Hvurju ertu nú búin að koma af stað Jenný !

Las það í Fréttablaðinu nú rétt í þessu.  Ellý búin að læsa blogginu sínu.  Það er ekki nokkur spurning sko, það er þér að kenna, það stendur nefnilega líka í blaðinu að þú hafir sett fram spurningu um hvort hún væri ekki komin heldur langt í lýsingunum, og urðu fjörugar umræður á blogginu hennar Jennýjar. 

Jamm maður trúir nú öllu sem stendur í blöðunum, og aumingja Ellý varð svo sjokkeruð að hún sagði bara lok lok og lær og allt í stáli.  Nú verða menn bara að bíta í það súra að fá lykil til að komast inn.

Ég segi nú ekki margt.  Það er alls ekki víst að allir fái lykil í hendurnar hjá henni Ellý.  Og þar með minnkar heimagangurinn hjá henni allverulega.  W00t

Þetta er nú bara sett inn sem grín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, maður er nú bara sáttur við Jennsluna sína núna, búin að koma því til leiðar að dónafyrirsagnirnar eru nú læstar 

Ásdís Sigurðardóttir, 31.8.2007 kl. 12:29

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Veit ekki hvort mig langar nokkuð í þann lykil............

Hrönn Sigurðardóttir, 31.8.2007 kl. 12:54

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er spurning.  Ég þarf ekki lykil að sögunum hennar, ég hef ekki lesið eina einustu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.8.2007 kl. 13:11

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég las í byrjun en ekki lengur.

Kristín Katla Árnadóttir, 31.8.2007 kl. 13:22

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég trúi því ekki eitt andartak að þetta hafi með mig að gera stelpur mínar.  Það eru fleiri en ég búnir að blogga um bloggið hennar Ellýjar.  Það er auðvitað leiðinlegt ef hún er hætt að blogga en ég hef enga trú á því

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.8.2007 kl. 13:46

6 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Ég hef aldrei lesið neitt af skrifum hennar en hún getur vel verið góður penni og þess vegna efnilegur rithöfundur.

Kolbrún Baldursdóttir, 31.8.2007 kl. 13:50

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hún er sem betur fer ekki hætt að blogga, heldur hefur hún læst blogginu, svo þeir sem vilja lesa verða að fá lykil, stikkorð.  Ég var nú bara að djóka, en þetta leit svona út í Fréttablaðinu.  Hefurðu ekki lesið það ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.8.2007 kl. 14:11

8 Smámynd: Jens Guð

  Þegar ég byrjaði að blogga þá var blogg Ellýar jafnan með næst flest innlit á eftir bloggi Sigmars í Kastljósi.  Ég kíkti á blogg Ellýar.  Las nokkrar færslur.  Þær höfðuðu ekki til mín.  Þetta voru erótískar örsögur.  Ekki alveg mín bjórdós.  Síðan hef ég ekki kíkt á þetta hjá henni.

  Stelpan er ágætlega ritfær.  Það vantar ekki.  Enda man ég eftir henni sem blaðakonu hjá DV og fleiri blöðum.  Gott ef hún ritstýrði ekki Birtu eða einhverju öðru tímariti.

  Að mér skilst af færslu Jennýar og fleiri þá virðist mér sem örsögur Ellýar hafi þróast yfir í það að verða sífellt klæmnari og sóðalegri.  Mér dettur í hug - þetta er ágiskun - að ritstjóri blog.is hafi talið örsögurnar vera komnar út á grátt svæði - eða hreinlega porno.  Meðal annars með hliðsjón af því að óþroskuð börn lesa blogg.  Þetta hafi því verið neyðarráðstöfun.    

Jens Guð, 31.8.2007 kl. 22:42

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það gæti alveg verið.  Ég veit ekki af hverju þetta þróaðist svona hjá henni.  En svona er þetta bara.  Við förum alltaf lengra og lengra þangað til við um komin of langt.  En hún snýr ef til vill aftur og byrjar að blogga venjuleg skrif. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.8.2007 kl. 22:50

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm það má segja að hún hafi gert það hvort sem það var nú ætlunin eða ekki

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.9.2007 kl. 20:23

11 Smámynd: Solla Guðjóns

hef aldrei kít á bloggið hennar og hva er ég orðin of sein

Solla Guðjóns, 3.9.2007 kl. 20:29

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm hehehe nema að þú fáir lykil.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.9.2007 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2020871

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband