Skugga Sveinn.

 

Ég fór á leiksýninguna Skuggasvein í gærkveldi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.

Þetta mun vera fyrsta leiksýninginn sem sett er upp í aðalsalnum.  En nokkur leikverk af minna taginu hafa verið sýnd í sal á annari hæð hússins.

Húsið í sjálfu sér er meistaraverk, þar koma saman gamli tíminn og sá nýji.  Húsið er bjálkahús, sterklega byggt, og hafa þau einkenni verið látin halda sér.  Edinborgarhúsið var teiknað af Rögnvaldi Ólafssyni, en endurgerð var allavega að hluta til í höndum arkiteksins ísfirska Elísabetar Gunnarsdóttur.  Í húsinu er nú rekinn listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar undir styrkri stjórn Jóns Sigurpálssonar listamanns og Margrétar Gunnarsdóttur píanókennara.

En Skuggasveinn.

 

Í byrjun vil ég segja að sviðsmyndin var hreint frábær.  Einföld en afskaplega sterk og var einn mesti styrkur sýningarinnar.

 

Skuggasveinn var í höndum Páls G. Loftssonar.  Páll er vanur leikari, og Skuggasveinn varð eftirminnilegur í meðferð hans.  Allt frá því að vera næstum klökkur í endurminningum upp í að þruma yfir salnum, þá fyllti hann þennan karakter af þvílíku lífi að unun var á að horfa.

Ketill skrækur, Sveinbjörn Hjálmarsson var eftirminnilegur líka, mjög sannfærandi góður leikur og samleikur þeirra fóstbræðra var sérlega næmur og góður. 

Það var töluvert um óreynda leikara í sýningunni, og bar hún dálítið keim af því.  En hún var þó í heild sinni áferðarfalleg.  Ég held samt að það hefði mátt stytta hana verulega, sérstaklega fyrir hlé.  Söngvana hefði líka mátt stytta um einhver vers.  Ég hugsa að þarna hafi virðingin fyrir meistara Matthíasi ráðið um að svo var ekki gert.  En sýningin tók um 3. tíma.  Tek það samt fram að allir söngvarar voru mjög góðir enda flestir í Karlakórnum Ernir ef mér skjátlast ekki.

Grasagudda var líka ógleymanleg.  Viðar Konráðsson fór á kostum.  Hann datt aldrei út úr hlutverkinu og hélt salnum í hláturkasti í hvert sinn sem hann birtist. Magnaður leikur.

 

Sigurður í Dal, hefði stundum mátt reyna að sannfæra okkur meira, en Lárus komst samt ágætlega frá hlutverki sínu.  Lárus er glæsimenni og gaf Sigurði þann þokka og höfðingskap sem hæfði hlutverkinu. 

IMG_0433

Glæsimennið Sigurður í Dal. Því miður voru myndatökur bannaðar á meðan á sýningu stóð, en ég tróð mér baksviðs fyrir leikinn og náði nokkrum góðum myndum.

 Dóttir hans Ásta var einstaklega vel leikinn af Elínu Sveinsdóttur, stórfalleg stúlka og söng eins og engill.  Það voru því fallegar senurnar milli hennar og Haraldar (Hlyns Kristjánssonar)  það skorti nokkuð á sviðsöryggi hjá honum.  En leikur samt þokkalegur.

 

IMG_0429

Haraldur útilegumaður.

 

Spjátrungurinn Jón sterki var ágætlega túlkaður af Þorleifi Ágústssyni. Ef til vill full reigingslegur á stundum, en í heildina skilaði hann Jóni vel frá sér. 

Gvendur hjú í Dal, Ísak E. Róbertsson var léttur áfæti, en vantaði töluvert á framsögn, ég skildi varla orð hjá honum blessuðum. 

Sýslumaðurinn Lárensíus var skemmtilega túlkaður af Finni Magnússyni, enda Finnur mjög vanur leikari.  Hann gaf þessum sýslumanni líf, mitt í allri græðginni og hefnigirninni skein alltaf í gegn sá maður sem hann reyndist svo vera í lokinn. 

IMG_0428

Sýslumaðurinn Lárensíus. 

 Þjónustustúlkan Margrét, var þokkaleg í höndum Dagnýjar Hermannssdóttur einföld góð sál, ástfanginn af húsbónda sínum.  Þó var stundum sem mér fannst hún heldur undirleit. Þ.e. horfði of mikið niður á gólfið, einkum í samtali sínu við Hólasveina.  Augun eru sterkt afl á leiksviði, og maður þarf að gæta sín hvert maður horfir.  Það má líka segja í heildina, hafi leikendur horft full mikið upp í loftið, þegar þau ávörpuðu salinn.  Það hefði verið betra að finna stað sem var nær hausamótum leikhúsgesta.

 

IMG_0431

Þjónustustúlkan Margrét og Helgi Hólasveinn.

 

Grani kotungur var kostulegur í höndum Harðar Högnasonar. 

Hólasveinar voru túlkaðir af Ólafi Halldórssyni og Halldóri Sveinssyni.  Ágætlega gert, en ég hefði stytt þeirra atriði nokkuð fyrir mína parta. 

Galdra – Héðinn var í höndum Þrastar Ólafssonar, Þröstur er að minu mati orðin svolítið fastur í svona skrípafígúrum,  ég vildi sjá hann takast á við alvarlegra hlutverk næst.

 

IMG_0430

Galda Héðinn.

 

Ögmundur í túlkun Jóns Jens, var ágæt, skorti samt dálítið á sannfæringuna, en þetta er hlutverk sem er erfitt að gera eitthvað í.  Það bíður ekki upp á mikla leikhæfileika. 

IMG_0436

Ögmundur útlagi og galdramaður.

Það er alltaf sérstök tilfinning baksviðs fyrir sýningu, mér sýnist aðstaðan þarna vera mjög góð fyrir leikendur, eitthvað sem ekki hefur alltaf verið til staðar hjá okkur.

IMG_0426

Það er sminnkað og farið í búninga og dálítill sviðsskjálfti í mönnum eins og gengur.

IMG_0434

Ásta Dalamær sminnkar Hólasvein.

IMG_0435

Meðan leikstjórinn Hrafnhildur setur förðunina á sjálfan Skugga Svein.

IMG_0439

Stalst til að smella af nokkrum myndum í uppklappinu, þarna má sjá Jón sterka, Gvend vinnuhjú og GrasaGuddu.

IMG_0441

Ásta Dalamær.

IMG_0442

Hólasveina æringjar.  

IMG_0445

Skugga Sveinn og Ketill skrækur ganga hér fram undir dynjandi lófataki.

IMG_0448

Eins og ég sagði, áferðarfalleg sýning, vantaði ef til vill dálítið upp á framsögn hjá sumum nýgræðingnum, en það er ekki auðvelt að setja upp svona mannmarga sýningu með mörgu óvönu fólki.  Þau skiluðu þó öll góðri sýningu, og þarna kom í ljós hve afburðar góður hljómur er í húsinum. 

Leikmynd til fyrirmyndar, lýsingar góðar og hnökralausar, búningar skemmtilegir og trúverðugir, förðun smekkleg aldrei ofgert.

Leikstjóranum Hrafnhildi Hafberg óska ég innilega til hamingju með þetta leikverk. 

Ég skemmti mér hið besta, það gerði einnig 10 ára stubburinn minn.  Svo það er ljóst að leikritið höfðar til margra.  Það er full ástæða til að mæla með því.  Ég vona að þau muni sýna fleiri sýningar.  Það liggur mikil vinna á bak við svona sýningu,  óeigingjörn vinna allra þeirra sem þar koma við sögu.  Bæði leikara og þeirra sem vinna sitt verk í kyrrþey baksviðs og á æfingartíma.

Hafið hjartans þökk fyrir.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hólmar Karlsson

Gaman að þessu rifjar upp góða tíma í Litla leikklúbbnum

Ógleymanlegir tímar 

kvðja

Siggi 

Sigurður Hólmar Karlsson, 2.12.2007 kl. 13:13

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Sigurðu minn, LL alltaf fjör

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.12.2007 kl. 13:45

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.12.2007 kl. 14:07

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það er alltaf gaman að sjá Skugga sveinn ,það var gott að þú skemmtir þér vel og mikið var gaman að sjá myndirnar

Kristín Katla Árnadóttir, 2.12.2007 kl. 17:08

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk stelpur mínar

Já Katla mín Skugga Sveinn var stórkostlegur í gær.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.12.2007 kl. 17:40

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Gaman að þessu. Það er alltaf einhver sjarmi yfir og eldmóður í sýningum áhugaleikhúsanna, sem ekki sést í atvinnuleikhúsunum.

Greta Björg Úlfsdóttir, 2.12.2007 kl. 18:15

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er frumkraftur áhugamennskunnar, þegar fólk er að leggja heilmikið á sig vegna áhuga á því að leggja eitthvað af mörkum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.12.2007 kl. 19:32

8 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

hæ Ásthildur:) ég gerðist svo frek að fá lánaða hjá þér myndina af útilegumanninum mínum(Haraldi) til að setja á síðuna mína. Hann er svo agalega myndarlegur drengurinn með þetta skegg sitt! Reyndar var hann orðinn svo þreyttur á því að hann kom hlaupandi heim eftir lokasýninguna um miðnætti, fór í sturtu og rakaði sig hehehehehe

Harpa Oddbjörnsdóttir, 2.12.2007 kl. 21:38

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já auðvitað, hann er voða sætur með þetta skegg. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.12.2007 kl. 21:47

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Arna mín, já það er alltaf meira gaman að fá að sjá það sem er öðruvísi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.12.2007 kl. 23:39

11 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Takk fyrir skemmtileg skrif - þetta er búin að vera upplifun. Harpa, heiðarsveinninn hýri, hann Haraldur hafði ekkert í Jón Sterka að gera...Jón féll bara á eigin bragði....

En varðandi lengd sýningar þá er það jú Matthías sjálfur sem skrifaði og við unnum auðvitað út frá því - en ég er sammála að sýningin er löng. Þó finnst mér gaman að því að enginn kvartar beint yfir því - finnst voða gaman - þó stólarnir séu harðir!! En Matthías var jú prestur.....svo að það passar vel að "sitja á hörðum kirkjubekkjum..."kv, Jón Sterki

Þorleifur Ágústsson, 3.12.2007 kl. 15:06

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hæ Jón sterki já það var svo sannarlega hin besta skemmtun að horfa á ykkur takast á þarna á sviðinu.  Bekkirnir urðu einhvernveginn ekkert svo harðir miðað við stokka og steina þar.  Mér skilst að Haraldur sé búin að raka af sér skeggið pilturinn sá hehehe... En ég var að vona að þið mynduð sýna fleiri sýningar.  En svona er þetta bara, erfitt að gera við, þegar leikarahópurinn er stór.  Takk fyrir mig. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.12.2007 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 93
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband