Komið með í smá-safariferð um Óshlíð.

Átti leið til Bolungarvíkur, og datt í hug að taka myndavélina með.  Fyrst fer maður gegnum Hnífsdal.  Ótrúlegt að þeir ætli að taka alla fjöruna af þorpinu undir vegstæði, þar með geta enginn börn lengur leikið sér í fjöruborðinu á litla sjávarþorpinu Hnífsdal.  Hnífsdælingar geta heldur ekki notað þannan fína veg, hann er bara fyrir Ísfirðinga og Bolvíkinga til að komast framhjá Hnífsdal.  En sumir Hnífsdælingar halda ennþá að þetta sé gert fyrir þá, til að losa þá við gegnum akstur um þorpið.   Málið er bara að þorpið er allt ofan við núverandi veg, nema 2 íbúðarhús, með fullorðnu fólki, sum sé í Stekkjagötunni.  Hægt verður að komast inn á þennan veg á tveimur stöðum sitt hvoru meginn við Hnífsdal.

Og í norðangarra verður sjávarvegurinn sennilega í svo miklum sjávargangi að menn freistast til að aka gamla veginn.  Og allt þetta til að spara þeim sem fara í gegnum þorpið 13 sekúndur í tíma.  Er það virkilega þess virði.

IMG_9057

Öll þessi náttúrlega fjara fer, og þarna verður bara stórgrýti lang fram í sjó. 

IMG_9053

Hér er verið að skoða berglög við væntanlegan gangnamunna.

IMG_90530

Úbbsí ekki vildi ég vera þarna að moka.

IMG_9058

Þetta er það fyrsta sem við blasir, þegar lagt er á Óshlíðina.

Þarna stóð í gamla daga akið viðstöðulaust næstu 6. kílómetrana.

IMG_9059

Þetta er það næsta sem við blasir. Sorrý ég tók myndirnar út um gluggan á bílnum.

IMG_9060

Alltaf lagast svo hryllingurinn.................. eða þannig.

IMG_9061

Hér sést svo fyrsa þakið á leiðinni. en þau eru alls fjögur.

IMG_9062

Oft má sjá að loftið hefur orðið fyrir loftsteinum og stundum eru stór göt þar.

IMG_9063

ég held að þessi vegur sé einstæður í heiminum.

IMG_9064

Svona er þetta endalaust alla leið.

IMG_9067

Já hér má sjá hvað það er sem gerist ef þessi skýli værum ekki.

IMG_9068

O jamm.

IMG_9069

Svo blasir líka svona við.

IMG_9073

Ég held að ég hafi aldrei farið svo þarna fram hjá að ekki væru fersk blóm við krossinn.

IMG_9076

Og enn hækka vegriðin.

IMG_9077

Hólpinn og hér blasir Bolunvarvík við í sólinni.

IMG_9078

Og hér dansa álfarnir á fjallsbrúnum.  Þeir dansa í takt við hrun grjótsins. 

IMG_9079

Á meðan saklaus aldan gælir við ána og ósinn. 

En lífið heldur áfram og eftir 2 ár eða svo aka Bolvíkingar í gegnum göng til Ísafjarðar og við að sjálfsöðgu líka þangað.  En það er verst með fjöruna.  Ég vildi að menn gerðu eins og þeir ætluðu, að breikka gamla veginn, færa hann fjær byggðinni og laga hann til.  Það væri sennilega öllum fyrir bestu svona til lengri tíma litið.  Það er komið nóg af rútti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vááá svakalegur vegur.  Ég kem vestur þegar mig langar í safari.  AÐ fólk skuli aka þarna daglega og allan ársins hring. Á ekki til orð.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.9.2007 kl. 14:46

2 Smámynd: Guðný GG

Mikið er ég fegin að þér skyldi DETTA í hug að taka blessuðu vélina með .Athugasemdin frá guttanum hefur greinilega virkað  thíhíhíhí

knús frá mér vestur

Guðný GG, 19.9.2007 kl. 14:55

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

Fallegar myndir elsku Ásthildur stór og feitur bleikur koss frá mér!

Heiða Þórðar, 19.9.2007 kl. 14:55

4 identicon

Sæl Ásthildur mín.Jú þetta er hinn eini og sanni Þói Gísla.Hafðu sem best.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 14:59

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Ásdís þetta er sko safarí eins og það gerist best.

Já Guðný mín hehehe...

Knús til þín líka Heiða mín.

Gaman að sjá þig vinur.  Sé að þú ert ennþá að spila á flygilinn.  Þú hefur nú verið ansi liðtækur í slíkt frá því að þú varst smástýri. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.9.2007 kl. 15:16

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Það er svakalegt að það skuli vera búið að bjóða fólki uppá þetta í öll þessi ár, svona svipað og austfirðingum hefur verið boðið uppá að keyra skriðuvegina, mætti ég þá frekar vera í hægfara umferð í Rvík!  En flottar myndir þrátt fyrir að þú hafir tekið þær út um bílgluggann

Huld S. Ringsted, 19.9.2007 kl. 15:47

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mig langar ekki þarna í Óshlíðina, það segi ég satt.  Takk fyrir myndir.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.9.2007 kl. 15:52

8 Smámynd: Helga Nanna Guðmundsdóttir

Takk fyrir myndirnar....skoða alltaf bloggið þitt öðru hvoru....magnað hvað þú ert dugleg að taka myndir.

Helga Nanna Guðmundsdóttir, 19.9.2007 kl. 16:23

9 Smámynd: Solla Guðjóns

Hæ ég er búin að setja meira um lesblindu viltu kíkja og kvitta til að koma þessu inn í umræðuna..Fyrirfram þökk Solla. Svo er ég bara held ég að fá tíma til að fara að skoða blogg bloggvinana minn.

Solla Guðjóns, 19.9.2007 kl. 16:45

10 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

það hefði verið gaman að eiga myndir af veginum fyrir 27 árum þegar ég kom hingað fyrst, þú manst nú eftir veginum hvernig hann var og fyrir þann tíma Ásthildur, malarvegur og á löngum köflum inn undir klettana.

Hallgrímur Óli Helgason, 19.9.2007 kl. 16:50

11 Smámynd: kidda

Ég fór vestur fyrst fyrir svona ca 35 árum og sem betur fer man ég ekki hvernig vegirnir voru þá. Mér líður alltaf jafn illa að fara um Óshlíðina og reyndar flestar heiðarnar. Fer samt alltaf suðurleiðina vestur, þá er ég nær fjallinu nema á heiðunum. Samt eru Vestfirðir mitt uppáhaldssvæði til að ferðast á Hefði samt viljað að gamli vegurinn á milli Flateyrar og Ísafjarðar hefði verið haldið við.

Ég er reyndar mjög illa haldin af fjallvegaskelfingu.  

kidda, 19.9.2007 kl. 17:35

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir  ég hef mjög gaman af að taka þessar myndir, sjón er líka sögu ríkari.  'Eg er ekki hrifin af Óshlíðinni heldur skal ég segja ykkur.  ég kíki það Ollasak mín.

Já ég man eftir veginum eins og hann var, ég hjólaði hann stundum þegar ég var unglingur.  Og ég man einu sinni þegar við vorum að skemmta út í Bolungarvík, við vorum með kabarett, Ómar Ragnarsson var með okkur, og Gína konan hans Gunnars Sumarliða trommara þau sátu bæði fram í bílnum við hliðina á bílstjóranum, við vorum á leiðinni heim, þá kemur allt í einu steinn, hann lendir akkúrat á efri brún á hliðarframrúðinnu, vegur þar salt, en fór svo yfir bílinn sem betur fer.  Gína skarst í framan, og við vorum heilmkið sjokkeruð.  En það mátti ekki muna miklu.  Maðurinn minn lenti svo í skriðuföllum í fyrra og munaði engu að hann lenti undir steinaskriðunni, hann snarhemlaði og bakkaði, það vildi honum til lífs.  Þessi vegur er ótrúlegur.  Við riðum stundum þarna í átt að Bolungarvík frá Hnífsdal vorum með hesta þar. Og á sumum stöðum neituðu hestarnir að fara lengra, eða tóku stóran sveig fram hjá "einhverju" ef þeir voru píndir til að halda áfram.  Furðulegt alveg.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.9.2007 kl. 17:49

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ólafía það er ekki langt síðan ég fór þann veg.  Hann var ruddur þegar sumarhúsin voru tekin þaðan.  Það var ekki hægt að taka þau gegnum göngin, og svo var farið með hús frá Hnifsdal vestur.  Þá verður að fara heiðina.  Það er ægilega gaman að fara þetta í góðu veðri, og minnast þessara hrikalegu vega. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.9.2007 kl. 17:51

14 Smámynd: kidda

Gott að vita þetta, fer þá örugglega um þann veg næst þegar ég á leið um vestfirðina.

Man eftir því þegar við fórum um Kleifarheiðina þegar var verið að gera nýja veginn þar, Þeir sem voru á gröfunum voru að okkar mati ekki alveg í lagi. Það var óhuggulegt að sjá þá hreinlega hangandi einhvern veginn í hlíðinni.

kidda, 19.9.2007 kl. 19:15

15 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Úfffffff þetta setur alveg nýjan flöt á að flytja westur þótt einhver maður sé að daðra í síma.....

....verandi alin upp á flatneskjunni virkar þetta frekar mikið hættulegt!!

Smjúts

Hrönn Sigurðardóttir, 19.9.2007 kl. 19:15

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hrönn þetta er öfgadæmi  En reyndar býr hér stórkostlegt fólk.  Það gera fjöllin sko !

Jamm Ólafía, það er ótrúlegt að sjá þessa karla svona lengst upp í klettum á gröfum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.9.2007 kl. 19:56

17 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er þó skömminni skárra en einbreiða rispan, sem við þurftum að láta okkur lynda í den.  Þar var ekki hægt að mæta bílum nema á einstaka stöðum og þurfti maður oft að bakka til baka ef maður mætti einhverjum. Meðal annar í beygjunni við krossinn.  Svo voru skriður og grjóthnullungar út um allt og ég man hvað það var ónotalegt að fara út úr bílnum til að fjarlægja steina og heyra svo í öðrum skoppa fyrir ofan sig í hlíðinni. Alveg stórmerkilegt að þessi vegur hafi ekki orðið fleirum að fjörtjóni en raun varð á. Blóðtakan er þó talsverð eins og menn vita.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.9.2007 kl. 19:59

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er alveg ótrúlegt hvað fólk hefur látið yfir sig ganga gegnum tíðina.  Það var meiriháttar afrek að fara út i Bolungarvík. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.9.2007 kl. 20:26

19 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

ÚFF ekki mundi ég þora að vera þarna mér finnst þetta hættulegt. Knús

Kristín Katla Árnadóttir, 19.9.2007 kl. 20:33

20 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Synd með fjöruna í Hnífsdalnum. Skil ekki alveg af hverju þeir vilja setja veginn þar.

"Utanbæjarmönnum" hefur alltaf þótt Óshlíðin stórhættulegur vegur, man þegar ég fékk að fara með pabba og manni frá Reykjavík út í Vík, ætli ég hafi ekki verið 6-7 ára. Maðurinn gróf sig niður í sætið og varði höfuðið með höndunum. Hann var svo viss um að það myndi eitthvað hrynja á hann. En þá var Óshlíðin miklu verri en hún er núna. Mér þótti þetta frekar undarlegt.

Þórdís 

Þórdís Einarsdóttir, 19.9.2007 kl. 21:46

21 Smámynd: Merlin

Úff þetta er hálf óhugnarlegur vegur

Merlin, 19.9.2007 kl. 23:24

22 Smámynd: Solla Guðjóns

Já hún er ófrínileg og enn þá verri á myndunum.

Ég man þegar ég fór í fyrsta skipti í bíl.Það var með Mumma kokki á Fagranesinu og þá var farið til Bolungarvíkur en þá var ég svo ungvoða langt síðanað ég var ekkert að hugsa um veginn.Man bara tilfinninguna að keyra í bílog sjá allt þjóta fram hjá...kannski var þetta í fyrsta skipti sem ég fór í bíl?

Það er gott að það eru að koma göng...þó fyrrhefði verið.

Solla Guðjóns, 19.9.2007 kl. 23:50

23 identicon

Ég man að Óshlíðina hjólaði ég ósjaldan í gamla daga til þess að sjá nýustu bíomyndirnar í Víkinni.Oftast með systir minni sem plataði alla með sér á bió.Og svo kom ég heim með hálsríg af því að horfa upp í hlíðina.Og að renna sér niður í Hnífsdalinn á bakaleiðinni, var alltaf mikill léttir.Einu sinn var................

Myndirnar eru alltaf undantekningalaust góðar.Haf þökk.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 01:49

24 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

mögnuð leið sem hún ylfa mín keyrir til og frá vinnu !!

hef farið þessa leið oft, en þá voru ekki komnir svona miklir varnargarðar !

kæra cesil, er búinn að taka fræinn inn, sendi þau sennilega í byrjun næstu viku !

AlheimsLjós til þín

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 20.9.2007 kl. 07:06

25 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll sömul,  já hún er svo sannarlega óhugnanleg þessi leið.  Og alveg magnað að fólk skuli aka hana í hvaða veðri sem er.  Það eru hetjur sem slíkt gera. 

Fórstu virkilega í bíó til Bolungarvíkur Þói minn  Vá, það datt mér aldrei í hug.  En ég fór nú svo sjaldan í bíó.   En ég hjólaði stundum þangað með vinkonu minni, til að heimsækja frænku hennar, og fá kleinur og annað gott meðlæti. 

Hlakka til að fá fræin Steinunn mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.9.2007 kl. 08:38

26 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Gaman að sjá þessar myndir, pabbi var fæddur og uppalinn í Hnífsdal...það var nú ekki annað sem ég hef að segja núna.

Benedikt Halldórsson, 20.9.2007 kl. 12:51

27 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Frábærar myndir að venju hjá þér Ásthildur og þú kemur því vel og skemmtilega til skila hvað þessi vegur er í raun stórhættulegur.  Það vill þannig til að árin 1966-1967 var ég í brúarvinnuflokki sem smíðaði m.a. brú í Hnífsdal, í Bolungarvík og rétt við gatnamótin í Skutulsfirði þar sem vegurinn kom niður af Breiðadalsheiði.  á þeim tíma var maður sem mig minnir að hafi heitið Veturliði yfirmaður hjá Vegagerðinni á Ísafirði.  Hann fékk oft lánaða menn í vinnuflokknum til að aðstoða sig við að hreinsa grjót af Óshlíð og vorum við hinir yngri yfirleitt sendir með honum.  Þegar komið var til Bolungarvík var farið til baka og nánast alltaf þurfti þá að hreinsa grjót af veginum sem hafði fallið niður á meðan við vorum að hreinsa af leiðninni út í Bolungarvík.  Í þá daga meðan maður var ungur hafði maður ekki neinar áhyggjur af því þótt einn og einn steinn færi fljúgandi rétt hjá manni og ekki vorum við einu sinni látnir vera með hjálma á höfðinu.  En ég myndi ekki þora að starfa við þetta í dag og er nánast ótrúlegt að ekki hafa orðið mörg alvarleg slys á þessum vegi vegna grjóthruns.  Ég er sammála þér um fjöruna í Hnífsdal að það er synd að eyðileggja svona svæði.

Þeim sem hafa áhuga á að aka um hættulega vegi, get ég bent á veginn sem liggur á milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar fyrir Sléttanesið sem er nánast sargaður á stórum hluta inní klettabelti og þar get bílar ekki mætst  nema á vissum stöðum og þar sem hann liggur utan í klettabeltinu er svo mjótt að varla er hægt að ganga meðfram þeirri hlið bílsins sem snýr að sjónum og til viðbótar er nánast lóðrétt hamrabelti niður í sjó.  Ekki veit ég hvað það er hátt þarna niður en giska á 100-200 metrar.  Ég hef oft skoðað þennan veg af sjó, en aldrei þorað að aka hann vegna lofthræðslu. 

Jakob Falur Kristinsson, 20.9.2007 kl. 14:12

28 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nú fer maður að vera forvitinn Benedikt minn Halldór hvers son ?

Takk Jakob minn, já það er stórundarlegt að ekki skuli fleiri slys hafa orðið þarna. Ertu að tala um veginn sem hann Elís Kjaran gerði út að Lokinhömrum.  Ég ók þann veg fyrir tveimur árum, það er alveg rosalegt að fara hann.  Sannkallaður safarivegur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.9.2007 kl. 14:39

29 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

P.s. Verkstjórinn mun hafa verið Veturliði Veturliðason frá Úlfsá.  Hans fólk er ennþá hér a Ísafirði.  Hann er farinn blessaður. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.9.2007 kl. 14:40

30 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já Ásthildur, ég var að tala um veginn sem Elías Kjaran gerði út að Lokinhömrum og þú ert kjarkmikil að hafa farið þann veg, því eins og ég sagð hef ég aldrei þorað því.

Jakob Falur Kristinsson, 26.9.2007 kl. 10:04

31 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er alveg dýrðleg leið.  Maður fær í magan sumsstaðar

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.9.2007 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2022143

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband