Kæru vinir gangið á vegum almættisins, fram á veginn. Gæfan liggur þar falin bak við stein, eða undir steini.

Það er ennþá hlýtt, og hefur verið heilmikil rigning.  En það er hlýtt í kúlunni, og ungviðið hefur ekki rosalega áhyggjur af framtíðinni.  Reyndar hafa þessi eldri ýmsar spurningar, og fylgjast vel með líðan eldra fólksins, það er von. Þau vita ekki hvað er að gerast frekar en við hin.  Og þess vegna mótast ástand þeirra af framkomu okkar.  Við ættum að hafa það fastlega í huga.  Við viljum ekki meiða litlar saklausar sálir, þó reiðinn brenni inn í fólki.  Ekki láta hana lita heimilislífið.  Það er hægt að finna henni útrás með því að hitta annað fólk, og endilega taka þátt í mótmælum og láta í sér heyra opinberlega.  En inn á heimilinu, þarf að ríkja ró og friður, og kærleikur handa þeim litlu. 

IMG_2683

Amma var rifinn upp klukkan sjö í morgun,

IMG_2695

Þessar tvær gáfu engan grið.  Hér eru þær reyndar báðar búnar að borða morgunmat.

IMG_2723

En það var rosalega gaman að hnoðast á ömmu sín. 

IMG_2731

Jamm það er fjör.

IMG_2722

Prinsessur eru nú samt alltaf settlegar.

IMG_2736

En þetta er hr. róbót.  Hann er dálítið skerí, en ekki alveg strax.  Fyrst er ekki almennilega tekið eftir því hve hann er vondur.

IMG_2737

En fólk áttar sig samt á því að hér þarf að fara með gát.

IMG_2740

Og sumir átta sig fljótlega á því að trúðurinn er ekki endilega góður.

IMG_2741

Já að lokum rennur það upp fyrir hverju mannsbarni, hvers lags skaðræðisgripur hann getur orðið.

IMG_2742

En það má ekki fjarlægja hann, því enginn þorir að koma nálægt honum.  Sem er synd því þetta fólk er framtíðin.

IMG_2744

Þá er nú betra að skoða kisubókina.

IMG_2746

Fá sér ávexti..

IMG_2754

Eða horfa á sjónvarpið.

IMG_2749

Fá sér jafnvel lúr.

IMG_2751

Eða vera í skjóli pabb og mömmu.

En ég skynja reiði í þjóðfélaginu, örvæntingu líka.  Þetta er eins og við fráfall, fyrst er fólk sjokkerað, síðan koma sárindi, og sorgin, síðan kemur reiðin.  Þessi reiði er að koma fram núna, eftir því sem lengra líður, og ömurlegheitin koma í ljós.  Eftir því sem ljósara verður að stjórnvöld eru ekki að gera það sem þarf að gera.  Hvar eru lækkaðir stýrivextir, af hverju er ekki búið að frysta lánin, og gefa sprautu í atvinnulífið með afgerandi hætti, svo hjólin geti farið að snúast aftur ?

Nei það eru bara haldnir fundir, þar sem enginn svör eru gefinn.  Það er verið að vinna í málinu, það er ekki hægt að svara þessu.  Ég ekki sagt um þetta en hugsanlega hitt.  Vek athygli á að það var hægt á einni kvöldstund að koma því svo fyrir að hægt væri að taka bankana trausta taki.  Svo það er engin afsökun að ekki sé hægt að vinna önnur aðkallandi mál jafn hratt.  Það er bara fyrirsláttur að mínu mati, svona svipað og olíufélögin, eru fljót að hækka bensín þegar heimsmarkaðsverð hækkar, en draga svo lappirnar þegar heimsmarkaðsverð lækkar, þá eru alltaf einhverjar fyrirstöður og fyrirsláttur.  Hér á sama við.

Nú hefði verið lag að auka kvóta bændanna, og smábáta, auka línu og krókaveiðar.  Nei það má ekki, það skal byrjað á að leita uppi lán út í heimi.  Þó það sé góðra gjalda vert.  Þá er það öfugur endi að mínu mati.  Hitt er forgangsverkefni.

Nú væri lag fyrir Samfylkinguna að rjúfa samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn og taka höndum saman við stjórnarandstöðuna. 

Þetta blaður um að nú eigi allir að standa saman og snúa bökum saman og ekki leita að sökudólgum er kjaftæði.  Ég hef nefnilega ekki sömu sýn á það og þeir sem með völdin fara.  Ég held nefnilega að þetta sé gert aðallega til að flokksmaskínan nái vopnum sínum og geti farið að snúa öllu við sér í hag.  Þeir hafa sínar leiðir til þess, það hafa dæmin sannað.  Tannhjól þeirrar maskínu eru vel smurð, en hafa lamast í augnablikinu, vegna þess að það átti enginn von á þessum ósköpum.

Auðvitað eiga allir að standa saman á erfiðum tímum.  En ekki þannig að þeir sem ábyrgð bera sleppi við allt.   Nei hér þarf að rista upp ýmislegt, og það er nauðsynlegt að fólk fái að vera reitt, og hafa hátt.  Það er nauðsynlegt að það hittist og láti í sér heyra.  Reiði á aldrei að byrgja inni, því þá fer hún í líkamlega sjúkdóma.  Reiðin sem sýður í fólki beinist auðvitað að þeim sem komu okkur í þetta ástand.  En það eru auðvitað útrásarliðið, sem mér skilst að sé meira og minna flúið af landi brott, og ekki síður þeir sem hér hafa staðið vaktina síðastliðin 17 ár eða svo.  Þeir sem hönnuðu þetta ferli.  Þeir sem áttu að líta eftir hagsmunum okkar, og verja almenning í landinu.  Og eftirlitsstofnanir sem áttu að vinna vinnuna sína. 

Þessum aðilum hefði verið fyrirgefið, ef þeir hefðu strax brugðist við og bjargað því sem bjargað varð.  En nei því miður hefur hvert axarskaftið rekið annað.  Og menn gert ill verra með fljótfærni og kæruleysi, en ekki síður seinagangi og aðgerðarleysi.  Fólk er líka reitt vegna þess að því var sagt að hér væri allt í stakasta lagi.  Og það er að renna upp fyrir því, að auðvitað vissu menn miklu betur.  Sannleikanum var leynt.  Því menn vildu ekki rugga bátnum.  En það gleymdist að það var ráðstöfunarfé fólksins sem um var að ræða, en ekki persónulega vasapeninga viðkomandi. 

Nú vil ég sjá þetta gerast ekki seinna en strax á mánudaginn; Öll lán verði fryst, allar rukkanir frá ríkinu, gjöld og skattar, allt fryst.  Stýrivextir lækkaðir.  Eftirlaunafrumvarp alþingismanna og annara ráðamanna, svo sem eins og seðlabankastjóra sett í forgang og afnumið.   Uppsagnir seðlabankastjóra ásamt afsökunarbeiðni til landsmanna liggi á borði forsætisráðherra.  Einnig uppsagnir manna í fjármálaeftirliti og öðrum slíkum stofnunum.   Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra gefi út yfirlýsingu um að aukin verði kvóti á þorski og fleiri tegundum, og því verði skipt niður á þá smábáta sem enn eru til og berjast í bökkum.  Einnig verði afnumdir kvótar á bændur, og hafin frekari niðurgreiðsla á landbúnaðarvörur. 

Ef þetta er ekki hægt.  Á ríkisstjórnin að segja af sér, og síðan á að  mynda þjóðstjórn með þátttöku manna sem kunna að fara með fjármál, og stjórnun.  Meðan lægðin gengur yfir, síðan þarf að kjosa upp á nýtt, og þá verður að gefa Sjálfstæðisflokknum frí næstu 20 árin eða svo. 

 Jamm þetta er svona í hnotskurn sem mér finnst að ætti að liggja fyrir í dag, og hefði átt að liggja fyrir í síðustu viku.  Ef menn virkilega vilja og hugsa um fólkið í landinu almenning.  En einhvernveginn læðist að mér sá grunur að hér séu menn fyrst og fremst að hugsa um eigin orðspor, reyna að fela sem mest, og hylja sporin, svo þeir missi ekki meiri virðingu en nú er.  Það er of seint.   Sagan mun dæma og hún mun dæma hart.  Eða eins og sagt er; neyðin kennir naktri konu að spinna, og lötum manni að vinna.  Ég hef enga trú á að fólk þegi og krjúpi fyrir valdinu, ef þeir ætla að halda áfram á þessari braut á hraða snigilsins. 

En elskurnar eigið góða nótt og megi allir góðir vættir vaka með ykkur öllum. Munið að það kemur dagur eftir þennan dag, og þó allt líti illa út núna, þá er um að gera að þreyja þorrann og góuna, og taka fram bjartsýnina, hún er þarna einhversstaðar inn í brjóstinu á manni, bara spurning um að opna réttu hilluna í minningabankanum. Heart

IMG_2750

Og svo smá haustlitur til að lyfta ykkur upp fyrir svefnin.

IMG_2747

Gangið á vegum almættisins.  þangað er gott að leita, þegar allt virðist vonlaust. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Heyr, heyr, heyr

Haustlitamyndin mögnuð, flottasta "litaspjald" sem ég hef séð

Knús í Kúluna

Sigrún Jónsdóttir, 11.10.2008 kl. 22:44

2 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Sumir virðast hafa gleymt því í títt nefndu kastljósviðtali, að hann var forsætisráðherra í nærri tvo áratugi, á meðan þetta allt var að gerjast!

En mikið svakalega finnst mér Ásthildur litla hafa mannast mikið. Tók bara allt í einu eftir því áðan, að hún er ekki lengur sama babyfeisið, hún er að verða svo stór. Alltaf sömu krúttalingarnir þessir afleggjarar þínir.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 11.10.2008 kl. 22:47

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.10.2008 kl. 22:48

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ekki aumkva ég kjósendur Sjálfstæðisflokksins í dag, enda vita þeir af hverju þeir ganga, með að kjóza að kjóza það sem að pabbi þeirra kauz & afar, frekar en að nenna að hafa ~sjálfstæða~ skoðun á.

Mín samúð er hjá þeim sem að kuzu að kjósa Samfylkínguna, í góðri trú um að þar væri að finna umhverfisvæna manngildisstefnu fyrir almúgann í landinu.

Enda ætla ég að kjóza þig næzt vinkona, veit að þú bregzt ekki mínum frýunnarorðum.

Þá verður manngildið efzt.

Steingrímur Helgason, 12.10.2008 kl. 00:13

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir það Steingrímur minn.  Já það er rétt hjá þér, það er ekki hægt að aumkva kjósendur Sjálfstæðisflokksins, sem reyndar er háðungarnafn í dag, því þeir eru ekki sjálfstæðir, meðan þeir þora ekki að taka á sínum innanmeinum af festu.  Já ég hugsa að margir Samfylkingarmenn eigi dálítið bágt þessa dagana.  Nógu fallega var talað fyrir kosningar um Fagra ísland, og rétt þeirra sem minna mega sín.  En svo er farið út í heljar slag um að komast í öryggisráð heimsins, hvað sem það nú táknar, og ekkert smálegt af pening sem þar hefur verið lagt inn, bæði með flandri forystukonunnar og fylgldarliðs, og síðan mútur og g"gjafir" til fátækra þjóða.  Og nú fór þetta allt saman niður í vaskinn. 

Jenný mín knús á þig.

Segðu Sigrún mín, og að Geir H. Haarde hefur verið fjármálaráðherra, og utanríkis minnir mig líka.  Þeir hafa hannað og stjórnað þessu öllu saman, og bera ríka ábyrgð á ástandinu.  Þeirra er skömmin.

Takk Sigrún mín og knús á þig líka. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.10.2008 kl. 10:13

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Kærleikur og Ljós yfir til þín kæra kona

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 12.10.2008 kl. 14:23

7 Smámynd: Sigurður Hólmar Karlsson

Sæl Ásthildur og takk fyrir komentið  já stöndum saman og bloggið þitt yljar mörgum alla vega verð ég alltaf jákvæðari við lestur þess :)

Sigurður Hólmar Karlsson, 12.10.2008 kl. 14:59

8 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Fólk er smám saman að ná því að skilja hvað er búið að gera þessari þjóð og fólk er að verða reitt. Það er búið að hirða aleiguna af mörgum á meðan eftirlaun ráðamanna hækka um hundruð þúsunda. Sumir ættu að sjá sóma sinn í því að segja af sér, en kannski hafa þeir engan sóma til að sjá.

Helga Magnúsdóttir, 12.10.2008 kl. 15:45

9 Smámynd: Solla Guðjóns

Aldrei í lífinu hef ég kosið sjálfstæðisflokkinn og mun aldrei gera.Ég viðurkenni að ég er bálreið.En hef tekið þann pól í hæðina að ræða þessi mál ekki inni á heimilinu í návist barna og ungmenna.....ja bara yfir höfuð ekki ræða þetta.

Þú hefur lög að mæla í þessum pistli.Svo mætti taka inn í þennan pakka endurreysnar að afmá verðtrygginguna.

Solla Guðjóns, 12.10.2008 kl. 22:44

10 identicon

Sæl Ásthildur mín.

Mjög góð grein hjá þér, ég get ekki skilð þennan snigilshraða !

Og þú talar um uppstokkun hér og þar, allveg hjartanlega sammála, og nýskipanir verður líka   að vanda vel til.

Engin hefur lengur trú á

"FRJÁLSRI MARKAÐASHYGGJU OG FRELSI MANNSINS TIL AÐ KNÉSETJA AÐRA" !

Ég get með engu móti skilið það að það  skuli vera fólk á Íslandi eftir þessar hremmingar sem trúir því.

Kærleikskveðjur til þín og allra þinna og auvitað allra hinna.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 00:21

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Þói minn.  ÉG vona svo sannarlega að fólk sé ekki svo bláeygt að sjá ekki hvar vandinn liggur, þegar þarf að fara að raða saman brotunum, ég treysti ekki núverandi stjórnvöldum til að gera það, því miður.  Þau hafa sýnt að þau eru traustsins ekki verðug. Takk fyrir góðar kveðjur og í lige måde

Það er gott Solla mín, við megum ekki vekja meiri ugg hjá börnunum, en þegar er orðið.  Þau eru líka svo fljót að skynja hvað í brjósti býr.  Knús á þig elskuleg mín.  Og já verðtryggingin þarf að fara líka.

Takk Jóna mín, já við megum endilega ekki gleyma eftirlaunafrumvarpinu.  Það er óréttlæti heimsins í ljósi síðustu atburða.

Einmitt Helga mín, þetta er bara óþolandi ástand, og ef stjórnvöld eru síðan að bíða með allt til að tryggja sínu fólki það sem hægt er og leyfa hinum að deyja drottni sínum.  Það er óþolandi ofan á allt hitt.

Takk Siggi minn, ég er þakklát ef fólk verður jákvæðara við þann lestur, því svo sannarlega vil ég reyna að gera mitt til að hjálpa.  Þó ég vilji líka að fólk gleymi ekki hvaðan vandinn kemur.  Því ef við eigum að geta byggt upp heilbrigðara þjóðfélag, þurfa allir að fá sama sjensinn til að taka þátt, en ekki stjórnvöld að handvelja þar úr vini og vandamenn, og fólk með pólitíska rétthugsun.  Það er óþolandi ástand.

Sömuleiðis elsku Steina mín.  Oft hefur verið þörf en nú er nauðsyn á hverri manneskju sem hugsar eins og þú mín kæra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.10.2008 kl. 10:57

12 Smámynd: G Antonia

Mikið rétt hjá þér, bara alltaf jafn yndislegt að opna bloggsíðuna þína Ásthildur , takk fyrir þetta!!!  Góða daga til þín líka **

G Antonia, 13.10.2008 kl. 11:19

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk mín kæra G.Antonía.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.10.2008 kl. 21:30

14 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl mín kæra.

Ég var byrjuð að lesa greinina þína hressilegu í dag en þá þurfti ég að bregða mér af bæ. Nú er ég búin að lesa og það er svo margt þarna sé ég er svo innilega sammála um.

Nú er lag að afnema kvótakerfið bæði til sjávar og sveita. það er alveg eins hægt eins og að yfirtaka alla bankana.

Ég taldi sumt upp af þessu sem þú skrifar líka um og nú viljum við sjá afköst en ekki snigilhraða í verkum ríkisstjórnarinnar.

Ég vil að eigur útrásarmanna verði frystar og þeir eiga að svara til saka eins og við ef við höfum brotið lög eins og það eitt að stela einum hrísgrjónapakka. Sem betur fer hef ég ekki gert það en ég veit dæmi um smáþjófnað og það var kært.

Nú erum við öll jafningjar eins og Jesús Kristur boðaði.

Vertu Guði falin.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.10.2008 kl. 21:54

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Rósa mín, já ég segi sama, nú er lag að huga að þessu rangláta kvótakerfi.  Málið er bara að þessi sjávarútvegsráðherra er ekkert annað en heigull, sem ekki þorir að ganga þvert á vilja sægreifanna.  Hann vill ekki styggja þá, svo það er engin von til að neitt breytist til batnaðar fyrr en sálfstæðisflokkurinn fer frá völdum.  Knús á þig mín kæra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.10.2008 kl. 22:06

16 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl aftur mín kæra.

fyrst þeir gátu hrifsað til sín alla bankana þá geta þeir afnumið kvótalög. En það er spurning um viljann að afnema allt þetta óréttlæti sem hefur þrifist og grasserað í tugi ára.

Vona að við eigum eftir að sjá góðar breytingar.

Batnandi mönnum er best að lifa og vonandi eru stjórnmálamennirnir að vitkast en ég set nú samt spurningu við þeirri ósk minni?

Guð gefi þér góða nótt og góða drauma.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.10.2008 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 93
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband