Bara svona hitt og þetta að kvöldi dags.

Við erum búin að koma föður mínum á sinn stað, þ.e. jarðneskum líkama, sálin er farin upp til Almættisins og hefur hitt fólkið sitt sem þar beið og vænti hans og gladdist við endurfund. 

Athöfnni var falleg, og prestinum mæltist vel.  Ein albesta messósópransöngkona, eða hvað það nú heitir altmessó eitthvað Ingunn Ósk Sturludóttir söng einsöng ljóðið mitt og lagið hans Balda Geirmunds, og gerði það svo fallega að ég fékk gæsahúð.  Það er söngin um Fljótavíkina. 

Kvöldið eftir kistulagninguna og ég get sagt ykkur að fallegri ásjónu hef ég ekki séð, en pabba minn elskulegan á líkbörunum, sléttur og friðsæll, fórum við út að borða saman niður í Tjöruhús nánustu ættingjar, og áttum góða stund saman, ornuðum okkur við yndislegar minningar og horfðum á myndir af æsku okkar og foreldrum.

Jarðarförin var heldur ekki mjög erfið, því við höfðum tekið út sorgina með því að sitja yfir honum síðustu dagana, vera við hlið hans halda í hönd hans og þó hann virtist rænulaus, gat hann gert sig skiljanlegan með svipbrigðum.  En hann var orðin þreyttur og líka pirraður á ástandinu, þorði samt ekki að sleppa takinu, uns hann var sjálfur tilbúinn.   Þetta getum við allt lesið í bækling sem er settur inn á borð til ættingja þegar svona stendur á, og er afskaplega þarflegur.  Við lásum hann saman og sitt í hvoru lagi.  Svo skiptum við eigum í bróðerni og góðum hug í dag.  Erum vinir og nú er bara að halda áfram.

Málið er að húsið mitt var líka boðið upp í dag.... Jamm, nú á sparisjóðurinn húsið mitt.  Ég var ekki viðstödd, gat ekki gengið í gegnum það. Veit ekkert hvað verður í framhaldinu.  En veit samt að ég vil hvergi annarsstaðar vera.  Í dag var hrifsað frá mér ævistarf mitt, og ég veit ekkert hvað tekur við.  Vona bara að ég fái að vera hér áfram og enda lífið hér.

IMG_4790

Hér er vinur okkar Hörður komin í  morgunkaffi.  Hann var hér á okkar Austurvelli og við áttum gott spjall um það sem er að gerast.  Elli minn og Hörður eru æskuvinir.

IMG_4793

Afi ég fékk þennan hníf í Thailandi segir Daníel.

IMG_4799

Þýskir vinir okkar voru hér, þau eru íslendingar í sér, og eiga hér sumarhús.  Við vorum boðin þar í mat, en það er gott að eíga góða vini.

IMG_4801

Sigga litla systir mín kom frá Danmörku til að kveðja pabba, sem betur fer náði hún að koma áður en hann fór.  Hún var reyndar alltaf uppáhaldið hans.

IMG_4802

Þetta er mynd fyrir brottfluttu ísfirðingana sem fylgjast með snjóalögum í fjöllunum hér heima.  Ég veit að sumir bara fylgjast með því. 

IMG_4806

elsku Skafri minn kom alla leið frá Noregsi til að heiðra afa sinn í jarðarför, hér er hann að pressa jakkafötin með dyggri aðstoð Snúðs.

IMG_4808

Bára mín kom líka alla leið frá Vín, og hér er hún að punta mömmu sína fyrir kistulagningu og samfund með ættingjum.

IMG_4809

Unglingarnir mínir voru líka hér.  Þau fengu sem betur fer að kveðja afa áður en hann dó, fengu að knúsa hann og kveðja og gráta svolítið, það hjálpaði mikið upp á það sem á eftir fór.

IMG_4817

Hér erum við að borða saman.  það er misskilningur að dauðinn sé eitthvert tapú, sem eigi að halda börnunum frá.  Þau eiga einmitt að fá að vera með allan tíman og fá að syrgja og vera partur af því sem er að gerast.

IMG_4821

Og það er gott þegar fjölskyldan getur verið saman og stutt hvort annað í sorginni, verði til staðar fyrir þá sem líður illa og finna að við erum fjölskylda.

IMG_4823

Nálgast sorgina með samveru og jafnvel gleðjast yfir því að sá sem farin er hefur fengið friðinn og er farin yfir til hinna sem þar eru.

IMG_4827

Börnin verða að fá að taka þátt.

IMG_4828

Ég hef líka sagt ykkur það áður að Tjöruhúsið er á heimsmælikvarða með gæði.  Hér eru reyndar forkólfarnir í BG Baldi og Kalli.

IMG_4830

Já það var yndisleg stund sem við áttum saman.

IMG_4837

Stelpurnar hennar mömmu frá Vinaminni.  Sem var miðstöð barnanna okkar.

IMG_4843

Sem ég vona að geti líka orðið miðstöð minna barnabarna, þess vegna vil ég ekki missa kúluna mín.

IMG_4845

Við Gunnar bróðir minn sem svo sannarlega reyndist mér hjálparhella, þó við deilum ekki pólitík, þá erum við vinir eins og við öll systkinin.

IMG_4855

Háalvarlegir frændur að undirbúa sig undir kirkjulega athöfn þ.e. jarðarför afa.

IMG_4869

Báran mín fallega með pabba sínum í erfidrykkjunni.

IMG_4881

Skafti minn með börnin sín þau sem eru hér á Íslandi.

IMG_4876

Sem betur fer gat eg svo eldað fyrir þau læri með mömmusósu áður en þau fóru út aftur.  Elsku Ingi minn gat ekki komist vegna anna og heimilisaðstæðna.

IMG_4893

Fjölskyldan mín, sem var hér.

IMG_4905

Og hér er kerlingin, það hefur ýmislegt dunið á mér undanfarið ár.  en er það ekki bara eitthvað til að takast á við og vinna á?  Jú ég vona það.

IMG_4914

Þetta er hún Aldís barnabarn elstu vinkonu minnar.

IMG_4918

Og hér eru þær skotturnar báðar.Heart

Ég hef svona verið að spá í hlutina, ég held að okkar versti óvinur séum við sjálf.  Við erum uppfull af fordómum og sjáum ekki hlutina í réttu ljósi.  Dæmum og fordæmum.  Við ættum að vera farin að skilja núna að með samtakamætti getum við verið mjög sterk.  En við setjum okkur ekki markmið, við hlustum ekki á skynsemisraddir og jafnvel látum telja okkur trú um að þeir sem eru þó að reyna af bestu samvisku að gera rétt, séu einhverjir eiginhagsmunaseggir.  Þetta segi ég eftir að hafa hlustað á Kastljósið í kvöld viðtalið við Sigrúnu Pálínu.  Tökum til dæmis Jón Bjarnason, hann á í vök að verjast, segir sína meiningu og fær bágt fyrir, hann er sveitadurgur og bara að hugsa um bændur og búalið.  Ögmundur sem líka þorir á ekki viðreisnar von af því að ...... Ég er ekki vinstri græn, en ég er þakklát því fólki sem þar er inni og kallað órólega deildin í VG, vegna þess að þau láta ekki kúga sig, og þagga niður í sér.  Í stöðunni í dag eru þau að mínu mati okkar eina von til að landið okkar fagra sé ekki ofurselt peningavaldi útlendinga, sem vilja komast yfir okkar auðlindir á brunaútsölu. 

Ég vildi óska að okkur auðnaðist að sjá hvað við erum í rauninni rík þjóð, og hvað við getum svo verið sjálfstæð í framtíðinni.  Séð að hamingjan er ekki fólgin í því að komast inn í stóra samfélagið ESB, heldur einmitt að vera bara kaupmaðurinn á horninu.  Það er núna viðurkennt að hagræðingin liggur ekki í stórum samsteypum, heldur einmitt í fjölskyldufyrirtækjum og litlum einingum sem vilja þjóna viðskiptavininum, og eru svona maður á mann.  Allt hitt er bara 2007 eitthvað.

Ég veit ekkert hvað verður á morgun, ég veit ekki hvort mér tekst að halda mínu ævistarfi eða hvort mér verður gert að hverfa héðan og einhver annar tekur við.  Því deili ég með ótal öðrum íslendingum.  Ég held að ég hafi gengið lífsins göng upp að hnjám, eða jafnvel mitti.  Það sem ég veit er að ég má ekki gefast upp.  Hvað sem verður, þá þarf ég að takast á við sjálfa mig og vinna úr því sem gerist.  Ég er ekki þess leg að gefast upp auðveldlega.  Ég er baráttujaxl að eðlisfari, en stundum bara koma tímar þegar það dugir ekki til.  Og í þessu tilfelli er það bara þannig að það er í raun og veru vitlaust gefið.  Við reyndum að semja um réttláta meðferð okkar mála, við vildum láta meta húsið af hlutlausum aðilum, og kaupa það á sanngjörnu verði, þetta er jú sparisjóður í ríkiseign, en nei, það var ekki hægt, vegna þess að þá væru þeir að MISMUNA fólki.  Hafið þið heyrt það betra.  Er ekki daglega verið að mismuna fólki hér á landi, með því að fella niður skuldir og afskrifa af þeim sem skulda nógu mikið.  Ef til vill líkar fólki ekki gagnrýni. Ég hef orðið vör við það líka í mínu starfi, það má ekki segja mikið.  Þó er bundið í okkar landslög og eitt mikilvægasta sem þar er, er einmitt frelsi til að tjá sig.  En ég skal segja ykkur dálítið...... Það er bara brandari, það er bara þannig og fullt af fólki þekkir það á eigin skinni, að það er eitt af því í okkar ágætu stjórnarskrá sem ekki stenst. 

Þetta er orðið dálítið raus, en það er vegna þess að ég er brotinn í dag, það hefur mætt mikið á og sennilega uppboðið dropinn sem fyllti minn mæli.  En svona er lífið, við bara þurfum að standa keik eftir sem áður og berjast fyrir því sem við viljum.  Skoða hvað það er sem skiptir okkur máli og setja stefnuna á einmitt það.  Eitthvað sérstakt og einbeita sér að því, þangað til árangur næst.  Ef við erum með öll járnin í eldinum, þá gerist einfaldlega ekki neitt. Við erum öll einstök, og við eigum öll okkar rétt, og hvað sem gerist, þá kemur að því að við fáum uppreisn æru, og þeir sem mishöndla vald sitt fá sína refsingu, þannig er lögmálið, og þannig verður það. 

Ég segi bara góða nótt. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjartans kveðjur til ykkar Ásthildur mín.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 07:38

2 identicon

Takk fyrir síðast elsku vinkona. Það var gott að vera með ykkur að kveðja pabba þinn, finna hlýjuna og væntumþykjuna eins og í den. Ég vona að þið fáið að vera kyrr í Kúlunni ykkar, það passar enginn annar en þið þar inn, Kúlan er þið og þið eruð Kúlan. Er þetta ekki gáfumannslegt? Hlakka til að hitta þig næst, hvenær sem það verður og sendi bestu kveðjur í Kúlu.

Dísa (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 09:58

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndislegt að koma hér inn og sjá allar myndirnar, falleg fjölskylda.  Ég skil raunir þínar og vildi óskar eins og þú að hægt væri að koma almennilega fram við fólkið í landinu, allt of margir tilbiðja mammon og sjá ekki fram í tímann.  Kærleikskveðja til þín og þinna og ég vona að þú hafir tíma fyrir sjálfa þig elsku vinkona.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.8.2010 kl. 10:04

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk kæru vinkonur mínar.  Það var yndislegt að fá þig á þessum tímamótum Dísa mín. 

Ég ætla bara að leyfa mér að vona það besta.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.8.2010 kl. 10:25

5 identicon

Elsku vinkona.  Sendi þér og þínu fólki, mínar kröftugustu óskir um að þið fáið að sigla sléttan sjó, í ykkar lífsbaráttu.   Kærar kveðjur úr Andakílnum Mbk. Steini Árna

Þorsteinn Árnason (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 16:15

6 Smámynd: Kidda

Það láku tár við að lesa að þið hefðuð misst kúluna í dag og ævistarfið. Vona að hún verði samt aldrei tekin af ykkur þannig að þið þurfið að yfirgefa hana.

Þú átt yndislega fjölskyldu elsku vinkona

Knús í kærleikskúluna

Kidda, 27.8.2010 kl. 19:27

7 Smámynd: Ragnheiður

elskan mín, mikið er ég hrygg að lesa um uppboðið. Mikið óskaplega skal vera erfitt að missa æfistarfið. Kær kveðja á ykkur hjónin bæði og takk fyrir myndirnar

Ragnheiður , 27.8.2010 kl. 21:00

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 27.8.2010 kl. 22:06

9 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Fyrirgefðu, en ég þekki þig ekki neitt og þannig er það sagt á stundum í dag og jafnvel of oft. 

En foreldrar mínir töluðu við alla og ég man þegar ég var með pabba í strædó í gamladaga að þá settist hann ævinlega hjá karli og tók hann tali og upp úr því urðu miklar umræður.  Mínar áhyggjur voru að þeir yrðu ekki búnir að tala þegar við ætum að fara út.  En það klikkaði aldrei að pabbi stóð upp á réttum stað og þeir kvöddust og málið var dautt, eða hvað? 

Mamma var hæglát en vinnusöm enda ætuð úr Mýrdal og Öræfum.  Hún fór með okkur fótgangandi enda við búandi við Laugaveginn þar sem allt var og við bræður fundum það út fljótt að tuskubúðir voru vandræða búðir því mamma þurfti að skoða allt í þeim. Enda var hún lærð saumakona og saumaði allt á okkur krakkana á degi og nóttu.

Mér er það því fullljóst hvað það er að sjá á eftir traustasta leiðsögumanninum  inn í lífið.  Á stundum er það svo sem betur fer að fólk, vinir og ástvinir fara í fullri sátt og öryggi um afkomendur sína.

Ég gef þér því samúð mína alla Ásthildur Cesil og vænti að það gagnist þér að sækja rétt þin  og eða afl til þess öryggis, sem áar þínir væntu.

Hrólfur Þ Hraundal, 28.8.2010 kl. 00:59

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Innilega takk fyrir þetta Hrólfur. 

Knús Hrönn mín

Takk Elsku Ragnheiður, ég hugsa að þeir þurfi að slíta þetta út úr mér, ég er ekki alveg á að gefast upp, verð bara að hugsa upp aðferð sem dugar.  EN það hafa margir komið og viljað hjálpa okkur að halda húsinu, ég er þakklát fyrir það. Það á enginn heima hér nema þið segir fólkið.  Það er voða notalegt að heyra.  Líka hér.

Elsku Kidda mín takk, ég er frekar bjartsýn á að okkur takist að klóra í bakkann, við þurfum bara smá tíma til að týna upp brotin og byrja hernaðaráætlun.

Takk kæri Þorsteinn og Dísa.  Þið eruð frábær.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.8.2010 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 2021021

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 69
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband