Myndir.

Ţá er ţađ myndirnar fyrir svefninn. Vona ađ ţiđ hafiđ ekki haldiđ ađ ég vćri alveg heillum horfinn.  En stundum ţarf mađur ađ gera eitthvađ róttćkt, ţegar manni finnst ađ sér kreppt, og réttlćtiskendinni sýnd vanvirđing.

En á ţessum tíma eru veđrabrigđi, og sérstaklega litabrigđin afskaplega falleg hér á okkar hjara veraldar, sem mér ţykir svo undur vćnt um.

IMG_3667

Veđriđ var nokkuđ úfiđ í gćr, en ţađ var stillt og kalt í morgunn.

IMG_3668

Sólin litar ský og himininn.

IMG_3670

Og setur mjúka birtu yfir allt.

IMG_3677

En birtan dvín, og nú nćr sólin ekki til mín lengur. En hún heilsar alltaf á Snćfjallaströndinni.

IMG_3672

Hér er veriđ ađ prófa hengingarólina, ţetta kemur í stađinn fyrir frönsku fallöxina Tounge

Ţađ meira ađ segja lafir einhver í henni nú ţegar.

IMG_3683

Ţú dagsins bláa birta.

IMG_3687

svo björt viđ sjávarströnd.

IMG_3685 

Ţú fríđa rósin fyrsta

IMG_3686

Sem frostsins kalda hönd.

Nú hefur međan húmar,

heft í klakabönd.

 

Ég lít til ţín međ lotning,

lífis mín fćrđu hrós.

veturs dýra drottning.

djásniđ hvíta rós.

Jamm datt ţetta svona í hug, ţegar ég var ađ setja ţessar fallegu myndir inn. InLove

En ég leit inn á sýninguna hans Júlla í dag. ég held ađ síđasti dagurinn hjá honum sé á morgun.

IMG_3689

IMG_3690

Ţađ er gaman ađ skođa ţetta, og hann hefur alltaf skipt út nokkrum verkum milli vikna.

IMG_3691

Heart

IMG_3692

Úlfurinn er mjög stoltur af pabba sínum, enda má hann alveg vera ţađ.

IMG_3695

Svei mér ţá ţessi gefur Venus frá Willendal ekkert eftir.  LoL

IMG_3696

Ég held ađ ţađ megi segja ađ hann á gjafir á verđi viđ allra hćfi.

IMG_3697

Hulk búin ađ ná sér í kerlingu.

IMG_3698

Ég held ađ ţetta sé einsdćmi á Íslandi allavega.  Sérlega flott.

IMG_3679

Svo er tími komin á morgunverđ, áđur er fariđ er í leikskólann.  Á morgun er náttfatadagur á skólanum hjá ţeim.

IMG_3682

Og stubburinn minn straujar sjálfur á sig Taikwon do búninginn.  Viđ ţurftum ađ hitta ađstođarskólastjórann í morgun.  Ţađ var svona fundur um ýmislegt sem kom upp á eins og vill verđa.  Ţađ var í sambandi viđ enskukennarann og Úlf.  Ţegar búiđ var ađ fara yfir málin, var hann spurđur hvort hann vildi segja eitthvađ ađ lokum; Jú, ég hugsa, sagđi hann; ađ máliđ sé ađ verkefnin séu of létt fyrir mig, í enskunni.  Ţađ er enginn áskorun í ţeim, ég vil fá ţyngri verkefni. Heartég get sagt ykkur ađ aldrei hefđi mér dottiđ í hug ađ biđja kennarana um erfiđari verkefni.  En ég var bara stolt af mínum. 

Og ég segi bara góđa nótt og knús á ykkur öll. Takk fyrir allar góđu kveđjurnar í dag.Heart

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guđrún Ţorvaldsdóttir

Falleg saga af myndarlegum og skynsömum dreng. - Fallegt ađ sjá hann strauja búninginn sinn. - Alveg eru ţetta líka magnađar myndir hjá ţér Ásthildur frá sýningu sonar ţíns, ţakka ţér fyrir ađ lofa okkur ađ sjá snilldar handbragđ listamannsins. Og litlu ömmustelpurnar blómstra hjá afa og ömmu.  Kćr kveđja til ţín. -  Og viđ krefjumst kosninga í vor. -

Lilja Guđrún Ţorvaldsdóttir, 20.11.2008 kl. 23:13

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Ekki spurning Lilja mín, ekki spurning.  Takk fyrir mig.

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 20.11.2008 kl. 23:18

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ţiđ eruđ öll listamenn, í ljóđagerđ, skúlptúrum og í athöfnum daglegs lífs.

Takk fyrir mig og knús á alla í Kćrleikskúlu

Sigrún Jónsdóttir, 20.11.2008 kl. 23:39

4 Smámynd: Rósa Ađalsteinsdóttir

Sćl og blessuđ

Flottar myndir ađ vanda, Júlli og Úlfurinn eru flottastir.

Guđ veri međ ykkur ţarna á Hjara Veraldar.

Kveđja frá Hjara Veraldar. 

Rósa Ađalsteinsdóttir, 20.11.2008 kl. 23:46

5 Smámynd: Sigrún Ţorbjörnsdóttir

 Flott hjá Úlfi. Ţađ ţurfa ađ vera nógu krefjandi verkefni fyrir krakkana, annars fer ţeim ađ leiđast. Og falleg listaverkin hans Júlla. Ţú getur sko vel veriđ stolt af ungunum ţínum  og sjálfri ţér líka, sterka baráttukona! Knús á ykkur  

Sigrún Ţorbjörnsdóttir, 21.11.2008 kl. 00:20

6 identicon

Sé ađ Úlfurinn er búinn ađ lćra margt af frćnda sínum eins og t.d ađ bera virđingu fyrir búningnum sínum :)

kveđja í kúluna :)

Tinna tengdó (IP-tala skráđ) 21.11.2008 kl. 00:30

7 Smámynd: Solla Guđjóns

Ég elska frostrósir..elska reyndar allar myndirnar ţínar.

Ég tek ofan fyrir Úlfi.Dugmikill strákur ţar á ferđ.

Ég er búin ađ rađa steinlystaverkunum í huganum í garđinn minn.tröppurna og pallinn.Sérstaklega finnst mér steinbíturinn velgerđur og falllegur.

Knús í bláa byrtu.

Solla Guđjóns, 21.11.2008 kl. 08:59

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Takk Sigrún mín, frá Suđureyri

Takk Rósa mín

Takk Sigrún mín, nćstum tengdó.  Já ég er stolt af mínum mönnum.  FLottastir

Knús á ţig Tinna mín, jamm hann er alltaf ađ lćra meira og meira, meira í dag en í gćr

Takk og knús Búkolla mín

Takk Solla mín.  Já ţessi listaverk passa örugglega vel í garđa, hvađ er betra en grjóti í svoleiđis.

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 21.11.2008 kl. 09:25

9 Smámynd: Helga skjol

Alltaf jafn yndislegt ađ kíkja til ţín og ég seigji ţađ satt ađ ţú mátt vera stolt af syni ţínum og barnabörnum, Úlfur er alveg meiriháttar strákur, ţađ sér mađur á skrifum ţínum og ekkert smá duglegur.

Knús í kúluna

Helga skjol, 21.11.2008 kl. 09:25

10 Smámynd: Laufey B Waage

Ţegar ég sá myndina af hengingarólinni - og myndatextann um frönsku fallöxina, kom í hug mér mynd af ákveđinni konu sem ég ţekki, sem reiddi upp öxi, til ađ ađ höggva sakamenn, - kvöld eftir kvöld fyrir rúmum 26 árum.

Sýningin hans Júlla er góđ, ég sá hana 8.nóv. Ég er hrikalega stolt af ţví ađ hafa veriđ fyrst til ađ kaupa af honum listaverk, - og ađ hafa hvatt hann á ţeirri braut. Áfram Júlli .

Laufey B Waage, 21.11.2008 kl. 09:34

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.11.2008 kl. 09:58

12 Smámynd:

Klár strákur hann Úlfur. Ekki allir myndu geta stađiđ svona fyrir sínu og fáir myndu biđja um ţyngri verkefni. Greinilegt ađ hann ţarf áskoranir í lífinu og skorast ekki undan. Líkur ömmu sinni

, 21.11.2008 kl. 09:59

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ró og friđur yfir ţessari fćrslu, .. knús til ykkar.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.11.2008 kl. 10:45

14 Smámynd: Jóhann Elíasson

Rosalega er hann Júlli afkastamikill og ţađ er ekki ađ sjá ađ ţađ komi neitt niđur á listinni.

Jóhann Elíasson, 21.11.2008 kl. 11:28

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Knús til ţín líka Jóhanna mín

Einmitt Dagný mín.  Ţađ er mikiđ spunniđ í Úlfinn minn, og ţess vegna mikilvćgt ađ hlú ađ honum í uppeldinu. Takk fyrir ţađ.

Knús Jenný mín.

Hehehe já Laufey mín, ţađ var algjört skass, sem ţar var.  Einn sakamađurinn hét nú reyndar Jón Steinar ef mig misminnir ekki

Laufey, ţú gerđir stórkostlegan hlut ţar, ef til vill fallegri en ţú munt nokkurn tíma gera ţér grein fyrir.  Ţetta hefur veriđ honum til góđs.

Takk Helga mín

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 21.11.2008 kl. 11:32

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Jóhann já hann er líka alltaf ađ verđa betri og kunna betur á grćjurnar sem hann notar. 

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 21.11.2008 kl. 11:35

17 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

flottar ljóđlínur hjá ţér, takk fyrir mig, innlitskvitt og knús

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 21.11.2008 kl. 15:54

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Takk sömuleiđis Hulda mín

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 21.11.2008 kl. 16:45

19 Smámynd: Steinunn Helga Sigurđardóttir

AlheimsLjós yfir til ţín og megi ţađ fylla vitund ţína alla

s

Steinunn Helga Sigurđardóttir, 21.11.2008 kl. 20:17

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 16
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 2021008

Annađ

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband