Á indíjánaslóðum.

Jæja má ég bjóða ykkur í ferðalag til Copper Canyon í Mexícó, svona mitt í öllu amstrinu og leiðindunum.  Þið þurfið ekki að borga neitt, ekki taka lán, eða nota kreditkortin ykkar.  Þetta er í mínu boði. 

Við þurfum að byrja í Mexico city, getum gist á Hollyday inn á Zócalotorgi, ráðhústorginu. 

03

Þar er einmitt verið að taka niður fánan,  þetta er sko enginn smáfáni skal ég segja ykkur, og þetta er gert með lúðrablæstri og gæsagangi.

02

Og það þarf fullt af mannskap til að bera fánan burtu.

Copper canionferd. 001

Þetta er reyndar í janúar, á degi vitringanna þriggja, þá ganga þeir um og gefa börnunum gjafir.

Copper canionferd.

Í Mexico citý dansa Aztekarnir á kvöldin, maður heyrir æstan trommusláttinn, og þeir eru í sínu fínasta pússi.  Þar má skoða gamlar rústir frá tímum Aztekanna, og þeir voru greinilega mjög grimmir, það eru minjar um mannfórnir og slíkt, óhugnanlegt. 

23

En það er langt að fara frá Mexico city til Copper Canyon, svo við komum við í Guadalajara, næst stærstu borg Mexico, falleg borg með mikið af útilistaverkum.  Hér fljúga hin frægu fiðrildi yfir á leið sinni til mökunar upp í fjöllunum, ég mun ef til vill seinna greina frá því. En svo aðeins að stoppa í Mazatlán..

66

Liggja smá á ströndinni þar og dvelja hjá mágkonu minni um tíma.

77

Fá sér ferskar ostrur á ströndinni, og halda síðan í upp í fjöllinn.

05

Eftir að hafa dvalið í nokkra daga í Mazatlán við baðstrandalegu og afslappelsi, var haldið upp í fjöllinn.  Copper Canyon er dýpra og meira um sig en Grand Canyon.  Þetta er í miðju sögufræga Sierra Madre mountains, í norðvestur Mexicó.  Þessi járnbraut gerir ferðamönnum kleyft að heimsækja indíjána sem þar búa.  Tarahumera, hinir fótfráu indíjánar.  Þeir eru aðeins um 45.000 talsins, og búa í allskonar kumböldum og hellum.  Líkt og þeir hara búið síðastliðin 400 ár. Þeir búa til allskonar muni sem maður getur keypt af þeim.  Handgerðar fiðlur, körfur úr furunálum, og pálmablöðum.  Þeir búa oftast niðri í dölunum, en koma upp 1000 metra upp í fjöllinn til að selja dótið sitt, sem þeir bera á öxlum og á höndum upp snarbrattar hlíðarnar.

Chihuahua al Pacifico railroad var fullgert 1961.  Hún er ein af furðum veraldar með 86 jarðgöng og 37 brýr á leiðinni 406 mílna leið.  í El Lazo göngunum fer hún í slaufu (loop) og svo 180° beygju inn í kletti við Temopis.  það tók 90 ár að fullgera brautina.  Readers Digest kallar þetta "the most dramatic train ride in the Western. á þessari leið er bara ein track eða spor, og verður því lestin sem er að koma neðan að að biða á einu hliðarspori sem er þarna á leiðinni eftir að lestinn sem kemur að ofan fari hjá. 

20

Á leiðinni má sjá yfirgefna brautarvagna sem hafa verið gerðir að íbúðum, ekkert til spillis þarna, og enginn íbúðalánasjóður, eða bankalán.  En fólki situr gjarnan á stoppistöðunum og reynir að selja túristunum dótið sitt.

Copper canionferd. 012

Hér sitja indíjánakonurnar með fallegu munina sína og vilja selja okkur ferðamönnunum, þær hafa gengið 1000 metra upp snarbratt fjallið til að nálgast túristana, með allt dótið á höfði og herðum.

21

Og hér má sjá lest húsvagna, frá Canada, fólk sem er örugglega á leiðinni til Masatlán, til vetursetu.  En þetta er reyndar ekki á leiðinni upp í Pacifico railroad.  Þó ég setji hana inn hér.

04

Ég get sagt ykkur að hér er hrikalega fallegt, og ekki mjög gott fyrir lofthrædda, en ég lét mig hafa það.

18

Hamborgarastaðurinn í Creel, en svo heitir þorpið sem við gistum í.  Það er 2000 manna þorp, um 2000 metra yfir sjávarhæð, og maður verður ansi mæddur að ganga mikið hér.  Og við vorum með töluverðan hausverk meiri partinn af tímanum.

17

á leiðinni var stoppað nokkrum sinnum, og hér er indíjáni með fiðlu, sem hann hefur sjálfur smiðað og spilar á til að sýna okkur.

Copper canionferd. 008

Við fórum líka að skoða listamennina, hér er mönnum margt til lista lagt.  og gaman að skoða.

22

Þetta er hrikalegt ekki satt.  En við vorum svo heppinn að fá innfæddan mann til að fara með okkur í ferð um indíjánaslóðir, inn á friðuðu svæðin.  Byrjuðum á að fara og skoða helli, hann kallast Sebastian hellir, eftir þeim sem fyrstur bjó þar. 

Copper canionferd. 006

Hér sést hellirinn, og eitt af húsunum sem fólkið býr í.  Hér verður upp í 21°frost á veturna, og þau eru að mestu leyti berfætt, sumir eru í bandaskóm, sem eru gerðir úr skinnbotni og svo leðurbönd sem eru bundin upp eftir fótum þeirra.  Skinnið á þeim er orðið eins og á fíl.  þau fara ekki í neina skó aðra.

13

Hér er húsmóðirin við eldhúsborðið, og þarna má sjá hakkavélina.  Við ættum ef til vill að huga að því hvort við þurfum að hafa allt svo voðalega fínt, þegar maður kemst fullkomlega vel af með svona græjur.

15

Og máfastellinu er ekki fyrir að fara hér á þessum bæ.  og ég er viss um að þeim líður ekkert verr en mörgum okkar. Ætli kreppan nái nú inn á svona heimili ?

Copper canionferd. 005

En húsmóðirin hefur gert ýmsa fallega muni, sem við skoðum.  Á kvöldin eru svo öll dýrin á heimilinu rekin inn í hellinn, því þarna eru púmur, fjallaljón og skröltormar á ferð, sem ekki er gott að verjast.

Það eru um 10% af ættbálknum sem býr í hellum, þeir lifa á akuryerkju og sjálfþurftarbúskap, með fiðurfé, kindur, geitur svín, hesta og asna. 

12

Það fer ekki mikið fyrir þvottavélum á þessum stað frekar en öðrum lífsins þægindum, sem við teljum okkur ekki geta verið án.  Ár og lækir eru góðir til að þvo í, og svo sér maður þvottin hanga á girðingum, og það sem er hvítt, það ER hvítt hjá þessum elskum.

11

Svona er tískan hjá telpunum.  að versta er sagði leiðsögumaðurinn, að krakkarnir vilja ekki tala tungumálið sem þau eiga.  Þeim finnst flottara að tala spænsku, svo hætt er við að tunga þeirra deyji út.

16

Það er ekki mikið um bíla, og þeir ferðast fótgangandi, hér er bóndi í þeim búningi sem menn hér kæðast.  En það er einskonar þríhyrnt pils, og mussa við, hann hefur svo farið í skyrtu utanyfir, hefur senniega verið kalt.  En þeir heita nú ekki "the people of the swiftly running feet" fyrir ekkert.

 

Copper canionferd. 004 

Hér má sjá ungviðið, og ekki er þessi unga stúlka gömul að burðast með litla systkinið á bakinu, þau eru bara nokkurra vikna, þegar systir er byrjuð að bera það á bakinu, vart farið að halda haus.  En hér voru þau að selja munu sem mamma hafði gert, og svo kom líka lítill lófi, Pesó! Pesó!

00

Hér er friðland.  Hér við Lago de Ararako bíður fólkið eftir að fá matarskammt.   Þau fá matarskammt frá ríkinu einu sinni í viku, þau vilja ekki vinna fyrir aðra, en vilja bara stunda sinn búskap og búa til ýmsa hluti. 

 

Næst lá leiðin að fallegu vatsfalli sem heitir Cusarare, (þar sem örnin býr)  við þurftum að ganga rúman kílómeter að fossinum, en þar sem Rafael fararstjóri þorði ekki að yfirgefa bílinn sinn, fékk hann litla indíjánastúlku til að fara með okkur.  Hvað er hún gömul, spurði ég?  Hér vita börnin ekki hvenær þau eru fædd, eða hvað þau eru gömul, sagði Rafael. Enginn afmæli hér.

Copper canionferd. 003

Hér er Aníta litla, gæti verið svona 6 ára. 

09

Henni hefur áreiðanlega fundist við ganga hægt, því stundum var hún á undan okkur, og beið svo upp í tré eftir að við birtumst á stígnum.

Copper canionferd. 010

Og hér bjuggu örugglega álfar og tröll, þetta gæti verið svarthöfði, eða hvíthöfði.

Copper canionferd. 014

Hér er svo fossinn þar sem örnin býr.

Daginn eftir fórum við í skoðunarferð með Rafael fararstjóra til Rio Urique, upp í fjöll og niður í dali, ofsalega fallegt.

22

Hér rísa drangar upp úr fjallatindum eins og konungshallir í Evrópu, en eru bara grjót, svona fallegt í laginu. 

Síðan fórum við í dal munkanna, inn á landi indíjánanna, maður þarf að borga 15 pesó pr. mann til að fá að fara inn.  Þetta er algjörlega magnaður staður, klettadrangar heill skógur af klettum.

Copper canionferd. 002

enginn veit almennilega hvernig þetta myndaðist, og staðurinn er segulmagnaður, þeir segja að hér hafi lent geimskip fyrir margt löngu. Klettarnir voru gulir rauðir og grænir af klettaskófum.

06

Þetta er maður og kona, sem standa þarna í faðmlögum.

44

Hér er sveppaballettinn, þetta eru steinar sem standa í hring, og eru allir svona eins og sveppir í laginu.

07

Þessir klettar heita Sombrero.

08

Hér sjáum við steingerðan fíl.

Þetta var alveg mögnuð ferð, og yndislegur fararstjóri hann Rafael, og sérstaklega af því að hann var innfæddur, og uppalinn í þessu frábæra samfélagi, og kunni inn á alla hluti, og þekkti allt.

33

Hér er aðaltorgið í Creel.

19

Þegar við komum aftur til Creel var farið að kvölda, og við orðin þreytt öll þrjú.  Svo það var notalegt að fara upp á hótel Sierra Bonita.  kveikja upp í arninum og eiga gott kvöld við að upplifa þessa daga.

Vona að þið hafið átt skemmtilegt ferðalag meðal indíjánanna, menn hinna fráu fóta.  En þetta er í leiðinni svona smáhugleiðing um að þó allt fari á hvolf, og maður eigi ekki mikið milli handanna, þá er alveg hægt að komast vel af, ef maður hugar að því einfalda og smáa.  Lætur sér nægja minna og setur markið ekki of hátt.

Eigið gott kvöld elskurnar. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þú er frábær ljósmyndari Ásthildur og alltaf gaman að skoða þínar myndir.

Jakob Falur Kristinsson, 8.10.2008 kl. 18:43

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir það Jakob minn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.10.2008 kl. 19:21

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gaman að fara með þér í þetta ferðalag. Flottar myndir Stórt knús

Kristín Katla Árnadóttir, 8.10.2008 kl. 21:08

4 identicon

Það klikkar aldrei að fara með þér í ferðalag

Knús

Kidda (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 21:11

5 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Það er margt hægt að læra af myndinni af húsmóðurinni í eldhúsinu... Frábært ferðalag og magnaðar myndir hjá þér. Takk fyrir það.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 8.10.2008 kl. 21:38

6 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæl Ásthildur, takk fyrir ferðalagið.  Myndirnar þínar eru dásamlegar.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 8.10.2008 kl. 22:12

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk elsku Ásthildur.  Þetta gleður.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.10.2008 kl. 22:22

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús á þig líka Katla mín.

Gott að þér líkaði vel Kidda mín.

Takk Sigrún mín, já það er margt hægt að læra af frumbyggjunum.  Þau hafa ekki áhyggjurnar af því að tapa bankapeningunum sínum.  En ef til vill áhyggjur af að eiga í næsta graut.  Þó er örugglega hægt að týna ávexti og egginn fá þau og mjólk úr geitunum.  Ætli þau eigi ekki bara nóg fyrir sig. 

Takk Ásgerður mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.10.2008 kl. 22:24

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk mín er ánægjan Jenný mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.10.2008 kl. 22:27

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk sömuleiðis Arna mín.  Já ætli maður leggist nú í ferðalög á næstunni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.10.2008 kl. 22:59

11 Smámynd: Brynja skordal

Mikið var gaman að sjá innsýn í þetta ferðalag ykkar hlýtur að hafa verið stórkostlegt að vera innan um allt þetta mikilfengna landslag og indíjánanna sem virðast una vel við sitt er voða heilluð að þessu fólki og öllu sem viðkemur índíjána get eitt löngum tíma erlendis sem selur svona varning í búðum sem tilheyrir svona fólki!! enda 2 miðlar hafa tjáð mér að ég hafi lifað meðal þeirra í fyrri lífum svo fylgir mér víst einn stór og stæðilegur índíjáni mikill vendarengill er mér tjáð af fl en einum og trúi ég því svo innilega ekki eðlilegt hvað ég er heilluð af gömlu índíjána myndum bara svona smá uppdeit því ég var svo glöð að skoða þessar myndir takk fyrir mig knús inn í nóttina Elskuleg ps þú kannski átt fl myndir til að sýna mér þegar ég kem í heimsókn í kúluna þegar vetranætur skella á

Brynja skordal, 8.10.2008 kl. 23:19

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já fullt af myndum Brynja mín.  Knús á þig líka fyrir nóttina.  Gott að heyra að þú hafðir gaman af ferðalaginu okkar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.10.2008 kl. 23:47

13 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Takk fyrir ferðalagið, ég get alveg sagt þér að ég elska Indjána og allt sem tengjist Indjánum, einhver sagði mér það einhvern tímann að Indjáni fylgji mér

Guðborg Eyjólfsdóttir, 9.10.2008 kl. 09:19

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég gæti alveg trúað því að þegar indíjánarnir voru murkaðir niður af hinum friðelskandi ameríkönum, þá hafi sálir þeirra þyrpst til Ísalands, sest hér að, bæði í íslenskum líkömum og til fylgis við þjóðina.  Því vel flestir íslendingar hafa einhver tengsl við indíjána.  Þetta er bara svoleiðis Guðborg mín.  Þetta er eitt af því sem bara er í þjóðarsálinni og enginn veit eiginlega af hverju.  Það bara ER.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.10.2008 kl. 09:30

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Friðelskandi verðandi ameríkonum ætlaði ég að segja.  Þeir foru ruplandi og rænandi eins og bavíanar, eignuðu sér landsvæði indíjána og annara frumbyggja.  En þannig hafa þeir hagað sér síðan ekki satt ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.10.2008 kl. 09:31

16 Smámynd: Helga skjol

Yndislegt ferðalag og ekki laust við að jákvæðninn aukist hjá manni við þetta ferðalag.

Knús á þig ljúfust

Helga skjol, 9.10.2008 kl. 09:49

17 Smámynd: Laufey B Waage

Laufey B Waage, 9.10.2008 kl. 10:09

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gleður mig að heyra Helga mín.  Nóg er af svartnættinu knús á þig min kæra.

Knús á þig Laufey mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.10.2008 kl. 10:13

19 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Jú Ásthildur ég held það sé eins og þeir hafi hagað sér síðan þá, blessaður kaninn

Guðborg Eyjólfsdóttir, 9.10.2008 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 94
  • Frá upphafi: 2021020

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 68
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband