Veraldarvinir og innrás risahvannarinnar.

Já það rigndi dálítið á veraldarvinina okkar í morgun, þegar þeir mættu galvaskir til að reita illgresi

IMG_9571

enda eru þetta mest suðræn blóm, frá Koreu, Tékklandi, Króatíu, Þýskalandi, Frakklandi, og víðar að.

IMG_9572

Ungamamman þeirra á Flateyri var náttúrulega eins og aðrar ungamömmur, allt umvefjandi á, og passar upp á þau, rótar öllu út úr skápum og geymslum, til að klæða þau almennilega.  Þau eiga sko góða mömmu þar, krakkarnir.

IMG_9573

Það var stungið utan með trjám og reitt frá.  Ég lá sjálf á hnjánum í allan gær og fyrir hádegi í dag, að "finna" og "leita" að plöntum sem sláttumenn sumarsins hafa slegið niður.  Ég hugsaði ekki fallegar hugsanir get ég sagt ykkur.  Plöntur fyrri tugþúsundir króna bara slegnar niður eins og ekkert væri.  HVernig er þetta hægt.  En ég fann þær flestar, þó sumar séu ansi dauðalegar eftir tvö eða þrjú skipti sem þær hafa verið slegnar niður með grasinu.  HMPFRRR!

IMG_9574

Svona var veðrið í hádeginu, það var hætt að rigna, og logn.  Það fór að vísu aðeins að blása seinnipartinn, en svo kom sólarglæta.

IMG_9591

Já það er örugglega öðruvísi að koma svona á fjarlægar slóðir og vinna, eiga góðar stundir með fólki og borða öðruvísi mat.  Þetta veraldarvinadæmi er stórskemmtilegt og gott til að þjóðir kynnist á náinn jákvæðan hátt.

IMG_9595

Og auðvitað eru þau misdugleg, eins og gengur.  Þessi stúlka er frá Tékk reblublic, sagði hún, eða Tékki.  Stolt af því auðvitað.

IMG_9598

Blómarósir í beði.

IMG_9605

Undir kvöld var farið að rifa í seglin á himnagalleríinu, svo vonandi verður bara sól á morgun.

Það hringdi í mig blaðakona af fréttablaðinu í dag, til að spyrja mig um risahvönn.  Hún var með pistil um lítinn dreng sem hafði lent í þessu skrýmsli.  Jamm skrýmsli.  Fyrir nokkrum árum, þá var þessi risavaxna planta til skrauts tignarleg og falleg, en hún er stórhættuleg.  Vökvin í leggjum hennar getur brennt mann illilega ef maður gætir sín ekki.  Hingað til hefur hún verið fágæt, og bara til einstaka planta.  En nú þegar hlýnað hefur í veðri, þá er hún farin að sjá sér út um allt.  Þetta kallar á aðgerðir.  Það þarf hreinlega að útrýma henni.  Og ég þarf að byrja hjá sjálfri ´mér.

IMG_9599

Ég hef lítið getað sinnt garðinum mínum í sumar, var eitthvað að eitra fyrir henni í fyrra, og hélt að ég hefði eytt henni, en heldur betur ekki.  Hún er komin um allan garðinnn, og hún er upp í fjóra metra á hæð.  Sannarlega skrýmsli, sem varast ber.  Sjá hér;

http://www.visir.is/article/20080719/FRETTIR01/621077273 En Karen var sú sem hafði samband við mig í dag.  Þetta er eitthvað sem við viljum ekki að börnin okkar lendi í, saklausir kjánar sem þekkja ekki óvininn. Því hér eru fáir slíkir í flóruheiminum. 

Hún er líka kölluð Tromsöpálmi, hefur ekki sáð sér út hingað til, en er heldur betur að taka við sér eftir að veður hlýnaði.  Hún er hinn hættulegasta planta sem brennir húðina.  Og lítið varið í að hafa hana í garðinum, fyrst hún hefur tekið upp á þessum fjanda.  Það er að vísu eitt atriði sem ég er ekki viss um.  Hvort ein planta geti frjóvgað sig, eða hvort þarf tvær til, ég er með tvö afbrigði af henni í mínum, og það er ef til vill þess vegna sem hún sáir sér svona.  Það væri gott að fá svar við þessu.

En hafið það gott elskurnar mínar.  Að lokum ein skemmtileg mynd af bloggvini mínum Jóni Steinari í  skrýtna steininum á Gilsbrekku.  Á eftir að fara og skoða hann sjálf, og líka álfasteininn. 

Copy of Jon_Steinar_-_gamle_bilder_0002[1]

Flottur ekki satt, og flottir krakkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gaman af þessum myndum mikið ertu dugleg að láta inn myndir. Knús

Kristín Katla Árnadóttir, 22.7.2008 kl. 18:12

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sá einmitt grein um þetta í einhverju blaði um helgina! Það undarlega var að með greininni fylgdi mynd af ætishvönn.......!

Mér fannst það soldið kjánalegt. 

Hrönn Sigurðardóttir, 22.7.2008 kl. 18:22

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Var eimitt að spá í þessa hvönn eftir að ég sá fréttirnar um drenginn sem brenndist, mundi ekki eftir ógnvekjandi ætihvönn að norðan.  Takk fyrir upplýsingar. Myndin er flott og æðislegur steinn, hlakka til að sjá mynd hjá þér af steininum. 

Ásdís Sigurðardóttir, 22.7.2008 kl. 18:27

4 identicon

Skemmtilegt uppátæki með veraldarvini, gefur ungu fólki tækifæri sem kannski gefst ekki öðruvísi til að fara til annarra landa og kynnast öðru en túristarnir. Hvannarskömmin er hvimleið þar sem hún nær sér upp, getur orðið eins og frumskógur. T.d. á Hornströndum sumsstaðar, en það er svona með sumar plöntur, ég man eftir kerfli sem skrautblómi í garði, nú þekur hann stór svæði, eins með lúpínuna. En ég vissi ekki fyrr en ég heyrði í fréttum að hvönnin gæti orðið svona skæð.

Mikið rosalega er þetta flottur steinn.

Dísa (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 18:28

5 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Það er sniðugt að hafa svona veraldarvini. Þá gefst ungu fólki kostur á því að kynnast fólki frá öðrum löndum. Ég held að við verðum öll umburðarlyndari eftir því sem við kynnumst fjölbreyttari fólki frá mörgum stöðum. Flottur álfasteinninn  Ég vissi ekki þetta með hvönnina, nú hef ég augun hjá mér ef ég sé hana í nágrenninu.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 22.7.2008 kl. 20:19

6 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ja hérna, ekki hafði ég hugmynd um þessa skaðræðisplöntu. Eins gott að passa sig. Æðislegar myndirnar hjá þér eins og venjulega.

Helga Magnúsdóttir, 22.7.2008 kl. 20:31

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Drepa helvítið.

En þú ert alltaf jafn yndisleg og fræðandi Ásthildur Cesil.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.7.2008 kl. 20:42

8 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Það þarf að útrýma desk....hvönnina...ekki spurning.

Það var ekki sólarglætu að sjá hér í vesturborginni í Reykjavík....rigningarsuddi.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 22.7.2008 kl. 21:54

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég heyrði í útvarpinu í morgu, gaman að því.

Segðu mér Ásthildur er þessi risahvönn ekki búin að vera hérna frá ómunatíð? 

Sigurður Þórðarson, 22.7.2008 kl. 22:29

10 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Flottust

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 23.7.2008 kl. 10:06

11 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég þekkti hann á myndinni áður en þú sagðir hver hann var !

knús vestur

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.7.2008 kl. 10:13

12 Smámynd: Solla Guðjóns

Nú hafði ég nóg að skoða,hef ekki verið í tölvu lengi.Ég elska svona holugrjót eins og Jón Steinar er í.Og mikið rosalega er myndin af Stubbnum við eldinn frábær.þú ættir að senda hana inn í einhverja af þessum sumarmyndakeppnum.

Solla Guðjóns, 23.7.2008 kl. 12:16

13 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sunna Dóra Möller, 23.7.2008 kl. 14:52

14 Smámynd: Emma Agneta Björgvinsdóttir

Mjög gaman að lesa þetta og flottar myndir

Emma Agneta Björgvinsdóttir, 23.7.2008 kl. 17:25

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Emma mín.

Knús Sunna Dóra mín.

Þú segir nokkur Solla mín knús á þig. og Takk

Já hann er flottur hann Jón Steinar Steina mín, og svo steinninn.  Allt saman steinliggur knús á þig.

Takk Hulda mín

Þessi risahvönn er allavega búin að vera í Jónsgarði lengi, hann var stofnaður 1922, og ætli sú hvönn hafi ekki komið fljótlega upp úr því, sennilega með fræi frá Noregi.  En hún hefur aldrei sáð sér út fyrr en núna allra síðustu ár.

Æ Guðrún mín, hér er að létta til, en veðrið er svolítið mikið að flýta sér akkúrat núna.  Hægist örugglega um með kvöldinu. Sendi þér sólargeisla.

Takk Jenný mín, knús

AUðvitað skemmta þér sér vel á Þjóðhátíð Búkolla mín enginn spurning um það.  Knús á þig líka

Takk Helga mín, og knús til baka

Já eins gott Sigrún mín meðan þú ert með lítil börn.  Steinninn er frábær, ég ætla að tosa minn mann til að leita að honum og taka fleiri myndir.

Dísa mín, það er ekki spánarkerfill eða ætihvönn sem eru hættulegar, heldur risahvönninn, þessi stóra.  Hún verður yfir þrír metrar á hæð. 

Já Ásdís mín ég er ákveðin í að fara þarna og finna steinana báða, bæði álfasteininn og holusteininn. 

Hrönn, það var einmitt í fréttablaðinu, hún blaðakonan sagði mér að hún hefði ekki átt aðra mynd, svo nú sendi ég henni rétta mynd.  Það er gott hjá henni að vekja máls á þessu.  Og alveg komin tímí á að vara við risahvönninni.

Takk og Knús Katla mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.7.2008 kl. 18:05

16 identicon

Og ég sem er með svo flotta risahvönn úti í garði eða Bjarnarkló, er ekki alveg til í að henda henni.

Kidda (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 19:24

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vertu bara á verði ef hún fer að sá sér út Kidda mín.  Og svo geturðu klippt af henni blómin, áður en hún setur fræ.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.7.2008 kl. 19:36

18 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Ásthildur mín.

Flottar myndir og myndin af steininum og Jóni Steinari vini okkar er að sjálfsögðu flottust.

Guð geymi þig

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.7.2008 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 93
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband