Hið eina og sanna valdarán.

Svona mitt í allri uppákomuni í henni Reykjavík, þá get ég ekki annað en brosað út í annað.  Hér hafa

 menn hneykslast fram og til baka á kjörnum fulltrúum borgarinnar, sem sagðir eru stinga hvor annan í bakið, stunda klækjastjórnmál og ég veit ekki hvað og hvað.  Fólk er að kafna úr vandlætingu yfir því sem það kallar svik við kjósendur,  óheiðarleg vinnubrögð og svo framvegis.

Held meira að segja að grandvarasta fólk hafi falið hnífasettin sín í læstri skúffu.

 En þegar maður skoðar málið betur, þá verður að viðurkennast að enginn hefur farið jafn illa úr út þessum klækjum og refskákum og Frjálslyndi flokkurinn.  Samt er hann hafður að skotspæni og skammaður fyrir tiltækið. 

Málið er að í borgarstjórnarflokki Frjálslyndra og óháðra, er meiri hluti stjórnarmanna í Íslandshreyfingunni.  Fjórir efstu menn eru þar, ég man ekki hvar á listanum Gísli Helgason er, en hann er okkar maður einn af fáum Frjálslyndum á honum, síðan kemur Sveinn Aðalsteinsson sem líka hefur gengið úr flokknum.  Það er því Íslandshreyfingin sem á flesta fulltrúa á lista Frjálslyndaflokksins og óháðra. Sniðugt ekki satt ?  Og jafnvel ennþá sniðugra er eftir því sem mér skilst þá hafa menn úr Íslandshreyfingunni verið settir í nefndir á vegum borgarinnar, sem aldrei hafa komið nálægt Frjálslyndaflokknum, eins og Jakob Frímann Magnússon til dæmis.

Svo eru menn að væla yfir því að kjörnir fulltrúar skipta um meirihluta, og finna því allt til foráttu, ég segi nú ekki margt.  Hvernig er þessi pólitík eiginlega að verða hjá okkur, einn hrærigrautur? 

 Íslandshreyfingin er nokkurskonar klofningur úr Framtíðarlandinu, sem ætlaði sér stóran hlut í íslenskri pólitík.  Síðan gerist það að Margrét tapar varaformannskjöri og verður reið, rífur sig frá frjálslyndum, og það fylgja hennir nokkrir einstaklingar, þar á meðal þessi þrjú sem með henni tróna í efstu sætum F-listans, og alla leið inn í Íslandshreyfinguna.  En klofningnum er ekki lokið, því þessir fjórir einstaklingar hafa síðan skipst niður í tvær einingar, þ.e. Ólafur og Ásta annars vegar og hinsvegar  Margrét og Guðrún.  Nú vantar bara að Margrét og Guðrún fari í hár saman, og þá er þessi Íslandshreyfing orðin að öreindum. 

 Þetta er raunar mjög sérstakt og af því verið er að tala um svik og óheiðarleika, þá spyr ég, hvernig getur fólk sem er í öðrum stjórnmálaflokki, en sitja sem kjörnir fulltrúar fyrir  flokkinn, talist áháðir ?  Ein þeirra meira að segja varaformaður annars stjórnmálaflokks? 

Allt í lagi ég get skilið Ólaf  F. og Ástu, þau eru með sínum gjörðum að stuðla að framgangi þess sem þau lofuðu í kosningabaráttunni á sínum tíma.  En ég get ekki skilið hinar tvær, því þær ætla sér ekki að starfa eftir þeim loforðum sem þær gáfu.   Margrét kynnti það hátíðlega og glaðhlakkaleg, eins og ekkert væri sjálfsagðara, það hefur reyndar lítið heyrst í Guðrúnu, þeirri mætu konu. Margrét segir stolt að hún ætli ekki að styðja Ólaf, sem er að vinna að framgangi kosningaloforða sem þau bæði gáfu fólki í síðustu kosningum.  Og samt finnst fólki þessi kona trúverðug ? Einhver annar hefði verið kallaður vindhani og af minna tilefni.

Sérstaklega þegar það hefur verið upplýst af Ástu Þorleifsdóttur að Ólafur hafi sagt sínu fólki viku fyrir skiptin að hann ætti í viðræðum við Sjálfstæðismenn. 

 

Ég get ekki að því gert að mér finnst það ekki gott mál að sitja sem fastast á lista Frjálslyndra, í skjóli

þess að hún sé óháð, þegar hún er varaformaður í Íslandshreyfingunni.  Það er von að Ómar hjali þýðlega um allt aðra hluti, þegar hann hefur sitt fólk raðað niður á F-listann.  En ég held að þetta fólk ætti sem minnst að tala um heiðarleika og góða siði í stjórnmálum.

 Það er líka pínu fyndið að fylgjast með mínum mönnum,  sem vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga, eiga í erfiðleikum með að svara.  Þeim finnst þeim koma þetta lítið við, og þó er þetta allt gert í nafni Frjálslyndaflokksins. Þeir minna mig dálítið á þorska á þurru landi, þessar elskur. Þetta er eiginlega bara drepfyndið, ef maður hefur húmor fyrir svoleiðis þ.e. dálítið svartan.  Ég hugsa að fáir vildu vera í þessum sporum, talandi um valdarán, þá er eina valdaránið sem framið hefur verið að mínu mati,  yfirtaka Íslandshreyfingarinnar yfir Frjálslyndaflokknum í Reykjavík.

Eitt ætti að vera nokkuð ljóst að Frjálslyndi flokkurinn býður ekki fram í nafni Frjálslyndra og óháðra aftur. 

Þetta er nú bara svona smápæling hjá mér, þegar maður hefur lítið annað að gera en að passa þæg og góð börn og leika sér í tölvunni Smile

ferð til V'inar 018

Megi blessun, ljós og friður fylgja ykkur öllum á Ísaköldu fögru landi Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

Gott hjá þér, og skemmtilegir ferðapistlar.

Spurning að gera íbúðir í tönkunum uppi í Öskjuhlíð?

Snorri Bergz, 29.1.2008 kl. 10:31

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Mæl þú kvenna heilust - gott þú hefur tíma til að pæla!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 29.1.2008 kl. 10:35

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk bæði tvö, jamm ætli það væri ekki besta nýtingin á tönkunum Snorri ?

Hehehe Jóhanna mín, ég er örugglega stórhættuleg þegar ég fer að skoða hlutina í rólegheitum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2008 kl. 10:54

4 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Ómar Ragnarsson ætti náttúrulega að skammast sín. Það er ömurlegt að horfa upp á þennan mann verja þann þjófnað á umboði sem Ólafur, Margrét og annað fólk í þessari "Íslandshreyfingu" ástundar. Síðan sendir hann fólk úr þessari hreyfingu sinni sem aldrei hefur komið nálægt F-listanum og fær Ólaf til að skipa það sem aðalmenn í lykilnefndir í borginni. Á sama tíma gapir þessi maður um lýðræði og biður um "sanngjarnari" kosingalög svo rugludallar eins og hann komist á þing! Einu sinni hafði ég mikið álit á Ómari en það er hefur fyrir löngu snúist upp í andhverfu sína.

Magnús Þór Hafsteinsson, 29.1.2008 kl. 11:46

5 identicon

Satt að segja er ég orðin dálítið þreytt á þessari samúðarpólítík sem Margrét virðist hafa náð góðum tökum á og hingað til hefur hún fengið flest sín atkvæði út á   - að mínu mati. Hef reyndar aldrei skilið fyllilega hennar frama í Frjálslyndaflokknum og grátkórnum sem fylgdi henni til Íslandshreyfingarinnar og nú tala menn um að hún sé að reyna að finna sér hentugan tíma til að færa sig yfir til Samfylkingarinnar.  Perónulega tel ég að hún hafi lítið þangað að gera þar sem hún stendur því fólki svo langt að baki og vantar pólitíska sannfæringu - sem reyndar virðist fokin út í veður og vind hjá flestum stjórnmálamönnum nú til dags.

Kveðja 

Anna M.Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 12:49

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er einhverskonar undirbúningsvinna í gangi milli hennar, Dags og Svandísar.  Veit ekki alveg í hverju það felst, þessi tjarnarkvartett er reyndar orðin að tríói.  Svo það kvarnast einhvernveginn alltaf upp úr öllu þeim meginn. 

Ég verð að taka undir með þér Magnús, álitið fer fyrir lítið, þegar fólk hagar sér svona, og sakar svo aðra um metorðagirndog skort á heiðarlegum vinnubrögðum.  Það er eiginlega dálítið fyndið, ef það væri ekki svona mikil lítilsvirðing við lýðræðið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2008 kl. 13:30

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Góðar pælingar hjá þér Ásthildur. Persónulega finnst mér þetta allt vera orðinn einn skrípaleikur og að það eina sem vaki fyrir öllu þessu liði sé valdapot en ekki málefnin.

Huld S. Ringsted, 29.1.2008 kl. 13:48

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég vona bara að svona heilt yfir, þá komi eitthvað betra system út úr þessu.  Ef fólk er virkilega búið að fá nóg, en ekki bara eitthvert píp til að þagga niður í andstæðingum.   Það má margt breytast svo sannarlega. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2008 kl. 13:58

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Heil og sæl mín góða Ásthildur!

Já þú ferð á flug þegar hugur hefur frið til þess, en láttu nú ekki blessuð börnin verða vör við "úfna særótið, sem inni hugur geymir"!

En ekki vantar það nei, að allt þetta hafarí verðskuldar í mínum huga og fleiri heitið "Sirkús Reykjavík", eins þó alvarlegt þetta er nú annars fyrir borgarbúa og stjórnmálin almennt.

Horfandi á þetta svo úr jfarlægð og án neinna politískra hagsmuna, finnst mér nú þetta fyrst og síðast snúast um Óla larfin og þannig lét hann líka hlutina gerast. Hann spilaði sóló og gerir enn blessaður karlinn og þótt hann hafi verið svo rausnarlegur að segja frá einhverjum viðræðum við D listan, við aðra í borgarstjórnarflokknum, þá má alveg spyrja, hví hann tjáði þeim ekki strax af sínum vilja að vilja ekki starfa í fyrri meirihluta?

EF ég hefði verið í sporum kvennanna á eftir honum á listanum, hefði ég íka sett spurningarmerki við mann sem á að heita með mér í samstarfi, að hann sé með einkapukur út í bæ, en komi svo bara seinna og segi mér frá!

Þetta snýst nefnilega ekki bara um að koma stefnumálum fram hvað sem það kostar, heldur um innanbúðartraust þeirra sem eiga að koma stefnunni fram!

Og ætli þessi Ásta Þorleifs sé nokkur einkaboðberi sannleikans í málinu fyrir hönd Ólafs?

Að hans eigin málflutningi get ég nú ómögulega samþykkt það!

Reykvíkinga vegna vona ég hins vegar að stöðugleiki og festa muni komast á fyrr eða síðar, sem virtist reyndar vera að gerast þegar öll þessi ósköð dundu yfir!

Að lokum vildi ég óska þess að nafni minn hérna að ofan, varaformaður FF, gæti nú hagð orðum sínum smekklegar þegar hann gagnrýnir aðra, var líka að benda ungri sjálfstæðiskonu á, sem var að gagnrýna Svanndísi Svavars, að ég og flest annað fólk væri sjaldnast nær því hvort viðkomandi væri svo slæmur, er stóryrði á persónulegum nótum væru viðhöfð, en líkurnar væru oftast líka minni að maður tæki mark á slíkri gagnrýni en hitt!

Líkur hér þessari romsu með góðri kveðju til vestanvetrarríkisins!

Magnús Geir Guðmundsson, 29.1.2008 kl. 14:17

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

No comment on politics at this time.  Of mikið innanbúðar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.1.2008 kl. 14:27

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Rétt er það Magnús minn, að ekki vitum við kurlin öll, né eru þau komin til grafar.  En ég er alveg viss um að Ásta sagði satt frá þessu.  Ég þekki dálítið til hjá þessu fólki, og veit hvað gengið hefur á.  Og get ef til vill þess vegna gert mér í hugarlund betur en þeir sem ekkert þekkja til, hvar sannleikurinn liggur.  Hann er nefnilega ekki alltaf augljós.  Því það er til fólk sem kann svo sannarlega að fela hann vel og rækilega, sjálfum sér til framdráttar.  En svoleiðis hefur alltaf verið til og mun alltaf vera til.  Svo það er lítið við því að segja.  En í þessu máli er enginn alhvítur eða alsvartur, eins og menn hafa viljað vera láta.  Það veit ég fyrir víst. 

Ég tek undir þá ósk þína að þessu gjörningaveðri fari að ljúka  svo menn geti farið að einhenda sér í að vinna að þeim málum sem brenna á. 

Þakka kærlega fyrir góðar kveðjur Magnús minn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2008 kl. 14:30

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega tekið til greina Jenný mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2008 kl. 14:31

13 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Æðisleg færsla.

Mér hefur þótt verst hvað fólk hefur verið ómálefnalegt í þessari umræðu. Baralegt er ekki rétta orðið því börn eru yfirleitt ekki svo rætin að nota veikleika fólks á móti þeim... í það minnsta ekki ef þau eru vel upp alin, en það er vart hægt að væna sexfætta kvartettinn um slíkt... 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 29.1.2008 kl. 15:38

14 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góður pistill vinkona.  Ekki hefur maður álit á mörgum þessa dagana.  Mér finnst allt lykta af því að Magrét dembi sér í kjölfar Dags og gangi í Samf. henni virðist líka vel vistin hjá honum. Menn ættu að nota sem minnst orðin "heiðarleiki"  og "óheiðarleiki" hinna og þessara, finnst mér margir falla undir þetta þó svo þeir sjái ekki bjálkann í eigin auga.  Vona að menn verði skynsamari með vorinu, er þó ekkert of viss. Kveðja til Vínar, hvenær kemurðu heim??

Ásdís Sigurðardóttir, 29.1.2008 kl. 16:03

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk J. Einar Valur minn.  Já blessuð börnin eru hreinskilin en aldrei rætin.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2008 kl. 16:04

16 Smámynd: Halla Rut

Mjög góður pistill og heill.

Ég er sammála þér ég trúi Ástu. Ég sé ekki að hún hafi neina ástæðu til að ljúga. Sömuleiðis þá má spyrja sig hvernig Dagur heyrði af því að einhverjar þreifingar væru í gangi. Hver ætli hafi verið að segja honum það annar en Margrét. Margrét er ekki trúverðugur stjórnmálamaður og skil ég ekki í, að einhverjum finnist það.   

Halla Rut , 29.1.2008 kl. 23:52

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hún leynir á sér hún Margrét.  En ég trúi líka þessum þreyfingum sem sagt er að hafi verið við Vinstri græna líka, og ég heyrði Björn Inga staðhæfa að það hefðu verið þreyfingar við hann líka.  Svo einhversstaðar er nú einhver maðkur í mysunni.  Ætli þetta sé ekki allt saman sami grautur í sömu skál.  Hugsa það bara. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.1.2008 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 91
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband