Barcelona fögur borg.

Við vorum komin til Barcelona.   Þetta er afskaplega falleg borg.  Mínar uppáhaldsborgir hingað til hafa verið New York (Manhattan) og Kaupmannahöfn.  En ég held að þessi fallega borg slái þeim báðum við. Við höfðum pantað okkur hótel á netinu sem heitir Quatro Naciones, ágætis hótel sem kostaoði okkur 214.29 evrur fyrir þrjár nætur.  Quatro er afar miðsvæðis við La Rambla í miðbænum þaðan sem hægt er að rölta um og skoða, til dæmis gamla bæinn.  Þetta er breiðstræti og í miðju hennar eru veitingatjöld í röðum og allskonar uppákomur. 

 Barcelona er höfuðborg sjálfstjórnarhéraðsins Kataloniu, með 1.6 milljón íbúa í borginni sjálfri en með um 4.5 milljón íbúa á svæðinu öllu.  Barcelona er næststærsta borg landsins. Hún var stofnuð sem Rómversk borg. Á miðöldum var borgin höfuðborg County Barcelona. 

16-IMG_0965

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér má drekka vatnið úr krönum.

Barcelona hélt áfram að vera mikilvæg borg. Borgin hefur ríka menningarlega arfleifð og er í dag mikilvæg menningarmiðstöð og mikill ferðamannastaður. Sérstaklega frægar eru byggingarlistaverk Antoni Gaudi og Lluís Domenech i Montaner , sem hafa verið tilnefndir frá UNESCO World Heritage Sites . Höfuðstöðvar sambandsins fyrir Miðjarðarhafið er í Barcelona. Borgin er þekkt fyrir ólympíuleika og heimsklassa ráðstefnur og sýningar og einnig mörgum alþjóðlegum mótum í íþróttum .

 

 

Borgaryfirvjld leggja mikið upp úr hreinni borg og gera sitt til þess að halda mengun í lágmarki. Hér eru líka bæði veitingastaðir og salerni tandur hrein.  

140-IMG_0908

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sóparar mættir.  Hér sést mikið til lögreglu, en það er vinalegt fólk sem spásserar tveir og tvö saman og eru þarna bara til að láta sjá sig.  En við urðum samt vör við að það er vel fylgst með, þegar allt í einu komu æðandi 7 lögreglubílar í röð með blikkandi ljós og fyrirgang.  En í það heila er borgin friðsæl og falleg. 

36-IMG_0819

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Aðal ferðamátinn hér eru vélhjól og reiðhjól.  Borgin hefur reiðhjól til reiðu á ýmsum stöðum, þar sem fólk getur gripið til þeirra og komist áleiðis og skilað þeim á næsta áfangastað.

30-IMG_0985 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér má sjá reiðhjól á vegum borgarinnar.  

39-IMG_0760

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við vorum afar heppinn að fá gott herbergi við Ramblas, eina af aðalgötum bæjarins, og það var ekkert dýrt 214 evrur fyrir þrjár nætur.    

46-IMG_0971

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sum strætin eru svo þröng að þar er einungis hægt að ganga í gegn.  

 

44-IMG_0958

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og húsin eru flest falleg og vel skreytt. 

 

37-IMG_0822

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Casa Mila.  

Merkilegast þótti okkur samt að skoða arkitektur Gaudis.  Hann er svona eins og Hundertwasser í Vín.  Allt mjúkar línur og flottar. 

Svo segir í Vikipetia. 

"Sérstaklega merkileg eru verk arkitektsins Antoni Gaudi , sem hægt er að sjá víða í borginni. Þekktasta verk hans er gríðarlega tignarleg kirkja "Sagrada Familia" , sem hefur verið í smíðum síðan 1882, og er enn fjármögnuð með framlögum frá einkaaðilum. Frá og með 2007, lokið er áætlað fyrir 2026".

Það má geta þess að endalaus straumur ferðamanna er inn í kirkjuna og borgar hver maður um 20 evrur bara fyrir að fara inn, og svipað við að fara upp í turna kirkjunnar, svo fjáröflun ætti að ganga vel. 

15-IMG_0880

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við fórum og skoðuðum eina byggingu frá honum, og fórum alla leið upp á þak, og ég sem er svo lofthrædd.

70-IMG_0844

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tröppur upp og tröppur niður, en mikið er þetta tilkomumikið, þó ég væri skíthrædd.

124-IMG_0837

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég reyndi þó að bera mig mannalega smile

58-IMG_0853

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

eða þannig.

19-IMG_0829

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jamm þar var langt að horfa niður og upp. 

47-IMG_0854

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gaman að sjá þetta ekki satt?

35-IMG_0845

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo

43-IMG_0955

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Útrýnið er líka flott.

 11-IMG_0916

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þassi bygging er alveg óviðjafnanleg.  Elli fór og skoðaði hana. Og varð alveg heillaður.

10-IMG_0912

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Íburðurinn er alveg ótrúlegur. 

1-IMG_0925

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

smile

13-IMG_0949

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

foot-in-mouth

12-IMG_0948

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

frown Ekkibeit fyrir lofthrædda skal ég segja ykkur.  

 

24-IMG_0950

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

28-IMG_0945

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo má labba niður laughing

 

En þegar maður fer til stórborga og ætlar bara að vera í þrjá daga, er besta ráðið að taka túristastrætí, þeir aka ákveðna hringi í borgum og stoppa á ákverðnum stöðum og þá getur maður skoðað allt það markverðasta, sem annars tæki miklu lengri tíma.  Það eru heyrnartól sem maður fær og það er hægt að velja um nokkur tungumál, þar sem sagt er hvað er að sjá.

 

2-IMG_0765

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við lögðum af stað frá styttunni af Columbusi. 

55-IMG_0773

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En hún er einmitt í Ramblas stræti.  Málið er að hér er hægt að rölta í allar áttir og allt við hendina.

40-IMG_0891

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Arc de Triomf

 

37-IMG_0784

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er íþróttamiðstöðin í Barcelona en ekki Stadiumið sem er miklu stærra og tilkomumeira.

60-IMG_0807

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En það fara fram heimsmeistarakeppnir og allskonar fótboltaleikir.

61-IMG_0808

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Enginn smá bygging þarna. 

jamm...

89-IMG_0879

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Casa Amatller.

 

Fyrir þá sem hafa gaman af rómverskum rústum er afar heilleg bygging hér í miðbænum.

31-IMG_1098

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eða eins og segir Barcelona var upphaflega rómversk borg. 

20-IMG_0968

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En það er alveg að æra óstöðugan að ætla að gera öllu skil hér, en ég mæli eindregið með þessari fallegu og merkilegu borg.

41-IMG_0872

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér erum við Gaudi saman.  smile

 

16-IMG_0982

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Maturinn er hér góður, en það er svo sem ekkert verið að snyrta lærin fyrir sölu. 

25-IMG_0988

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Inn í einu af mörgum tjöldum sem voru sett upp við götuna. 

43-IMG_0764

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Rákumst oft á þennan ferðalang. Fyrst hélt ég að hann væri lifandi, en svo kom í ljós að hann var bara svona velgerður karl anginn.

36-IMG_0975

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En nóg um það, þessu fer nú að ljúka. Þó ég gæti haft þetta mikið lengra. En loksins skín blessuð sólin fyrir utan hjá mér, og rokið búið.  Það sagði einn starfsfélagi minn í gær sem ég bauð í kaffi, að hann gæti varla hellt í bollan fyrir hristing.  Og það var ekki orðum aukið.  

44-IMG_0906

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og þá er bara að kveðja í bili. Og vona að þið hafið notið ferðarinnar.  Því næst förum við til Osló og í siglingu á risaskemmtiferðaskipi til Keel í Þýskalandi.   Eigið góðan dag elskurnar og skál smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ertu ekki til í að senda mér góð "hint" um hvert maður á að fara og hvað maður ætti að skoða í þessari borg, ásamt spúsu sinni, svon algerlega ÓVÆNT!;-).....

Bestu kveðjur, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 18.3.2015 kl. 01:58

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Alveg sjálfsagt Halldór.  Ég myndi fyrst ráðleggja þér að fá hótel við La Rambla, hún er miðsvæðir og gamli bærinn er þar rétt hjá, og það er örskot niður að höfninni.  Arkitektur Gaudis þarf endilega að kíkja á. Og þar með talda kirkjuna Sagrada familia Basilika.

Það er hægt að rölta um La Rambla að kvöldi þar er fjöldi veitingastaða, bæði tjöld og svo góðir resturantar.  Maturinn er afar góður.

Ég byrja alltaf á því að kaupa mér tourist guide þar sem hægt er að lesa um allt það helsta sem borgir bjóða upp á.  Svo er upplagt að eyða einum degi í að fara túr um borgina, það er hægt að stoppa og fara út á ákveðnum stöðum og taka svo næsta búss eða labba og taka hann á örðum stað.  Maður greiðið eitt gjal fyrir allan daginn.  En Barcelona er í heild sinni ein paradís bæði fyrir augað og svo almennilegheitin.  Fólkið allt vinalegt og manni líður vel.  

Get alveg mælt með hótelinu sem við vorum á, það var ágætis hótel hreinlegt og alveg í miðju La Rambla.  Það heitir Quatro Nacioness. Ramblas 40, 08002 Barcelona - Espanja.  Tel. 93 317 36 24.  Þar tala allir ensku.  Þér er óhætt að hafa samband ef eg get eitthvað upplýst meira.  En ég var nú reyndar þarna aðeins í 3 daga, svo það er fullt af góðum hlutum sem hafa farið fram hjá mér.  smile 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.3.2015 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 2020842

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband