Nokkrar myndir og spekulasjónir um ódýrar stjúpur.

Ég biðst afsökunar á því að komast ekki yfir allan bloggvinahringinn minn, en þetta er brjálaður tími.  Vona að þið virðið það við mig.  Heart

Tók samt nokkrar myndir. 

 

 

IMG_5185

IMG_5186

Tvær ástfangnar flugvéla-har.  Eða í fýlu eða bara eitthvað.  Allavega ös á flugvellinum.

IMG_5187

Gallerí Himinn með nýja sýningu.

IMG_5188

Dreki yfir firðinum mínum .......................... eða hvað.

Eitt finnst mér skrýtið.  Vitið þið að framleiðsla stjúpa verður bráðum liðinn undir loka á Íslandi.  Nú fást bara belgískar stjúpur á niðursettu verði, sem enginn garðplöntuframleiðandi getur keppt við.  Stórmarkaðirnir auglýsa stjúpur tíu stykki á fimm hundruð krónur. Þetta eru innfluttar stjúpur frá Belgíu.  Hvað skyldu mörg störf falla niður á Íslandi vegna þessa ? Og sennilega heldur þetta áfram, næst verða það morgunfrúrnar, og síðan bara allt heila klabbið.  Þá verða engir blómaframleiðendur eftir á Íslandi.  Hvað með sjúkdóma sem geta komið með þessum plöntum, nú eða skordýr sem ef til vill koma og gera usla hjá okkur. 

Og af hverju eru stórmarkaðir sem versla ekki með plöntur að keppa við sumarblómafremleiðendur, og yfirbjóða þá á þennan hátt.  Þetta er eins og Bónus með bókasölu fyrir jólin.  Þeir taka toppin af bókabúðunum, fleyta rjómann ofan af, og svo mega bóksalar éta það sem úti frýs þess í milli, og lesendur líka.

Er það ekki skrýtið hvernig "frelsið" er að leggja sífellt meira helsi á okkur, og einoka einmitt það sem keppt er að, það er frelsið.  Þetta snýst allt upp í andhverfu sína.  Þannig verður "frelsið" á endanum einokun fárra, alveg eins og kvótakerfið. 

Er það ef til vill það sem við viljum.  Bækur sem bara fást fyrir jólin, og aldrei annars.  Og það verður bara hægt að kaupa stjúpur og einhverjar nokkrar aðra tegundir, og tré og runnar heyra sögunni til.  Þurfum við ekki aðeins að fara að huga að því hvað lýðræðið raunverulega kostar ?  Eða er okkur alveg sama, ef við bara græðum eina krónu, þótt við missum þúsundkallinn á morgunn ?

Það er ekki af góðsemi sem stórfyrirtækin sem selja allt annað en blóm eru að taka toppinn af blómasölunni með undirboði.  Þeir eru að hvetja fólk til að koma og kaupa ódýr blóm, til að sjá að í leiðinni vantar það rörtöng, eða málningu, nú eða útigrill. 

En svona erum við.  sauðir sem leiddir eru til slátrunar sjálfviljug og meira segja biðjum um að vera slátrað.... Eða þannig. 

En ég segi bara góða nótt.   Þetta fór svona í gegnum hausinn á mér.  Ég er samt á leið í svefninn og mun sofa rótt og vel.  Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Úbbs... ég geri akkúrat þetta. Þarf að hugsa innkaupin upp á nýtt

Fallegur fjörðurinn þinn

knús

Hrönn Sigurðardóttir, 30.5.2007 kl. 23:29

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Hrönn mín.  Já ég hygg að við verðum að fara að hugsa ýmsa hluti upp á nýtt, ef við viljum vera frjáls þjóð í frjálsu landi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.5.2007 kl. 23:53

3 Smámynd: Saumakonan

góða nótt ljúfan

Saumakonan, 31.5.2007 kl. 00:03

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góða nótt elsku Saumakona

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.5.2007 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 2022147

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband