Aðventukvöld með smá útúrdúr.

Fór á aðventutónleika í kvöld.  Elli maðurinn minn var að syngja og ég fór auðvitað til að hlusta.  Þetta er orðin árviss atburður, tónlistarveisla, þar sem okkar frábærasta tónlistarfólk leggur fram krafta sína, kórar og tónlistarfólk.

IMG_0455

Byrjaði með stúlknakór, þessar litlu elskur eru ekki háar í loftinu, en flottar samt.

Reyndar byrjaði kvöldið með Händel; Consertino í F dús, adagio, með Íris Kramer á trompet og Huldu Braga á orgel.

Svo kveiktu fermingarbörn á kertum og lásu setningar úr ritningunni.

IMG_0458

Hér eru eldri dömur stúlknakór Tónlistarskóla Ísafjarðar, hitt var telpna kór Tónlistaskólans.

IMG_0460

Svo var Sunnukórinn og báðir telpnakórarnir.

Hér má svo sjá karlakórinn Ernir.

IMG_0465

Og hér líka.

 

IMG_0466

Hér fyrir ofan þá má sjá kirkulistaverkið.

Presturinn Séra Magnús lagði einmitt út af þessu listaverki, mig minnir að hann segði að það hefði verið Ólöf Norðdal sem átti kveikjuna að því.  En það er úr ritningunni sagan um Jésú og lóurnar. 

En það var sagt að Jesú sem barn hefði leikið sér með öðrum börnum við að gera fugla úr leir, þá kom heittrúarmaður og varð reiður af því að þetta var gert á Sabbaddeginum, hann hóf að brjóta alla fuglana, en Jésú rétti þá út hendi og breytti leirfuglum í lifandi fugla sem flugu upp og voru þar fyrstu lóurnar.  Hann lagði vel út af þessu lista verki hvað það ætti í raun og veru vel við í öllum uppákomum kirkjunnar.  Svo lagði hann út af þröngsýninni og ofsatrú á alla kanta það sem umburðarlyndi vantaði.  En svo klikkti hann út með atriði sem sló mig.  Hann var að tala um umburðarleysi þar á meðan að fólk vildi ekki presta i leikskólanna, svo sagði hann, ég meira að segja las það í gær að einn maður í Vantrú sagði að það ætti að banna litlu jólin.  Og þá hugsaði ég; Magnú minn, nú varð fjöðurinn hjá þér að fjórum hænum.  Því það var nefnilega ekki svo.  Heldur sagði einhver prelátin í vandlætingu vegna umræðna Vantrúar, Svo vilja þeir  auðvitað banna Litlu Jólin.  Það var því ekki rétt sem hermt var eftir. 

En ótrúlega lífseigt það sem sagt er, ef fólk vill virkilega hamra á röngum staðhæfingum.  En ég tek fram að mér líkar afskaplega vel við prestinn okkar hann séra Magnús.

IMG_0474

Hér eru svo fjórir kórar saman, og lokasöngurinn var; Hin fyrstu jól, afskaplega hátíðlegt og yndislegur endir á frábæru kvöldi.

IMG_0476

Allir syngja saman.

IMG_0477

Og svo smá snjókoma hehehe

IMG_0482


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Cesil.

Listaverkið í kirkjunni er yndislega fallegt, flottar myndir.

saknaði þín á jólahlaðborðinu okkar...

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 3.12.2007 kl. 00:48

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Guðrún María mín, ég sat hér heima og vorkenndi sjálfri mér fyrir að komast ekki. Segðu mér var ekki gaman ? ég myndi þiggja myndir og frásagnir af hvernig var.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.12.2007 kl. 01:15

3 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Skemmtileg færsla hjá þér.  Fallegur veggur í kirkjunni.

Já presturinn verður þarna flutningsmaður lyga um Vantrú og Siðmennt.  Hvorugt félagið hefur viljað banna litlu jólin eða kristinfræðslu.

Hins vegar er rétt að þau vilja ekki heimsóknir presta í leikskóla til að messa yfir börnunum um ágæti kristninnar.  Það er hreint og beint trúboð sem á ekki heima í opinberum stofnunum.  Auðvitað finnst Þjóðkirkjuprestum þetta fúlt enda búnir að venjast sérréttindum og linkind menntakerfisins gagnvart trúarlegri starfsemi.  Fullt um þetta annars á blogginu mínu.  Takk fyrir færslur þar.

Svanur Sigurbjörnsson, 3.12.2007 kl. 02:52

4 identicon

þEGAR ÉG SÉ FUGLANA,ÞÁ ER EINS OG HJARTA MITT MEYRNI.

þETTA ER MEIRIHÁTAR FALLEGT VERK Í KIRKJUNNI YKKAR( MINNI).

ÉG MAN BARA ÞÁ GÖMLU.(KIRKJUNA).TAKK FYRIR ÁSTHILDUR MÍN.

 ÞAÐ VILL SVO VEL TIL AÐ ÉG Á LAG OG TEXTA UM FUGL.  KANNSKI FÆR ÞAÐ AÐ HEYRAST Á NÆSTA ÁRI.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 06:20

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Svanur minn við erum nokkuð samskipa þarna. 

Þói minn það væri gaman að fá að heyra fuglalagið þitt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.12.2007 kl. 08:56

6 Smámynd: kidda

Fer ekki ofan af því að þessi altaristafla er sú flottasta í heimi hér

Það hefur verið virkilega gaman í gærkvöldi hjá ykkur á Ísafirði. 

kidda, 3.12.2007 kl. 14:06

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta var mjög hátíðleg stund, eins og alltaf er, þegar góð músikk er í boði.  Og fallega rakkaðir kórar hefja upp raust sína. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.12.2007 kl. 14:26

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Fallega raddaðir kórar á þetta að vera hehehe....

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.12.2007 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 2020783

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband