Manni léttir nú óneitanlega.

Þá er þessi hasar búinn, eins gott að ekki var búið að taka drengstaulann af lífi án dóms og laga.  Það munaði satt að segja ekki miklu.  Æra hans er grútskítug eftir þetta mál allt saman, og það  mun taka langan tíma fyrir hann og aðra sem voru blandaðir inn í málið að hreinsa af sér það sem á þá hefur verið borið.

Ég vona bara að það komi fram formleg afsökunarbeiðni frá þeim sem verst létu. 


mbl.is Hundurinn Lúkas á lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er alveg mátulegt á þessa ofbeldisdýrkendur og hysterís ofurviðbrögð þeirra og fjölmiðla.  Ofbeldisdýrkendurnir, eins og ég hef áður sagt eru þeir sem hrúguðust á minningarsamkomur og heimtuðu blóð og hefndir.  Þetta er ein birtingarmyndin af því hvað fjölmiðlar eru að gera þessari þjóð.  Allt gengur út á ofbeldi í einhverju formi, skemmtun, fréttir, umfjallanir undir merki samkenndar, leikir etc.  Annað kemst ekki að.  Við erum orðin fíklar.  Ef við höfum ekki ofbeldi, líður okkur illa og tölum um það út í eitt.  Gröfum það aftur úr forneskju ef ekkert nærtækara er til.

Nú má fólk setjast og hugsa sinn gang og skammast sín smá.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.7.2007 kl. 16:43

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér í því.  Manni fer að verða illt af öllu þessu ofbeldi í öllum myndum.  Það er eins og fólk átti sig ekki á því að ofbeldi verður aldrei bælt niður með ofbeldi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.7.2007 kl. 17:59

3 Smámynd: Egill Óskarsson

Jón Steinar, þetta hefur ekkert með fjölmiðla að gera. Múgæsingur er ekki fyrirbæri sem varð til vegna fjölmiðla heldur er hann til komin vegna þess að sumir nenna ekki að hugsa. 

Nornafárið í Evrópu á sínum tíma í evrópu er bara eitt dæmi af endalaust mörgum um múgæsing sem ekki er hægt að rekja til fjölmiðla.  

Egill Óskarsson, 16.7.2007 kl. 18:41

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Egill. Það er mín skoðun að fjölmiðlar ýti undir þessa ofbeldishysteríu og haldi henni vakandi. Fjölmiðlun er svo gegnsýrð af ofbeldisdýrkun að það þarf að taka það sérstaklega fram ef menn álpast til að fjalla um eitthvað jákvætt, svo fólk verði ekki ruglað.  Það er ofureinföldun, sem felur enga vitræna skýringu í sér að segja að fólk nenni ekki að hugsa. Slíkt þarf frekari rökstuðning.  Víst er að mínu mati og fleiri að fréttaflutningur af ofbeldisverkum og terrorisma viðheldur slíku, þar sem ofbeldismenn og hreyfingar era út á það að vekja athygli á málstað sínum í gegnum fjölmiðla. Miðla ótta og tortryggni meðal manna og með óttanum reyna að kúga fram markmið sín.  EVið getum ekkert gert í því ofbeldi, sem verið er að hylla í fréttum og það breytir engu fyrir okkur að vita af því.  Eina sem slíkur fréttaflutningur gerir er að ala á frekara ofbeldi auk þess að innprenta viðmiðum, sem réttlæta sumt ofbeldi og yfirgang með því að sýna að það er til verra ofbeldi einhverstaðar.  Við erum sem þjóð og heimurinn allur raunar helsjúkir ofbeldisfíklar.

Vítahringur fíknar skilgreinist af því að það sem veldur vandanum er það sem læknar vandann tímabundið.  Þennan vítahring verður að rjúfa ef við ætlum að öðlast trú á lífið og mannskepnuna.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.7.2007 kl. 19:04

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú ættir að pæla aðeins betur í þessu Egill með fullri virðingu þegar þú segir að þetta hafi EKKERT með fjölmiðla að gera.  Fjölmiðlar eru reknir af fólki og máske hefur þú eitthvað til þíns máls ef maður ályktar að það fólk sé ekki að hugsa um stærra samhengi og áhrif vinnu sinnar.  Ég er ekki að kenna fjölmiðlum um ofbeldið en þeir hafa margfeldisáhrif á það.  Talandi um fjölmiðla er átt við , blöð, sjónvarp, fréttir, bækur, tölvuleiki og jafnvel barnaefni etc. EKKERT réttlætir ofbeldi né það að því sé haldið á lofti og þá á ég við hyllingu í hvaða mynd sem hún birtist, Kerafleytingum, minningarathöfnum og yfirskyni samkenndar og samúðar þar á meðal.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.7.2007 kl. 19:17

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fjölmiðill nornarfársins var kirkjan. ´Fjölmiðlun hefur lengi verið til í ýmsum myndum Egill.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.7.2007 kl. 19:22

7 Smámynd: Egill Óskarsson

Jón Steinar, fjölmiðlar sem slíkir eru ekki orsök eða ástæða ofbeldisdýrkunar. Af hverju fjalla fjölmiðlar mikið um ofbeldi? Getur verið að það sé einfaldlega það sem selur? Og hvaðan kemur það þá? Væntanlega frá okkur sjálfum. 

Það er ofureinföldun að demba sökinni á fjölmiðla. Þeir gera aldrei neitt annað en að spegla samfélagið og það sem er í gangi í því.

Ég hef bæði pælt í, lesið um og lært um fjölmiðla og áhrif þeirra og ég hef hvergi nokkurstaðar séð neitt sem rennir rökum undir þá fullyrðingu þína að fjölmiðlar hafi margfeldisáhrif á ofbeldi. Þessu hefur jú reyndar verið haldið fram af hinum og þessum þegar vantað hefur sökudólg vegna einhverra ofbeldisatvika og það er einfaldara að geta bent á hluti eins og fjölmiðla(og tónlist og jafnvel ákveðna tónlistarmenn eins og hefur gert, eða t.d. tölvuleiki) heldur en að viðurkenna að það er samfélagið, foreldrar og annað sem hefur miklu miklu meiri áhrif. 

"Ég er ekki að kenna fjölmiðlum um ofbeldið en þeir hafa margfeldisáhrif á það." En þú gerir nákvæmlega þetta með þessum orðum: "Víst er að mínu mati og fleiri að fréttaflutningur af ofbeldisverkum og terrorisma viðheldur slíku, þar sem ofbeldismenn og hreyfingar era út á það að vekja athygli á málstað sínum í gegnum fjölmiðla" "Eina sem slíkur fréttaflutningur gerir er að ala á frekara ofbeldi"

Það hefur engin getað sýnt fram á þetta sem þú heldur fram þarna. 

Kirkjan var ekki fjölmiðill nornafársins, hún var yfirvald þess. Þess utan þá hefði nornafárið aldrei náð jafn miklum hæðum og það gerði nema vegna þess að fólk hugsaði ekki gagnrýnið um þær fullyrðingar sem voru settar fram.

Það var fulllangt gengið hjá mér að segja að þetta gerðist af því að fólk hugsaði ekki. En í þessu ákveðna máli, þ.e. hundafárinu mikla, hefði verið hægt að koma í veg fyrir æsingin ef fólk hefði hugsað aðeins meira. T.d. um það að ekkert hræ hafði fundist, meintar upptökur komu aldrei fram, vitni komu aldrei fram opinberlega, aldrei var sýnt fram á að meintir ofbeldismenn hefðu verið í bænum þegar verknaðurinn átti að hafa verið framinn og margt fleira. Allt þetta kom fram í fjölmiðlum.

Egill Óskarsson, 16.7.2007 kl. 20:44

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hefðu vipðbrögðin orðið slík í þessu hundamáli Egill ef ekki hefði fjallað um það á þann hátt sem gert var?  Ég er ekkert að munnhöggvast við þig vinur, við erum sammála um þetta í meginatriðum held ég.  Að terroristar stíli jafnvel tímasetningar sínar á ofbeldisverkum inn á fréttatíma fjölmiðla er þekkt fyrirbrigði. Hvort sýnt hefur verið fram á þessi tengsl svo óyggjandi sé er máske afstætt en margar lærðar ritgerðir og bækur hafa verið skrifaðar um þetta efni. Áhrif fjölmiðlunnar á athafnir og hugarfar fólks. Múgsefjun verður tæpast nema að upplýsingar nái til fólksins á breiðum grundvelli.  Hér eru fjölmiðlar sá breiði grundvöllur. Ekki er það telepatísk sefjun sem er í gangi allavega.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.7.2007 kl. 20:57

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það var fulllangt gengið hjá mér að segja að þetta gerðist af því að fólk hugsaði ekki. En í þessu ákveðna máli, þ.e. hundafárinu mikla, hefði verið hægt að koma í veg fyrir æsingin ef fólk hefði hugsað aðeins meira. T.d. um það að ekkert hræ hafði fundist, meintar upptökur komu aldrei fram, vitni komu aldrei fram opinberlega, aldrei var sýnt fram á að meintir ofbeldismenn hefðu verið í bænum þegar verknaðurinn átti að hafa verið framinn og margt fleira. Allt þetta kom fram í fjölmiðlum

Þetta er nákvæmlega málið.  Þarna brugðust fjölmiðlarnir.  Það kom aldrei hreint fram svo maður vissi að hræið hefði ekki fundist, það var talað um að hundurinn hefði verið settur í tösku og sparkað á milli manna, en það var aldrei sagt skýrum orðum að taskan eða hundurinn hefðu aldrei fundist.  Það var ekki mikið talað um að vitni hefðu ekki komið fram, og þetta með drenginn sem mest varð fyrir barðinu á umfjöllunum kom fram og neitaði að hafa verið í bænum. En það var aldrei gert neitt úr því.  Sem sagt, umfjöllunin var öll á þann veg að æsa fólk upp í að svona hefði þetta gengið fyrir sig.  Þar með má segja með sanni að fjölmiðlar hafi blásið þetta upp og gert það að því sem það var.  Þetta hefði getað farið lengra og alvarlegra.  'Eg bið menn um að hugsa út í það.  Það er fullt af furðufuglum og mönnum sem ganga ekki heilir til skógar, sem hefðu sem best getað framkvæmt hótanirnar og meitt eða jafnvel drepið drenginn.  Hvar stæðu fjölmiðlarnir þá ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.7.2007 kl. 21:10

10 Smámynd: Egill Óskarsson

Víst kom þetta allt fram Cesil og Jón. Ég er ekkert tengdur þessu máli og samt hef ég vitað þetta nánast frá því að málið kom upp. Umfjöllunin var líka mikil í þá átt að mikill æsingur væri í fólki og í sambandi við það var rætt um að langt væri frá því að nokkuð hefði sannast á nokkurn mann. Liður í þeirri umfjöllun var að talað var við strákinn sem lenti verst úti í þessu. 

 "'Eg bið menn um að hugsa út í það.  Það er fullt af furðufuglum og mönnum sem ganga ekki heilir til skógar, sem hefðu sem best getað framkvæmt hótanirnar og meitt eða jafnvel drepið drenginn.  Hvar stæðu fjölmiðlarnir þá ?"

Þeir hefðu ekki átt neina sök þar á. Þeir sem hæst létu höfðu sínar upplýsingar ekki úr fjölmiðlum heldur var í flestum tilfellum um að ræða menn sem fengu sínar upplýsingar á vefjum eins og barnalandi og live2cruize og fleiri slíkum stöðum. Spjallvefir eru auðvitað fjölmiðlar en þeir eru í eðli sínu öðruvísi en t.d. fréttamiðlar eins og RÚV eða fréttastofa 365. Auk þess er mjög hæpið að ætla fjölmiðlum einhverja sök í svona málum. Þeir geta varla verið ábyrgir fyrir því að einhverjir einstaklingar sem ekki gera greinarmun á réttu og röngu fremji einhver voðaverk.  

Jón Steinar:  "Áhrif fjölmiðlunnar á athafnir og hugarfar fólks. Múgsefjun verður tæpast nema að upplýsingar nái til fólksins á breiðum grundvelli.  Hér eru fjölmiðlar sá breiði grundvöllur"

Það er nefnilega heila málið. Það hefur engin getað sýnt fram á hver áhrif fjölmiðlunnar eru á athafnir og hugarfar fólks. Það hefur engin getað sýnt fram á að einhver sé líklegri en ella til að myrða mann ef hann hefur mikin aðgang að fjölmiðlum. Það er eitt að hafa aðgang að upplýsingum og annað að láta stjórnast af þeim. 

Egill Óskarsson, 16.7.2007 kl. 21:23

11 Smámynd: Egill Óskarsson

Smá áframhaldandi pælingar Cesil. Fjölmiðlar geta ekki stjórnast af því eða hagað allri sinni umfjöllun þannig að ekkert komi þar fram sem geti orðið til þess að furðufuglar og fólk sem ekki gengur heilt til skógar gerðu eitthvað af sér. Þá yrðu þeir varla innihaldsmiklir(og eru þeir nú margir það ekki í dag!) því það er engin leið að vita hvenær og við hvað fólk sem á við einhverja andlega erfiðleika að stríða fer yfirum og gerir eitthvað.

Egill Óskarsson, 16.7.2007 kl. 21:28

12 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Jón Steinar: "Ofbeldisdýrkendurnir, eins og ég hef áður sagt eru þeir sem hrúguðust á minningarsamkomur og heimtuðu blóð og hefndir."

Eitthvað er þetta nú orðum aukið. Ég leyfi mér að fullyrða að það fólk sem fór á minningar- eða mótmælasamkomur vegna hundsins var EKKI að heimta blóð og hefndir neins staðar. Ekki sást neinn frá þeim fundum segja slíkt og heldur ekki eigandi hundsins.

Þeir sem voru með dólgslæti voru einstaklingar á netinu, mest nafnlausir. Svona hótanir eru ekkert nýmæli, heldur eiga þær sér stað daglega á hinum ýmsu spjallþráðum um hin ólíklegustu málefni.

Svala Jónsdóttir, 16.7.2007 kl. 22:35

13 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég læt staðar numið hér.  Ég hef algerlega tapað þræðinum á því sem verið er að reyna að færa rök fyrir eða verja hérna.  Þætti vænt um að fá það sundurliðað og óhrekjandi hverju þú ert að reyna að koma í gegn hérna Egill minn. 

Jón Steinar Ragnarsson, 16.7.2007 kl. 23:21

14 Smámynd: Egill Óskarsson

Ég hélt að það væri alveg á hreinu. Þú vilt meina að fjölmiðlar hafi með einhverjum  hætti áhrif hegðun fólks í þá átt að það sé líklegra að það beiti eða sé hlynnt beitingu ofbeldis.  Ég er ósammála því.

 Þannig skil ég þetta allavega. 

"Eina sem slíkur fréttaflutningur gerir er að ala á frekara ofbeldi auk þess að innprenta viðmiðum, sem réttlæta sumt ofbeldi og yfirgang með því að sýna að það er til verra ofbeldi einhverstaðar. "

Þetta er sennilega mergur málsins. Það hefur aldrei verið sýnt fram á með beinum hætti að fjölmiðlar hafi áhrif á aukningu ofbeldis, hvað þá að þeir geti innprentað viðmið. Fjölmiðlar endurspegla samfélagið, ef þeir sýna einhver viðmið, þá eru það viðmið sem þegar eru til staðar í samfélaginu af einhverjum ástæðum. 

Egill Óskarsson, 16.7.2007 kl. 23:39

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Má ég í þessu sambandi nefna Dv málið þar sem DV menn voru beinlínis sakaðir um að vera valdir að dauða manns.  Ég er ekki að segja að það hafi verið þeirra sök.  En sú spurning vaknaði og var mjög sterk í þjóðfélaginu og menn heimtuðu blóð ritstjóranna.  Og þeir misstu vinnuna í kjölfarið. 

Mér fannst þá ómaklega að ritstjórum Dv vegið.  En svona er umræðan.  Og hvort er sterkara afl, dómstóll götunnar eða fjölmiðlar.  Í því tilfelli var þessu fólki kennt um paranojuna með réttu eða röngu. 

Það er alveg ljóst að fjölmiðlar geta haft þau áhrif sem þau vilja, það sást best í fjölmiðlafrumvarpsfárinu, þegar fjölmiðlamenn þurftu að sækja rétt sinn, sú umfjöllun og þeirra afstaða réði mjög miklu um lyktir þess máls.  Og ég var þeim reyndar innilega sammála, þetta frumvarp átti ekki rétt á sér að mínu mati.  En þetta sýnir samt að miðlar geta haft þau áhrif sem þeir vilja.  Sauðsvartur almúginn er mjög ginkeyptur fyrir því sem hann les eða horfir á. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.7.2007 kl. 23:41

16 Smámynd: Egill Óskarsson

DV menn voru jú sakaðir um það en það hefur held ég engin getað sýnt fram á að umfjöllun þeirra hafi verið valdur þess harmleiks sem það var. En þeir gengu samt sem áður of langt í sinni umfjöllun. 

Meirihluti þjóðarinnar var á móti frumvarpinu skv. öllum könnunum sem voru gerðar. Forseti Íslands neitaði að skrifa undir frumvarpið. Ég held að það hafi haft meiri áhrif en umfjöllun fjölmiðla. Ég er ekki tilbúin að fallast á þau rök að andstaða gegn frumvarpinu hafi verið jafn mikil og hún var VEGNA umfjöllunar fjölmiðla. 

Það er alveg rétt að fólk lítur ekki alltaf á fréttaflutning nógu gagnrýnum augum. En það er ekki það sama og að ofbeldisdýrkun sé til komin vegna fjölmiðla.

Í þessu tilfelli sem um ræðir hér, þ.e. hundamálið, þá get ég ekki séð annað en að fjölmiðlar hafi staðið sig ágætlega. Þeir áttu lítið í þeim æsingi sem var í gangi og fjölluðu meira segja mjög gagnrýnið um hann margir. 

Egill Óskarsson, 16.7.2007 kl. 23:50

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það getur verið.  En ég segi bara út frá sjálfi mér, sem hlustaði á þetta mál, með hálfum huga.  Að ég fékk það ekki á tilfinninguna að það vantaði skrokkinn, og það var svo margt í þessu sem ég sem svona semiáhugamaður fattaði ekki að var að í öllum málfluttningi.  Ég er bara að segja þetta til að fjölmiðlafólk átti sig á að þeir bera vissa ábyrgð.  Og ef þeir láta ekki öll aðalatriðin koma fram, þá getur umfjöllunin orðið tvíbent.  Þannig er það frá mínum bæjardyrum séð. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.7.2007 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 2020909

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband