29.1.2008 | 17:37
Dominikanska- sögulok.
Jæja þá eru sögulok í ferðinni til Dominikanska lýðveldisins.
Síðasti dagurinn var sólríkur, en þó lúrði rigninginn einhvernveginn á bak við. En við fórum á ströndina í síðasta skipti.
Tvö hlæjandi börn gengu fram hjá og kölluðu, góðan dag gamli maður góðan dag.
Rigningin lúrir á bak við sólargeislana.
Hér eru nokkrar myndir af frábærum ferðafélögum okkar.
Beðið eftir rútunni til Sanktó Domingo.
Slakað á í lobbíinu.
Þessar tvær yndislegu konur voru nágrannar okkar, ég sat stundum og átti gott spjall við þær.
Hér hafa menn það gott við sundlaugina. Það sést að menn eru komnir í ferðafötin.
Sæt saman Úlfur stubburinn minn og hún Freyja litla.
Þarna erum við á leið út í vélina. Endalausar biðraðir búnar, fyrst biðröð við inntékk, síðan biðröð við vegabréfaskoðun og svo við leitina. En svo kom í ljós að við þurftum að labba út í vélina. Ferðinni hafði verið flýtt af öllum uppákomum, sem varð svo til þess að við þurftum að bíða heillengi í vélinni, því fólk var ekki alveg með á nótunum. Svo stóð á skjánum gamli brottfarartíminn sem var nokkrum klukkutímum síðar.
Svona gera menn bara ekki held ég.
Það var heilmikil bið í flugvélinni, meðan leitað var að og beðið eftir fólkinu sem ekki hafði fylgst nógu vel með. Enda finnst mér einhvern veginn að það sé ekki hægt að flýta brottför, bara af því að áhöfnin vildi komast heim sem fyrst, þau höfðu meðvind út.
Þetta er svo himnagallerið bakdyrameginn.
En svo komum við til landsins, sveitt svekkt og þreytt, og hvað haldiði að taki við?
Jú móttökulið grátt fyrir járnum, teknir allir vökvar, úr skónum og allsherjar leit. Það var ekki mjög ánægjulegt. Ég sýndi víst einhverja óánægju og stúlka ein af þeim sem hefur ekki þroska í einkennisbúning, sýndi af sér mikinn hroka, þú verður að leita betur í dótinu hennar, sagði hún illkvittnislega, og setti veskið mitt fyrir framan ungan tollvörð, hann grautaði aumingjalegur í veskinu með annari hendinni meðan ég horfði á hann manndrápsaugum. Annar farþegi hafði smálögg af Beefeater í handtöskunni, hún var tekin upp og sýnd öllum sem þar stóðu, taktu hana bara hvæsti maðurinn út úr sér, eða drekktu hana ef þú vilt það frekar.
Ég verð að segja það maður hefur oft og mörgum sinnum komið heim frá ýmsum stöðum í heiminum, en að fá svona velkomstmóttöku, er meira en hægt er að þola. Hvern andskotan voru þeir að taka af manni vatn og vökva þegar maður er að koma ÚT ÚR FLUGVÉLINNI OG INN Í LANDIÐ?
Ég hugsaði ekki fallega til Halldórs Ásgrímssonar í það skiptið, þetta fjandans chengensamkomulag, sem hann langaði svo til að komast í. Bretar höfðu vit á að standa utan við þetta.
Svo á að velja vel það fólk sem klæðist einkennisbúningum, sumt fólk þolir bara ekki að fá þannig yfirráð yfir öðrum.
Ég átti í smá samræðum við Björn Bjarnason litlu seinna, og sagði honum að ég væri ekki hress með þetta. Hann benti auðvitað á að þetta væri Chengensamkomulagið sem við ættum þátt í og yrðum að fara eftir. Ég segi nú bara þetta er óþolandi, við vorum í leiguflugi, sama fólki sem fór út og kom inn. Og allir að koma heim til sín. Er þetta nú ekki að fylgja einhverjum reglum út í æsar. Ég er ennþá bálreið.
Ekki varð svo undan því vikist að koma við í Toys R us, stubbur þurfti endilega að skoða, hann átti ennþá einhverja peninga frá jólunum.
En svo lá leiðin heim.
Í íslenskt veðurfar. Það er svo sem bara gott líka.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Því miður er það nú þannig að stundum er erfiðara að komast heim en inn í annað land td. Bandaríkin.
Og því miður eru kynsystur okkar ekki allar hæfar til þess að vera í búningum sem gefa vald
Held við hefðum átt að öllu leyti að halda okkur frá þessu Shengensamkomulagi. Hef ekki orðið vör við að það sé til bóta fyrir okkur á nokkurn hátt.
Veistu ég bý í nágrenni við leikfangabúðina en hef aldrei komið þar inn
Takk fyrir að taka okkur með í ferðalagið.
Kidda (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 19:00
Takk fyrir restina af ferðinni, mér finnst ég kannast við aðra vinkonu þína þarna á myndinni, sem þú spjallaðir stundum við, vinnur hún ekki á Reykjalundi? get ekki munað nafnið í augnablikinu en hún er félagsráðgjafi er það ekki. ? Ég skil að það hafi ekki verið að fá svona móttökur, ég hef ekki flogið út síðan 2001 sjálfsagt hefur margt breyst. Góð kveðja til þín.
Ásdís Sigurðardóttir, 29.1.2008 kl. 19:12
Þið eruð velkomnar með í ferðalagið. Eg er sammála þér Kidda mín, þetta shengen er bara rugl, enda segja mér menn sem þekkja til, að það stuðli að því að fólk eigi betra með að smygla inn dópi frá Evrópu, því leit þaðan sé takmörkuð og ekkert eftirlit vegna afbrotaferils eða heilsu.
Það getur mjög vel verið Ásdís mín að hún starfi á Reykjalundi. Ég spurði þær aldrei um hvað þær gerðu, þær voru bara yndislegir ferðafélagar og gaman að spjalla við þær. Svona er ég nú bara. Þær lesa þetta ef til vill og segja til um það. Ég veit að önnur heitir Brynja og er Arthúrsdóttir, hefur ferðast mikið og skrifað um ferðir sínar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2008 kl. 20:12
Hehehe já þetta hefur verið stríðnispúki, Skotar eru yndislegt fólk, svo notalegir. En takk fyrir að staðfesta þetta með hana Brynju, ég dáðist þvílíkt að henni fyrir hvað hún var dugleg að fara allt, það er ekki auðvelt aðgengi þarna, allt í hólum og hæðum. En aldrei kvartaði hún, heldur var alltaf svo ljúf og yndæl. Ég er glöð yfir að fá að kynnast vona kjarnafólki eins og þessum tveimur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2008 kl. 21:16
Alveg fáránlegar móttökur, jesúsamía. Velkomin heim.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.1.2008 kl. 23:05
Jenný mín þetta voru móttökurnar frá Dominikanska, eða frá henni Ameríku, þetta eru mótttökurnar sem fólk má héðan af búast við að fá, þegar það kemur annarsstaðar frá en Evrópu. Þetta er eins og að komast í gegnum fucking nálaraugað í Ameríku. Enda er ég búin að ákveða að hætta að fara þangað, þ.e. til BNA. Þegar ég aftur á móti kem heim frá Vín, þá verður væntanlega tekið vel á móti mér, nema einhver einkennisfælin fröken sé í græna hliðinu og ákveði að ég sé grundamleg
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2008 kl. 23:15
Grunsamleg átti það að vera.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2008 kl. 23:16
Minnir mig á þegar ég var á Gardemo flugvelli hér um árið og lenti í einhverri tilviljanakenndri skoðun. Ég hef aldrei á æfinni lent í svoleiðis leit. Það var farið í gegnum allt. Þetta var ung stúlka sem sagði að þetta hefði ekkert með mig að gera, það væri bara tilviljanakennt hverjir lentu í þessu, frekar óskemmtilegt.
Takk fyrir myndir og sögu og kveðjur vestur
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 23:26
Það hefur verið virkilega gaman að fylgjast með myndunum frá ferðalagi þínu. Velkomin í snjóinn.
Halla Rut , 29.1.2008 kl. 23:38
ótrúlegar andstæður í veðri. en það er alltaf gott að koma heim, hvar sem heim er.
BlessYou
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 30.1.2008 kl. 07:21
Sunna Dóra Möller, 30.1.2008 kl. 09:15
Moi er ennþá út í Vín, þetta var heimkoman frá Dominiska elskurnar. Ég verð hér viku í viðbót, dóttir mín fer í fyrra prófið á morgun, og hitt þann 5. febrúar. En hér er sól í dag, og ég er að spá í að fara men börnin annað hvort í dýragarðin eða niður í miðbæ.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.1.2008 kl. 09:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.