Að drekka áfengi utan dyra !

Getur einhver sagt mér hvers vegna það er bannað að neyta drykkja utandyra ?  Eru þessar reglur ekki barn síns tíma, eins og dómsmálaráðherra orðaði það hér um árið. 

Það er svo sem enginn að tala um að menn labbi sig með glös eða flöskur um bæinn.  En að menn megi ekki sitja utan dyra og sötra sinn bjór er alveg með ólíkindum.  Það eru svona lög í bandaríkjumum um að það megi ekki drekka af flösku utan dyra, þess vegna hafa menn flöskuna í bréfpoka.  Og hver er svo  munurinn ?

Sum lög skilur maður bara ekki.  Ætli lögreglan hafi nú ekki nóg að gera við bófahasar og eiturlyf, þó hún bæti ekki á sig að svipast um eftir bjórþömburum utan við vínveitingastaði?  Segi nú bara svona.


mbl.is Bannað að taka drykki með sér út af veitingastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er að vona að fólk trompist út í öll boðin og bönninn.  Var að blogga um þetta líka.  Kannski kemur að því að þessi ólög um algjört reykingarbann (vildi hafa lokað reykhergi) verði skoðuð upp á nýtt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.7.2007 kl. 18:37

2 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

kveðja Halli

Hallgrímur Óli Helgason, 31.7.2007 kl. 19:50

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þessi boða og banna frumskógur er að verða allþéttur og erfiður yfirferðar.  Það mætti ef til vill kolefnisjafna hann með reyk eða einhverju öðru.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.7.2007 kl. 19:57

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

þetta eru fáránleg lög og ég skil ekki hvað það getur orsakað að fólk sjáist með drykk utandyra. Það er einfaldlega orðið allt of mikið um fáránleg boð og bönn.

Huld S. Ringsted, 31.7.2007 kl. 20:30

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta er nú meyri vitleysan  þetta eru asnaleg lög.

Kristín Katla Árnadóttir, 31.7.2007 kl. 21:05

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Svo má bráðum ekki tala því fólk getur óvart sagt eitthvað sen aðrir vilja ekki heyra. Kannski má bara tala heima hjá sér en alls ekki utandyra nema ..hvað kostar í strætó..eða Veistu hvar bankinn er?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 31.7.2007 kl. 21:14

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ó er það svo.  Sorrý en það er jafnvel ennþá asnalegra, svei mér þá.  En takk samt fyrir upplýsingarnar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.7.2007 kl. 22:51

8 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hmmm ... er þetta ekki eitthvað tengt lögunum um ölvun og óspektir á almannafæri? Það hafa margir mætir menn og konur mátt þola að sofa úr sér gleðina í fangageymslu fyrir að hafa brotið þau lög ... o jamm ...

Jóhannes Ragnarsson, 31.7.2007 kl. 23:42

9 identicon

Veit ekki hver rökin eru en finnst ályktun Jóhannesar líkleg. Mér datt reyndar í hug að þetta hefði eitthvað með ílátin að gera (glerflöskur og glös) Er þá ekki bara málið að þjónarnir spyrji: „úti eða inni“ og ef þú segir „úti“ þá færðu plast eða pappaílát með loki (svona eins og kaffhúsin bjóða upp á) og labbar svo út og sötrar þinn bjór og færð þér sígó ef þú vilt fá þér smók með. Ég get ekki séð mikla ógnun við náungann í því en held að það ætti að koma upp afmörkuðum svæðum innan veitingahúsalóðar fyrir svoleiðis „útisamkomur“

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 09:44

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég er sammála því.  En að það þurfi að auglýsa einhver stórátök í að framfyglja þessum lögum, meðan allt landið logar í miklu hættulegri átökum, bæði vegna fíkniefna, nauðgana og annars ofbeldis, sem því miður svo oft fylgir Verslunarmannahelgi er einhvern veginn fyrir mér út úr korti, en sýnir ef til vill hve störf löggæslunnar eru ómarkviss og ekki að taka á því sem brýnast er hverju sinni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.8.2007 kl. 09:50

11 Smámynd: Solla Guðjóns

Er ekki alltaf verið að elltast við einhvern smátittlinga skít??Maður spyr sig stundum leggja þeir ekki í mál af sætarri stærðargráðu en þetta

Stundum bara botna ég ekki neitt í neinu alla vega finnst mér það ekkert tiltöku mál að bergja bjór og aðrar guðaveigar utandyra í góðravina hóp syngja ættjarðarljóð og klámvísur á víxl hlæja og hafa gaman af

Solla Guðjóns, 1.8.2007 kl. 14:29

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt.  Málið er ef til vill að það er auðveldara að eiga við svona smámál.  Náinn ættingi minn lenti í því að brotist var inn hjá þeim hjónum, tvisvar með stuttu millibili, þegar þau kærðu var í bæði skiptin tekið  á móti kærunum eins og vaktmaður væri með snúið roð í hund, og sagði að lögreglan hefði um annað að hugsa en svona innbrot.  Jamm  þeir hafa ef til vill verið á barvaktinni, eða að tékka á hver æki um á blikkandi ljósi til að komast út á flugvöll..... segi nú bara svona.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.8.2007 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2022144

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband