Jóhannes Björn í viðtali við Egil Helga á eyjunni, eitthvað sem allir ættu að hlusta á.

Jóhannes Björn og Gunnar Tómasson eru mínir menn.  Ég ber mikla virðingu fyrir þessum tveimur mönnum sem hafa notað þekkingu sína og reynslu til að reyna að tala máli þjóðarinnar.  Ég var að horfa á myndband af viðtali Egils Helgasonar við Jóhannes Björn.  Þetta er frábært viðtal og ætti enginn að láta það fram hjá sér fara.  Báðir þessir menn eru kurteisir og vel máli farnir rökfastir og hafa vit á því sem þeir eru að segja.

Sérstaklega í ljósi yfirlýsinga forsætisráðherra á hvað allt hafi nú verið gert rétt.  Þarna spyr hann líka spurninga sem við ættum að þrýsta á um að fá svör við.  En sjón er sögu ríkari.

http://www.youtube.com/watch?v=zJw6ecTxwYM&feature=player_embedded

Takið eftir hvað hann segir um endursölu bankanna.  Hræðilegt slys.  Hver tók þá ákvörðun að gefa þá brasksjóðum úti í heimi.  Þegar hægt hefði verið að nýta lánasafnið til að leiðrétta hlut heimilanna.

Árni Páll að eyðileggja samningsstöðu  ríkisins. 

Það ætti að vera skylda að hlusta á ræður forsætisráðherrans og síðan á eftir viðtalið við Jóhannes Björn.  Þá sjá menn svart á hvítu þvílík vitleysa er í gangi ekkert síður eftir að þessi ríkisstjórn tók við.  Það þýðir nefnilega ekkert að tala og tala innantóm orð um hlutina EINS OG MAÐUR VILL AÐ ÞEIR SÉU. Það þarf að vera einhver innistæða á bak við orðin. 

Hér er svo annað myndband sem ég fékk hjá bloggvinkonu minni, sem er algjörlegal meiriháttar. 

http://www.youtube.com/watch?v=lqovTGjYjM4&feature=player_embedded#!

Hver er Herman van Rompey.  Takk Jóna Kolbrún.  Þetta myndband gerir sálinni bara gott.

Mér finnst eins og stjórnmála menn séu búnir að gefast upp á ástandinu, og að þetta eigi bara að danka svona meðan hægt er.  Þess vegna er nauðsynlegt fyrir okkur almenning að leyfa þeim ekki að haga sér þannig.  Heldur að annað hvort draga sig upp á rassinum og fara að gera eitthvað af viti, eða biðjist lausnar.  Ég vil skora á forsetann að gera nú þegar gangskör að utanþingsstjórn, ég vil sjá bæði Jóhannes Björn og Gunnar Tómasson í þeirri stjórn.  Ásamt fólki úr grasrótinni sem hefur verið að standa fyrir mótmælum og fundum, bréfaskriftum og slíku í þágu almennings.

Fólki sem lifir og hrærist meðal fólksins í landinu, en er ekki hátt upp í fílabeinsturni og hefur ekkert jarðsamband lengur við almenning.  Nú er lag.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Þetta var ekki slys, þetta var allt með ráðum gert.

Níels A. Ársælsson., 24.10.2011 kl. 15:26

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ef svo er Níels, þurfum við að vita hverjir leyfðu gjörðina, og fá þau nöfn upp á yfirborðið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.10.2011 kl. 15:39

3 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ég gerði mér ekki grein fyrir hversu alvarlegt og glæpsamlegt þetta er allt. Guð minn góður.

Bergljót Gunnarsdóttir, 24.10.2011 kl. 16:44

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei það er málið Bergljót mín.  Við erum alltof saklaus og trúum fólki.  En loks eru komnar gloppur í lygina og þá hlýtur sannleikurinn að fara að koma fram, hversu ljótur sem hann annars er. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.10.2011 kl. 17:38

5 Smámynd: Dagný

Mikið var þetta upplýsandi og góður pistill Ásthildur. Finn að blóðið í mér er aftur farið að sjóða. Komið nóg af bulli i þessari ríkisstjórn sem þóttist ætla að rétta Ísland úr kreppunni en hefur þess í stað hlúð að auðjöfrum og bönkum og lagt allt kapp á að koma okkur í ESB - gegn vilja meirihluta þjóðarinnar.

Dagný, 24.10.2011 kl. 20:18

6 identicon

Gunnar T. og Jóhannes B. eru hluti af fámennum hópi sérfræðinga sem tekur ekki þátt í lyginni.

Ég hef ekki trú á að einkavæðing SJS á bönkunum sé neitt slys. Þvert á móti þá held ég að hún sé þræl skipulögð og endurspegli þann hluta eftir-hruns atburðarrásarinnar sem stjórnvöld vilja ekki tala um. En hvað vitum við um þetta ferli?

1) Í febrúar 2009 þegar JS og SJS taka við, þá byrja þau á því að kalla á Hollendinga og Breta til þess að semja ekki bara um Icesave heldur líka um endurreisn bankana (sjá skýrslu SJS).  Á seinni stigum þess ferlis er Deutsche Bank kallaður að samningaborðinu.

2) Á þessum tíma er Icesave málið tekið úr þeim farvegi sem það var í (Brussel viðmið) og félagi Svavar sendur af stað til þess að semja um það í miklum flýti.

3) Í framhaldinu af ráðabrugginu með Hollendingum, Bretum og Deutsche bank (sem á stærsta skuldara gamla Landsbankans með húð og hári), þá er nýji Landsbankinn endurreistur með útgáfu á 250-300 milljarða króna skuldabréfi sem lagt er inn gamla bankann.

4) Skuldabréfið er gefið út í erlendum myntum, hvort sem þið trúið því eða ekki, en nýji Landsbankinn tók ekki yfir erlendar eignir frá þrotabúinu svo með þessum gjafagjörningi er verið að afhenda Icesave kröfuhöfunum ca. 300 milljarða af gjaldeyri framhjá gjaldeyrishöftunum. Þetta skuldabréf átti alltaf að gefa út í íslenskum krónum.

5) Skuldabréfið var kynnt þannig að með því væri nýji Landsbankinn búinn að tryggja sér erlenda fjármögnun (fréttatilkynning fjármálaráðuneytis um endurreisn Landsbankans).  Það eru fá orð á íslensku sem ná að lýsa þessari fullyrðingu betur en orðið "lygi". Nýji Landsbankinn tók við íslenskum lánum og gengistryggðum lánum sem greitt er af í íslenskum krónum og því ekkert sem réttlætir þessa skuldabréfa útgáfu. Hér er hins vegar sennilega komin skýringin á því af hverju Gylfi Magnússon var jafn mikið í mun að snúa út úr fyrirspurnum í þinginu um gengistryggingu og raun bar vitni.  Stjórnvöld voru væntanlega ekkert sérlega spennt fyrir því að fá í gangu umræðum um þá staðreynd að verið væri að skuldbinda nýja Landsbankann í erlendri mynt þegar hann átti engin erlend lánasöfn á móti.

6) Það síðasta sem fréttist af þessu skuldabréfabralli nýja bankans var það að hann væri búinn að sanka að sér 100 milljörðum í gjaldeyri upp í skuldina, með því að mergsjúga íslenskan sjávarútveg sem er að mestu í "viðskiptum" við nýja Landsbankann.  Það sem upp á vantar, ca. 200 milljarða af gjaldeyri, þarf bankinn að skaffa á næstu árum en hann byrjar að greiða af þessu bréfi árið 2014.  Skyldi nú engan undra að stjórnvöld vilji framlengja gjaldeyririshöftin til 2015 eða lengur, þegar það er haft í huga að það sem Landsbankann vantar af gjaldeyri til þess að geta staðið í skilum nemur öllum afgangi af vöruskiptum landsins í 2 ár.

En af hverju völdu SJS og JS að gera þetta þegar það liggur fyrir að þessi "endurreisn" bankakerfisins virðist ætla að kosta þjóðarbúið hundruð milljarða í gjaldeyri sem streyma nú úr landi? Ég sé enga aðra skýringu á því aðra en þá að ákafinn við að fá ESB umsóknina af stað hafi verið svo mikill að þau hafi afhent ESB og þar með evrópskum kröfuhöfum ómetanleg vopn í hendur þegar þurfti að fara að semja um erfiðustu eftirmál hrunsins. Ég minni í þúsundasta skipti á orð Atla Gíslasonar um að ESB hefði neitað að taka við umsókninni ef ekki hefði verið samið um Icesave.

Það er svo nokkuð áhyggjuefni að Wikileaks skuli vera að leggja niður sína starfsemi. Ég hefði haldið að afrit af fundargerðunum þegar íslenskir ráðamenn voru að semja við erlenda kröfuhafa um endurreisn íslenska bankakerfisins, gæti verið spennandi lesning.

Seiken (IP-tala skráð) 24.10.2011 kl. 20:45

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Dagný mín.

Sheiken þetta er hrollvekjandi saga sem þú segir hér.  það er greinilegt að þegar við losum okkur við þessi stjórnvöld, þá verða örlög Jóhönnu og Steingríms að enda fyrir Landsdómi.  Þau hafa gengið miklu lengra í svívirðingunni en ég gerði mér grein fyrir. 

Nú þarf sannleiksnefnd til að fara ofan í kjölinn .... og skjölinn... og hreinsa þarna út í eitt skipti fyrir öll.  Segi og skrifa.  Takk fyrir þetta innlegg. Ég segi sama með Vikileaks, mér finnst eins og glæpamennirnir hafi sigrað þarna, vonandi þó ekki lengi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.10.2011 kl. 21:29

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Áshildur mín. Takk fyrir allt þitt frábæra starf við að koma sannleikanum upp á yfirborðið. Þú ert algjör hetja. Ástandið er svo alvarlegt og falið af svikurunum í stjórninni, að það er vítavert.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.10.2011 kl. 10:13

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Anna mín, við verðum allavega að reyna vegna barnanna okkar og barnabarna.  Ég vil geta horft stolt framan í þau og sagt; Ég reyndi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.10.2011 kl. 10:47

10 identicon

Jóhannes Björn sagði hlutina nákvæmlega eins og þeir voru. Þetta ætti að vera skyldu lesning.

Hvenær vaknar restin af þjóðinni og stendur upp og losar sig við 4flokka mafíuna?

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 26.10.2011 kl. 01:52

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Við erum allavega farin að rumska Arnór minn og ekki seinna vænna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.10.2011 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 2020877

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband