Fiskur í soðið frá Frjálslyndum i dag.

Þá er komið að því.  Við ætlum að halda uppteknum hætti og gefa fólki í soðið á Silfurtorgi í dag milli klukkan þrjú og sex, eða á fínu máli 15.00 til 17.00.

Set hér með nokkrar myndir sem teknar voru fyrir nokkrum árum við sama tilfelli. 

PIC00001[1] Fólk safnast saman til að fá sér í soðið.

PIC00003[1] Hér er gamla kempan Addi Kitta Gau að gefa einni dömu í soðið.

PIC00004[1] Hann tekur sig vel út í flökuninni.

PIC00005[1] Hér erum við bæði að flaka.  Sýnist þetta vera steinbítur.

PIC00006[1] Jamm maður kann nú handtökin.  Þegar ég var 17 ára þurfti ég að fara í stóra tannaðgerð í Reykjavík, ég réði mig í frystihúsið á Kirkjusandi meðan ég var hjá honum.  Og ég fékk karlmannskaup, (þá var það þannig) af því að ég kunni að flaka og ég var að Vestan, þannig var nú standardinn.  Ég verð að viðurkenna að hinar konurnar voru ekki par ánægðar með þetta fyrirkomulag.  Og að stelputryppi nýkomið í bæinn skyldi fá meira kaup en þær sem voru búnar að vinna í mörg ár.  Já lífið er stundum skrýtið.

 

PIC00007[1]  Enn er flakað og gefið í soðið.

PIC00009[1]Hér eru tveir þekktir hér fyrir vestan, Guðjón Ólafsson kennari leikari og skríbent, og höfðinginn Finnbogi Hermannsson, sem nýlega hefur látið af yfirmennsku á RuvVest.   Hann er spekingslegur eins og sjá má. Og þarna sjást líka fiskibollur sem við höfðum útbúið og gáfum líka. 

Núna verður vonandi fjör í dag.  Og ekkert er hollara en glænýr fiskkur upp úr sjó.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það væri gaman að koma og fá góða fisk.

Kristín Katla Árnadóttir, 11.5.2007 kl. 11:48

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Skemmtileg nálgun í kosningabaráttu.  Addi Kitta Gau er leikinn með hnífinn.  Ég var einhverjar vikur í pökkun á Kirkjusandi hérna í denn.  Var rekin af því að ég sprautaði með þrýstislöngu á verkstjórann.  Karlinn hafði engan húmor, hehe.  Þar er mínu framlagi til sjávarútvegsins lokið fyrir utan eitt og eitt fiskflak sem ég kaupi í matinn.

Smútsj.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.5.2007 kl. 11:49

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Glænýr fiskur á borðum á Ísafirði í kvöld.

Hehehe Jenný mín.  Prakkari hefurðu verið.  En hann hefur örugglega átt það skilið karlinn sá.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.5.2007 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 2021019

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband