Point of no return.

Það er ekki hægt að hætta við þjóðaratkvæðagreiðsluna núna.  Það er eitthvað í flugi sem heitir eitthvað eins og place of no return.  Eða að ekki verði hætt við flugtak. 

Í þessum töluðu orðum eru lögreglumenn á Vestfjörðum að fara yfir fjöll og firnindi með kjörgögn, það er eins og ráðamenn búi í öðrum heimi, því öll kjörgögn hér voru sent á Ísafjörð þaðan sem lögreglan þarf að fara með til Patreksfjarðar, gegnum Hólmavík, Arnkötludal og dalina, og þaðan vestur yfir heiðar til Patreksfjarðar.

Síðan eru strandirnar ófærar, það mátti ekki moka til Dúpuvikur um daginn svo frægur leikari komst ekki þangað í afslöppun þessi danski sem lék í Lord of the Rings,  svo nú verða lögreglumenn á Hólmavík að fara sennilega á snjósleðum og snjóbílum út um allar trissur með kjörgögnin.  Ef allt þetta ferli á svo að afturkalla korteri fyrir kosningar, þá eru stjórnvöld meiri fífl en ég hélt.

Málið er að það er réttur hvers manns að fá að kjósa.  Og margir staðir hér fyrir vestan eru einangraðir vegna snjóa.  Þetta ætti samgönguráðherra að vera fullkunnugt um, sérstaklega þar sem öll mokun hefur verið skorin við nögl. 

Þið hættið ekki við atkvæðagreiðsluna gott fólk, nú er  POINT OF NO RETURN.

safe_image

það getur verið að hver kjósi um sitt, en við fáum að láta í ljós álit okkar á þessum fíflagangi alls fjórflokksins, og það er eitthvað sem við verðum að fá útrás í, eftir allt sem þið hafið gert okkur þjóðinni.  Það er hreinlega hreinsun og andlegt bað að fá að fara á kjörstað og segja NEI OG AMEN EFTIR EFNINU!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þau eru löngu hætt að koma manni á óvart...  

Jóhann Elíasson, 3.3.2010 kl. 09:41

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 3.3.2010 kl. 12:01

3 Smámynd: Kidda

Óttast það mikið að það verði ekkert af kosningum á laugardaginn. JS, SJS, bretar og hollendingar munu semja um eitthvað sem er ekki þjóðinn í hag. Allt svo að hægt verði að ganga í ESB sem meirihluti þjóðarinnar vill ekki. Það virðist ver aþað sem vakir fyrir JS og SJS með samningunum ásamt Össuri.

En ég er líka að spá í hvort þjóðin muni sýna einhvern dug í sér ef kosningarnar verði felldar niður og slæmur samningur kemur fram. Eða erum við landeyður og aumingjar.

Knús vestur í kúlu

Kidda, 3.3.2010 kl. 12:11

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Satt er nú það Jóhann minn.  Og ekki bara það, heldur virðast þau ætla að reyna að skemma eins mikið fyrir okkur og hægt er, hver sem ástæðan er, er það bara ESB?

Knús Ásdís mín.

Ég er dálítið smeik líka. er reyndar búin að kjósa.  En svo er verið að ferðast um allt land við ólíkar aðstæður með kjörkgögn, yfir snjóskafla og erfiðar heiðar.  Ráðamenn hljóra að bera lágmarksvirðingu fyrir fólkinu á landsbyggðinni.... eða hvað?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.3.2010 kl. 12:17

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásgerður mín, þetta fjandans fólk sem á að vera að gera gott fyrir þjóðina er alveg sama um okkur og alveg sama þó fólk leggi sig í hættu til að koma gögnum á milli staða.

Svo er eins og þetta fólk hafi aldrei komið út á land í vondum veðrum og færð, ég er afar reið.

Knús til þín ljúfust mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.3.2010 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 2020877

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband