Hvað verður næst til að drepa niður Vestfirðina ?

 

bb.is | 16.07.2007 | 15:25Fengu sérstaka undanþágu af flugöryggislegum ástæðum

Loftförin sex sem lentu á Ísafjarðarflugvelli í morgun á leið sinni frá Evrópu til Norður-Ameríku fóru í loftið áleiðis til Grænlands upp úr klukkan tvö. Eins og sagt var frá voru vélarnar fastar á Ísafirði vegna reglugerðarbreytingar sem fól í sér að Ísafjarðarflugvöllur er ekki skilgreindur sem alþjóðaflugvöllur. „Það var gefið út sérstakt leyfi til þessara loftfara, og það var gert eingöngu af flugöryggislegum ástæðum“, segir Valdís Ásta Aðalsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar, og vísar þar til þess að þyrlurnar hafa ekki flugdrægni til að fljúga beint til Grænlands frá Akureyri eða Reykjavík. „Það skal tekið sérstaklega fram að þetta var undanþága, eingöngu gefin út til þessara loftfara á þessari leið. Hún felur ekki í sér að loftförin geti farið sömu leið til baka.“

Vélarnar lentu á Höfn í Hornafirði á leið sinni frá Evrópu, en þar er heldur enginn millilandaflugvöllur. Aðspurð hvort það muni hafa einhverjar afleiðingar segist Valdís ekkert geta sagt á þessari stundu, en málið sé í athugun.
Getur einhver sagt mér af hverju stjórnvöld kipptu enn einum stoðum undan tilveru okkar með því að einangra flugvöllinn svona.  Héðan var farið að fljúga til Grænlands, og það var lagt af, vegna einhverra fáránlegra reglna.  Það er allt gert til að drepa okkur niður og gera okkur ókleyft að bjarga okkur.  Og svo í ofanálag hótanir, þið skuluð ekki halda að við leyfum fleiri lengingar hjá ykkur.Ég er orðin dauðleið á öllu þessu reglufargani sem er uppfundið í Ameríku og á bara alls ekki við hér.  Það liggur við að okkur sé bannað að taka á móti skemmtiferðaskipum, ætli það verði ekki næst á dagskrá ?Það þurfti að víggirða alla höfnina, og hún var tekinn af tollskráningu.  Ég held að stjórnvöld ættu að fara að hugsa sinn gang alvarlega.  Og ég held líka að við þurfum að fara að hugsa að því að gerast sjálfstætt ríki hér Vestfirðir, áður en við verðum drepinn niður af stjórnvöldum þessa lands. Segi og skrifa.  Bendi á gott viðtal við Einar Odd Kristjánsson þar sem hann talar um Borgríkið Ísland eftir nokkur ár ef ekkert verður að gert. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er afskaplega sorgmædd yfir ótímabæru andláti Einars Odds, ef þú ferð að leiðinu hans máttu skila kveðju frá mér, ég hef hitt hann í tengslum við sjálfst.fl. og fannst hann aðlaðandi maður.  Nú ætla ég að hjálpa Akureyringum að leita að Lúkasi og kannski mér auðnist að halda hamingjuhátíð með hundaeigendum og fleirum hér á Akureyri, þegar Lúkas snýr aftur. Hér á heimilini þar sem ég bý er 7.mán Chiuahua tík, yndisleg. Knús og gott að þú komst heil heim úr borgarferðinni.

Ásdís Sigurðardóttir, 16.7.2007 kl. 16:57

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Æi ég vona að það komi ekki til byltingar og úrsögn úr Íslandi s/f.  Baráttukveðjur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.7.2007 kl. 17:32

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það gæti komið til sko  En við munum vera í vináttusambandi við íslendinga.  Við viljum bara fá að lifa og vera til. 

Ég skal gera eins og þú biður um Ásdís mín.  Ekki málið.  Ég verð þarna á ferðinni. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.7.2007 kl. 17:58

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æi ég vona að það leysis úr þessu.... OG bARÁTTUKVEÐJUR.

Kristín Katla Árnadóttir, 16.7.2007 kl. 18:58

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er dálítið hrædd um að það leysist ekki neitt úr neinu nema við grípum sjálf til einhverra aðgerða, og neitum að láta fara svona með okkur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.7.2007 kl. 20:14

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Alveg er þetta dæmalaust og óréttlátt.Það þarf ekki að fara langt útfyrir borgarmörk Íslands til að finna illþefjandi óréttlæti.

Nú langar mig að fara og arga á alþingi.

Knús vestur

Solla Guðjóns, 16.7.2007 kl. 21:07

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þetta er hræðilegt ástand sem hefur skapast, með þessu áframhaldi breytast á endanum Vestfirðir í sumarbústaða byggð!

Ég vil fá þig á þing Ásthildur, ég hef mikla trú að þú gætir haft vit fyrir þessum vitleysingum !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.7.2007 kl. 19:21

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk  fyrir það Guðsteinn minn.  Ef til vill á ég það eftir, svona á gamals aldri hver veit.  Ég var á sínum tíma elsti nemandinn í Garðyrkjuskólanum, og þá uppgötvuðu fleiri að fyrst kerlan gat þetta þá væri hægt að fara í skólann þó  maður væri orðin aðeins eldri en tvævetur.  Ég var 42 þá.  Og hafði bara mjög gaman af að fara í heimavist.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.7.2007 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband