Jibbý Jayj Cesil skal það vera !!!

Það var hringt í mig rétt í þessu frá Þjóðskránni.   Elskuleg kona var í símanum.

Ásthildur Cesil ?

Já það er hún. 

Ég ætla bara að láta þig vita að ég er búin að laga nafnið þitt.

Hehehe þannig að loksins verða glugga bréfin rétt stafsett.  En það er fleira sem hangir á spýtunni því báðar litlu sætu prinsessurnar mínar eiga að heita Cesil.  Önnur Hanna Cesil, og hin Evíta Cesil.  Svo nú Svo nú mun heimurinn verða mörgum Cesiljum ríkari.  Wizard


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sko mína, stór sigur gegn skrifræðinu!!! Mikið skelfing er ég glöð fyrir þína hönd

Svo hlýtur þú að vera með vinsælli ömmum norðan balkan fyrst báðar prinsessurnar eiga að heita í höfuðið á ömmunni (eða eru þetta ekki barnabörn')

Úje

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.3.2007 kl. 11:08

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jú þetta eru barnabörn, önnur fæddist í Vínarborg þann 23. janúar, og hin á valentínusardaginn hér á Ísafirði, og Ásthildur amma var viðstödd, ásamt Ásthildi ljósmóður, svo það er næg ást til hjá þeirri litlu.  Og reyndar þeim báðum.  Var úti í Vín líka þegar hin fæddist, en var heima að gæta annarar prinsessu stóru systir  Litlu lady Cesil sem heitir reyndar Hanna Sól. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.3.2007 kl. 11:29

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Meiriháttar ! Flott hjá þér að gefast ekki upp og fá nafnið algilt í þessa stóru Cesiljar fjölskyldu.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.3.2007 kl. 11:33

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já takk Katrín min ég er svo ánægð. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.3.2007 kl. 11:50

5 Smámynd: Jens Guð

Til hamingju með þetta.  Það er hægt að sigrast á skrifræðinu og embættishrokanum með seiglunni.

Jens Guð, 7.3.2007 kl. 12:18

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Innilega til hamingju - enginn smá sigur

Hrönn Sigurðardóttir, 7.3.2007 kl. 12:46

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Til Hamingju lavði Cesil Universal!  Heimurinn fagnar! (heyrirðu ekki fögnuðinn sem ómar eins og suð úr risastórum klósettkassa)  Nú þarf maður væntanlega að bugta sig og þéra þig hér eftir.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.3.2007 kl. 13:20

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll sömul  Stendur á sviðinu og horfir yfir fagnandi salinn, sendir fingurkoss til allra, brosir og hneygir sig, þurrkar tár af hvarmi og gengur svo út af sviðinu með glæsilegum yndisþokka nornarinnar hehehehehehe.....

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.3.2007 kl. 14:09

9 identicon

Til lukku með þetta frú C!!!

Elma (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 15:35

10 identicon

Frábærar fréttir, til hamingju! :)

Þórunn (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 15:40

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk stelpur mínar.  Ég er mjög ánægð með mig núna. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.3.2007 kl. 15:53

12 identicon

laga það ? ég hef sýnilega misst af einhverju hvað var að nafninu þínu kona góð.

Frábært nafn í alla staði svo ég kem ekki auga á hvað var að?

Halla (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 21:31

13 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Auðvitað ertu Cesil!!...elskuleg


Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.3.2007 kl. 21:39

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Halla mín í þjóðskrá var ég Secil, sem er algjört ónefni að mínu mati.  Í dag fékk ég þær fréttir að það væri búið að breyta því í Cesil, eins og það átti alltaf að vera. 

Jamm Anna mín, ég er sko Cesil

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.3.2007 kl. 23:23

15 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Samgleðst þér af öllu hjarta. 

Sigríður Jósefsdóttir, 8.3.2007 kl. 12:18

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

 frænka mín. Takk

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2007 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 94
  • Frá upphafi: 2021020

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 68
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband