Queen Elísabeth á leið til Ísafjarðar.

Er að spá í hvort hún sé komin.  En hún getur ekki lagst að bryggju hér, heldur mun lóna út í fjarðarkjafti.  Það eru núna daglega skemmtiferðaskip í höfninni.  Þetta setur svip sinn á mannlífið, því bærinn er hreinlega fullur af túrhestum, sem rölta um bæinn og skoða allt mögulegt og ómögulegt.  Skrúðgarðana, og svo fara þeir í ferðir um nágrennið.  Nú hafa tveir ungir menn unnið að þeirri hugmynd að setja kláf upp á Eyrarfjall og byggja þar aðstöðu til að taka á móti ferðamönnum.  Sjá hér http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=101892

Sonur minn er annar þeirra.  Mér finnst þetta alveg frábær hugmynd.  Hér er núna austurrískur maður sem byggir svona kláfa, hann er að kynna sér málin.  Enda var þyrla hér á sveimi í gær, þeir voru að rúnta upp á fjallið að skoða aðstæður.  Svo þetta er nú aðeins meira en einhver grilla.

En ég ætla sem sagt að hafa augun hjá mér þegar drottningin kemur. 

 


mbl.is Eitt stærsta skemmtiferðaskip heims í Reykjavíkurhöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já þetta er flott skip það væri gaman að  að skoða það

Kristín Katla Árnadóttir, 14.6.2007 kl. 08:58

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Engar smá upphæðir þar á ferð.  Ég hugsa að maður myndi villast ef maður færi ofan í svona dall.  Rataði ef til vill aldrei út aftur  Skipin stoppa hér yfirleitt heilan dag.  Það eru svo ferðir með þá sem þess óska um nágrennið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.6.2007 kl. 10:15

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég sá þessa frétt í gærkvöldi um línuna upp á Eyraefjall.Þetta er frábær hugmynd.Ég get varla ímyndað mér útsýnið frá þessu háa fjalli en það hlýtur að vera töluvert.Gott ef af verður þá mun ég fá mér eina bunu.

Solla Guðjóns, 14.6.2007 kl. 13:15

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er ekki viss um að ég fari, ég er svo lofthrædd.  En ég get alveg ímyndað mér að þetta sér rosalega ævintýralegt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.6.2007 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 2020908

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband