to speak.

En mér finnst sjálfsagt að skoða málið hvaðan stúlkan kom og hvað varð um 10 börn.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 20.10.2013 kl. 12:33

8 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Í allri þessari umræðu held ég að fólk ætti að hafa í huga að heimurinn er ekki SVART/HVÍTUR.Ég held að þetta mál sé svolítið óhreint en það þýðir hins vegar ekki að allt Rómafólk séu glæpalýður.það er einfaldlega fast í ákveðnum hefðum og lífsmáta sem er ævagamall og gerir það að verkum að því gengur illa að samlagast.Og öðru fólki gengur illa að samlagast því.

Jósef Smári Ásmundsson, 20.10.2013 kl. 13:43

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hvar kemur það fram í fréttinni að þau hafi verið undir rannsókn vegna eitulyfjasölu?  ef svo er snýr málið öðru vísi, en ég get ekki séð annað en þau séu ákærð fyrir mannrán, sem er auðvitað mjög alvarlegt ef satt reynist.  Tek svo undir með þér með að það eru örugglega ekki allt Rómafólk glæpalýður. En það var einmitt hvatinn að greininni hjá mér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2013 kl. 15:49

10 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hér kemur það úr fréttini sem minntist á dóp Ásthildur.

Copy paste frá fréttini á Sky News "The youngster was discovered living in squalid conditions in a Roma camp near the town of Farsala on Wednesday after a raid by police looking for drugs and weapons."

http://news.sky.com/story/1156981/mystery-blonde-girl-eight-promising-leads

Og mér er nákvæmlega sama þó svo að það hafi ekki verið vopna og dópbust, ef einhver jafnvel þó það hafi ekki verið lögregluþjón sem sér barn sem er illa útlítandi og er auðsýnilega ekki barn þessa fólks láti ransaka hvað er að gerst.

En svona er nú fréttin ekki alltaf hægt að treysta á það sem er skrifað í Moggan.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 20.10.2013 kl. 16:16

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú skilur ekki alveg pointið hjá mér Jóhann minn, ég var að bera saman ef þetta barn hefði verið dökkt og foreldrarnir hvítir.  Það er komið í ljós að verið var að leita að dópi, þó það hafi ekki verið í fréttinni sem ég las.  En ég get bara sagt vonandi finnur barnið foreldra sína og fær nýtt og betra heimili. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2013 kl. 18:07

12 identicon

Spurningin hlýtur að snúast um réttmæti þess að barnið var hjá þessu fólki, ekki um litarhátt og já, ég er viss um að sama ferli hefði farið í gang þótt "litunum" væri öfugt farið.

Nanna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2013 kl. 21:33

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Meðhöndlunin á málinu er auðvitað eftirtektarverð. Grísk yfirvöld eru ekkert búin að rannsaka þetta að ráði - og þá er málið gert opinbert með látum. Og í framhaldi er auðvitað eftirtektarvert hvernig Norður-Evrópskir fjölmiðlar taka á því og sérstaklega breskir. (aðrir fjölmiðlar virðast ýða mestanpart uppúr breskum fjölmiðlum.)

Staðreyndin er að efni máls er enn mjög óljóst.

Hvað ef frásögn fjölskyldunnar er svona sirka rétt? Að kona hafi skilið barnið eftir eða beðið Róma fólk fyrir það? Þá hefur María alist upp þarna og lítur á fólkið sem sína fjölskyldu.

Barnið hefur, sennilegast, verið þarna frá a.m.k. 2. aldursári og líklega fyrr.

Svo er talað um að barnið hafi verið órótt og/eða verið óánægt - eh nema hvað? Lögreglan réðist inn í hverfið með vopnum og látum og inná heimilið og tók barnið! Flestum mundi nú ekki líða vel í sömu sporum.

Í heildina sínir þetta vel hve grunnt er á fordómum í garð Róma fólks. Öllu illu trúað umsvifalaust en þeir ekki látnir njóta vafans.

Að svo sögðu, þá er að sjálfsögðu enn óljóst hvernig í málinu liggur. Það verður bara að koma í ljós í rólegheitum og við rannsókn.

