Bara svo að þið vitið það....

Þá var veðrið svona kl. 7 í morgun hér á Ísafirði.

 

IMG_5515

IMG_5522

Hér er svo hún Dagný að ganga úti með hundinn, eða eigum við að segja hjóla ??

IMG_5525

Hér voru líka nokkrir ungir menn að leggja hellur í góða veðrinu.

IMG_5526

Allt á fullu hér.  En nú verð ég að þjóta aftur.  Sé ykkur seinna elskurnar. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: IGG

Það gerist ekki betra!

IGG , 12.6.2007 kl. 16:12

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta er flottar  eins og vanalega hjá þér. 

Kristín Katla Árnadóttir, 12.6.2007 kl. 16:36

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

PS myndir.

Kristín Katla Árnadóttir, 12.6.2007 kl. 16:37

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er greinilega fallegt veður á fleiri stöðum en í RVK og á Skaga.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.6.2007 kl. 18:24

5 Smámynd: Ísdrottningin

Ég ákvað einmitt að skrifa nokkur orð til að þakka fyrir allar myndirnar en svo sé ég að ég er ekki sú fyrsta til þess...

En ég ætla samt að þakka þér alveg kærlega fyrir að leyfa okkur að njóta allra fallegu myndanna þinna, það jafnast ekkert á við vestfirsku fjöllin til að ylja manni um hjartað.

Ísdrottningin, 12.6.2007 kl. 18:56

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk elskurnar.   'Eg held að það verði smábið á nýjum myndum frá mér á næstunni.  Því ég gleymdi myndavélinni minni á ákveðnum vinnustað í dag, og nú er hún ekki lengur þar.  Vonandi finnst hún, og ég er bara rugludallur sem hef gleymt hvað ég lagði hana.  En svona er lífið.  Ég er hálf svekkt, því myndavélin mín var orðin dálítið stór partur af tilverunni  En þetta kemur svo sem allt í ljós.  Hún er allavega horfinn núna, hvort sem einhver hefur tekið hana til handagagns, eða til eignar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.6.2007 kl. 20:57

7 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Yndislegur dagur hér líka. Gott að sumarið er að leggjast yfir landið.......

Margrét St Hafsteinsdóttir, 12.6.2007 kl. 21:02

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æðislegt veður, það er líka svona hjá mér á Aey.  Set inn myndir ú ferðinni þegar ég kem heim

Ásdís Sigurðardóttir, 12.6.2007 kl. 21:20

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

En hvað það er leiðinlegt að heyra, vonandi finnst myndavélin þín fljótt og er í lagi. Myndirnar þínar eru alveg ómissandi partur af þér....

Hrönn Sigurðardóttir, 12.6.2007 kl. 21:38

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ já ég vona það. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.6.2007 kl. 23:00

11 Smámynd: Ester Júlía

Ooo hvað Ísafjörður er sjarmerandi bær. Og myndirnar skemmtilegar.  Vona innilega að þú finnir myndavélina..:(.    Það var yndislegt veður í gærmorgun í Reykjavík, en núna (kl. 7) er bara þungt yfir og rigning

Ester Júlía, 13.6.2007 kl. 06:45

12 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég kem helst á hverju sumri til Ísafjarðar.Elska þennan fæðingarbæ minn.Átti þó aldrei heima þar,heldur á Eyri í Skötufirði.En amma Veiga og afi Nonni Þorleifs vélstjóri á Fagranesinu áttu heima á Fjarðarstræti 7 og kom ég oft þangað.

Það jafnast ekkert á við þegar fjöllin standa á haus á sjónum sem kvodsólin gillir.Varð að tjá mig þegar ég sá þessar falllegu myndir frá Ísafirði.

Kær kveðja á Ísafjörð........Sólveig Guðjónsd.

Solla Guðjóns, 13.6.2007 kl. 12:33

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég var að vona að einhver hefði bankað í dyrastafinn hjá þér í gærkveldi og spurt hvort það gæti verið að þú hefðir gleymt þessari myndavél......

.....engin ævintýri i dag?

Hrönn Sigurðardóttir, 13.6.2007 kl. 13:09

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt, næstum því svoleiðis Hrönn mín.  Ég fór að ræða við tryggingamanninn í gær, og spurði bara si sona ef svo kynni að vera að myndavélin hefði tapast, hvort hún væri tryggð; Ertu að meina vélina sem þú varst með á öxlinni fyrr í dag, sagði hann.  Já einmitt sagði ég.  Um hvert leytið þá, sagði ég svo.  Jú þarna um hálf fimm leytið, upp í gróðrarstöð.  Og ég þangað og viti menn , ég hafði þá gleymt henni þar.  Hafði farið beint þangað eftir vinnuna hjá bænum, til að potta.  Og lagði hana þar frá mér.  En mikið var ég fegin.

Sólveig, ertu þá systurdóttir hennar Siggu Boggu vinkonu minnar ? Bjarna og Ófeigs og Óla ? En gaman.

Takk Ester Júlía mín.  Jamm ég er búin að finna hana, sem betur fer.  Annars er þetta í annað sinn sem ég týni henni.  Í fyrra sinnið var ég stödd út í Krakow í Póllandi.  Við vorum að fara í rútuferð frá hótelinu, ég skrapp á klóið og gleymdi vélinni á gólfinu.  Þegar ég uppgötvaði mistökin, bjóst ég við að ég myndi aldrei sjá hana aftur.  En þegar við komum aftur á hótelið, þá kölluðu stúlkurnar í lobbíinu á mig og réttu mér hana.  Það hafði verið ráðstefna  á hótelinu og ein konan í hópnum hafði rekist á vélina og verið svona asskoti heiðarleg.  Ætla að gæta hennar voða vel héðan í frá.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.6.2007 kl. 13:25

15 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

æh hvað það var gott

Hrönn Sigurðardóttir, 13.6.2007 kl. 13:27

16 Smámynd: Solla Guðjóns

ég er dóttir Jónu systir þeirra.Guðbjartur næst yngsti afbræðrunum býr á Ísafirði með konu sem heitir Rósa.

Solla Guðjóns, 13.6.2007 kl. 14:36

17 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

flottar myndri kæra kona

ljós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 13.6.2007 kl. 15:41

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir ljósið Steina mín. 

Gott fyrir ykkur Vestmannaeyingana Hanna Birna mín.  Hér er farið að rigna.

Já ég þekki bæði Guðbjart og Rósu Magnúsdóttur, yndælis fólk bæði tvö. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.6.2007 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband