Daginn fyrir þjóðhátíðardag.

Það lítur út fyrir að það verði gott verður á Ísafirði á 17. júní.  Dagurinn í dag var rosalega flottur, og allar líkur á að morgundagurinn verði jafnvel ennþá betri.

IMG_5641

Stubburinn fann humarklær í fjörunni í gær, hann er mikið búin að leika sér með þær síðan.  Setur upp smáleikþátt, þar sem klærnar ræðast við. 

IMG_5645

Það hefur ekki gefist tími til að sinna því allra nauðsynlegasta í garðinum hemm Blush En nú á að taka á honum stóra sínum á morgun og slá garðinn.  Grasið er orðið ansi hátt.

IMG_5648

Slöngur liggja út um allt, því hér þarf að vökva .... MIKIÐ.

IMG_5650

Svona fyrir ísfirðingarna sem  hingað koma reglulega, hvað er þessi blokk kölluð ?? hehehe

IMG_5651

Hvaða bráðnauðsynlega starfsemi fer fram í þessu húsi ?

Og hvað heitir húsið á bak við.  Þar sem Geiri og Hörður Bjartar aflaklær eru uppaldir.

IMG_5652

Hvaða yndislega kona ræður hér ríkjum, sem er reyndar heiðursborgari Ísafjarðar.

IMG_5653

Ég bauð fjölskyldunni minn út að borða í kvöld á Hótel Ísafjörð.  Hér erum við að njóta þess að vera til.

IMG_5656

Útsýnið er flott þarna.

IMG_5657

Ég hef smágrun um að einhverjir muni kannast við þessi eðalhjón.

Þetta er reyndar Erling Blöndal Bengtson sellóleikari einn frægasti ísfirðingurinn.  Hann er stjarna tónleika sem haldnir verða núna eftir morgundaginn Við Djúpið.  Enda er Ísafjörður mikill menningarbær.

IMG_5659

Hér eru líka bygginarkranar, ekki bara í henni Reykjavík.

IMG_5660

Og ekki hörgull á túrhestum, svei mér þá.

IMG_5664

Svo er algeng sjón að menn séu að leika sér á pollinum, á sjóköttum, sjóskíðum, kajökum og allskonar skemmtilegum farartækjum.  Hér var lengi stökkpallur á pollinum fyrir sjóskíði.  En þetta er svona sjóköttur.

IMG_5665

En þannig er nú það. 

IMG_5647

En látið ekki blekkjast þó skýin séu dökk, það er hlýtt og notalegt og kyrrt veður, eins og svo oft á Ísafirði.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Myndirnar anga af sumri og sól en vegna einhverra vankanta þá á ég í erfiðleikum með að svara spurningunum

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.6.2007 kl. 20:37

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha  Jenný mín skil þig

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.6.2007 kl. 20:45

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég segi eins og Jenný! Veit engin svör en hef fullt af spurningum.....

Hrönn Sigurðardóttir, 16.6.2007 kl. 23:12

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

Kveðja frá mér vestur, en þó sú stærsta til þín mín kæra.

Heiða Þórðar, 16.6.2007 kl. 23:15

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Frábært allt þarna fyrir vestan. Hafið það gott á morgun og gleðilega hátíð.

Ásdís Sigurðardóttir, 16.6.2007 kl. 23:27

6 identicon

Hef verið á Ísafirði á 17. júní  Það var 2002 - var við útskrift fyrstu hjúkrunarfræðinganna sem tóku námið í fjarnámi frá HA. Það var æðislegt!! Útskrift, hátíðadagskrá á túninu við gamla spítalann að mig minnir, svo kaffboð hjá bæjarstjórninni. Megaflott!!! Kær kveðja í tilefni dagsins

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 23:27

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er sennilega elsta fjallkona sem komið hefur fram, fyrir utan Öddu á Bjargi.  Ég er nefnilega aldarafmælisbarn og þegar lýðveldið varð 50 ára Þá var ég fengin til að vera fjallkonan af því að ég var jafngömul lýðveldinu.  Og ég... mér var ekki gefið neitt sérstakt upp, hélt tölu um það sem augað ekki sér, eða mína sýn á landsins vætti og las síðan upp ljóðið " Í faðmi fjalla blárra".  Og sumir tóku hreint og beint andköf að vandlætingu, en aðrir komu og föðmuðu mig fyrir að koma með eitthvað annað en Einar Ben.  Jamm svona er lífið.

En spurningarnar um húsin bíða eftir ísfirðingunum mínum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.6.2007 kl. 00:40

8 Smámynd: Solla Guðjóns

Humm ég tel mig þekkja Á.T.V.R.þarnaUU..gulu húsin ahh Skipasmíðastöð Marselíusar?eða nei...kannski hjá flugvellinum ....hvaðan er þetta tekið.Í Gamlabakaríi er dönsk kona minnir mig.Ég er ekki að átta mig á þessari blokk.En gaman að þessu hjá þér.

Eigðu yndislegan Ísfirskan þjóðhátíðardag og láttu nú enga reita í hárið á sér.

Solla Guðjóns, 17.6.2007 kl. 02:52

9 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þekki nú ekkert af þessu.

sýndi einu sinni í slúnkaríki, veit ekki einu sinni hvort ég myndi þekkja það.

gleðilega hátíð.

ljós til þín og hafðu fallegan sunnudag

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.6.2007 kl. 04:25

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Blokkinn er alltaf kölluð Málarablokkinn, því hana byggðu málarameistararnir G. Sæmundsson og synir.  Næsta hún þar er ÁTVR til húsa, mjög þarft hús auðvitað.  Og bak við það hér er svo Ásbyrgi, en þar átti Guðbjörg heima, mamma Geira, Harðar og þeirra syskina.  Þar sat hún löngum fyrir utan húsið með hannyrðir.  Sú fræga Guðbjörg sem alltaf átti að vera gul, þangað til Samherji náði klónum í hana, heitir einmitt eftir þeirri Guðbjörgu.

Í Gamlabakaríinu ræður ríkjum Ruth Tryggvason, sú eðal kona, hún kom frá Danmörku en er löngu orðin ísfirðingur í húð og hár.  Hún er nú heiðursborgari Isafjarðar.  Hún og hennar fjölskylda hefur bakað ofan í ísfirðinga í marga áratugi.  Bak við túrhestana er svo Fjórðungssjúkrahúsið og Hlíf Dvalarheimili aldraðra.

Gula húsið er mikið rétt skipasmíðastöðin.  Hún er neðarlega á Suðurtanganum.  Slippstöðin, eða skipasmíðastöð Marselíusar Bernharðssonar eins og hún hér hér áður fyrr. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.6.2007 kl. 09:49

11 Smámynd: IGG

Gleðilega þjóðhátíð kæra Ásthildur!   Ég var að eins of sein hingað til að svara spurningunum en ég get gert eina leiðréttingu þó.  Mamma Geira og Hörra hét Jónína en amma þeirra hét Guðbjörg og Guggan hét eftir henni.  Njóttu dagsins!

IGG , 17.6.2007 kl. 14:25

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt munaði einni kynslóð sorry með það.   Sömuleiðis Ingibjörg mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.6.2007 kl. 16:03

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gengur bara betur næst, ég lofa að koma aftur með svona innlegg

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.6.2007 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 2021019

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband