Gríman í beinni.

Ég vil auðvitað óska sigurvegurum Grímunar til hamingju með sigurinn. 

En ég horfði á hluta af þessari dagskrá í kvöld og mikið rosalega er þetta eiginlega klént í alvöru talað.  Eitthvað svo Óskareftirlíking eitthvað.  Og æ ég veit ekki, eitthvað bara svo hallærislegt sorry. 

Þar með er ég ekki að segja að íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsmyndir séu ekki góðar og fagmannlegar.  Það er bara þetta nákvæmlega show og keppni eða á maður að segja fákeppni um vinning sem er bara einhvernveginn svo lókal og heimóttarlegt.  Vona að ég móðgi engann.  En ég gat einhvernveginn ekki varist brosi.  Mest þótti mér gaman að Erlingi þegar hann tók við verðlaunum fyrir tengdadóttur sína, hann var gjörsamlega frábær, með góðlátlegt grínað sjálfum sér.  Svolítið líka hallærislegt þegar Herdís Þorvaldsdóttir notaði tækifærið og réðist að íslensku sauðkindinni, og fékk húrrahróp úr salnum.  Sauðkindin  er ekki sökudólgur, heldur er það bara svoleiðis að á sumum svæðum þarf að takmarka fjöldan.  Alveg eins og aflaheimildir.  En til dæmis á Vestförðum er kjörland fyrir rolllubúskap.  Og hvergi betri, þar er enginn ofbeit.  Og hvað veit þetta háheilaga 101 Reykjavík samfélag svo sem um landbúnað ? 

Æ elskurnar þið haldið að þið séuð svo flott og kúl, en til dæmis í mínum augum eruð þið meira svona show off í tilliti til Óskarsverðlauna sorrý Grímunnar.  Svolítið svona í plati einhvernveginn.  Samt sem áður er ég rosalega montin af mörgu sem kemur frá íslendingum í kvikmyndum og sjónvarpsmyndum.  En þetta prjál sem heitir Gríman er bara halló.  Og nú verður mér endanlega útskúfað af leikaraelítunni, nema ef til vill einstaka LLfélaga, þar sem ég hef starfað í mörg mörg ár, eða síðan 1966.  En það verður bara að hafa það.  Smile


mbl.is Benedikt Erlingsson var sigurvegari Grímunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég verð að játa mig samsinna.  Finnst alltaf pínu halló svona afhendingar.  Sérstaklega þegar röðin, kynningar og allt fyrirkomulag er beint frá Óskarnum.  Hvernig væri að nota hugmyndaauðgi listamanna og hafa þetta okkar eigið ef á annað borð þarf að vera að vegtyllast eitthvað.

Erlingur var dásamlegur eins og alltaf og strákurinn hans er arfaskemmtilegur leikari.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.6.2007 kl. 22:38

2 Smámynd: Ester Júlía

Mér fannst rosalega gaman að þessu.  Eiginlega í fyrsta skiptið sem mér hefur þótt gaman af Grímunni.  En kannski bara af því að ég missti af óskarnum .

En rosalegt krútt var hann Erlingur og fyndinn, og ekki er strákurinn hans síðri.  

Ester Júlía, 15.6.2007 kl. 22:43

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Benedikt var vel að sigrinum kominn. Ég er sammála þér Jenný af hverju finnur þetta fólk ekki upp eitthvað alveg sérstakt íslenskt consept, eitthvað sem við getum öll verið stolt af.  Þessi eftiröpun á Óskarnum er bara svo hallærislegt sem mest má vera.  En það er alveg rétt Ester mín, kynnarnir voru góðir og léttleikin og allt það.  En það bara komst ekki á flug.  Villi og bæjarstjórinn á Akureyri hehehe forsetinn hehehehe... með fullri virðingu hehehehehe....

Og ég held bara að það gangi ekki alveg upp í okkar litla samfélagi að hafa svona árlega veislu.  Annað hvert ár eða þriðja gengi ef til vill upp, og þá með einhverju öðru fyrirkomulagi en þetta Óskardekur sem er alveg út úr kú og hallærislegt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.6.2007 kl. 22:48

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Úff - ég er svo sammála.....

.....hvað kom kindin grímunni við - ég spyr? Uber halló

Hrönn Sigurðardóttir, 15.6.2007 kl. 23:24

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Ja ég sá ekki Grímuna en þegar ég var lítil...man ekki 7-8 ára fór ég á leikrit sem ég man ekkert eftir hjá Litla leikfélaginu,þá var Bjarni frændi að leika ...og kannski þú...man bara að við fengum að fara og allir voru talandi um sýninguna

Solla Guðjóns, 15.6.2007 kl. 23:25

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Var það nokkuð Leyndarmál Öskjunnar, sakamálaleikrit

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.6.2007 kl. 23:47

7 Smámynd: Solla Guðjóns

Úpps það eru 40.ár síðan ég man bara að það bar vetur og Guðbjartur og Pétur komu með mér

Solla Guðjóns, 16.6.2007 kl. 00:33

8 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Hvers á aumingja sauðkindin að gjalda? Er hún ekki undir hælnum á mönnum? Er virkilega einhver sem heldur að hún lifi sjálfstæðu lífi?

Annars er ég sammála þér Ásthildur mín..........þetta er dálítið púkó og mikið umstang í kringum lítið úrval af íslensku efni  þótt efnið sé ágætt, það er ekki það. Mætti afgreiða þetta á svona hálftíma

Margrét St Hafsteinsdóttir, 16.6.2007 kl. 01:38

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju með daginn Cesil og knúsaðu kallinn þinn frá mér

Hrönn Sigurðardóttir, 16.6.2007 kl. 08:39

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Búin að knúsa karlinn minn Hrönn mín.  Já svo sannarlega er sauðkindinn ekki frjáls.  Meira að segja leggja menn mikið á sig til að drepa hana, ef hún fer að lifa sjálfstæðu lífi, eða man enginn lengur eftir kindahóp sem hafði verið villtur í nokkur ár, og það voru notaðar þyrlur til að murka úr þeim lífið.  Í stað þess að leyfa þeim bara að vera til.  Mannfólkið er stundum svo grimmt að það er bara ógeðslegtl. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.6.2007 kl. 10:03

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er ekki að tala um að það megi ekki verðlauna listafólk sem hefur skarað fram úr.  Þetta bara er einhvernveginn svo hallærislegt.  Það er örugglega hægt að hafa þetta á öðrum nótum, en eftiröpun frá Hollýwood.  Hvar eru frumlegheitin núna hjá íslensku listafólki ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.6.2007 kl. 10:42

12 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég sá ekki Grímuna í gær, en erum við ekki alltaf að herma eftir Ameríkönunum í öllu það finnst mér að minnsta kosti

Kristín Katla Árnadóttir, 16.6.2007 kl. 10:51

13 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sá smá svona part af þessu og leið eins og flóni. Edda og Ágúst voru að reyna að vera fyndin saman á sviði en voru svo stirðbusaleg og hall að um mann fór aumingjahrollur. Gott að hafa fleiri stöðvar.

Ásdís Sigurðardóttir, 16.6.2007 kl. 14:25

14 identicon

íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsmyndir? fákeppni??

Þú gerir þér bersýnilega ekki grein fyrir því að Grímuverðlaunin eru leikhúsverðlaun sem koma kvikmyndum ekkert við. Þetta er bara fyrir LEIKHÚS og þar er af nægu að taka.

Þú ert að hugsa um EDDUNA sem eru sjónvarps og kvikmyndaverðlaun

jói (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 14:28

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Friðrekur minn ég var ekki að deila á það að leikarar hljóti verðlaun fyrir vel unnin störf.   Og ég er auðvitað þarna að blanda saman tveimur hlutum þ.e. leiklist og kvikmyndagerð.  Biðst afsökunar á því.  En ég hef farið töluvert í leikhús, hef starfað með Litla Leikklúbbnum frá árin 1966, bæði sem leikari, hvíslari og leikstjóri.  Tel mig því vita talsvert um leiklist.  Fór líka í ein 10 ár á hverju ári á norræn leiklistarnámskeið á vegum NAR, þar sem ég lærði heil ósköp um margar hliðar leiklistar, með færasta leiklistarfólk sem leiðbeinendur. Hef meira að segja verið svo fræg að leika á fjölum þjóðleikhússins, þegar Litli leikklúbburinn sýndi Aldaannálinn þar eftir Böðvar Guðmundsson.

Það sem ég var að deila á er þessi eftiröpun á Óskarnum, og amerísku tilstandi.  Ég var einmitt að segja að ég vildi sjá eitthvað nýtt og ferskt hjá okkar fólki.  Og ég treysti ykkur vel til að vera meira í anda íslenskju þjóðarinnar. 

Hvað varðar íslensku sauðkindina, þá átti hún ekkert erindi þarna inn, nema ef svo skyldi vera að 101 liðið   hefði klæðst íslenskum lopapeysum, það hefði reyndar verið alveg vel til fundið. 

Ég get alveg tekið því að vera kölluð fávíst útkjálkalið.  Finnst dreyfbýlistútta samt meira heillandi. 

En sorry þetta er nú bara mín skoðun, og mín upplifun þegar ég horfði á athöfnina.  En ég vil ítreka það að ég er alls ekki á móti því að leikarar fái sín verðlaun.  Þeir eru vel að þeim komnir, því við eigum leikara á heimsmælikvarða að mínu mati.  En er það ekki bara áskorun að fara nýjar leiðir við svona tækifæri ?

Með bestu kveðjum Ásthildur Cesil fávís útkjálkakona

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.6.2007 kl. 16:49

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er náttúrlega að ljúga þarna eins og ég er löng til, því Aldaannállinn var sýndur í Gamla Bíói, sem er allt annar hlutur en Þjóðleikhúsið.  Það leiðréttist hér með.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.6.2007 kl. 17:34

17 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ég elska íslenskt listafólk og finnst það frábært, hvort sem það eru leikarar, söngvarar, málarar etc. Við eigum fullt af frábæru listafólki og mér finnst að hátíðir sem eru til þess gerðar að veita þeim verðlaun eða viðurkenningar fyrir þeirra störf eigi að vera séríslenskar athafnir. Og kannski fyrir almenning sem er nokkuð duglegur hér að styðja við listamennina okkar á einn eða annan hátt, en ekki láta þetta snúast um einhverjar snobb uppákomur sem aðeins útvaldir sækja.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 17.6.2007 kl. 01:05

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála þér þarna  Margrét mín elskuleg.  Alveg hárrétt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.6.2007 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 2020892

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband