12.9.2009 | 21:11
Smá kúlulíf.
Haustið er tími uppskeru og árangurs.
Fjölskylda mín frá El Salvador bauð okkur í mat í gær í tilefni afmælisins. Isobel er meistarakokkur.
Og veislan var fín. Takk fyrir okkur
Veðrið var fallegt í dag. Og upplagt að gera eitthvað skemmtilegt.
Til dæmis að vera börn í bala.
Eða setja saman kojur sem pabbi sendi stelpunum.
Það var mjöööög spennandi.
Sumir þurftu samt aðeins að nota sér að athyglin var annarsstaðar og fá sér tesopa.
Sona þetta er alveg að koma.
Jamm nammi namm!
Afi þú átt að geraedda sona!!!
Ég skal hjálpa.
Svo eru sólberin þroskuð, við Hanna Sól týndum nokkur sólber sæt og góð. Það finnst Ásthildi líka.
en svo þarf að klæða sig, því nú á að fara upp í fjall og týna aðalbláber.
Það er dálítið langt fyrir stutta fætur, en afi er líka sterkur og getur borið mann. Svo er gott að hvíla sig á leiðinni.
Og meðan við Hanna Sól týndum berin, týndu aðrir bara upp í sig.
Hanna Sól er nefnilega rosadugleg að týna ber, með berjatýnu.
Jammí.
Best að borða bara beint af lynginu hehehe...
Við höfðum líka með okkur nesti, sem var gott, því það var töluvert löng ferð upp í berin fyrir stutta fætur.
Afi eru álfar í þessum steinum? Eða dvergar?
Þegar boxin voru full, var hægt að týna smávegis upp í munninn og leggja svo af stað heim á leið.
Og nú er afi búin að setja kojurnar saman, og allt klárt í kvöldverkin. Fara í bað, bursta tennurnar, fara í náttfötin lesa og sofa.
Og Júlli minn gaf mömmu sinni fallega afmælisgjöf. . Það er hægt að fá hjá honum allskonar gjafavöru, eftir pöntun. Og þetta er allt jafnfallegt.
En eigið góða helgi elskurnar mínar.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2022144
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ummmm hvað mig langar í ber.
Ásdís Sigurðardóttir, 12.9.2009 kl. 21:14
Takk fyrir að deila með okkur lífinu þínu. Mér finnst svo gott að koma hér inn og fylgjast með ykkur.
Svei mér ef þú og þitt vekur ekki upp trúna á manneskjuna á þeim stundum þegar sú trú er í sögulegu lágmarki. Knús.
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.9.2009 kl. 21:32
Tvær spurningar. Hvað eldaði Isobel...og hvor sefur svo í efri kojunni?
Ég man hvað mér fannst óréttlátt að ég fengi ekki að sofa í efri kojunni bara vegna þess að ég væri yngri.......
Hrönn Sigurðardóttir, 12.9.2009 kl. 21:46
Ísafjarðarbláberin eru dásamleg.Er búin að sannreyna það:)
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 21:54
Æðislegur berjamór og flott koja í bleiku herbergi. Knús í kúluna
, 12.9.2009 kl. 22:14
ég skal gefa þér smakk Ásdís mín.
Takk fyrir þetta elsku Jenný mín.
Isobel var með sérlega skemmtilega kryddað lambakjöt á grilli, og svo er saladið hennar alltaf alveg einstaklega skemmtilega kryddað. Samt finnst mér babúsas best. Það eru litla maiskökur með kjöti inní. En það er allt gott sem hún eldar.
Það er sama sagan Hrönn mín, Hanna Sól fær að sofa í þeirri efri, hún var strax búin að panta.
Gott að heyra Ragna mín.
Knús á móti Dagý mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.9.2009 kl. 22:40
Sæl Ásthildur mín.
Eins og fyrri daginn. Alltaf jafn gaman að líta við .
Kveðja
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 22:49
Þetta var mjög góður skammtur af myndum gaman að sjá hvað allt er fjörugt og skemmtilegt í kúlunni. Við bræðurnir sváfum í kojum, ég fékk efri kojuna af því að ég var eldri ekki veit ég hvort ég var frekari úr því verður víst ekki skorið. Góða nótt mín kæra og megi allar góðar vættir vernda ykkur kúlubúa.
Jóhann Elíasson, 13.9.2009 kl. 00:30
Mig langar i berjamo,thad var alltaf svo spennandi thegar eg var krakki alger fjolskylduhefd bara.
Ásta Björk Solis, 13.9.2009 kl. 06:32
Takk Ásthildur, ég tek hjartanlega undir með Jennýu, þú ert farin að vera sem akkeri í ólgusjó og það er frábært
Ragnheiður , 13.9.2009 kl. 12:18
Gaman að sjá ykkur, vildi að ég hefði komist í berin með ykkur. Mér finns gott að borða þau, en miklu skemmtilegra að tína þau. Sérlega þegar eru fleiri með í hópnum.
Dísa (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 12:25
Knús á ykkur yndislega fjölskylda og takk fyrir mig
Sigrún Jónsdóttir, 13.9.2009 kl. 13:28
Það er rétt sem þær segja, þú og þitt fólk eruð akkerið í ólgusjónum
Kidda (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 15:13
'ytti á vitlausan takka
Vona að við getum verið akkerið þitt á móti í ólgusjónum
Knús í berjakúluna
Kidda (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 15:15
Alltaf gott að "kíkja við hjá ykkur" í Kúluhúsinu, þó það sé aðeins í gegnum netið
Æðislegt að fá koju
Alltaf finnst mér jafnflott verkin hans sonar þíns. Ég vonast til að komast einhvern tíma "alla leið" þarna vestur og kíkja á þetta með eigin augum.
Hafið það gott Ásthildur mín
Ragnhildur Jónsdóttir, 13.9.2009 kl. 15:30
Yndisleg ertu alltaf elsku Ásthildur mín.....knús og kossar frá okkur öllum.....
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 13.9.2009 kl. 19:59
Mikið rosalega sem er alltaf gaman að kíkja hingað inn og skoða flottar myndir - og hvíla sig aðeins frá bloggfærslum um argaþras vegna efnahagshrunsins. Þó það sé líka ágætt að taka púlsinn á þeirri umræðu í bland.
Jens Guð, 13.9.2009 kl. 22:10
Skemmtilegar myndir frá berjatínslunni Það er svo spennó að fá kojur og sú stutta er ekkert í vandræðum með að segja afa til Yndislegar skottur. Fallegt hjartað frá Júlla. Ég ætlaði aldeilis að koma og skoða hjá honum í ágúst, en var lasin allan tímann sem bóndinn átti frí svo ekkert varð af þeirri heimsókn í sumar. Ég var voða spæld yfir því, var orðin spennt að heimsækja Ísafjörð, og spenntust af öllu að hitta þig Knús og takk fyrir myndasýningu.
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 13.9.2009 kl. 22:31
Oftlega zagt þetta áður, þú veizt.
& það er bara enn doleiðiz...
Takk.
Steingrímur Helgason, 13.9.2009 kl. 22:46
Takk öll mikið eruð þið yndæl.
Kidda mín þið eruð líka mitt ankeri, það er alveg öruggt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.9.2009 kl. 10:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.