Ég lít í anda liðna tíð. Græt núið, en vona það besta.

Með tár í augum kvaddi ég tengdadóttur mína, Sóley Ebbu og litla Símon Dag í gær, og hrærð kvaddi ég Inga Þór frumburð minn, drengina Kristján og Aron ásamt litlu Evítu Cesil í dag, þar sem flugu á vit ævintýra í Noregi.  Nú er ég að bíða eftir því að Bára mín, Bjarki og stelpurnar komi heim, þau eru einhversstaðar á leiðinni, sú stutta farin að vilja koma heim í Kúlu. 

En á meðan ég býð, datt mér í hug að gleðja ykkur fólkið mitt hér með nokkrum góðum myndum, svona í sárabót fyrir allt hjalið um pólitíkina. 

IMG_0001

Við erum komin á árið 1972 eða svo, erum að smíða okkur hús á Seljalandsveg 77, og unnum það að mestu sjálf með aðstoð fjölskyldunnar.

IMG_0028

Hér er ærslafulli rauðhausinn systir mín Halldóra að mála.

IMG_0004

Her er sami staður búið að mála, smíða og flutt inn í kjallarann.  Og hér er örugglega veisla í gangi, og yngsta barnið í malla á mammadín.

IMG_0003

6 ára afmæli Inga Þórs og pabbi og mamma í veislunni.

IMG_0013

Hér bjuggum við áður en við fluttum í nýja húsið, þetta er ekki Ásthildur sulla niður Cesil, heldur Bára Aðalheiður mamma hennar LoL

IMG_0012

Það er nú myndarlegur gaur sem maður giftist svo eftir allt saman.

IMG_0007

Fljótavík ættaróðal föður míns og margra fleiri.  Þessi jeppi var með fyrstu farartækjunum sem notaður var til að flytja vistirnar frá fjöru til bústaðar.  Núna dugar ekkert minna en sexhjól.

IMG_0031

Nonni bróðir og Elli minn í Fljótavík, having a good time.

IMG_0027

Það var svo farið í and á Sodiac. 

IMG_0030

elskuleg mágkona mín Badda.

IMG_0020

Smá jólastuð þetta er fyrrverandi mágur minn og sjarmur Siggi Ásgeirs. 

IMG_0032

Meðan við vorum að byggja fengum við leigðan sumarbústað inn í Tunguskógi, hér eru Sigga systir, Inga Bára systir Ingi Þór og Bára.

IMG_0047

Við ferðuðumst líka mikið með börnin innanlands, annað var ekki í boði, fátækir foreldrar að byggja sér hús.  En þetta er dæmigert fyrir það sem koma skyldi, ég tek myndir og Elli minn sér um börnin hehehe.

IMG_0049

Hér heiðrum við Bólu Hjálmar með nærveru okkar. Júlli krullinhærði ljóskollurinn hér fremst. Ingi og Bára.  Skafti ekki fæddur.

IMG_0082

Hér er svo Bára mín Tounge

IMG_0083

Og Skafti, Sólveig Hulda er rosalega lík honum. Heart

IMG_0089

Og Ísafjörður mín kæru, svolítið öðruvísi en núna, en samt yndæli bærinn minn.

Svo segi ég bara góða nótt, megi allir góðir vættir vaka með ykkur og vernda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Góða nótt elsku vina

Ragnheiður , 6.1.2010 kl. 00:20

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir þetta elsku Ásthildur  Hakkavélin á ofninum á bak við Báru þína varð að minningakafla fyrir mig

Sigrún Jónsdóttir, 6.1.2010 kl. 00:30

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hakkavélin er náttúrulega algjört æði Sigrún mín

Knús Ragnheiður mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.1.2010 kl. 00:42

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Nú er ég voða,voða meðvirk. Dæmigerðar myndir fjölskyldu,sem er ein af hornsteinum lýðveldissins(eins og landsfeður segja í ræðum sínum).Alltaf ánægð með allt,kröfur engar nema til sjálfra okkar. Að kveðja ungana,framkallar tár.En gott þau eiga rætur á Islandi,þau koma aftur.Þannig var það með mína.

Helga Kristjánsdóttir, 6.1.2010 kl. 00:51

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Helga mín, já ég vona það svo sannarlega að þau komi sem fyrst heim aftur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.1.2010 kl. 00:53

6 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Tad er fátt eins erfitt og ad kvedja englanna sýna börnin okkar.Ég fylgji tér algjörlega í teim efnum og veit hversu leidur madur verdur.

Sonur minn flutti til Íslands í haust tá er enginn hérna lengur af mínum börnum.Jólin voru frekar tómleg ,en vid nutum teyrra samt. Gott ad vera fá Báru ,Bjarka og stelpurnar í Kúluna.

Veit ad tar er yndislegt ad vera.

Takk fyrir fallega og skemmtilega myndasýningu.

Kvedja úr Hyggestuen

Gurra

Gudrún Hauksdótttir, 6.1.2010 kl. 07:19

7 identicon

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 07:34

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Gaman að skoða þessar gömlu myndir og þá rifjast ýmislegt upp sem maður vildi nú helst gleyma, ef ég kem í heimsókn í sumar segi ég þér frá því, ég lofa því.

Jóhann Elíasson, 6.1.2010 kl. 07:46

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Frábærar myndir

Hrönn Sigurðardóttir, 6.1.2010 kl. 08:09

10 identicon

Já þær eru skemmtilegar göngurnar niður Memory Lane, rifjast alltaf upp góðar minningar. Man til dæmis sólskinsdaginn sem ég átti með þér og krökkunum okkar í skóginum, sumarið sem þið byggðuð, hann var yndislegur.

Dísa (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 08:53

11 Smámynd: Kidda

Skemmtilegar myndir fra skemmtilegum tímum.

En þetta hefur verið erfiður dagur í gær að kveðja næstum því alla. En sem betur fer eru Bára og fjörkálfarnir á leiðnni.

Knús í kærleikskúluna

Kidda, 6.1.2010 kl. 10:43

12 identicon

Þú þarft ekkert að afsaka pólitíkina, þetta er, jú, þitt blogg og þar ræður þú för, það er lesendanna að velja hvað þeir kjósa að lesa. Takk fyrir allar myndirnar sem þú sýnir okkur. Það er ansi margt sem kveikir á minningum sem hafa fallið í gleymsku. Þú ert náttúrlega bara gleðigjafi, kæra vinkona    Kv. úr Andakíl, Steini Árna

Þorsteinn Árnason (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 10:46

13 identicon

Sæl Ásthildur.

Þegar við kveðjumst er alltaf tregi, en svo læknar tíminn allt

og gestirnir eru komnir til baka  áður en maður veit af..... á ný.

Góð, færsla.

Kveðja á allt og alla.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 12:51

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Þói minn ég vona það svo sannarlega. 

Já ég veit Þorsteinn minn,  Það eru bara svo margir þarna úti sem hafa sagt mér að þeir lesi alltaf það sem ég skrifa og sumir jafnvel segja að þeim sé heilmikil hjálp í því.  Ég er ekki að ofmetnast, bara benda á staðreynd.

Já Kidda mín það var erfitt að kveðja þessar elskur.  Þó ég viti vel að þau séu bara að fara til Noregs, til betra lífs en þeim er boðið upp á hér.  Þá er það samt einhvernveginn tómlegt. 

Takk Hrönn mín. Ég er búin að banna Siggu mömmu hans Sigurjóns að fara líka til Noregs, hún var að spá eitthvað...

Nú gerir þú mig forvitinn Jóhann minn.

Knús Ragna mín .

Takk sömuleiðis Gurra mín

Já ég veit að þau eiga sterkar rætur hér Helga mín svo vonandi koma þau sem fyrst aftur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.1.2010 kl. 13:17

15 Smámynd: Laufey B Waage

Takk fyrir þessa skemmtilegu myndasýningu. Alltaf gaman að sjá gamlar og góðar myndir af fólki sem maður þekkir (og þekkti).

Og ástarþakkir fyrir síðast elsku Íja mín. Þetta var yndisleg stund hjá okkur í kúlunni þinni - fannst mér.

Laufey B Waage, 6.1.2010 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband