Góðar einkunnir og bretti.

Úlfur yfirstubbur fékk rosalega góðar einkunnir, hann fékk 10 í lestrarhraða, 9.7 fyrir lesskilning, 8.8 í íslensku, 8.6  í náttúrufræði, 7.7 í stærðfræði, 8.2 í heimilisfræði og 8. í dansi, lægst var landafræðin 7.4  Flott hjá tíu ára strák ekki satt.

Þess vegna ákváðum við að gefa honum bretti og tilheyrandi, skíðin og skórnir orðin allof lítil.

Við fórum í Rammagerðina á Ísafirði, og fengum þar bretti, bindingar, hjálm, skó og gleraugu fyrir tæpar 43.000 kall, mér finnst það reyndar ekki mikið fyrir allan útbúnaðinn.  Eigandinn sagði mér að þetta væri mikið dýrara í stóru íþróttabúðunum fyrir sunnan.  Gaman að því.

IMG_2723

Þarna er hann að máta nýja útbúnaðin, og það besta við kúluna er að það er hægt að renna sér af henni ofan til, þar er hin besta snjóbrekka, þegar snjórinn er.  Á sumrin renna þau sér í svefnpokum LoL

IMG_2724

Svo þarf að æfa sig á bindingunum, þetta kemur allt með reynslunni.

IMG_2727

Tilbúinn í slaginn.  Svo er bara að vonast eftir að hann gefist ekki upp.  Reyndar var hann duglegur á skíðum, svo hann ætti að ná tökum á þessu.

IMG_2721

Svona er veðrið í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Frábær árangur! Til hamingju með það bæði tvö - og Úlfur til hamingju með brettið, þetta hlýtur að vera hrikalega gaman

Hrönn Sigurðardóttir, 20.2.2008 kl. 17:57

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Hrönn mín, já hann er alsæll.  Og amma voða montin.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.2.2008 kl. 18:22

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já, til lukku með litla ömmustrákin, en þið afin verðið nú samt að passa ykkur á að ofdekra hann ekki!

Magnús Geir Guðmundsson, 20.2.2008 kl. 18:41

4 Smámynd: Laufey B Waage

Ég trúi að þú sért aldeilis stolt af honum.

Laufey B Waage, 20.2.2008 kl. 18:43

5 Smámynd: Sunna Dóra Möller

 Til hamingju með þennan flotta strák! Mikið máttu vera stolt af honum

Sunna Dóra Möller, 20.2.2008 kl. 18:56

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Magnús, þar liggur nú einmitt vandinn, maður er nú einu sinni afi og amma.  Oss hættir til að ofdekra, en við reynum samt að gera það sem er rétt fyrir hann.

Takk Laufey mín.

Já Sunna Dóra mín, ég er svo stolt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.2.2008 kl. 18:59

7 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Til hamingju með strákinn  það er flott hvatning inn í framtíðina að verðlauna hann þegar honum gengur svona vel. Þetta er ekkert ofdekur ömmur og afar meiga dekra

Guðborg Eyjólfsdóttir, 20.2.2008 kl. 19:02

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Til hamingju með drengin mikið er hann duglegur  kær kveðja.

Kristín Katla Árnadóttir, 20.2.2008 kl. 19:05

9 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

je, ég er að koma þangað eftir mánuð ! ætli ég komist nokkuð þaðan aftur vegna sjó !!!

flottur strákur og duglegur !

Bless í bili

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 20.2.2008 kl. 19:10

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góður punktur Guðborg mín.  

Takk Katla mín

Ertu að koma hingað Steinunn mín, þú kíkir þá við, eða sest upp ef þú kemst ekki burt

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.2.2008 kl. 19:22

11 Smámynd: Karl Tómasson

Innilegar hamingjuóskir með litla kútinn þinn kæra Ásthildur og takk fyrir góðar kveðjur hjá mér, nú sem oft áður.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 20.2.2008 kl. 19:34

12 identicon

Jamm flott hjá Úlfi

Sóley Ebba var einmitt með svo fínar einkunnir ekkert undir 8  Mamman er allavega voða stolt

matta (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 20:02

13 identicon

Frábært hjá yfirstubbi. Til lukku með hann og þig. Það er ekkert sem gleður meir en velgengni þessara engla.  Kærar kveðjur vestur

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 20:35

14 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ömmumont + ömmudekur...

Verður ekki betra....

Steingrímur Helgason, 20.2.2008 kl. 20:37

15 Smámynd: Huld S. Ringsted

Flottar einkunnir hjá stráknum! greinilega vel að verðlaununum kominn   en mikill snjór hjá þér þessa dagana, sem betur fer (fyrir mig) er snjólaust hérna

Huld S. Ringsted, 20.2.2008 kl. 20:41

16 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Til hamingju - hann er algjört gáfnaljós, hlýtur að vera í genunum ?

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.2.2008 kl. 20:49

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góðar óskir til þín líka Kalli minn, og til lukku með allt það góða í Mosó.

Sen sagt tvöfalt ömmumont Matta mín.

Takk Anna mín, já það er satt ekkert gleður meira en velgengni barna okkar og barnabarna.

Hehehe Steingrímur.

Það er töluverður snjór hérna, og snjóar enn skal ég segja þér Huld mín, svona púðursnjór hreinn og fagur.

Takk Jóhanna mín, jam í genunum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.2.2008 kl. 21:22

18 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Það er allt í lagi að dekra ef menn hafa unnið fyrir því er það ekki?

Til hamingju stubbur með góðar einkunnir og nýtt bretti. 

Þ 

Þórdís Einarsdóttir, 20.2.2008 kl. 21:23

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já alveg rétt, og stubbur segir takk, til ykkar allra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.2.2008 kl. 21:23

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

hpohi

l~ho,9mkæljm.,lph,hkðpmlð,kpæpoooolæoplæpkæl,pl,-iðæp,ðp-öæ,l-þ-lkæ,l,iðplkð-,l,lðk,lk,.l,k´ælðkk,lækþ nm.´'.æók+lþµ`^kþ´,oæ´æoþlo´,þk,þ,]oi,lk+m,oµ'ul.pi,læ.,æliæ.i.i.k.plk.æ.æo,æ.,æ.,.,,,

Þetta er í boði Hönnu Sólar, eitthvað táknmál en örugglega góð kveðja til ykkar allar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.2.2008 kl. 21:26

21 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Frágbært að heyra þetta og innilega til hamingju yfir stubbur, afi og amma.  Hann ber nú engan skaða af því að búa hjá ykkur, það er ljóst. Gangi þér vel á brettinu Stubbur. 

Ásdís Sigurðardóttir, 20.2.2008 kl. 21:45

22 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Flottur brettastrákur þinn   og nóg af snjó til þess að æfa sig

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 20.2.2008 kl. 22:16

23 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm stelpur mína, yfirstubbur kann vel að meta kommentin.  Og það er sko nóg af snjó núna, hann bað afa um að aka sér upp á skíðasvæðið á morgun eftir skóla.  En vonandi nær hann taktinum á brettinu, þó hann sé vanari skíðunum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.2.2008 kl. 23:56

24 Smámynd: Halla Rut

En hvað hann er heppin að eiga þig.

Halla Rut , 21.2.2008 kl. 00:13

25 Smámynd: Solla Guðjóns

Strákurinn er ómótstæðilega fallegur og með svona frábærar einkunnir er sko tilefni til að verðlauna hann......í smá stund óskaði ég að það væri ég sem stæði þarna á brettinu,það hef ég aldrei prófað.

Þið eruð verðug hvers annars.

Knús á þig og til hamingju með yfirstubb

Solla Guðjóns, 21.2.2008 kl. 02:56

26 identicon

Sæl Ásthildur mín.

Hann verður tannlæknir!

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 04:36

27 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Halla Rut mín.

Þetta virðist nokkuð traustvekjandi Solla mín, þessi bretti, svo þú ættir endilega að prófa.

 Tannlæknir Þói minn, sér þú fram í tímann?

Inga Brá mín, snjótinn er svo sem allt í lagi, hann gerir það að verkum að það birtir ótrúlega mikið til, svona í skammdeginu.  Hann verður að vera allavega fram yfir páskana og skíðavikuna. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.2.2008 kl. 09:35

28 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk og kveðja til þín líka mín kæra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.2.2008 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 2021019

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband