Af gefnu tilefni.

Edda Sif min, það hefur í raun og veru afskaplega lítið með þína persónu að gera, þó margir hafi farið ónærgætnum orðum um þá stöðu sem þú varst í.  Málið er umræðan í samfélaginu og sú spilling sem viðgengst allof víða, allskonar ráðningar út af klíkuskap. 

Þetta grasserar í samfélaginu, fólk hefur svo sem ekkert um það að segja þegar ættingjar eru ráðnir í einkafyrirtækjum, en það kallar á viðbrögð þegar slíkt er gert hjá opinberum aðilum. 

Mér þykir leitt ef umræðan hefur sært þig.  En margir voru aldrei sáttir við ráðningu þína í upphafi. 

Í þessu smáa samfélagi sem við búum í, viðgengst, og er allof algengt að ráðamenn ráði ættingja eða vini og jafnvel án auglýsinga.  Það er því skiljanlegt að fólk sé orðið langþreytt á að upplifa slíkt endalaust, þar sem jafnvel hæfara fólki er haldið frá störfum.  Þú hefur staðið  þig vel sem íþróttafréttamaður.  En svo hefur komið í ljós að einn af elstu fréttamönnunum var látinn fara, og meira að segja rætt um að hann hafi orðið fyrir einelti á vinnustað og verið þröngvað til að fara.   Ef það reynist rétt, þá er það hreinn viðbjóður. 

Sem sagt þetta hefur sáralítið með þína persónu að gera, heldur umræðuna í þjóðfélaginu, sem aftur á móti virðist vera að skila sér, eftir orðum yfirmanns þíns að dæma. 

Vil bara óska þér alls góðs og vona að þú finnir starf við það sem þér líkar best, þegar einar dyr lokast þá opnast aðrar. Þú ert greinilega klár og dugleg stúlka og átt allt lífið framundan. 


mbl.is Rekin fyrir að vera dóttir föður síns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála. Raunar sagðist móðurafi minn, sem dó um miðja síðustu öld, að í svona litlum samfélögum eins og væru á Íslandi, tíðkaðist alltof mikið það, sem hann kallaði "siðleysi kunningsskaparins", og það væri einmitt hættan í slíkum samfélögum. Ég hef verið líka að hugsa um þetta, sem þú ert að skrifa. Hvað hefði verið sagt, ef Páll hefði hlíft dóttur sinni, en rekið alla aðra? Þá hefði líka verið möglað og mótmælt og talað um, að það væri svo sem auðvitað, að hann myndi hlífa dóttur sinni, - nema hvað? Svo er líka möglað og mótmælt, þegar hún er rekin. Það er segin saga, að það er vandlifað hér á landi - í landi kunningsskapar og ættartengsla -, einkum og sér í lagi, þegar einhverjum dettur í hug að ráða ættingja ráðamanna, eða þeir gera það jafnvel sjálfir. Það á eiginlega ekki að eiga sér stað eða geta gerst í raun og veru, enda stendur yfirleitt alltaf styrr um slíkt, ef þarf að reka einhvern. Við hljótum að hafa séð það í gegnum árin.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 7.12.2013 kl. 12:59

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þitt innlegg Guðbjörg, já við ættum að vera farin að sjá að þetta gengur ekki.  Það þarf einhvernveginn að koma í veg fyrir að fólk í áhrifastöðum ráði nána ættingja eða vini í störf.  Það má líka segja að fólk eigi ekki að líða fyrir að vera börn foreldra sinna, en þá þurfa rök og yfirburðir ættingjans að ráða en ekki klíkuskapur.  Ég er ekki að segja að slíkt hafi verið í tilfelli Eddu Sifjar, hún stóð sig vel í sínu starfi, eftir því sem ég best fæ séð.  En fólk verður að fara að átta sig á því að það verður alltaf umdeild í þjóðfélaginu og er í raun og veru eðlilegt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.12.2013 kl. 13:10

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Mér finnst Mogginn  smjatta örlítið á uppsögninni og það er eins og greina megi dauft mal í bakgrunninum. Skrítið, því ég hélt að Mogginn vildi segja öllum upp á RUV án tillits til þess hvers dætur og synir viðkomandi eru, til að koma rekstrinum ómeguðum í heilagann einkareksturinn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.12.2013 kl. 13:12

4 identicon

Auðvitað var stúlkan látinn fara enda  einn af þeim starfsmönnum sem hafði styðstan starfsaldur í Íþróttafréttum .

Ég held að hún sé einhvern vegin að gera sjálfa sig að píslarvætti með þessu

sæmundur (IP-tala skráð) 7.12.2013 kl. 13:23

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Axel hahaha...

Sæmundur, hún er auðvitað ung og sár yfir að þurfa að hætta.  En það bara hefði aldrei gengið að hlífa henni, meðan Adolf Ingi var látinn taka pokann sinn.   

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.12.2013 kl. 13:45

6 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl Ásthildur! Góður pistill hjá þér að vanda.Sértu ávallt kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 7.12.2013 kl. 14:26

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk sömuleiðis Ólafur minn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.12.2013 kl. 16:22

8 identicon

Á allri umfjöllun um þetta mál sést bara hve fjölmiðlar geta verið sjálfhverfir og leiðandi í umræðunni. Hver talar um þá 100 starfsmenn sem Ístak hefur sagt upp síðustu vikurnar eða aðrar hópuppsagnir á árinu? Þær vöktu allavega ekki mikinn áhuga hjá fjölmiðlum.

Ufsi (IP-tala skráð) 7.12.2013 kl. 16:39

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið rétt Ufsi, málið er auðvitað að fjölmiðlamenn og upplifanir þeirra komast miklu auðveldlegar í fjölmiðla en aðrar stéttir, það segir sig sjálft.  En við skulum hafa í huga að það er jafn sárt að missa vinnuna hvað svo sem maður starfar við. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.12.2013 kl. 16:44

10 Smámynd: Jens Guð

  Skynsamir stjórnendur ríkisstofnana ráða ekki nána ættingja í vinnu.  

Jens Guð, 7.12.2013 kl. 18:37

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei það er nú málið Jens. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.12.2013 kl. 18:41

12 identicon

" En margir voru aldrei sáttir við ráðningu þína í upphafi"

Þar hittir þú naglann á höfuðið,

en í alvöru  stjórnandi fyrirtækis  ræður ekki vanhæft fólk er það?

en ég skil vel að "MENN" ráði þá sem þeir þekkja af tveim jafnhæfum 

Edda er ung og það veltur bara á henni að nýta þetta - ef einhverjum vantar jólagjöf hand henni þá er það "Nýttu kraftinn" 

Atvinnuleitandi (IP-tala skráð) 7.12.2013 kl. 19:00

13 identicon

Eina sem mig langar til að leggja til málanna er að mér hefur alltaf fundist Edda til

fyrirmyndar hvað fallegt og fjölskrúðugt mál ,hún býr yfir.

Ég fékk strax áhuga á að hlusta á fallegu íslenskuna hennar.

Hitt er allt annað mál þótti mér brandara þegar einn íþróttamaður talaði sænsku við

landsliðsþjálfara í knattspyrnu og fékk skömm í hattinn er verra að texta sænsku

en ensku......bara fyndið.

Ásthildur mín gleðilegt að hitta svona mörg skólasystkin um daginn í Rvk.

Bestu kveðjur og gleðilegt jól, Erla

Erla (IP-tala skráð) 8.12.2013 kl. 10:08

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Atvinnuleitandi sammála, hún á að nýta kraftinn til að komast áfram, klár og dugleg stelpa.

Elsku Erla mín, já það var yndislegt að hitta ykkkur öll, hefði viljað hafa meiri tíma með ykkur, en við hittumst bara seinna og betur.  Gleðileg jól og gott nýtt ár til þín líka mín kæra.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.12.2013 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 93
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband