Kolgrafarfjörður og kvótakerfið.

Já svona hjá leikmanni þá blasir svarið við, en það er auðvita að veiða síldina áður en hún fer inn í fjörðinn, eða um leið og hún leggur sína leið þangað inn.

Væri það nú ekki skynsamlegra en að láta hana drepast þarna í fleiri tonnum.  Svona fyrir fólk með almenna skynsemi er það alveg ótrúleg ósvífni að láta þetta fram hjá sér fara og reyna að réttlæta aðgerðarleysið með einhverjum hallærislegum afsökunum.

Þetta er eins og allt sem Hafró kemur nálægt, að mínu mati, þeir sérfræðingar sem þar starfa, virðast ferkar taka mið af peninga/og auðhyggju en því sem er skynsamlegt.  Eins og kvótakerfið sem er skýrt brot á stjórnarskrá, þ.e. að afhenda sérstökum aðiljum fullan aðgang að auðlindinni og banna öðrum að bjarga sér.  og svo ætla þessir kóngar að fara í mál við stjórnvöld vegna auðlindagjalds. 

Gleymi ekki orðum fyrrverandi sjávarútvegsráðherra færeyinga, þegar hann sagði okkur í Frjálslyndaflokknum að þeir hefðu reynt íslenska kvótakerfið í tvö ár, og fiskistofnar hefðu verið að hruni komnir. Þeir fengu því fiskifræðíng Jón Kristjánsson, til að ráðleggja sér.  Hann fullyrti að ef þeir hefðu haldið áfram á braut ráðlegginga hafró og ráðum norrænu fiskveiðikerfa hefður þeir endað gjaldþrota. 

Þetta réttlætismál þjóðarinnar að mega draga fisk úr sjó er frumréttur allra en ekki einstakra auðmanna.   


mbl.is Vilja láta loka Kolgrafafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæl Ásthildur, mér finns Íslenska stjórnkerfið vinna illa á öllum sviðum, ekki bara á sjávarútvegs, og mikið er ég sammála þér með sjávarútvegs málin okkar og Færeyjinga.

Þetta þjóðfélag sem við búum í dag er ekkert betra en sovétríkin gömlu!

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 18.10.2013 kl. 17:34

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það sem ég get ómögulega skilið er hvers vegna Grundfirðingar keppast nú ekki við að byggja síldarverksmiðju við Kolgrafarfjörð. Hvergi annarsstaðar í heiminum kemur síldin beinlínis syndandi upp í fjöru svo skipsförmum nemur.

Jafnframt ætti Hafrannsóknarstofnun að leggja áherslu á rannsóknir og þróun á þessu nýstárlega veiðarfæri: síldargildru sem búin er til með vegfylllingu fyrir fjarðarmynni rofna með brú. Það liggur til dæmis engin þekking fyrir á því innan stofnunarinnar um hversu mikið of þröng slík brú þarf að vera svo síldin rati ekki með góðu móti aftur út á opið haf, hvort það er föst lengd eða hlutfall af spani vegfyllingarinnar svo dæmi sé tekið. Þá hafa engar samanburðarrannsóknir verðar gerðar til að kanna kjöraðstæður fyrir slíkar gildrur, og hvort slíkar aðstæður séu ef til vill fyrir hendi í fleiri fjörðum landið um kring sem væri þá borpleggjandi að loka á sama hátt og breyta í síldargildrur.

Get ómögulega skilið ekki afhverju menn eru ekki búnir að færa sér nyt þá augljósu hagræðingu sem landföst veiðarfæri hafa í för með sér, þau spara til dæmis óheyrilega olíu sem fiskiskip þyrfti að brenna til sambærilegra veiða og eru þar af leiðandi góð fyrir umhverfið auk þess að geta sparað mikinn og dýrmætan erlendan gjaldeyri.

Þeir flokkar sem eru við völd hljóta að sjá skynsemina sem í þessu liggur, að sameina vegagerð, útgerð og landvinnslu í fiskiðnaði í eitt stórt megaprojekt. Það væru fullt af undirverkefnum sem þeir gætu þá útdeil til vildarvina sinna. Þeir hljóta eiginlega að vera með þetta til skoðunar einhversstaðar þó þeir hafi ekki sagt frá þeim fyrirætlunum ennþá.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.10.2013 kl. 19:44

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Föstudagur. :)

Guðmundur Ásgeirsson, 18.10.2013 kl. 20:26

4 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Fiskistofnarnir eru ekki alltaf upp við land Guðmundur Ásgeirsson.

Helgi Þór Gunnarsson, 18.10.2013 kl. 21:22

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Auðvita eigum við að hafa síldardælurnar í landi og svo deilir á rörinu sem skilar söltunnar, súrsunar og frystihúsum sem og bræðslum glænýu hráefni mjög lengi, bara byggja það í fjörunni og svo má gera víða ef síld þverr á einum stað.

Hrólfur Þ Hraundal, 18.10.2013 kl. 21:43

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Helgi Þór, já það er alveg með ólíkindum hversu stjórnvöld og Hafrannsóknarstofnun haga sér í umgengni við fiskistofna.  Eiginlega ætti að loka þeirri stofnun sem er meira hagsmunatæki fyrir stórútgerðarmenn en rannsóknarsetur á fiskistofnum, þetta er að mínu mati og margra fleiri.  Og síðan fá fiskifræðínga ekki gæðinga útgerðarinnar til að halda úti hlutlausri rannsókn á sjávarstofnum, og virkilega skoða lífríkið með tilliti til þjóðarheilla, en ekki til að verðlauna auðmenn, sem vilja hafa öll ítök í sjávarútvegi.

Guðmundur ætli það sé ekki kvóti á slíkar verksmiðjur og stjórnendur hafi það í hendi sér að hafa þær í lámarki svo allir fái nú sitt, rétt eins og kvótaeigendur og sláturhúsagúrúar, allt gert til að peningarnir renni í ´"réttar" hendur.

Hrólfur annað eins hefur nú verið fundið upp. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.10.2013 kl. 22:40

7 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þá er bara að snúa sér að því að fynna það upp. eða var það ekki það sem var verið að tala um Ásthildur?

Hrólfur Þ Hraundal, 19.10.2013 kl. 00:16

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ekki spurning um það Hrólfur.  En við erum alltaf að lifa í núina og hugsum ekki um framtíðina. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.10.2013 kl. 11:07

9 identicon

Ásthildur Cesil Þórðardóttir tvær athugasemdir:

1    "Þetta er eins og allt sem Hafró kemur nálægt, að mínu mati, þeir sérfræðingar sem þar starfa, virðast ferkar taka mið af peninga/og auðhyggju en því sem er skynsamlegt."

2    "það er alveg með ólíkindum hversu stjórnvöld og Hafrannsóknarstofnun haga sér í umgengni við fiskistofna.  Eiginlega ætti að loka þeirri stofnun sem er meira hagsmunatæki fyrir stórútgerðarmenn en rannsóknarsetur á fiskistofnum "

1    Hvernig færðu það út að starfsmenn Hafrannsóknarstofnunar virðist taka mið af peninga/og auðhyggju ?

2    Hvernig kemst þú að þeirri niðurstöðu að Hafrannsóknarstofnun sé fremur hagsmunatæki fyrir stórútgerðarmenn en rannsóknarsetur á fiskistofnum ?

Haraldur Ægir (IP-tala skráð) 19.10.2013 kl. 12:22

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Haraldur fyrir mér er það bara heilbrigð skynsemi.  Í fyrsta lagi hefur þetta kerfi þeirra ekki skilað neinu í að fjölga fiskistofnum.  Ég hef lesið mikið eftir Jón Kristjánsson, líka Kristinn Pétursson og mikið rætt við smábátasjómenn.  Þessum mönnum treysti ég vel til að þekkja talsvert til sjávarútvegs, Kristins sem útgerðarmanns og Jóns sem fiskifræðing, og reyndar aðalráðgjafa færeyinga í langan tíma, þegar þeir höfðu reynt íslenska módelið og nærri komnir í þrot. 

Í stjórn Hafró var allavega til skamms tíma meirihluti útgerðarmanna.  Ekki reyna að segja mér að þeir þjóni ekki sínum hagsmunum. 

Kvótakerfið í heild er ekki sök Hafró, en þar á bæ hefur svo sannarlega verið haldið áfram þeim sjónarmiðum að kvótagreifanna sé rétturinn. 

Ég hef líka heyrt frá fólki sem þekkir vel til að kvóti sé aukinn eða minnkaður til að þjóna hagsmunum L.í.ú.  Þetta get ég auðvitað ekki staðfest, en verð að segja að miðað við hvernig þessi mál þróast að það er líklegra en ekki. 

Þetta er mín persónulega skoðun og ég hef reynt að fylgja þeim stjórnmálaflokkum sem vilja hafna þessu kvótakerfi sem raunar er brot á stjórnarskrá, og hefur lagt margar byggðir í auðn, eða allavega leyst þau upp í vonleysi og hörmundar. 

Get til dæmis bent á að sjávarbotnin hefur afar lítið verið rannsakaður með tillliti til uppeldis seiða, menn hafa fengið að veiða með botnvörpur alveg upp undir landi inn í fjörðum og flóum, það þarf ekki vel gefna manneskju til að sjá að þar með eru eyðilagðir uppeldisstaðir seiða.  Fyrir utan allt aukadráp á allskonar botndýrum.  Talningar stofna er líka bara ágiskun og svo framvegis. 

Svo þegar sjómenn segja að það sé svo mikið af fiski að það sé hreinlega hægt að ganga á torfunum, en samt er mönnum bannað að veiða á króka eða línu, þá er eitthvað annað að en umhyggja fyrir fiskistofnum.  Þar er eitthvað annað sjónarmið á ferðinni heldur en verndun.  Því allir vita að við geymum ekki fiskinn í sjónum, þegar offjölgun verður, fer fiskurinn að éta eigin stofn. 

Gæti nefn margt fleira en tel þetta alveg nægilegt.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.10.2013 kl. 14:05

11 Smámynd: Jens Guð

  Góður pistill og þörf umræða!

Jens Guð, 19.10.2013 kl. 18:09

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Jens, þessi umræða er nauðsynleg til að fólk geri sér grein fyrir því óréttlæti sem landsmenn eru beittir vegna kvótakerfisins og vitlausrar stjórnunar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.10.2013 kl. 20:03

13 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæl Ásthildur, Ég sé að við erum skoðannasistkyni ég, þú og Jens.

Helgi Þór Gunnarsson, 20.10.2013 kl. 18:38

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Enda skynsamt fólk Helgi Þór minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2013 kl. 19:32

15 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

:-)

Helgi Þór Gunnarsson, 21.10.2013 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 2020891

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband