Ætla íslendingar að taka Lúkasin á Friðriki Ómari ?

Friðrik Ómar hefur læst bloggi sínu.  Las þetta hjá einum bloggvini mínum http://blogger.blog.is/blog/blogger/ 

Friðrik Ómar skráir sig úr símaskránni

Friðrik Ómar Hjörleifsson verðandi Eurovisionfari hefur tekið númer sitt úr símaskránni. Friðrik var skráður með símanúmer og heimasíðu í skránni (tilvitnun lýkur)Ég fór síðan inn á Google og kannaði málið, og sá að þar var enginn umfjöllun um Friðrik Ómar og Evrovision 2008.  Bara eldri færslur Og sá þetta.

http://fridrikomar.blog.is/blog/fridrikomar/

 Það hefur margt verið rætt um ummæli sem Friðrik Ómar lét falla eftir sigurinn.  Ég tek það fram að ég sá það ekki, þar sem sjónvarpsupptakan náði ekki nema fram að hléi, af hverju sem það nú annars var.En ég sá umræðuna í Kastljósinu,  þar sagði Friðrik að ummæli framm úr sal hefðu sett sig úr jafnvægi, orð sem ekki voru hafandi eftir, jafnvel um móður hans hefðu gert það að verkum.  Hann sagði jafnframt að þessi framíköll hefðu ekki heyrst í sjónvarpinu, og því kæmi þetta illa út fyrir hann. Ég verð að viðurkenna að mér ofbýður stundum hvað íslendingar geta verið illskeyttir haldi þeir sig einhverstaðar geta grýtt menn í kaf, stundum af litlu tilefni.  Það er róið- og kynt undir illmælginni þangað til það verður að stórum suðupotti, besta dæmið hingað til er hundsmáli svokallað Lúkasarmál.  Vilja menn virkilega gera öðrum svona illt, jafnvel þó viðkomandi hafi ekki gert nokkrum manni neitt ?Eru menn ekki ennþá komnir út úr hellinum, með kylfurnar enn á lofti dragandi fólk á hárinu.  Hvar er siðferðið og kurteisin og já umburðarlyndið.  Ég geri mér grein fyrir að það er oft erfitt að sitja á toppnum.  Það vekur oft öfund þegar einhver gerir eitthvað sem vekur athygli, mönnum hættir til að tala illa um þann sem þannig kemst, en þeir sem taka undir eru bara ekkert betri.  Það fólk sem hvað hæst hefur látið ætti að biðja Friðrik Ómar, og aðstandendur vinningslagsins afsökunar og skammast sín síðan. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Óttast þú ekkert dóminn um  boggskrifin mín kæra Ásthildur Cesil. Ég hef nú beðið þig að fjarlægja blogg um mig en án árangurs. Ég á nú þessi blogg öll vistuð en velti því fyrir mér hvort það kæmi þér ekki illa að fara í mál við malefni.com. Malefnin eru þannig sóðaleg að þau eru þér í það minnsta ekki til sóma. En ég er sammála um að Friðrik Ómar það er verið að reyna að gríta hann í kaf. Eitthvað sem mest er þó gert með fólk á blogginu sem þú berð ábyrgð á.

kveðja

Jónína Ben 

Jónína Benediktsdóttir, 27.2.2008 kl. 15:37

2 Smámynd: Katrín

Hjartanlega sammála!   Öfundin er ein dauðasyndanna sjö enda getur drepið menn i eiginlegri og óeginlegri merkingu.

Katrín, 27.2.2008 kl. 15:39

3 Smámynd: Katrín

....og þá sammála þér Ásthildur, ummæli Jónínu skutust þarna á milli.  Mér finnst nú Frú Jónína vera að kasta steinum úr glerhúsi

Katrín, 27.2.2008 kl. 15:42

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hef ekkert að óttast frá þinni hendi kæra Jónína.  Ég hef ekki skrifað neitt um þig sem ég skammast mín fyrir.  Hvað varðar Málefnin.com, þá höfum við reynt að taka út þau skrif sem við verðum vör við og okkur er bent á, sem fara út fyrir velsæmismörk.  En fólkið á málefnunum ber sjálft ábyrgð á því sem það skrifar þar.  Við höfum reglur sem fólk hefur samþykkt að fylgja, og það er á þeirra ábyrgð að fara eftir þeim. 

Verð nú samt að viðurkenna að ég les yfirleitt ekki bloggskrifin þín.  Og þar kennir nú ýmissa grasa og ekki allt fallegt sem þar kemur fram. 

Jamm Katrín mín, sumir kasta grjóti úr glerhúsi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2008 kl. 15:52

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Var reyndar aðeins og fljót á mér.  Nei ég óttast ekki þennan dóm.  Og er viss um að þessu verður snúið við í hæstarétti, því er þessi ummæli eru svona stórkostleg, þá held ég að ansi margir þurfi að skoða og spekulera.  Því eftir því sem mér skilst þá eru Málefnin barnaleikur miðað við sum önnur spjallsvæði. 

Reyndar verð ég að taka fram, að kurteisi og umburðarlyndi skila sér miklu betur en hatursskrif og særandi ummæli.  Þó dettum við stundum ofan í þá gryfju þegar við erum sár og reið.  Eitthvað sem allir ættu að íhuga. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2008 kl. 15:56

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Fólk á yfir höfuð ALDREI að skrifa orð á blað með reiði eða hatur í hug, það er bara svo einfalt!

VAnhugsun og fljótfærni er þá oftar en ekki með í för og meira að segja heimska líka!

Ætla nú annars ekki að blanda mér í skak milli tveggja valkyrja, slíkt hefur nú ekki verið til fagnaðar fyrir karlpunga hingað til!

En allt þetta rugl nú með riðrik Ómar, eða andúðina sem hann og hans fólk fékk yfir sig, þá held ég að rótin hafi einfaldlega verið sú, að fylgjendur hins leiðindalagsins voru blindaðir af sigurvissu! Og þegar menn eru svo vissir, en tapa samt, þá eru viðbrögðin oft svona afgerandi og ofsakennd!

Magnús Geir Guðmundsson, 27.2.2008 kl. 16:13

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Alveg hárrétt hjá þér Magnús minn.  Maður á aldrei að skrifa í haturshug. Og já sá sem ætlast til of mikils, missir meira en sá sem gætir hófs.

Með mig og Jónínu, þá held ég að við getum bara rætt saman í bróðerni eða á maður að segja systserni.  Mér líkar oft vel við þá valkyrju.  Höfum stundum átt orðaskipti um skrif á Málefnunum.com. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2008 kl. 16:21

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er svo sammála þér íslendingar eru dónar og láta svona eins og þeir gerðu og ég skil ekki svona andúð auðvita á að biðja hann afsökunar..

Kristín Katla Árnadóttir, 27.2.2008 kl. 16:23

9 Smámynd: Brynja skordal

Er svo sammála þér í öllu þarna Ásthildur mín æ fæ bara smá sting í magann þegar svona skeður verið að misbjóða fólki sé ekki tilgangin í því skil ekki svona lið líður því betur nje held ekki sumir kunna ekki að skammast sín svo einfalt er það eða hvað

Brynja skordal, 27.2.2008 kl. 16:46

10 Smámynd: Brynja skordal

Gleymdi 11 ára dóttir mín sat nú í salnum og var svo hneyksluð þegar hún tjáði mér um þessi orð sem voru kölluð að Friðrik og hans fólki

Brynja skordal, 27.2.2008 kl. 16:52

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Katla mín það er bara sorglegt, og getur gert svo margt vont.

Einmitt ég held að fólk sé ekkert að spá í tilganginn, heldur að sparka áfram í einhvern sem það öfundar eða er illa við af einhverjum ástæðum.  En eins og það góða sem maður fær til baka tífalt, þá fær maður líka það vonda til baka tífalt.  Menn ættu að hafa það í huga.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2008 kl. 16:53

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt, það var það sem alþjóð missti af, og heyrði bara svarið, sem var nú ekki svo hroðalegt í ljósi þess sem að honum var kastað.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2008 kl. 16:55

13 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég er mjög reið yfir þessu.

Tjái mig ekki frekar því það yrðu mjög ljót orð.

Solla Guðjóns, 27.2.2008 kl. 16:58

14 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Takk fyrir kveðjuna Ásthildur!

Benedikt Halldórsson, 27.2.2008 kl. 17:28

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gangi þér bara vel Benedikt minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2008 kl. 17:38

16 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Það blæs mest á toppnum, það hefur stelpan mín þurft að reyna ...  en kom sem betur fer sterk út úr því. Þetta mál í kringum Friðrik Ómar er hið leiðinlegasta og kannski svolítið týpískt fyrir þjóðarsálina - eða hvað ?

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.2.2008 kl. 17:48

17 Smámynd: Tiger

  Ljót orð og miður falleg umfjöllun er eitthvað sem aldrei ætti að lýðast á einum eða neinum stað. Persónulega finnst mér skítkast frekar lýsa innri manni þess sem slíku kastar en nokkru öðru. Það er of lítið af virðingu og vinsemd á netinu öllu. Fólk hamast um allt, í nafnleysi, að skíta hvert annað út - og oft útaf svo litlu tilefni að það er grátlegt.

  Netverjar ættu frekar að einbeita sér að jákvæðni, vera glaðlynt og brosandi vingjarnlegt. Þá væri nú netheimurinn mun yndislegri að vafra um.

  Thank you. Farinn að segja eitthvað jákvætt einhvers staðar...

Tiger, 27.2.2008 kl. 17:57

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Veistu alveg get ég trúað því Jóhanna mín.  Öruggt skotspæni.  Gott að hún gat tekið því vel.  Það er ekki öllum gefið.

Æ já sammála þér Móðir góð vinirnir hérna eru gullmolar, og auðvitað á hver að geta varið sig, gegn þeim sem ráðast að manni.  Þetta tiltekna mál var bara ekki þannig vaxið. Best væri að við gætum glaðst með þeim sem gengur vel, og haft samúð með þeim sem gengur verr.  Raunveruleikinn er samt allt annar svona allof oft. 

Tigercopper mín það þarf ekki nafnleysi til.  Sumir geta ausið svívirðingum yfir aðra undir nafni.  En vonandi hefurðu hitt eitthvað viðkvæmt hjarta til að vera jákvæð við

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2008 kl. 21:20

19 Smámynd: Tiger

   Ásthildur þó ... Á ég að trúa því að þú sért alltaf að kalla mig "stelpu"? Grrrr...

  Síðast þegar ég vissi var ég strákur sko! En...

  Það er konukind í okkur öllum einhversstaðar inn við beinið ... *knús*.

Tiger, 27.2.2008 kl. 22:15

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Fyrirgefðu Tigercopper minn, hvernig á ég að átta mig á því að þú ert strákur.  En þetta sýnir bara fordómana í mér, allir broskarlarnir og sona.   Þetta kemur ekki fyrir aftur.  Knús á þig líka.

Pass er heiðarlegt svar Perla mín.  Og velkomin. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2008 kl. 07:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 2020842

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband