Hlýr og góður dagur á Ísafirði í dag.

Í gærkvöldi hellirigndi, en dagurinn í dag rann upp bjartur og fagur. Og svo hlýr. IMG_7151

En í gær stóð til að sofa í tjaldi. Tveir stubbar voru búnir að fá leyfi til að sofa í tjaldi.  Svo vildi litla skottan sofa líka, og þá vandaðist málið, því hún er bara þriggja ára, en afskaplega ákveðin ung dama.  Og svo hellirigndi svo það var ekki kræsilegt. 

En þá fengum við snjalla hugmynd hehe..

IMG_7147

Málilð er bara að haga sér eftir aðstæðum...

IMG_7148

Ef maður getur ekki tjaldað úti.... þá.............

IMG_7149

Setur maður tjaldið bara upp inni ekki satt !

IMG_7142

svo fór allt í háaloft og einhverjir voru handteknir, þetta er að verða normið í dag.

IMG_7155

En amma fær bara bjart bros.

IMG_7158

Frá báðum yndilegu Cesiljunum sínum.  Þessi er ögn meira hugsandi enda mánuði eldri. 

Mikið er maður ríkur, og mikið er gaman að vera til. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert greinilega búin að læra það að vandamál eru bara eitthað sem maður leysir. Mikið eru barnabörnin heppin að alast upp í svona mikilli nánd við þig, kennir þeim svo vel á lífið. Cesiljurnar eru náttl. bara gullmolar. Njótið dagsins og lífsins eins og ég reyndar sé að þið eruð að gera í ríkum mæli.

Ásdís Sigurðardóttir, 31.7.2007 kl. 12:07

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk sömuleiðis Arna mín.  Og Ásdís það er bara svo yndislegt að eiga þau öll að og fá að vera svona mikið með þeim. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.7.2007 kl. 12:58

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ía í Ólátakoti, gæti verið titillinn á æfisögunni þinni.  Endalaus hasar og gleði.  Ég veit sveimér ekki úr hverju þú ert búin til elsku vina.  Það eru rík börn sem eiga svona ömmu.  Þau gefa væntanlega ríkulegan arð til þín eins og sagt var í hinni góðu bók.

Jón Steinar Ragnarsson, 31.7.2007 kl. 15:15

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mikið eru þetta mikil krútt.

Kristín Katla Árnadóttir, 31.7.2007 kl. 15:31

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er ekki verið að telja eftir sér fyrirhöfnina og vesenið við að tjalda inni í húsi.  Hin fullkomna amma.  Þú ættir að sjá stofugólfið hjá mér á þessari stundu.  Jenny Una Erriksdóttirrr er búin að vera versla í töskuna sína, bókstaflega öllu lauslegu á heimilinu og það trónir nú á stofugólfinu.  Þar sést ekki í frían flöt en hversvegna í ósköpunum ætti maður að glápa á gólfið.  Bara skemmtilegt.

Cesiljurnar eru ekki ósvipaðar og algjörar megadúllur eins og þær eiga kyn til.

Smjúts.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.7.2007 kl. 15:53

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

FLottur titill Jón Steinar  Íja í Ólátagarði.  Jamm það má með sanni segja að hlutirnir séu ekki alltaf kyrrir hér í kúlunni. 

Jamm þetta eru ömmukrúsídúllur Kristin Katla mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.7.2007 kl. 15:53

7 Smámynd: Solla Guðjóns

Stundum var farið í útilegu í stofunni hjá mér og meira að segja bakpokinn og stígvélin sett í tjaldið...lífið er yndislegt

Solla Guðjóns, 1.8.2007 kl. 14:19

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð hugmynd upp á næstu útilegu í stofunni, reyndar sagði stubburinn minn að þetta væri aldeilis flott, því það væri svo stutt í ískápinn

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.8.2007 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband