Ágæta Byrgita.

Ég er algjörlega sammála Birgittu með það að þessi skoðanakönnun sýnir að þjóðin er algjörlega að gefa frat í fjórflokkinn.  Því staðnaða kerfi sem hann bíður upp á.  Sagði ég fjórflokkinn, fimmta hjólið undir vagninum er svo Björg framtíð, hver er ekkert svo björt um þessar mundir.  Enda er þetta bara skugginn af Samfylkingunni.  Nú þessa helgi ef ég skil rétt er aðalfundur Samfylkingarinnar, og eina umræðan er ályktun ungra jafnaðarmanna sem eru búin að fá nóg af gömlu valdaklíkunni, gott hjá þeim. 

Þessi fjórflokkur sem hefur verið ríkjandi í stjórnmálum undanfarin mörg mörg mörg ár, er að syngja sitt síðasta... vonandi.  Klíkuskapur, samheldni þvert á flokka, spilling og undirferli er að ganga af þeim dauðum.  Og ég verð að segja að ég hef beðið eftir þessu í mörg ár.  En sem betur fer er unga fólkið okkar upplýstara og þora að taka málin í sínar hendur og kominn tími til.  Þeirra er nú framtíðin.  Með þeirri stjórnsýslu sem nú er stunduð af þessum svokallaða fjórflokki erum við að ganga freklega á rétt þeirra sem taka eiga við.  Græðgi frændhygli og klíka eru daglegt brauð eins og sést nú í fréttum.  Til skammst tíma var aldrei talað um þessi mál, og það voru nokkrar hjáróma raddir sem hrópuðu í eyðimörkinn og voru þögguð niður endalaust.  Það gengur ekki lengur vegna þess að fólk les netmiðla og það eru sem betur fera blaðamenn sem þora að taka á óvinsælum málum.  

En Birgitta mín, segjum svo að þið fáið meirihluta atkvæða og verðið þar með stærsti flokkurinn, hvað ætlar þið þá að gera? ætlarðu að leiða að borðinu Samfylkingu og Vg, sem hafa bæði orðið uppvís að lýðræðíshalla og lygum, ekkert síður en þessi núverandi ríkisstjórn.  Eða munið þið ef til vill hreinlega halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvaða samstarfsflokka þið viljið fá?  Lýðræðið þarf jú að virka alla leið, en ekki bara á einn veg.  

Eins lítið og ég treysti núverandi stjórnvöldum til að virða þjóðarvilja í sjávarútvegsmálum og friðlýsingarmálum, þá vantreysti ég fyrrverandi ríkisstjórn til að standa vörð um sjálfstæði þjóðarinnar, sem þau hafa sýnt svo sannarlega að þau vilja ekki lýðræði í ESB umræðum, þar sem þau halda vísvitandi upplýsingum frá þjóðinni og láta liggja að því að hér verði allt í sóma og blóma bara ef til gefum sjálfstæði okkar til Brussel.  

Um leið og ég fagna umræðunni og því að fólk sé virkilega að gefa skít í risaeðlurnar, þá vil ég að þið gefið út hvaða leið þið munuð fara ef svo vill til.  Það krefst víðsýni og kjark til að takast á við sannleikann, réttsýnina og alla þöggunina og stríðið sem hagsmunaaðiljar munu beita, því þeir munu svo sannarlega gera allt sem í þeirra valdi stendur til að viðhalda sínum status, sem þessir aðiljar telja sig rétt bornir til að eiga. 


mbl.is Vill ekki verða forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl Ásthildur Innilega sammála þér sem svo oft áður

Sértu ávallt kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 19.3.2015 kl. 19:07

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Ólafur minn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.3.2015 kl. 19:31

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Áshildur. Það kostar líklega óborganlega miklar fórnir, bæði andlega og veraldlega, að vinna að réttlætinu á Íslandi. Með alla þessa Íslands-ósjálfstæðu, niðurrífandi, réttlætisbitlausu, opinberu fjölmiðlaflóruverndandi embættisbanka/lífeyrissjóða-klíku.

Ég velti því fyrir mér hvers vegna sumir eru í ýmsum vandasömum framboðsfronti á Íslandi, bæði fyrr og nú. Ég vil engu ungu og grunlausu fólki svo illt, að verða í framtíðinni svikin og valdalaus framtíðarverkfæri Hæstaréttar/Háskóla-hjónavaldsins vanhæfa.

Enginn getur skoðað endirinn í upphafi, ef réttar upplýsingar frá æðstu embættistoppum og háskóla/dómskerfi landsins virka ekki rétt samkvæmt samfélags-uppbyggilegum lögum og stjórnarskrá.

Ég velti fyrir mér hver sé raunverulegur, tryggur og traustur bakhjarl Birgittu, þegar henni hefur verið att út í ófyrirsjáanlegt spillingarforar-atið? Það er að segja ef/þegar hún hlýðir ekki spilltu yfirvaldinu yfir Íslandi!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.3.2015 kl. 20:11

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Við höfum ekkert að gera við sex flokka á Alþingi.  Þetta er eins og á barna heimili eð Ítalska þinginu.  Það þarf að breyta reglunum, því flokkarnir þurfa ekki að vera nema tveir eða þrír, allt annað er fíflagangur.  Ég er Vélvirki og veit að flókið er verra en einfalt.    

Hrólfur Þ Hraundal, 19.3.2015 kl. 20:33

5 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Væri ekki bara mjög gott að fá ráðherra utan þings ef piratar komast til valda. Mér heyrist það á orðum Birgittu að hún sé ekki í stjórnmálunum fyrir ráðherrastólana sem hlýtur að hljóma vel í eyrum þeirra sem eru orðnir hundleiðir á fólki sem er í þessu fyrir peningana og völdin en ekki fyrir fólkið í landinu.

Jósef Smári Ásmundsson, 19.3.2015 kl. 20:45

6 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Hrólfur. Ég er nú bara algjörlega óssammála. Það skiptir engu hversu marga flokka við höfum. Eiginlega væri heilbrigðast að hafa enga flokka, aðeins einstaklinga. það er miklu betra að fulltrúarnir séu með mismunandi skoðanir þannig að raddir allra í þjóðfélaginu fái að heyrast. Það er alls ekkert gott að hafa fólk sem mjálmar bara í kór eftir stefnu flokksins en hefur enga sjálfstæðar skoðanir .

Jósef Smári Ásmundsson, 19.3.2015 kl. 20:54

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Við megum ekki gleyma því að Alþingi er ekki aðeins löggjafarvald heldur skipar líka framkvæmdastjórn landsins.  Stjórnmálaflokkarnir hafa hingað til stýrt þessu fyrir okkur en ef við kollvörpum flokkakerfinu, hvaða fyrirkomulag ætlum við þá að taka upp í staðinn?

Kolbrún Hilmars, 19.3.2015 kl. 21:12

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Anna Sigríður mín mikið skil ég efasemdir þínar, það er við ramman reip að draga að reyna að vinna á KERFINU sem hér hefur verið komið upp af valdaklíkum sem reyna af alefli að tryggja rétt sinn, hversu eigingjarn hann er enda hugsa þetta fólk ekki um almenning bara um sinn eigin rass. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.3.2015 kl. 21:12

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hrólfur ég er ósammála þér með það að hér megi ekki fleiri rassir heyrast en í tveggja flokka kerfi, samanber betur sjá augu en auga.  Lýðræðið er brothætt og því fleiri sem koma að ályktunum því meiri trygging fyrir því að raddir lýðræðísins heyrist.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.3.2015 kl. 21:14

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jósef ég er sammála þér með að það skiptir ekki máli hversu marga flokka við höfum á þingi, það sem skiptir máli er að þessir flokkar starfi saman af sanngirni, heiðarleika og virðingu fyrir almenningi í þessu landi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.3.2015 kl. 21:15

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þegar stórt er spurt Kolbrún mín er oft erfitt um svör.  En eins og þetta hefur verið undanfarin mörg á, þá er það bara ekki að ganga upp.  Ráðherrar hafa eiginlega gefið frá sér valdið til auðmanna, banka og sjávarútvegsgreifa.  Þar sem hallað er mjög á almenning. Við verðum eiginlega að skoða hvernig er hægt að koma í veg fyrir að svokallaðir ráðherrar geti upp á sitt einsgæmi haft heill og hagsmuni þjóðarinnar í hendi sér, sérstakleg í ljós þess að þeir virðast oftast bara vinna í þágu auðvaldsins, sem styrkir þá ekki bara í kosningum, heldur líka í forkjöri.  Þarna þarf að taka fast á málum og loka á svona mútuþægni og uppákomur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.3.2015 kl. 21:19

12 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Kolbrún. Ef þú ert að svara minni færslu þá er það rétt að fulltrúar þjóðarinnar ( þingmennirnir) eiga að sjá um löggjöfina og marka stefnuna og síðan ráða það fólk til að framfylgja þeirri stefnu. En ég er ósammála því að rétt sé að þeir velji fólk til þess úr eigin hópi eins og gert hefur verið til þessa. Ég tel að gera eigi þá breytingu að skilja af löggjafarvaldið og framkvæmdarvaldið og ráða fólk í ráðherrastöður utan þingsins og þá eftir fyrirfram ákveðnum hæfniskröfum. Þannig fáum við hæfasta fólkið til þessara starfa. Að mínu mati er galli á núverandi fyrirkomulagi því það getur ekki verið nóg að vera jarðfræðingur, flugfreyja eða búðarstrákur úr kaupfélaginu á Króknum til að gegna þessum stöðum sem krefjast meiri ábyrgðar og kunnáttu en flest önnur störf í þjóðfélaginu þar sem krafist er margra ára náms.

Jósef Smári Ásmundsson, 19.3.2015 kl. 22:57

13 Smámynd: Jens Guð

  Ég tek að öllu leyti undir bloggfærsluna.  

Jens Guð, 21.3.2015 kl. 16:24

14 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Frábær pistill Ásthildur, takk fyrir.

Mín skoðun er sú að ef píratar ná það miklum meirihluta að engir aðrir getað myndað stjórn án þeirra, þá eiga þeir einfaldlega bara að gera það, og mynda hreina píratastjórn.

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.3.2015 kl. 18:45

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Jens smile

Takk Guðmundur, já ég er alveg sammála því að þeir eiga ekki að þvæla neinu framboði með, ef þau fá hreinan meirihluta.  Þó væri rétt að tryggja sér stuðning, ef upp koma erfið mál. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.3.2015 kl. 23:28

16 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Mér þætti mjög spennandi að sjá eins flokks stjórn á Íslandi. Það hefur aldrei verið reynt áður og afhverju ekki að reyna það þá.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.3.2015 kl. 23:42

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já, reyndar hefur það aldrei komið upp að einn flokkur gæti ráðið, en auðvitað væri það spennandi staða, því þar með getur sá flokkur ekki annað en framkvæmt sín kosningaloforð, því þá geta þeir einungis hlustað á sín kosningaloforð og sína samvisku. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.3.2015 kl. 02:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 2020815

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband