Hið íslenska kvótakerfi, komið að fótum fram. Hér þarf meira en klór í bakka, hér þarf róttækar aðgerðir.

Ég hef verið að bræða með mér tillögur Ingibjargar Sólrúnar um að endurskoða byggðakvótann.  Visslega er þar víða pottur brotinn og illskiljanlegar reglur.  En málið er að mér sýnist að með þessu eigi að klóra í bakkan í stað þess að taka af alvöru á athugasemdum Mannréttindanefndar Evrópusambandsins.  Í fyrsta lagi þá er þetta enginn lausn, að leigja kvótan út og láta byggðirnar hafa peninga.  Hvaða byggðir verða fyrir valinu ? Hverjir fá aur í vasann.  

Er ekki nær að skoða allt málið í heild sinni, og sjá hvort ekki megi gera róttækari ráðstafanir til að endurheimta kvótan allann til ríkisins.  Það má gera með því að taka hluta af aflaheimildum upptækar til ríkisins, og leigja hann út á verði sem er viðráðanlegt fyrir einyrkja og minni útgerðarfélög.  Síðan á að nota það fé til að kaupa meiri kvóta, uns allur kvótinn er komin aftur í eigum þjóðarinnar.  Þaðan sem hann er þá leigður út, til þeirra sem RÓA og Veiða sjálfir.  Menn eiga ekki að eiga kvóta, sem aldrei fara á sjó, sitja bara með auðlindina í höndunum, og sjúska henni til og frá að eigin hentugleikum.  Sama hvað verður um byggðirnar og fólki sem þar býr.

Það mun örugglega taka drjúgan tíma að kaupa upp heimildirnar, og á meðan gætu menn notað tíman til að aðlagast nýjum aðstæðum.  Það yrði líka að tryggja að stórgrósserar gleyptu ekki allt og alla.  Þar yrði að hugsa til þjóðarhags.  Rétt eins og bretarnir gerðu við bankann um daginn, en þeir töldu það  þjóna best hagsmunum þjóðarinnar að þjóðnýta bankann.  Við getum margt lært af öðrum þjóðum.  Þetta er eitt af því, ekki þessi endalausa þjónkun við menn sem vilja ráðskast með auðlindir þjóðarinnar.

Ég er alveg viss um að það er hægt að finna lausn á þessu sem allir geta sætt sig við, en til þess þurfa menn að setjast niður og finna lausnir.  Og ráðamenn þjóðarinnar þurfa að setja sig inn í málin, það er ekki nóg að vera valdamikill og ráða.  Það þarf líka að huga að hag þjóðarinnar og réttlæti.  Það hefur ekki verið leiðarljós núverandi og fyrrverandi valdhafa.  Það er komin tími til að kynna þessu fólki rétt og skyldur þess í sambandi við þjóðarhag.  Ég vona að fundurinn á Akureyri hafi verið góður, og þar hafi menn lagt inn mál sem munu skila sér áfram inn í stjórnarráðið.  Því þetta kvótakerfi hefur gengið sér til húðar, og það er í raun og veru þjóðarskömm hvernig ráðamenn hafa höndlað það nú í 20 ár.  Með engum árangri, en risaútgjöldum og skuldum sem eru að verða öllum ofviða ef ekkert verður að gert.   


mbl.is Segir tímabært að endurskoða byggðakvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Góð færsla hjá þér.

Níels A. Ársælsson., 19.2.2008 kl. 20:57

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Oftast skil ég þig best þegar fjallað er um kvótamál, þú segir svo vel frá.  Kær kveðja vestur.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.2.2008 kl. 21:10

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk bæði tvö. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.2.2008 kl. 21:21

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Það er skynsemi í þessari hugmynd, en seint trúi ég að Sjálfstæðisflokkurinn fái að fallast á þetta fyrir LÍÚ klíkunni.

Steingrímur Helgason, 19.2.2008 kl. 22:05

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég fæ ekki með nokkru móti séð að þessi "fáránlega" hugmynd Ingibjargar Sólrúnar geti verið svar við áliti mannréttindanefndarinnar, því það má segja að fáir séu "ósáttir" við byggðakvótann nema LÍÚ og ég get ekki séð að það lagi vanda sjávarbyggðanna mikið að selja byggðakvótann og afhenda svo viðkomandi byggð andvirðið? Eða er ég að misskilja þetta eitthvað?  Nei eins og þú segir Ásthildur þá þarf að hætta þessum "smáskammtalækningum" og "bútasaumum" á kvótakerfinu og fara út í allsherjar úrbætur, annað er bara "rugl".

Jóhann Elíasson, 19.2.2008 kl. 22:07

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Góð færsla og þessi hugmynd er nokkuð góð en það virðist vera alveg sama hvaða tillögur er komið með það er alveg eins hægt að nefna þær við vegginn heima hjá sér!

Huld S. Ringsted, 19.2.2008 kl. 22:18

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er mikið af svæðisbundnum fiskistofnum. Ég myndi vilja sjá metnaðarfullar tillögum í anda Frjálslynda flokksins um að við fikrum okkur út úr kvótakerfinu með því ma að fækka kvótabundnar tegundum. T.d. tegundum sem eru vanveiddar en voru setta í kvóta til að auka veðbönd. Þá myndi ég vilja sjá skiptingu flotans enda eru litlu handfærabátarnir ekki að veiða sama fisk og stóru úthafstogararnir. Ég myndi vilja sjá línuívilnun sem flestir eru sammála um að sé vist- og byggðavæn, skili betra hráefni og sé þjóðhagslega hagkvæm. Þá knýr hátt leiguverð menn til að henda öllum afla sem er ódýrari en leiguverðið. Það eru fáeinir menn í Samfylkingunni sem vita þetta en þeir ná ekki eyrum Ingibjargar. Hennar "lausn" er sú að okra á örlitlum byggðakvóta. Og þar sannast hið forkveðna "að lengi getur vont versnað".

Sigurður Þórðarson, 19.2.2008 kl. 22:53

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er mikið af svæðisbundnum fiskistofnum. Ég myndi vilja sjá metnaðarfullar tillögum í anda Frjálslynda flokksins  um að við fikrum okkur út úr kvótakerfinu með því ma að fækka kvótabundnar tegundum. T.d. tegundum sem eru vanveiddar en voru setta í kvóta til að auka veðbönd.  Þá myndi ég vilja sjá skiptingu flotans enda eru litlu handfærabátarnir ekki að veiða sama fisk og stóru úthafstogararnir.  Ég myndi vilja sjá línuívilnun sem flestir eru sammála um að sé vist- og byggðavæn, skili betra hráefni  og sé þjóðhagslega hagkvæm.  Þá knýr hátt leiguverð menn til að henda öllum afla sem er ódýrari en leiguverðið.  Það eru fáeinir menn í Samfylkingunni sem vita þetta en þeir ná ekki eyrum Ingibjargar.  Hennar "lausn" er sú að okra á örlitlum byggðakvóta.  Og þar sannast hið forkveðna "að lengi getur vont versnað".

Sigurður Þórðarson, 19.2.2008 kl. 22:55

9 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góður pistill Cesil.

Ég er mjög svo sammála Sigurði hér að undan.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 20.2.2008 kl. 00:37

10 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

já kvótamálin, er bara ekkert inni þí þessum málum, en óska ykkur löndum mínum alls hins besta í þeim málum.

Fallegan Miðvikudag til þín og Bless í bili

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 20.2.2008 kl. 07:23

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll sömul, já ég er nokkuð viss um að vitrænar lausnir munu ekki verða á lausu fyrr en Frjálslyndi flokkurinn kemst í sjávarútvegsráðherrastólinn.  Það virðist vera mjög takmarkaður skilningur í öðrum flokkum um hvar skóinn kreppir því miður, því þetta er eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar og hér hafa farið milljarðar í súginn, vegna brottkasts, vegna eignaupptöku og bjargarleysis hinna dreyfðu byggða.  Það er mjög sérkennilegt þegar menn eru að hafa áhyggjur af öðrum atvinnuvegum, en vilja ekki einu sinni ræða þetta mál, þar sem margar milljónir fara út úr hagkerfinu vegna brottkasts og annars svindls vegna þess að mönnum eru allar bjargir bannaðar samkvæmt lögum, en vitamál er að það er ekki hægt að gera úr á þennan máta.  ´

Þess vegna fagna ég hinu nýja félagi Framtíð, og vænti mikils af þeim samtakamætti sem grasrótinn ætlar að fara í, og ég hvet hvern og einn til að ganga i þennan félagsskap, því fleiri því sterkari rödd, og því meiri von um vitrænar lausnir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.2.2008 kl. 09:27

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Jóhanna mín.  Það er mikið rétt að kvótakerfið er alls ekki að virka nema á verri veginn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.2.2008 kl. 12:28

13 Smámynd: Halla Rut

Eins og talað úr mínu hjarta. Er búið að skrifa um þetta sem birtist á morgun.

Halla Rut , 21.2.2008 kl. 00:17

14 Smámynd: Halla Rut

Ég ætlaði að segja "Er búiN" að skrifa...

Halla Rut , 21.2.2008 kl. 00:19

15 Smámynd: Solla Guðjóns

Úff kvótamál

Solla Guðjóns, 21.2.2008 kl. 02:57

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Skoða það Halla Rut mín.

Jamm kvótamál Solla mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.2.2008 kl. 09:38

17 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Mjög góð grein Ásthildur, þessi hugmynd sem Ingibjörg Sólrún setti fram, er bæði slæm og góð.  Hún er slæm að því leyti að þarna er einungis vera að tala um byggðakvótann en hann er nú bara lítið brot af öllum aflaheimildum og svo eru alltof mörg ef þetta og hitt hjá henni. Þetta gæti líka þýtt það að stóru útgerðirnar hirtu allan byggðakvótann.  Það góða við þetta er samt það að með hugmyndinni er hún að opna á umræðu um endurskoðun á kvótakerfinu og þ.á er ekki aftur snúið.  Með þessu er hún líka að viðurkenna að þörf sé á breytingum.  Einu vitrænu tillögurnar um breytingar hafa komið frá Frjálslynda flokknum en ef frekar næðist sátt um þessa uppboðsleið Ingibjargar þá yrði það að vera allur kvótinn og aðeins mættu bjóða í þeir sem ættu skip og væru skyldugir til að veiða fiskinn.  Peningarnir sem kæmu í ríkissjóð vegna þessa ætti síðan að nota til að byggja upp á landsbyggðinni.

Jakob Falur Kristinsson, 21.2.2008 kl. 12:01

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt Jakob minn.  Það er einmitt þetta sem ég vildi leggja áherslu á, hún hefur opnað umræðuna og þá verður ekki aftur snúið.  Við leyfum það einfaldlega ekki.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.2.2008 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband