Smáhugleiðing, spilamennska og Karlakórinn Ernir á góðri stundu.

Mér líður hálfeinkennilega þessa daga.  Ég er áhyggjufull og reið, en líka er einhver ákveðin ánægjutilfinning, hún á rætur sínar að rekja til mótmælanna.  Mér líður vel með fundinn sem ég fór á, og fundinn sem ég horfði á í sjónvarpinu, aðdáun mín er mikil á því fólki sem ber hita og þunga af þessu öllu saman, sem leggur á sig að semja tilfinningaþrungnar ræður, og flyta þær með þvílíkum sóma, á Herði Torfa, sem er einn af þeim fáu íslendingum sem er algjörlega sjálfs sín herra, hefur alla tíð staðið af sér allar tilraunir til að vera einhverjum háður.  Það þarf einhvern slíkan til að halda utan um þetta allt saman.  Og Hörður hefur gert það með þvílíkum sóma að eftir verður tekið. 

Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, hvort upp úr þessu verður stofnuð stjórnmálahreyfing, þá vona ég bara að það fari ekki fyrir því eins og Íslandshreyfingunni, þar sem safnaðist saman einstaklingar sem höfðu fyrst og fremst eigin frama að leiðarljósi.  Hún endaði svo í 2% fylgi.  Það kostar mikla vinnu að stofna stjórnmálaflokk.  En vonandi breytist þjóðfélagið okkar eftir þennan skell, og hér komi til meira réttlæti, meiri jöfnuður og betra samfélag.  Spilltir stjórnmálamenn, embættismenn og atvinnurekendur fái pokann sinn.  Og við sjáum fram á nýja daga, með réttlæti, firði og góðæri í stað gróðæris. Samfélag, þar sem fólki skilur að það er öllum betra að eiga nóg en ekki of mikið.  Að náttúra landsins er auðlind sem er óbætanleg.  Að fiskimiðinn okkar eru sameign þjóðarinnar, og tækifæri fólksins í dreyfðum byggðum til að hafa ofan í sig og á.  Að nafnli alheimsins er ekki stórborg, sem sogar allt til sín.  Heldur er betra fyrir sálarlífið að búa á smærri stöðum, vera stórir fiskar í litlum tjörnum, en ekki litlir fiskar í stórri. 

Ég er sammála því að við þurfum að breyta hugsunarhætti fólksins.  Það er svo lengi búið að segja okkur að svart sé hvítt og hvítt sé svart, að við vitum ekki lengur hverju við eigum að trúa.  Þeirri lygi þarf að ljúka hér og nú.  Þess vegna er mikilvægt að það fólk sem nú situr sem fastast á valdastóli skilji það sem við erum að reyna að segja þeim.  Við viljum að þeir hverfi brott, og nýtt fólk með nýjar hugsanir setjist þar í þeirra stað.  En við skulum líka muna að lýðræðið er einungis virkt, ef við pössum upp á það.  Tökum þátt, og látum stjórnendur vita og finna að við líðum ekki lygi og ótrúverðugleika.  Lýðræðið kostar, það kostar fyrirhöfnina að taka þátt í samfélaginu.  Sú þátttaka er ekki trúarbrögð, heldur eftirlit með þeim sem við veljum okkur til forsvars.  Því vissulega er vald vandmeðfarið, og auðvelt að misstíga sig ef aðhalds er ekki gætt.  Látum þetta okkur að kenningu verða. Því vissulega ber fólkið í landinu þá ábyrgð að hafa kosið yfir sig sama fólkið ár eftir ár, án þess að það hafi gefið minnstu ástæðu til að treysta því.  Við verðum að fylgjast með, og refsa eða umbuna, ef við virkilega viljum lýðræði. 

En þetta er búið að vera notalegur sunnudagur, afi er farin í sund með stærri börnin, en sú litla skottan mér er hjá ömmu sinni. 

IMG_3610

Hanna Sól og afi spiluðu Veiðimann.

IMG_3612

Það finnst Hönnu Sól gaman.

IMG_3553

Þetta er nýjasta listaverkið hans Júlla, steinnál.

IMG_3555

Ef til vill hægt að sauma sláturkepp með henni þessari.

IMG_3559

en við hjónin fórum á skemmtikvöld með Karlakórnum Erni á föstudaginn.  Það var mjög skemmtilegt, það var myndakvöld frá Ungverjalandsferðinni.  Og auðvitað var boðið upp á ungverska gúllassúpu.

IMG_3563

Hér er kokkurinn, hann er líka kórfélagi.

IMG_3564

Það mættu langflestir félagar kórsins ásamt betri helmingum.

IMG_3572

Og gúllassúpan bragðaðist afar vel.

IMG_3575

Og ánægjan lýsti sér af andlitum kórfélaganna.

IMG_3578

Kórfélagar skemmtu okkur svo.

IMG_3582

Mugipapa var veislustjóri og hann tók líka lagið. 

IMG_3592

Hjónin í Botni létu ekki sitt eftir liggja.

IMG_3597

Og enn var tekið lagið.

IMG_3601

Og það var sungið..... af innlifun.

IMG_3603

Og svo söng allur hópurinn saman.

IMG_3605

Og við dáðumst auðvitað af.

IMG_3608

Já þetta var skemmtilegt kvöld, þið eruð flottastir. 

Takk fyrir skemmtilegt kvöld.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Helgadóttir

Er Elías í karlakórnum Ernir ?

Elín Helgadóttir, 16.11.2008 kl. 15:21

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Ella mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.11.2008 kl. 15:25

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Rosalega er ég sammála þér. Það þarf hugarfarsbreytingu hjá öllum og þeir sem sitja sem límdir fari að haska sér burt. Þeir eiga nú ekki rétt á neinum smáræðis eftirlaunum.l

Helga Magnúsdóttir, 16.11.2008 kl. 15:27

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir færslu og myndir Ásthildur mín.  Ég er þér svoooo sammála

Sigrún Jónsdóttir, 16.11.2008 kl. 16:41

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 16.11.2008 kl. 19:44

6 identicon

Sammála þér, stið þig í þvi sem þú ert  að gera, við þekkjum þetta með stofnun flokks, það virðast endalaus vonbrygði en þó koma sætir sigrar svona inn á milli sem halda við trúnni á að þetta sé hægt. Bestu kveðjur til ykkar kúlubúar Steini Árna

Þorsteinn Árnason (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 19:45

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl kæra Ásthildur

Nýtt fólk í stjórnarstörf fyrir nýtt Ísland.

Hlakka til þegar þú segir okkur frá öllum blessunum í lífi þínu. Það verður ekki vandi fyrir þig. 1. Maki, 2 - ? börn, (Eru þau 4?) 5- ? barnabörn. 10 blessanir þá upptaldar.

Hræðilegt að láta Alþjóðabankann stjórna sér. Við eigum í raun ekkert að borga skuldir fyrir fáeina menn.

Við verðum samt að halda í vonina að þetta fari allt vel en ekki illa eins og allsstaðar þar sem Alþjóðabankinn og hans stjórnendur hafa verið með fingraförin sín.

Vertu Guði falin

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.11.2008 kl. 20:39

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Alltaf sama fjörið hjá þér elskan.  Það hrærist líka margt í mér en ég finn svona góða tilfinningu hvíla undir. Eigið góða viku

Ásdís Sigurðardóttir, 16.11.2008 kl. 21:46

10 Smámynd: Laufey B Waage

Góður pistill Ía mín.

Laufey B Waage, 16.11.2008 kl. 22:06

11 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Vá, eins gott að ég er búin að taka slátur. Hefði orðið handlama af þessari nál  Flottur hann Júlli. Þú mátt gjarnan skila kærri kveðju til hans frá mér. Ég segi bara "ditto" á pistilinn þinn, gæti ekki verið meira sammála. Knús í kúlu

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 16.11.2008 kl. 22:18

12 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þú segjir það allt, & segjir það hlýlega.

Alltaf fer maður einhverju ríkari frá pistlum þínum.

Steingrímur Helgason, 16.11.2008 kl. 23:53

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll sömul.

mín er ánægjan elsku Steingrímur minn

Hehehee Sigrún mín, já þessi nál myndi gera hvern þann handlama sem þyrfti að sauma með henni, en flott er hún  Strákurinn er ótrúlega flottur að finna steina sem eru snilldin ein.

Takk Laufey min.

Sömuleiðis Ásdís mín elskuleg.

Knús á þig Rósa mín ég skal taka mér tíma til að segja þér frá áherslunum í lífi mínu. 

Steini minn Árna alltaf gaman að sjá þig hér, knúsaðu frúna frá mér.

Knús Huld mín

Knús Ruslana mín

Takk Sigrún mín, við erum sko flottastar að vestan

Nákvæmlega Helga mín, það þarf að taka á þessu eftirlaunafrumvarpi ekki seinna en í gær.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.11.2008 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 93
  • Frá upphafi: 2021011

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 68
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband