Stöndum saman íslendingar.

Já það er málið.  Þetta er eins og í þorskastríðinu og baráttunni við dani á sínum tíma.  Loksins tekur þjóðin sjálf af skarið og dregur mörkin.  Og nákvæmlega á þeim tímapunkti sem þráinn Bertelsson segir að stór hluti þjóðarinnar sé fífl.

Ég hef stundum sagt að við séum kjánar og kunnum ekki fótum okkar forráð.  En núna er ég stolt af mínu fólki.  Loksins göngum við í takt og erum sem þjóð, stöndum upp og segjum hvað okkur finnst, við gerum það ekki endilega á Austurvelli, við gerum það heima við tölvuna.  Við gerum það í kaupféllaginu, við gerum það í saumaklúbbunum, og við gerum það á söngæfingum og í saunaklefanum. 

En við erum að komast að samkomulagi um að nú sé eiginlega nóg komið.  Reyndar vorkenni ég dálítið Jóhönnu og Steingrími, ég held að þau hafi viljað vel.  En einhversstaðar á leiðinni misstu þau af lestinni og misstu af þjóðinni.  Aðrir í stjórninni hafa bara ekki komið neinstaðaðar nálægt nema Össur svona smá, sem sendi hvuttana sína til að tala við BNA, og hafði gleymt að hann hafði sjálfur móðgað þá alveg rosalega með afturköllun á orðu, sem hann hefur reyndar aldrei útskýrt af hverju hann gerði.

En áfram íslenska þjóð.

 

Öxar við ána, árdax í ljóma,
upp rísi þjóðlið og skipist í sveit.
Skjótum upp fána, skært lúðrar hljóma,
skundum á þingvöll og treystum vor heit.
Fram, fram, aldrei að víkja.
Fram, fram, bæði menn og fljóð.
Tengjumst tryggðarböndum,
tökum saman höndum,
stríðum, vinnum vorri þjóð.

 

 


mbl.is Sama aðferð og í þorskastríðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kidda

Og nú kemur sendinefndin heim á morgunn, ekkert gefið upp hvað hún kemur með. 

En við stöndum saman þó svo að við séum eða alla vega ég fábjáni samkvæmt Þránni.

Kidda, 2.3.2010 kl. 18:05

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm ég líka.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2010 kl. 18:15

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég vil vara stjórnvöld við því að reyna að fresta þessari atkvæðagreiðslu, eða gera lítið úr vilja fólks.  Það er óðs manns  æði.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2010 kl. 18:45

4 identicon

I'M An Idiot

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 19:02

5 Smámynd: Kidda

Lá við að ég færi að hlægja þegar ég las að sendinefndin væri á leiðinni heim og  engir fundir á næstunni, miða við hvað JS var viss um að það tækist að landa svoooooo góðum samningi í dag eða á morgunn.

Við verðum að fá að kjósa því kosningin snýst um ríkisábyrgðina og hvort við séum tilbúin að borga fyrir einkabanka.

Kidda, 2.3.2010 kl. 19:22

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þvílíkur hringlandaháttur í þess liði og þessu drullupakki er treyst til að fara með stjórnartaumana í þessu landi.

Jóhann Elíasson, 2.3.2010 kl. 20:12

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

já þetta er alveg með ólíkindum.  Og að þau skuli láta sér detta í hug að fresta atkvæðagreiðslunni, þegar fullt af blaðmönnun og heimspressunni er þegar komið til landsins, er algjörlega út í hött.  Þau eru bara eins og alkar í sjáflsafneitun.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2010 kl. 20:24

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.3.2010 kl. 20:26

9 identicon

Stöndum einu sinni saman sem þjóð og kjósum það sem er okkur fyrir bestu,höldum vörð um sjálfstæði okkar til að skapa og vera sjálfbær.Almenningur út um allan heim stendur með okkur,við erum fordæmi og það eru pólítíkurnar hræddar við.Við borgum ekki lán sem við tókum ekki.Afhverju var ekki þjóðarathvæðisgreiðsla um útrásina og ábyrgð þjóðarinnar á öllu ruglinu?

Helga (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 01:36

10 identicon

Ertu að meina orðuna sem Carol sendiherra átti að fá? Ég hef heyrt að Össur hafi haft eitthvað með það að gera.

Dagga (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 07:24

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt, hann dró til baka afhendinguna, þegar sendiherran var á leið til Bessastaða.  ef það er ekki móðgun við erlenda þjóð, þá veit ég ekki hvað.  Hann hefur reyndar aldrei skýrt frá því af hverju það var gert, og ekki hafa fjölmiðlamenn spurt hann um það svo ég viti.  Skrýtið?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.3.2010 kl. 09:09

12 identicon

Mér finnst þetta mjög undarlegt mál. Því hefur verið haldið fram að Ólafur Ragnar hafi gleymt að láta orðunefnd samþykkja veitinguna. Ég skil ekki upp né niður í þessu. Þetta er svo klúðurslegt mál og óskiljanlegt af hverju fjölmiðlamenn hafa ekki athugað hvernig þetta er innréttað. Hvernig líst þér á að senda áskorun á fjölmiðla um að grafast fyrir um sannleikann í málinu? Ég er ekki með bloggsíðu þannig að ég get ekki komið því á framfæri, en myndi svo sannarlega skrifa undir áskorun.

Dagga (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 09:39

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð hugmynd, ætla að skoða það mál betur.  Get líka sett það inn á facebook, ég nota hana að vísu ekki mikið, en þar fer þetta víða.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.3.2010 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband