20.2.2008 | 12:26
Amman og Hanna Sól - smá blogg fyrir pabba og mömmu.
Sú stutta er farin á leikskólann, það er á Suðureyri, hún þekkir sig vel til þar, því þar hefur hún verið tvisvar áður. Hún var það nokkra daga í fyrra sumar, en gat samt talið alla leikfélagana, tíu að vísu var uppáhaldsleikskólakennarinn hennar Pála, þar á meðal. Mér fannst hún góð að muna eftir þeim öllum.
En hún var athafnasöm í gær, amma stenst henni ekki snúning. Fyrst fórum við í búðina, þar sá hún forláta bók sem hún vildi eignast, það var alveg sama hvað ég bauð- henni í staðinn, nei hún vildi bara þessa prinsessubók, svo amma lét undan.
Seinna um daginn hafði hún náð í skæri og klippti hárið að Barbiedúkkunni sinni, ég hélt fyrst að hún hefði klippt sjálfa sig, en það kom í ljós að það var dúkkan, Svo klippti hun líka fötin hennar smá, bara smá... og hanska sem ég hafði keypt handa henni, jamm, þegar hún er hljóð og góð, er eins gott að kíkja hvað hún er að gera heheheh...
Svo kallaði hún og bað um vatn, þegar ég kom upp, stóð hún svo undirfurðuleg inn í einu herberginu, fyrirgefðu sagði hún, þá hafði hún náð í raksápuna hans afa, og smurt henni inn á baðið vel og vendilega og líka í hárið sitt. Svo úr því varð baðferð.
En sum sé nú er blessað barnið komið á leikskólann sinn, og er aldeilis glöð.
Þetta er fína bókinn, þau afi að raða myndum inn í hana.
Ég veit ekki hvar þetta er !
Afi að klæða dömuna fyrir leikskólann.
Vinkonurnar bíða eftir að hún komi út að leika.
Jamm það er gaman.
Snjór og þota, það er aldeilis fínt.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2022144
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fallegar myndir af stúlkunni þinni. Hún er athafnasöm eins og skottur á hennar aldri, maður hefur sjaldnast roð við þeim elskunum. Eigðu ljúfan dag Ásthildur mín.
Ásdís Sigurðardóttir, 20.2.2008 kl. 13:02
Menn verða nú að hafa eitthvað að gera!
ÞE
Þórdís Einarsdóttir, 20.2.2008 kl. 13:26
Yndislega fallegar myndir af stúlkunni þinni Ásthildur mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 20.2.2008 kl. 14:35
Sól og Máni hehe (minn - ég á bara einn - heitir Ísak Máni) Gaman að þessum krúttum, hvað er Hanna Sól annars gömul ? Minnir mig á söguna af Lottu í Ólátagötu sem klippti peysuna sína!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.2.2008 kl. 15:22
Takk sömuleiðis Ásdís mín.
Já henni fellur ekki verk úr hendi henni Hönnu Sól Þórdís mín.
Já mín var búin að setja varalitinn minn á neglurnar á sér í fyrra dag Þórdís Voða hróðug. Nei þessi er dóttir Báru.
Takk Katla mín.
Hanna Sól verður 4 ára næsta laugardag Jóhanna mín.
Það er alveg hárrétt hjá þér Hallgerður mín, þau eru fljót að finna tilfinningarnar okkar, á hvorn veginn sem þær eru. 'Otrúlega fjót.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.2.2008 kl. 15:54
Það er satt hún minnir dálítið á Lottu í Ólátagarði. Þú átt geysilegan fjársjóð í öllum barnabörnunum, það eru einu auðæfin sem máli skipta. Þau eru öll falleg, en amman var ekki svona framkvæmdasöm. Nema það sé eins og sonur minn sagði þegar mamma var að segja honum hvað ég hefði alltaf verið góð, "þú ert bara farin að gleyma amma mín".
Dísa (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 16:12
Hahaha góður er hann Dísa mín. Við vorum náttúrulega algjörir englar
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.2.2008 kl. 16:23
Æi maður getur nú bara ekki annað en brosað!!
Hún komst einmitt einu sinni í rassakrem frá systu sinni í fyrra og makaði því á líkamann hátt og lágt. Það var ekki skemmtilegt að ná því af kroppnum! En ég þarf nú að skamma múttuna! Hún er ennþá með snudduna! ;)
Hjördís Pétursdóttir (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 16:33
Já Hjördís mín þessi fj..... snudda, alltaf að týnast og amma þarf að leita um allt. Vil samt ekki leggja mikið að henni að láta hana hverfa svona rétt á meðan hún er í þessum breytingum. Annars var rosalega gaman á leikskólanum í dag. Ekki skamma múttuna, hún er á kafi í lestri og prófum þessi elska.
Takk Blue mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.2.2008 kl. 17:23
Solla Guðjóns, 21.2.2008 kl. 02:37
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.2.2008 kl. 09:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.