7.3.2007 | 14:28
Mér datt þetta svona í hug.
Grímur J í gísling fór
í gleðikvennafansa.
Klámhundar þær kalla í kór
og karlinn fær að dansa.
Ekki líkar öllum par
sú eðalgræna klíka.
Netlöggum og nöktum þar
nördar vaskir flíka.
Fylgið samt er feikigott
foringinn er glaður.
Ekki má þó do do dott.
dóni gerast graður.
Svo er þykir, spurning nær
sem í betur hugið.
Hvort það fylgið haldist fær
eða fatast flugið.
Svo má líka segja hvort
sætir góðu lagi.
Að tala skírt og skorinort
sko sitt af hvoru tagi.
Faðmsins bláa flýr hann til
flestir hafa á trúna.
Kaffi ekki korginn vil
ég kalla saman núna.
Bara svona til gamans
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 2022150
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.3.2007 kl. 19:46
Langaði til að senda þér mína skoðun kæra frú Cesil....
Bjó í Hollandi í 2 ár og þaðan held ég að við eigum að sækja okkar fyrirmynd um HVERNIG skuli leyfa "klám" (það vantar góða skilgreiningu á því). Það er leyft í ríku mæli, en maður verður að "velja/sækja" sér það!
Það sem hefur einkennt umræðuna hér hinsvegar er "klámiðnaðurinn " eins og hann hefur verið í Danmörku, en þar bjó ég í 6 ár og óska ekki eftir slíku hér!
Ég skal skýra mál mitt; maður á það á hættu alls staðar (geðþóttaákvarðanir?) í Danmörk að labba inn í venjulega sjoppu sem er með /ekki með svæsnar klámmyndir, jafnvel í neðstu hillu! Ég er að hugsa um eina núna og vil alls ekki að maður rambi óvart á skíkt með barnið sitt.
Þetta gerist ekki í Hollandi, þar er allt í boði eins og í Danmörk, en í þar til gerðum verslunum!
Þetta tel ég vera okkar lausn líka)...en vil bara taka fram að unglinga og barnaklám verður að banna og gera refsivert.)Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.3.2007 kl. 21:41
Ég er alveg sammála þér Anna mín að þetta þarf að vera skilgreint og í sínu hólfi. Ég hef engan áhuga á þessum hlutum, og ég ætla ekki að segja hvað ég vil láta gera við barnaníðinga og nauðgara. Það er ekki prenthæft.
Hins vegar er allt ofstæki að skemma fyrir umræðunni að mínu mati. Þetta þarf að ræða fordómalaust og flokka hismið frá kjarnanum. Það er það sem skiptir máli.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.3.2007 kl. 23:26
Sæl Ásthildur.
Ég rakst á tilviljun á bloggið þitt og datt í hug að senda þér kveðju því við erum frænkur. Dóróthea langamma þín og Ósk amma mín voru systur. Þær áttu sama föður, Jónas Gunnlaugsson. Ég er fædd og uppalin á Lambastöðum í Álftaneshreppi en hef búið í Borgarnesi i meira en 30 ár og á mann, fjórar dætur og átta barnabörn. Langaði bara svona að láta vita af mér. Bestu kveðjur, Jóhanna Skúladóttir
Jóhanna Skúladóttir (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 23:59
Kvæðið er vel ort og skemmtilegt. Sem gamall Skagfirðingur er ég vísnadellukarl. Hef einkar gaman af þegar fólk ræður við stuðla og höfuðstafi (þó að ýmis önnur atriði skipti líka máli).
Jens Guð, 8.3.2007 kl. 01:30
Takk Jens minn.
Jóhanna en gaman að heyra frá þér. Ég man að vísu ekki eftir langömmu, en ég man eftir Magnúsi langafa mínum, en hann braut á sér hnéskel og lá um tíma sjúkrabeði heima hjá Ásthildi ömmu. En ég er alin upp hjá henni og Hjalta afa mínum, að vísu í sama húsi og mamma og pabbi.
Ég á fjögur börn og einn stjúpson. Einnig hef ég hálfpartin tekið inn í mína fjölskyldu fólk sem þurfti að flýja frá El Salvador, fólk sem kom hingað með einn son og barnabarn. 'Eg er því margföld amma. En á og hef eignast gegnum fleiri aðila 17 barnabörn, litla engla sem öll kalla mig ömmu. Ég þarf endilega að skoða það að kíkja við hjá þér og hitta ef ég á leið gegnum Borgarnes. Ég þekki ekki svo mikið af fólki frá ömmu hlið. Bestu kveðjur Ásthildur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2007 kl. 09:38
Ekkert hálfpartinn, þau eru fjölskyldan mín. Og ekkert hálfkák með það.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2007 kl. 09:38
Til hamingju með daginn kæra Cesil
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.3.2007 kl. 12:18
Til lukku líka með þennan alþjóðlega dag kvenna. Ég man einmitt vel eftir okkar kennadegi þegar við tókum okkur saman íslenskar konur og héldum saman konudag. Það var að vísu ekki þessi dagur, en áhrif hans eru örugglega vel við líði enn þann dag í dag.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2007 kl. 12:27
Það væri gaman ef þú litir við á leið um Borgarnes. Ég bý á Borgarbraut 37 en er að vinna í Safnahúsi Borgarfjarðar. Þú átt eina frænku, sem er einnig barnabarn Óskar (hún var alltaf kölluð Ogga) sem er búin að eiga heima á Ísafirði í mörg ár. Hún heitir Sigríður Steinunn Axelsdóttir. Þú vissir kanski af henni. Ég held að systurnar Dóróthea og Ogga hafi aldrei hist, man það samt ekki alveg. Þarf að spyrja mömmu að því. Sá eini sem ég man eftir að hafa hitt af afkomendum Dórótheu er Ásgeir Jakobsson en hann kom stundum til Sigurrósar sem var systir Dórotheu og Oggu. Það var gaman að heyra frá þér. Bestu kveðjur. Jóhanna
Jóhanna Skúladóttir (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 12:53
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.3.2007 kl. 14:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.