Hverfi Róma fólks má líkja við t.d. braggahverfin í Reykjavík á sínum tíma. Litið á fólk þar sem það lægsta o.s.frv. Og þar eru auðvitað misjafnir sauðir eins og gengur allstaðar. Í eftirfarandi myndbandi er myndskeið af stúlkunni og líklega fósturmóðurinni þegar María var 1 og 1/2 árs. Það er líka sínt frá kampi Róma fólks. Þar kemur fram að það er alveg ljóshært fólk inní kampnum og/eða ljóst á hörund. Uppeldissystir Maríu segist vera í sjokki:

https://www.youtube.com/watch?v=8i7DdwrQhMA

Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.10.2013 kl. 22:02

14 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Hér er áhugaverð grein um málið, segi með þér Ásthildur að þetta er ekki alveg eðlilegt:

http://www.2ndcouncilhouse.co.uk/blog/2013/10/19/children-racism-and-the-greek-state/?fb_action_ids=10151921692161348&fb_action_types=og.likes&fb_source=other_multiline&action_object_map=%7B%2210151921692161348%22%3A783097838383140%7D&action_type_map=%7B%2210151921692161348%22%3A%22og.likes%22%7D&action_ref_map=%5B%5D

Margrét Birna Auðunsdóttir, 20.10.2013 kl. 23:42

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt Ómar Bjarki, við getum ekki vitað neitt um þetta.

Takk fyrir þitt innlegg Margrét Birna, sannarlega ógnvænleg lesning, og afsannar það að það skipti ekki máli hver húðlitur barnanna er, hér er smá úrdráttur úr þessari grein, ég hvet fólk til að lesa þetta.

The hypocrisy of the Greek authorities in alleging child abduction and trafficking on the basis of no evidence whatsoever is stunning in light of the Agia Varvara scandal of only a decade ago.  Five hundred and two Roma children “disappeared” from an orphanage in Athens where they had been placed.  Despite demands to investigate the fate of these children, little was ever done.  The Greek government have now removed the report that they submitted to the European commission from their website, with only the archived web copy remaining, in a blatant attempt to cover this up. This report makes for chilling reading.  In particular, pay attention to page 3; the end of paragraph 2.

Greek original
“Υποστηριζει επισης στι πολλά από τα παιδιά αντα (στην πλειοψηφια τουσ Αλβανικης καταγωγησ)ειχαν επανακτηθει απο δουλεμπορους, που πληρωναν μεχρι και το ποσο των 500 ευρώ για να αποσπασουν τα παιδια απο το ιδρυμα με σκοπο την οικονομικη εκμεταλλευση τη χρηση τους στην πορνεια η την πωληση οργανων τουσ.”

English translation
“It seems like the children (many of them Albanian) were given to traffickers, who paid up to 500 euros to remove them from the institution for the purpose of economic exploitation – prostitution or the sale of their organs.”

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2013 kl. 11:10

16 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Sala barna er bönnuð allstaðar, ekki hjálpar barnasalan málstað Rómafólksins.

Ég næ þessu ágætlega Áshildur, þú vildir nota rasistastimpilinn á fólk sem las um þessa frétt og obinberaði ógeð sitt á barnaráni eða jafnvel barnasölu, en ekki af því að mannræningjarnir eða kaupendur barnsins eru rómafólk.

Ekki veit ég ástæðuna fyrir því að þú villt endilega nota rasistastimpilinn?

Svo er Ómar Bjarki að bulla um það sem hann veit ekkert um eins og vanalega, fólk ætti að muna bullið hans um IceSave, Stjórnarskrármálið og ESB.

Það hefur sýnt sig marg oft að Ómar Bjarki bullar um hluti og hefur haft rangt fyrir sér.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 21.10.2013 kl. 11:45

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er einfaldlega að benda á að það er ekki sama hvort barn er hvítt eða svart. Og ég tel að linkurinn sem Margrét vísar til, segi allt sem segja þarf um það. 

Ég er ekkert að ræða um málið sem slíkt, hvort fólkið hefur rænt stúlkunni eða ekki, þá er málsmeðferðin ekki til sóma.  Sérstaklega í ljósi þess að þessi sama þjóð gerði ekkert þegar fleiri en 200 börn hurfu úr þeirra forsjá til glæpamanna, sem notuðu þau í varahluti eða vændi.  Þvílíkur hryllingur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2013 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 2021018

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 69
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband