Úr einu í annað.

Já veraldarvinirnir okkar eru flognir burtu.  Það var ekki eins mikil rigning í gær og daginn áður, en í staðin fór hann að blása.  Það stóð ekki lengi, því í dag var hlýtt og logn.

IMG_9615

Þau voru dugleg greyin, þó þau mættu alltaf of seint, og færu of snemma.  En þetta var nú sjálfboða vinna. ég var ekkert að fetta fingur út í svoleiðis smámuni.

IMG_9616

Þetta eru svo aftur á móti mínar kerlus.  Að hreinsa beðin á Flateyri.

IMG_9623

Þær eru yndislega skapheitar þessar portugölsku konur, en þær eru eins og jarðýtur í vinnu.  Sjáiði hollinguna á stóru systur.  Snýr upp á sig, af því að blómin voru ekki sett alveg á réttan stað LoL

IMG_9606

en í gær var veðrið dálítið villt og ærslafullt.

IMG_9607

Og hér er fáni móður jarðar sýnilegur bara fyrir framan nefið á mér.  Og hér sést að Guð elskar kúlulagið.

IMG_9608

Jamm svolítið eins og nornaskógur í ævintýri ekki satt.

IMG_9609

Já það má ekki á milli sjá hvort er flottara kúlan mín, eða kúlan hans Guðs W00t

IMG_9612

Málið er að mitt sést alltaf, en þetta hér sést bara við ákveðnar aðstæður. Heart

IMG_9621

Hér eru nykurrósirnar mína.  Þær skapa fiskunum kærkominn skugga, og bráðum fara þær að blómstra.

IMG_9622

enn eitt skemmtiferðaskipið, og bærinn fullur af fólki. 

IMG_9625

Þessi mynd er friðsæl og skemmtileg.

IMG_9626

Hér er hann Atli frændi minn.  Þessi elska. Við erum búin að þekkjast síðan við vorum unglingar.  Þá gisti ég nokkra mánuði hjá mömmu hans, föðursystur minni, og við sátum á kvöldin og sungum og spiluðum á gítar.  Hlustuðum á Kingston tríó, sem var uppáhaldshljómsveitinn okkar.  Já við Atli eigum góðar minningar.  Ég fékk að fara með honum og vinum hans í göngutúr um hornstrandir, þó ég væri stelpa og tveimur árum yngri, sem er bara alveg rosalega sérstakt, á þeim árum.

Hann Atli er búin að gera ýmislegt, meira að segja var hann mörg ár sýslumannsfrú hehehehe, hann var nærri dauður í flugslysi í Borgarfirðinum, og ég veit ekki hvað og hvað.  En hann er hornstrendingur, og þeir lifa allt af..................... eða þannig. W00t

En nú er þessi elska að fara í vikudvöl í Fljótavík.

IMG_9628

Hér er einn kunnugur út skátunum, sagði hann.  Og mikið rétt, hér er hann Steini, sem oft má sjá myndir eftir í BB.  En hann er góður ljósmyndari og allt múligmann, hann Þorsteinn.

IMG_9629

Þau voru reyndar að fara fleiri úr ættinni, barnabörnin hennar Ástu Geirmunds og Kristófers, hann er frægur fyrir að skjóta hvítan hrafn hehehehehe.

IMG_9630

ég þarf að taka myndir af ættingjum, sagði ég.

IMG_9631

Já Atli minn er í góðum félagsskap á Atlastöðum í Fljótavík. 

IMG_9634

Svo sá ég nýtt hús á höfninni, sem ég hef ekki tekið eftir áður.  Eins og einskonar kolkrabbi, þarna niður við sjóinn. 

IMG_9635

Og nýju trén komin niður í minningargarðinum á Flateyri.  Það er gott mál.

IMG_9637

Samt er þetta það sem gladdi mig mest í dag, ég fékk pakka, reyndar bæði í gær og í dag, gærdagspakkinn er þessi fiskur sem Júlli minn færði mér, en húfurnar fékk eg sendar frá bloggvinkonu minni og einusinni tengdadóttur henni Sigrúnu Þorbjarnar.  Hún prjónaði þessar fallegu húfur á litlu skotturnar mínar.  Mikið verða þær glaðar þegar þær fá þessar æðislegu húfur.  Prinsessu húfur eða næstum því kórónur.  Elsku Sigrún mín, þetta gladdi mig svo mikið, og var svo óvænt.  Takk fyrir þetta og kortið sem fylgdi.  Mikið á ég gott að eiga svona yndislegt fólk í kring um mig.  Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehehehe takk elskulega Búkolla mín   ég skal svo sem skila þessu til Guðs, en ég held að hann hlusti jafnmikið á okkur báðar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.7.2008 kl. 17:51

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Alltaf jafnfrábær hjá þér síðan

Helga Magnúsdóttir, 24.7.2008 kl. 18:34

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð Ásthildur mín.

Fallegar myndir frá þér eins og venjulega. Regnboginn myndaðist vel og Atli fyrrverandi sýslumannsfrú líka. Æðislegur fiskurinn frá Júlla og húfurnar eru mjög fallegar. Prinsessurnar þínar verða sko glaðar.

Það eru allir að blogga á höfuðborgarsvæðinu núna. Brjálað að gera að kíkja á síðurnar. Mætti halda að það væri rigning hjá þeim.

Guð veri með þér og þínum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.7.2008 kl. 18:40

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Yndislegar myndir já hér í höfuðborginni er hálf leiðinlegt veður. Knús á þig og í kúluna ykkar.

Kristín Katla Árnadóttir, 24.7.2008 kl. 19:19

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Kúlan þín er sko ekki síðri en kúlan hans guðs nema síður sé.  Enda er þín kúla full af áþreifanlegum kærleik.

Ég heyrði í bróður mínum, sem býr í Ástralíu, fyrr í dag.  Hann sagðist alltaf fara inn á síðu hjá bloggvinkonu minni sem býr á Ísafirði og að allar frábæru myndirnar hennar færðu honum Vestfirðina heim í stofu í Brisbane.  Algjör "gullsíða" að hans mati.



Sigrún Jónsdóttir, 24.7.2008 kl. 19:19

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

´Vá Sigrún mín hvað getur maður sagt, ég er innilega stolt  Berðu bróður þínum kveðju mína.

Takk Katla mín, hér er komið dásemdarveður, hlýtt og logn.

Hehehehe Rósa mín, jamm það skyldi þó ekki vera  Knús á þig elskulegust.

Takk Helga mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.7.2008 kl. 19:46

7 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Hér eru bara gullmolar og gullkorn

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 24.7.2008 kl. 21:17

8 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Takk fyrir Ásthildur mín  þú ert alltaf jafn yndisleg.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 24.7.2008 kl. 21:40

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Frábærar húfur.

Og takk fyrir myndir.

Ert þú og fam. ekki líka á leiðinni í einhverja vík á Ströndum.  Eins og mig minni það frá því í fyrra.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.7.2008 kl. 23:19

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei ekki á ár Jenný mín.  Það er orðið svo ásetið að þeir ganga fyrir sem aldrei hafa farið.  En ég fer með alla fjölskylduna í sumarbústaði í Flókalundi þetta árið, þann 15 - 22 ágúst, og ég hlakka rosalega til.

Takk elsku Sigrún mín, þessar húfur eru listaverk. Þær verða rosalega glaðar þær stuttu.

Takk Hulda mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.7.2008 kl. 07:32

11 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Takk fyrir myndirnar alltaf fallegt fyrir vestan. Ætli það séu ekki með fallegri stöðum á landinu.

Ég heimsótti Flateyri um daginn Ásthildur, mér fanns bærinn í mikilli niðurnýslu en svo stóðu þessu fallegu hús upp í hæðinni. Innkoman í bæinn var flott en ekki get ég sagt það um bæinn sjálfan.

Góða helgi.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 25.7.2008 kl. 08:40

12 Smámynd: Laufey B Waage

Fiskarnir hans Júlla eru æði (heyrðu - mig dreymdi Júlla í nótt, ég held að það hafi aldrei gerst fyrr). Þú kemur nú aftur með myndir af nykurrósunum þegar þær hafa blómstrað, er það ekki?

Laufey B Waage, 25.7.2008 kl. 09:21

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jú ég skal gera það Laufey mín.  Ef til vill dreymir þig hann, af því að hann er svo ánægður og þú átt þinn þátt í því.

Takk Guðrún mín.  Það var gert skurk í að snyrta bæinn með veraldarvinum.  Og við vorum svo með orf með okkur og tókum svona mestu druslusvæðin og slóum þau líka.  Þannig að bærinn er bara nokkuð þokkalegur núna. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.7.2008 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 93
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband